Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 26

Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 26
Mildur vímug kaldrifjaður Eftir Freystein Jóhannsson | freysteinn@mbl.is Til umræðu hefur komið hvort lögleiða eigi kannabis eða ekki. Ýmsir hafa mælt með lögleiðingu á þeim forsendum að kannabis sé mildur vímugjafi og lítt ávanabindandi meðan aðrir telja efnið svo hættulegt að helzt sé að lýsa því sem kaldrifjuðum morðingja; það sé einfært um að leggja líf fólks í rúst og lang- varandi neyzla þess leiði oft til neyzlu annarra og harðari efna. Stofnaður hefur verið hópurinn Lögleiðum kannabis og skattleggjum neysluna og hefur hann vefsvæði; Kannabis Net, þar sem eru greinar og umræður um málið. Þeir sem vinna að meðferð fíkniefnasjúklinga eru alfarið á móti lögleiðingu kannabis eins og hér kemur fram í máli starfsmanna Samhjálpar og Vogs og í samtali við ungan pilt sem lenti í ógöngum vegna kannabisneyzlu. 26 Kannabis MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Kannabis yfirtekur líf neytand-ans. Hann fórnar fjölskyldusinni, fórnar vinum sínum, fórnar öllu og gerist jafnvel opinber talsmaður þess að lögleiða kannabis. Allt líf neytandans fer að snúast um hluti tengda kannabis. Líkami hans byggir fljótt upp þol gagnvart efninu, hann þarf meira og meira kannabis í hvert skipti, og að lokum kemst hann í litla sem enga vímu og það kallar stundum á neyzlu sterkari efna. En það þarf ekki endilega sterkari efni til, kannabis er alveg einfært um að rústa einstaklingnum og eyðileggja líf hans. Þess vegna er ekkert 100% öruggt gegn þessu nema það að prufa aldrei í fyrsta skiptið. Mér finnst það alveg út í hött að lög- leiða kannabisefni, sem við vitum að skemma ótal ungmenni og valda þeim og þeirra nánustu endalausri sorg og þjáningum. Með því myndu kannabis- efni verða til muna aðgengilegri og neyzla þeirra myndi aukast með Kannabisneyzla stórskemmdi mig og mitt líf og þó ég sé svo heppinn að hafa verið óvirkur í bráðum 12 ár, þá er ég ennþá að takast á við skemmdir í miðtaugakerfinu. Ég var í hljómsveit- inni Utangarðsmönnum, þetta var í kringum 1980 þegar Ísbjarnarblúsinn reis hvað hæst. Mér voru boðin kanna- bisefni, en sagði nei í þrjá mánuði, ég kallaði þau eiturlyf og þá sem notuðu þau kallaði ég dópista. En svo lét ég undan þrýstingnum og prófaði og eftir það varð ekki aftur snúið. Strax við fyrstu hasspípuna varð ég ástfanginn af þessu efni. Nú þegar ég hef snúið við blaðinu get ég með sanni lagt áherzlu á að það eina sem dugar er að menn prufi aldrei þessi efni. Ég tók kannabisið framyfir fjöl- skylduna, valdi það frekar en að ala upp börnin mín og vera hjá konunni sem ég elskaði. Og svo kom að því að líkaminn hafði myndað þol gagnvart kannabis og þá prufaði ég sterkari efni, fór út í amfetamín og kókaín, en ein- hverra hluta vegna hentuðu þau efni mér ekki svo ég hélt mig við kannabisið og áfengið. Til allrar hamingju rann upp sá dagur að ég sá að kannabis- efnin höfðu ekki gefið mér neitt, en rænt mig öllu og mér tókst að snúa við blaðinu.“ Íslenzka grasið ótrúlega sterkt „Það eru mistök sem allir gera að tala stöðugt um hass, en það er bara eitt af kannabisefnunum. Ég held að þetta hasstal stafi af því að í gamla daga var hassið allsráðandi, en nú er líka maríjúana í umferð og íslenzka grasið (maríjúana) er framleitt í full- komnum verksmiðjum og er orðið ótrúlega vímuefnasterkt. Þrátt fyrir þessa þróun tala menn enn um hassið einsog það sé eitt í heiminum. Ég vil taka það fram að ef það sannast að kannabis hafi ótvírætt lækningagildi þá finnst mér að það eigi að lögleiða maríjúana til lækn- inga. Það er hinsvegar allt annað mál en það sem við erum að tala um núna, það snýr að heilbrigðisgeiranum. Ég get þó ekki orða bundizt um um- hyggju kannabisneytenda fyrir sjúk- lingum, í mínum augum er hún ekk- Hættulegt að sofna á verðinum Við eigum ekki að láta okkur detta í hug að lögleiða kannabis heldur eigum við að herða baráttuna gegn því segir Magnús Stefánsson hjá Samhjálp Morgunblaðið/Jakob Fannar Hjálparhella Magnús Stefánsson aðstoðar þá sem verða fórnarlömb kannabis Mín kannabisneyzla byrjaði sem fiktþegar ég var 14 ára. Ég varð fyrireinelti í skóla og hugsaði sem svo að það væri allt betra en það líf sem ég lifði. Ég ákvað þá að prófa kannabis og mér fannst það hjálpa; ég hætti að pæla í umhverfinu og varð sama um hvað sagt var við mig og um mig. Ég hélt ég væri að verða aftur ég en fatt- aði ekki að ég var að breytast í allt annan Baldvin. Eftir 9. bekk var ég kominn út í dagneyzlu, þá skipti ég um skóla og seldi kannabis til að fjármagna mína neyzlu. Ég hafði alltaf átt auð- velt með að læra og fékk góðar einkunnir, en breyttist í slakan námsmann með lélegar ein- kunnir. Ég laug að foreldrum mínum og sveik þau, gerði allt til þess að fá að vera í friði með mína neyzlu.“ Enginn ætlar að verða fíkill „Í menntaskóla fór ég á mitt fyrsta fyllirí. Ég hafði aldrei bragðað áfengi, en greip til þess þegar kannabisefnin hættu að virka, ekki efnin sjálf heldur var líkami minn orðinn svo þolinn að hann dró úr áhrifunum. Ég hafði beð- ið tilfinningalegt tjón án þess að ég gerði mér grein fyrir því og var eiginlega í einu allsherjar rusli, það er ekki fyrr en ég nú lít um öxl að ég geri mér grein fyrir því hversu skemmdur ég var orðinn. En það átti nú eftir að versna. Eftir að ég hætti í kannabis og fann ekki fró í áfengi, ég gerði margar „heiðarlegar“ til- raunir til þess að verða fyllibytta, byrjaði ég að neyta amfetamíns og var mjög fljótlega kominn í dagneyzlu á amfetamíni, kókaíni og e-töflum. Ég flutti að heiman til þess að vera í friði fyrir foreldrum mínum og vildi heldur vera á göt- unni í neyzlu og sölu. En ég átti enga gleði lengur. Ég veit ekki hvort einhver orð fá lýst því helvíti sem líf mitt var, alla vega kann ég þau ekki. Enda var þetta ekkert líf. Málið sner- ist um að þrauka í einni vímunni eftir aðra, annað var ekki til. Ég sé það núna að ég var ekki sá töffari sem ég hélt ég væri, heldur var að og augu og nýru líka. Þessari baráttu fylgir líkamleg og andleg vanlíðan. En ég á mér líf og von um að endurvinna sem mest af mínum gamla góða Baldvini. Þangað til heimsæki ég grunnskóla og reyni að vera krökkum víti til varnaðar. Það ætlar sér enginn að verða fíkill. Ekki hugsaði ég 12 ára gamall að ég ætlaði að verða dópisti. En það fór nú svona. Ég er gangandi sönnun þess að það eru allir í hættu og eiga þess vegna að láta fíkniefni eiga sig.“ ég bara reiður, hræddur smástrákur. 4. júní í fyrra vaknaði ég úti á túni í Keflavík eftir mánaðartripp og vissi ekkert hvar ég hafði verið eða hvað hafði gerzt. Ég hringdi þá í vin minn, sem var búinn að ná bata, og hann kom og sótti mig. Þá tók ég skrefið frá fíkni- efnunum, vonandi til fulls. Nú er ég að vinna mig upp úr neyzlunni og út úr vandanum. Það verður mitt eilífðarverk- efni. Ég er á sakaskrá, ég er á vanskilaskrá og ég skuldaði peninga, miðtaugakerfið er skadd- Lífið var helvíti Baldvin Sigurðsson segir allt tal um lögleiðingu kannabis vera tómt rugl. Hann er 19 ára og berst við afleiðingar kannabis- neyzlu og segir þá baráttu vera eilífðarverkefni. Morgunblaðið/Jakob Fannar Fíkn Baldvin gekk í gegnum „helvíti“ fíknarinnar og vill að sú reynsla sé unglingum víti til varnaðar. ‘‘ÉG HAFÐI ALDREI BRAGÐAÐÁFENGI, EN GREIP TIL ÞESS ÞEGAR KANNABISEFNIN HÆTTUAÐ VIRKA, EKKI EFNIN SJÁLF HELDUR VAR LÍKAMI MINN ORÐINN SVO ÞOLINN AÐ HANN DRÓ ÚR ÁHRIFUNUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.