Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 34

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 FLESTIR hafa ef- laust tekið eftir því að nú eru viðskiptavinir bankanna hættir að fá reikningsyfirlitin sín borin inn um lúguna, en eiga í stað þess að nálg- ast þau rafrænt í heimabankanum. Þetta kann að hljóma hent- ugt, en böggull fylgir þó þessu skammrifi því hver einasti rafseðill kostar við- skiptavini peninga. Kaupþing rukkar t.d. um 45 krónur. Hvort sem þú vilt hafa aðgang að yfirlitinu eða ekki er þér gert að borga þessar 45 krónur fyrir hvern einasta reikning sem birtist sem rafrænt skjal. Safnast þegar saman kemur og þá ekki síst á samdráttartímum. Þó þeir, sem eiga tölvu og heima- banka, séu rukkaðir gegn vilja sín- um, er enn verr komið fyrir þeim sem ekki hafa aðgang að slíku. Eldra fólk, sem dæmi, fær nú ekki yfirlitin sín send heim og getur því ekki leng- ur fylgst með hreyfingu á reikn- ingnum sínum. Ef óp- rúttinn aðili kæmist yfir debetkort þeirra eða reikningsupplýs- ingar yrðu þau einskis vör fyrr en þau færu næst í bankann og ósk- uðu eftir stöðunni á reikningnum. Margir þessara ein- staklinga eiga hins veg- ar erfitt með að fara ferða sinna og því getur liðið langur tími uns þetta er uppgötvað. Svo ekki sé talað um öll þau óþægindi sem fylgja því að geta ekki fylgst með stöðunni á reikningnum sínum. Lengi vel var boðið upp á banka- bækur í bönkunum, en með þeim gátu viðskiptavinirnir látið skrifa út- tektir, innlagnir og stöðu inn í bókina og því haft enn meiri gætur á allri hreyfingu á reikningnum. Nú eru þær hættar að vera í tísku og því geta þeir viðskiptavinir sem vilja nýta sér þessa annars einföldu þjón- ustu ekki látið skrifa í bækurnar sín- ar. Er litið svo á að eingöngu eldra fólkið hafi áhuga á þessari þjónustu og ekki sé ástæða til að koma til móts við þarfir þess því þau eru sein til að kvarta eða mótmæla, annað en við hin. Þetta er hið mesta misrétti og ég skora á bankana að taka upp þessa þjónustu aftur. Sá banki sem dustar rykið af bókastimpilvélinni sinni og byrjar að senda reikninga heim fyrir þá sem það vilja verður sá banki sem eldra fólkið færir sig til. Bankastjór- ar, takið þetta til ykkar. Þið hafið völdin til að auka viðskipti við ykkar banka án þess að þurfa að kosta miklu til. Það þarf ekki nema eitt útibú sem býður upp á þessa þjón- ustu og þið mynduð með því gleðja mörg hjörtu og gera bankaviðskipti heldri viðskiptavina ykkar betri og auðveldari. Eftir Hildi Sif Thorarensen »Hvort sem þú vilt hafa aðgang að yfirlitinu eða ekki er þér gert að borga fyr- ir hvern einasta reikning sem birtist sem rafrænt skjal. Hildur Sif Thorarensen Höfundur er háskólanemi. Eru bankarnir að rukka þig án þess að þú vitir af því? TEKUR Seðlabanki Evrópu eða ESB við Icesave-málinu fyrir okkar hönd? Gerist nokkurs konar mál- flutningamaður okkar í málinu gagnvart Bret- um og Hollendingum? Er í raun þeirra fulltrúi líka. Spyrja mætti þá um þetta og biðja um lausn. Ef af þessu yrði í einhverju lögfræðilegu formi, þá myndi þessu vonandi fylgja af hendi Seðlabanka Evrópu að bank- inn lofaði að lána Seðlabanka Íslands á viðskiptareikningi, ef til þess kæmi að greiðsla af Icesave félli á Íslend- inga einhvern tíma seinna. Við vær- um lausir við það að þurfa að greiða beint sem þjóð af Icesave. Þá greiðslu myndi Seðlabanki Evrópu annast fyrir okkar hönd og færa til skuldar hjá Seðlabanka Íslands á við- skiptareikning. Slíkt loforð eða ábyrgð á Ice- save af hendi Seðla- banka Evrópu fyrir hönd Íslands ætti að vera Bretum og Hol- lendingum meira en nóg og betri ábyrgð en samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð Íslands. Al- þingi okkar myndi því ekki ræða meira um Icesave. Málinu væri vísað til ESB til enda- legrar afgreiðslu fyrir okkar hönd. Þessi nýja leið, sem hér er lagt til að farin verði, hefur þann augljósa kost fyrir Breta og Hollendinga, að þeir eru tryggir með að fá sína pen- inga til baka og greidda út vegna Ice- save, ef skuld fellur á Íslendinga. Eins og staðan er í dag, þá eru Ís- lendingar gjaldþrota þjóð eftir al- gjört hrun á bankakerfi Íslendinga nýlega. Geta ekkert borgað um næstu framtíð. Það er því common sense eða heilbrigð skynsemi að fela öðrum að borga í bili fyrir Íslendinga sjálfa. Bretar ættu að sjá að þetta er „common sense“, enda telja Bretar sig hafa fundið sjálft „common sense“ upp og beitt því öðrum fremur í við- skiptum við aðrar þjóðir. Nú er kom- ið að því að Bretar sanni í verki að þetta sé rétt. Mæti framangreindum tillögum með samúð og skilningi. Séu sveigjanlegir. Styðji farsæla lausn. Af því er ESB varðar þá mun svona lausn sem hér er rædd styrkja pólitíska stöðu ESB gagnvart norð- urpólnum, þar sem Ísland á þar póli- tískan rétt og liggur að norður- heimskautsbaugnum. Hann liggur um Norður-Ísland. Annars hefur Icesave verið rætt ýtarlega á Alþingi Íslands og nú ný- lega í ágætri blaðagrein sem erlend kona, Eva Joly, skrifaði í alþjóðleg stórblöð. Hún vinnur með okkur að því að leysa bankahrunið okkar með vitrænum hætti og án stórra orða. Skrifaði vel í erlend stórblöð. Grein- arhöfundur er lögfræðingur og skrif- ar þessa grein sem slíkur. Hann segir við ESB, Breta og Hollendinga: „Tak þennan kaleik frá oss“ og á þá við Icesave í núverandi óbreyttu formi. Ræðum frekar líka um norðurpólinn og nýlega ósk Íslendinga um hugs- anlega aðild að ESB. Icesave er ómerkileg rukkun sem ekki má spilla viðhorfi allra Íslendinga til ESB og alþjóðlegra stjórnmála. Leysum mál- ið á breiðum grundvelli og með com- mon sense. Við viljum borga þegar við getum en í dag erum við fátæk og skuldug „kirkjurotta“ eins og stund- um er sagt. Vinsamlega hlustið á okkur. Eftir Lúðvík Gizurarson » Icesave er ómerkileg rukkun sem ekki má spilla viðhorfi allra Ís- lendinga til ESB og al- þjóðlegra stjórnmála. Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. „Tak þennan kaleik frá oss“ Á ÞINGFUNDI hinn 19. maí sl. við 1. umræðu um 1. mál yf- irstandandi þings, þ.e. um endurskipulagn- ingu þjóðhagslega mikilvægra atvinnu- fyrirtækja, kom eft- irfarandi athugasemd frá 3. varaforseta, Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur, við ræðu eins af nýju þingmönn- unum: „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að þegar þeir ávarpa ráðherra að nota orðið hæstvirtur og eins þegar þingmenn eru ávarpaðir að nota orðið háttvirtur.“ Slíkar at- hugasemdir eru ekki óalgengar í þingsal Alþingis. Einnig gilda ákveðnar venjur um hvernig ávarpa megi forseta Alþingis, sbr. upplýs- ingaritið „Háttvirtur þingmaður“. Hann má t.d. alls ekki ávarpa „hátt- virtur forseti“ heldur annaðhvort „herra/frú forseti“, bara „forseti“ eða „hæstvirtur (-i) forseti“, en síður „virðulegur (-i) forseti“, þótt hið síð- astnefnda ávarp heyrist oft og tíðum í þingsal. Þar heyrist jafnframt talað um háttvirtar þing- nefndir, hæstvirta rík- isstjórn og hið háa Al- þingi. Hinn 15. maí sl. vék forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, í ávarpi sínu m.a. að hinni miklu end- urnýjun þingmanna. Hún sagði: „Í slíkri end- urnýjun felast mörg tækifæri til breytinga, en mestu skiptir þó í því sambandi að þær breyt- ingar séu til bóta.“ Einnig kom fram í máli hennar: „Þegar áföll verða af þeirri stærð- argráðu sem samfélag okkar hefur mátt þola þarf engan að undra þótt traust á helstu stofnunum samfélags- ins bíði hnekki og er Alþingi þar ekki undanskilið. Ég lít því svo á að eitt af mikilvægustu verkefnum okkar verði að endurvinna traust landsmanna til Alþingis sem stofnunar og til okkar sem fulltrúa þeirra. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt.“ Vinnubrögð og venjur Alþingis hafa verið sígilt umfjöllunarefni um langa hríð, ekki síst meðal þing- mannanna sjálfra. Hér verða nefnd þrjú dæmi. Á þingsetningardegi 1. október 2005 sagði þáverandi forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, m.a.: „Þótt mikilvægt sé fyrir stofnun eins og Alþingi að halda fast í hefðir og venjur verður þingið eigi að síður að laga sig að tíðaranda og þjóðlífs- breytingum hverju sinni.“ Í Silfri Egils á RÚV 9. mars 2008 lýsti Guð- finna Bjarnadóttir, þáverandi þing- maður, sem kom ný inn á þing árið 2007, þeirri skoðun sinni að hún teldi að vinnubrögðin á Alþingi væru ekki nútímaleg og sagðist vafalaust geta nefnt 100 dæmi máli sínu til stuðn- ings. Hún undirstrikaði mikilvægi þess að horft væri gagnrýnum aug- um á hlutina í þágu fólksins og fram- tíðarinnar. Þá hefur einn af þing- mönnum Borgarahreyfingarinnar, Þór Saari, talið ástæðu til að reyna að vinna gegn hefðum og reglum, bæði skráðum og ekki síður óskráðum, sem gilda á Alþingi, sbr. frétt á Smugunni 6. maí sl. Hann nefndi sem dæmi skyldu til að vera með háls- bindi í þingsal og að ávarpa með „háttvirtur“ og „hæstvirtur“. Forsætisnefnd hefur nú afnumið bindisskylduna. Eftir standa fyrr- nefnd ávarpsorð sem ekki eru aðeins óþörf, úrelt, langdregin og síendur- tekin, heldur hafa þau þar að auki þann eiginleika að ala á þeim grund- vallarmisskilningi að ráðherrar séu þingmönnum æðri, en eins og kunn- ugt er byggist íslensk stjórnskipun á meginreglunni um þrígreiningu rík- isvaldsins og þingræðisreglunni. Í hinu orðinu kvarta þingmenn síðan yfir því að Alþingi sé ekki sýnd nægi- leg virðing. Varðandi tilvitnuð orð forseta Alþingis um mikilvægi þess að endurvinna traust, er spurning hvert sé viðmiðið, enda hefur traust þjóðarinnar til Alþingis almennt ver- ið lítið undanfarin ár þótt það sé e.t.v. í sögulegu lágmarki nú. Þegar stjórnskipunarleg rök sem og almenn skynsemisrök duga ekki til er raunhæft að spyrja hvort ekki sé rétt að Alþingi afnemi fyrrnefnd ávarpsorð út frá sjónarmiðum auk- innar skilvirkni. Slíkt væri í takt við þá ákvörðun sem tekin var á sínum tíma um að stytta ræðutímann á Al- þingi. Styðjast mætti við ávarps- hefðir sem þróast hafa í nefndum þingsins. Hér hefur verið fjallað um eina af fjölmörgum venjum Alþingis sem tímabært er að afnema. Um væri að ræða breytingu til bóta, sbr. tilvitnuð orð forseta Alþingis. Loks er vert að nefna vinnubrögð sem hafa viðgeng- ist um langt skeið í þinginu og eru orðin að eins konar óskráðri venju, þ.e. að bregðast lítt við tilteknum ábendingum þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á þess vegum. Hér er átt við ábendingar umboðsmanns Al- þingis um meinbugi á lögum og ábendingar Ríkisendurskoðunar um vankanta á hinu íslenska rammafyr- irkomulagi fjárlagagerðar, og að verklagsregla í tengslum við auka- fjárveitingar brjóti í bága við stjórn- arskrá, fjárreiðulög og reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Skýrsla sér- fræðinganefndar um eftirlitshlutverk Alþingis, sem forseti Alþingis hefur tilkynnt um að sé væntanleg síðar í sumar, mun þó vonandi varpa skýr- ara ljósi á ábyrgðarhlutverk Alþingis á því sviði og hvetja þingið enn frekar til að taka upp vandaðri og nútíma- legri vinnubrögð. Eftir Hlín Lilju Sigfúsdóttur Hlín Lilja Sigfúsdóttir » Vinnubrögð og venj- ur Alþingis hafa ver- ið sígilt umfjöllunarefni um langa hríð, ekki síst meðal þingmannanna sjálfra. Höfundur er lögfræðingur, MSc í stjórnun og stefnumótun. Vinnubrögð og venjur á Alþingi ÞAÐ HLÝTUR að vera mikið fagnaðar- efni að heilbrigðis- ráðherra ákveði að kaupa 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu og mikill má sannfær- ingarkrafturinn vera að geta kroppað úr tómum ríkissjóði 382 milljónir til að geta bólusett þjóðina. Enda má vart á milli sjá hvort Icesave eða svína- flensa fær meiri umfjöllun í fjöl- miðlum. Ekki er langt síðan fugla- flensa fór yfir heimsbyggðina af sama krafti og nánast allt fiðurfé heimsins var annaðhvort bráðsmit- andi eða í stórri hættu. Umræddri flensu tókst samt að fljúga út í veður og vind án þess að heims- byggðin bæri af því verulegan skaða. Þegar þetta er ritað hafa 54 ein- staklingar á Íslandi smitast af svínaflensu og enginn orðið alvar- lega veikur. Á árinu hafa 8 ein- staklingar látist í umferðaslysum á Íslandi fyrir utan allan þann fjölda sem hefur slasast. Að meðaltali deyr einn jarðarbúi á 6,5 sekúndna millibili af völdum reykinga. Það er almennt viðurkennd staðreynd að í ár muni milli 380 og 400 Ís- lendingar deyja sökum beinna og óbeinna reykinga – við hljótum að eyða margfaldri „svínaflensuupp- hæð“ í forvarnir vegna reykinga og umferðaröryggis! Það verður að teljast harla ólík- legt að það verði hlutskipti rúm- lega 400 Íslendinga að deyja úr svínaflensu í ár. Einhverra hluta vegna hefur það í gegnum tíðina þótt heilbrigt að fá flensu og al- mennt er talið að menn standi sterkari og hraustari á eftir. Síð- ustu fáa áratugi hefur verið á það lögð ofuráhersla að bólusetja fólk gegn öllu mögulegu og ómögulegu og eru vægt til orða tekið skiptar skoðanir um gagnsemi slíkra hluta. Það er nokkuð merkilegt ef rétt er að þeir sem eru í minnstri hættu á að fá umrædda svínaflensu eru börn og eldra fólk, þeir sem eru í mestri hættu eru þeir sem eru á „besta aldri“, er það ekki akkúrat sá hópur sem mest hefur fengið af bólusetningum nánast frá fæðingu og það er akkúrat sá hópur sem hefur minnsta viðnámið við þess- um ófögnuði. Ef horft er á þetta af hóflegri kaldhæðni þá má hiklaust segja að markaðsdeild Coke hafi ekki tærnar þar sem markaðsdeildir lyfjafyrirtækja hafa hælana! Samkvæmt fréttum er áætlað að eitt lyfjafyrirtæki geti hagnast um allt að eina billjón punda vegna svínaflensunnar og hvað sagði fram- kvæmdastjóri fyr- irtækisins, hann ætlar ekki að af- saka mögulegan hagnað fyrirtæk- isins og bendir á að flensan hafi jákvæð áhrif á iðnaðinn. Er ekki nær að nýta 382 milljónir í raun- verulegar forvarnir – ekki veitir af. Eftir Guðmund Ármann Pétursson Guðmundur Ármann Pétursson »Má vart á milli sjá hvort Icesave eða svínaflensa fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Höfundur er rekstrar- og umhverfis- fræðingur. Svínaflensa – já, takk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.