Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 38

Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Afi, okkur systkinin langar að minnast þess góða tíma sem við átt- um saman í nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo jákvæður og glaður og sýndir öllu í kringum þig áhuga. Það var sama hvort það var internetið, sem þú spurðir ófárra spurninga um, snjóbretti eða bara heimsmálin. Alltaf var jafn gaman að tala við þig. Jákvæðari mann er varla hægt að hugsa sér. Þú sást bara það jákvæða, neikvæðni átti aldrei upp pallborðið hjá þér. Það var því alltaf einstaklega gott að vera í kringum þig. Öll minnumst við þess að það hafi alltaf verið nóg um að vera heima hjá ykkur ömmu, og aldrei var langt í grínið og hláturinn. Sérstaklega minnumst við þess með hlýju að hafa spilað lönguvitleysu og olsen ol- sen við þig í tíma og ótíma. Í gegnum tíðina höfum við gert svo margt saman í Hæðargarði. Farið með þér upp á háaloft að smíða, malað brauð til þess að gefa fuglunum í garðinum eða leikið þar badminton. Núna virðist þessi tími vera töfrum gæddur. Í lokin varstu orðinn þreyttur og máttfarinn en samt var alltaf gott að koma í heimsókn til þín, þú barst þig alltaf vel þrátt fyrir veikindin. Þú sagðist vera alveg sáttur við að fara og að þú værir ánægður með lífið. Þú sagðir að það hefði verið þín gæfa að hafa alltaf tekið tillit til ann- arra í lífinu. Í tengslum við það sagð- ir þú sögu af því þegar þú hafðir eitt sinn verið að kaupa efni í eldhúsið. Þú varst að kaupa fyrir þónokkra upphæð og þegar kom að því að borga hafði afgreiðslumaðurinn gef- ið þér óumbeðinn 10% afslátt. Þegar þú spurðir hvers vegna sagði hann að þú hefðir eitt sinn gefið sér afslátt í Húsasmiðjunni. Þetta gladdi þig, að góðvild skili sér að lokum. Bjössafi, það voru forréttindi að hafa þekkt þig, það var svo margt sem þú kenndir okkur sem situr nú eftir. Það var alltaf gaman að koma og heimsækja ykkur ömmu í Hæð- argarðinn sem hefur verið fjöl- skylduathvarf eins lengi og við mun- um eftir. Við erum sammála þér hversu mikilvægt það er að fjöl- skyldan standi saman. Þó að þú sért nú farinn er gott til þess að vita að þú lifir áfram í afkomendum þínum. Með söknuði, Þórarinn Örn, Halldór Haukur, Andrés Ásgeir, Jóhanna Kristín. Það er þungbært að skrifa minn- ingarorð um Björn Helgason, afa okkar. Þó að við höfum vitað að hverju stefndi í nokkurn tíma, þá er ekki hægt að búa sig undir þann söknuð sem upp kemur við andlátið. Upp úr stendur hversu lánsamar við Björn Helgason ✝ Björn Helgasonfæddist í Hnausa- koti í Austurárdal í Miðfirði í V-Hún., 4. júlí 1921. Hann lést á líknardeild Landspít- alans, Landakoti, 25. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 31. júlí. höfum verið að eiga slíkan afa. Við vorum elstar í hópi barna- barnanna sem bless- unarlega urðu mörg og hafa nú einnig eign- ast góðan hóp barna. Afi naut þess mjög að vera í félagsskap barna, okkar þegar við vorum ungar, hinna barnabarnanna og síðar langafabarn- anna sinna. Hann var tillitssamur og skemmtilegur félagi okkar allra, sagði sögur, fór með kvæði og gaf sér tíma til að hlusta vel á það sem hvert og eitt barn hafði að segja. Hann hafði áhuga á fólki og menningu þess og lífi, hvað fólk gerði og hvers það naut. Hann sjálfur kaus fyrst og fremst einfaldleika og virð- ingu við fólk. Hann naut tónlistar, sögu, sköpunar við smíði og sauma og tengdi þá iðju við menningararf- leið okkar Íslendinga og æskuár sín í Miðfirðinum, tíma sem var. Hann lifði mestu þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á Íslandi á einni manns- ævi. Hann ólst upp fyrstu árin í torfbæ í Miðfirðinum, gekk í sauðskinns- skóm, vann sem vinnumaður, fór til mennta til Reykjavíkur og réðst til skrifstofustarfa hjá Brynju en varð síðar einn allra fyrsti starfsmaður Húsasmiðjunnar við stofnun hennar. Þar lauk hann starfsævi sinni á tölvuöld. Varla má búast við viðlíka breytingum á þjóðfélagsháttum á ævi okkar barnabarnanna. Það er þó okkar einlæga von að við getum nálgast lífið á jafn rólegan og áhuga- saman hátt og afi okkar gerði svo fal- lega. Það var einstakt að fá að njóta samverunnar með honum, væntum- þykjunnar sem hann lét í té, gam- anseminnar og góðmennskunnar. Söknuður okkar er og verður mikill. Þar sem blóm í laufalautum ljúfu máli saman tala sem að ást og angur skilja, – blágresi og burknar grannir, brönugrös og músareyra, ljósberi og lækjarstjarna, litlar fjólur, æruprísar, gullmura og gleym-mér-eigi? vildi ég mega minnast þín. Hulda (Unnur B. Bjarklind.) Inga Björg Hjaltadóttir og Ása Guðrún Kristjánsdóttir. Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á afa minn fara með ljóðabálk af inn- lifun, með hrifningu og eftir minni. Þrátt fyrir að líkamlegt þrek væri að þrotum komið var afi sjálfum sér lík- ur: glaðlegur, áhugasamur, fróður, umhyggjusamur, minnugur og ræð- inn. Samtöl við afa einkenndust af ein- lægum áhuga hans á öllu mögulegu, gamansemi og miðlun á hans miklu reynslu og þekkingu. Ég er stolt af og þakklát fyrir að tilheyra stórri og samheldinni fjölskyldu þeirra Björns Helgasonar og eiginkonu hans, Jó- hönnu Bjargar Hjaltadóttur. Minn- ing hans lifir. Orka þér entist aldur tveggja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og tryggð í raunum þitt dæmi gefi oss í arf. (Einar Benediktsson.) Ólöf Birna Kristjánsdóttir. Fyrir nokkrum árum þegar ég og frændur mínir lögðum hellur í garð- inum hjá ömmu og afa í Hæðó gat afi ekki hjálpað okkur eins mikið og hann vildi. Hann var orðinn of gamall til þess. Við frændurnir höfðum gam- an af framkvæmdinni og því að geta endurbætt garðinn sem við höfðum allir leikið okkur í síðan við vorum smástrákar. Þegar hellulögnin var tilbúin sagði afi að sér hefðu fundist það forréttindi að fá að fylgjast með okkur ungu mönnunum vinna. Sjálfur lít ég á það sem forréttindi að hafa átt afa sem var svo jákvæður og þakklátur fyrir það sem lífið hafði gefið honum. Bjössi afi er og verður mín fyrirmynd. Matthías Kristjánsson. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Kær frændi, Björn föðurbróðir minn, hefur nú kvatt þetta tilveru- stig. Það var alltaf góð tilfinning að svara símanum og heyra rödd hans djúpa og hljómmikla segja „Guðný mín“ með þessum sérstaka tóni sem bar með sér svo mikla hlýju og um- hyggju. Minnti mig alltaf á rödd föð- ur míns. Björn var 12 árum yngri en pabbi en á milli þeirra var alla tíð náið sam- band. Þeir bræður höfðu alltaf gaman af að hittast og spjalla um alla heima og geima, gamla tíma og nýja. Voru svo heppnir að halda einstöku minni til æviloka. Nú hafa orðið fagnaðar- fundir og ég sé þá fyrir mér rölta saman um grænar grundir himnaríkis. Björn og Jóhanna í Hæðargarði áttu að baki 65 ára hjónaband. Sam- hent og samrýnd leiddust þau lífsins veg. Það var eftirsóknarvert að koma í Hæðargarð. Hægt að loka úti ys og þys hversdagsins og njóta augna- bliksins í návist þeirra hjóna, ræða málefni líðandi stundar eða fá sögur af liðnum tíma, um ætt okkar og upp- runa úr Miðfirði og Borgarfirði. Þar miðlaði Björn úr óþrjótandi fræðslu- brunni. Hafði upplifað tímana tvenna frá því að systkinin átta voru að alast upp í Hnausakoti. Síðan var sest að kaffiborði og ævinlega boðið upp á heimabakaðar kræsingar. Í hverri heimsókn var líka hægt að skoða nýtt handverk og á sumrin garðinn sem benti frekar til suðrænni landa en Ís- lands. Á þessu heimili var efnis- hyggja nútímans, græðgi og auðsöfn- un ekki mikils metin. Heimasætunum í Birkigrund sýndi Björn einlægan áhuga og fagnaði með okkur öllum þeirra áföngum. Hann náði vel til barna og unglinga, talaði við þau með virðingu sem væru þau fullorðin. Eitt er víst í þessum heimi að ævin tekur enda og nú er komið að leið- arlokum. Í lífinu ferðast þær saman sorgin og gleðin. Þegar náinn ættingi deyr fyllist hugur okkar af gleðileg- um minningum sem verða með tím- anum sorginni yfirsterkari. Björn tók veikindum sínum af full- komnu æðruleysi. Hélt sínum sér- staka persónuleika og ekki síst kímnigáfunni til síðasta dags. Umvaf- inn fjölskyldunni allan tímann á spít- alanum. Samtöl okkar verða ekki fleiri. Röddin er þögnuð. Ég vil þakka alúð og hlýhug sem Björn frændi sýndi mér og minni fjölskyldu alla tíð. Við kveðjum með söknuði og hryggð í huga en jafnframt þakklæti fyrir all- ar samverustundirnar. Vottum Jó- Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN LEONARDSSON, Völvufelli 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Natasha Jefimova, Dmitrij Devjatov, Natalía Lea Georgsdóttir, Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, Guðjón Steindórsson, Jóhann Björgvinsson, Ásthildur Sverrisdóttir, Erla Björg B. Þorkelsson, Halla B. Þorkelsson, Sigurður G. Sigurðarson, Emma Agneta Björgvinsdóttir, afa- og langafabörnin. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, FRIÐRIK PÉTURSSON fyrrv. kennari, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir, Ríkharður H. Friðriksson, Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og systir, MARTA JÓNSDÓTTIR, Möðruvallastræti 4, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt föstu- dagsins 31. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristín Huld Harðardóttir, Egill Eðvarðsson, Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir, Jón Guðlaugsson, Hjörleifur Einarsson, Unnur Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÓLAFUR JÚLÍUSSON, Hávegi 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 11. ágúst kl. 13.00. Sigrún Jónsdóttir, Júlíus Ólafsson, Lillian Óskarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Oddbjörn Friðvinsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR M. KRISTJÁNSSONAR fyrrv. skólastjóra og bónda frá Brautarhóli í Svarfaðardal. Kristján Tryggvi Sigurðsson, Gunnar Þór Sigurðsson, Sólveig Lilja Sigurðardóttir, Friðrik Arnarson, Sigurður Bjarni Sigurðsson, Þórunn Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.