Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 45

Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 45
Menning 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Hagkaup, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykjavíkur apótek, Árbæjarapótek, Heilsuver, Apótek Vesturlands, Vala Sólheimum, Barnaversl- anir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir grillveislurnar í sumar safinn er vatnslosandi Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Lífrænt ræktaður, án aukaefna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Bodrum – Tyrkland frá kr. 129.900 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til sumarleyfisperlunnar Bodrum í Tyrklandi 14. eða 21. ágúst í 2 vikur (15 nætur í ferð 21. ágúst). Í boði er frábært sértilboð á gistingu með "öllu inniföldu" á Hotel Sunway ***, notalegu og vel staðsettu hóteli í hinum líflega bæ Gumbet. Hér er "allt innifalið" sem fel- ur m.a. í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð auk innlendra óá- fengra og áfengra drykkja (til kl. 23). Fyrir ýmsa aðra þjónustu á hótelinu getur þurft að greiða sérstaklega. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna nátt- úrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfisstaðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftir- sóttasta áfangastaður Tyrklands. Verð kr. 129.900 2 vikur með öllu inniföldu Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna með eitt barn, 2-11 ára, í herbergi með "allt innifalið" í 14 næt- ur á Hotel Sunway *** (15 nætur í ferð 21. ágúst). Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 149.900. Sértilboð 14. og 21. ágúst. 14. eða 21. ágúst Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúlegt sértilboð Hotel Sunway *** 2 vikur með allt innifalið M bl 11 28 54 0 Undir miðjan, fjórða áratug-inn hélt kreppan miklaBandaríkjunum í helj-argreipum. Jafnvel vell- ríkir auðmenn urðu henni að bráð og fóru umvörpum í gjaldþrot, hvað þá almenningur sem missti atvinnu og lifibrauð í tugmilljónavís. Þetta er sögutími Public Enemies eða Þjóð- aróvina, en það nafn festist við þá sem sáu sín sóknarfæri í blóði drifinni glæpastarfsemi, ekki síst banka- ránum. Þrír aldarfjórðungar eru liðnir, á 4. áratugnum var léleg samskipta- tækni, engir gemsar, tölvur, þotur, svo eitthvað sé nefnt; það ríkti hálf- gerð steinöld miðað við samtímann og létti bófunum iðju sína. Einn sá nafntogaðasti var John Dillinger (Depp), var alræmdur fyrir allt að því yfirnáttúrlega heppni við bankarán og ekki síður að sleppa úr höndum réttvísinnar, úr hverju rammgerðu fangelsinu á fætur öðru. Hann lifði hratt og hátt, varð þjóðhetja eða e.k. Hrói höttur í augum glorsoltins al- mennings sem fannst stjórnvöld ganga ömurlega að bæta lífskjörin. Fyrst og fremst var Dillinger stál- heppinn óþokki sem vílaði ekki fyrir sér að drepa laganna verði. Hann borgaði fyrir sitt lúxuslíf utan múr- anna, með blýi. Myndin hefst á mögnuðu flóttaat- riði þar sem Mann leggur línuna hvað koma skal. Depp undirleikur bank- aræningjann með fólslegt blik í auga, heilinn í hópi fáliðaðs gengis afbrota- manna sem minna í háttum og hugs- unarhætti á útlaga villta vestursins. Fylgst er annars vegar með yfirreið þeirra um miðríkin, rænandi, rupl- andi, drepandi, og hinsvegar „G- mönnum“ hinnar nýstofnuðu Alrík- islögreglu, FBI, undir stjórn J. Edg- ars Hoover (Crudrup). Hann setur Melvin Purvis (Bale), í það erfiða hlutskipti að koma lögum yfir Dill- inger, þjóðaróvin nr. 1., dauðan eða lifandi. Dillinger er lengi vel skrefinu á undan FBI, á flæking um miðríkin og Flórída, þar sem bófarnir lifa hátt á milli vélbyssuskothríða, bankarána og ævintýralegra undankomuleiða úr höndum réttvísinnar og ramm- gerðum fangelsum. Í leiðinni verður Dillinger ástfanginn af öðru fórn- arlambi kreppunnar, hinni fögru en fátæku Billie Freschette (Cotillard). Líkt og fleiri verk Manns er Public Enemies frekar listræn en söluvæn, hann leggur meira upp úr hárfínum smáatriðum í endursköpun kreppu- áranna en ofurbrellum og þeim mein- fyndna kjafthætti og glórulausu per- sónusköpun sem einkennir gangmyndir samtímans. Public Ene- mies er ósvikin veisla fyrir augað, tekin af snillingnum Dante Spinotti og það er mikið notuð seiðmögnuð og tregafull tónlist frá þessum tímum, flutt m.a af Diönu Krall og Billie Ho- liday. Aukahlutverkin eru feikivel mönn- uð, sérstaklega er Lang minnsstæður (í fyrsta sinn á löngum ferli), sem lög- reglumaðurinn Winstead, og Cotil- lard er eftirminnileg sem hin lánlausa Billie. Ástarsaga hennar og Dill- ingers er fordæmd frá upphafi, tengslin þeirra á milli sýna örlítið undir yfirborð þessa fjarlæga ná- unga, Dillingers. Hann er túlkaður af einum besta leikara samtímans en hann er í lausu lofti og þar er handrit- inu um að kenna. Það fegrar ófétið á köflum en lengst af siglir hann óræð- ur í gegnum myndina. Ef ætlunin er að vekja samúð með þessari vafa- sömu goðsögn, hefur það ekki tekist þegar á heildina er litið. Bale er jafn- vel steinrunnari en nokkru sinni áður en Crudup og Riblisi og leikkonan, sem fer með hlutverk rúmenska svikakvendisins, gera góða mynd betri. Önnur athyglisverð hlið sem velt er upp í Public Enemies er afstaða mafíunnar gagnvart „einyrkjum“ á borð við Dillinger. Skipulögð glæpa- starfsemi er að leggja undir sig Bandaríkin á sama tíma og smá- skálkarnir verða til þess að alrík- islögreglan fæðist. Þyngist þá róð- urinn hjá mafíunni, sem vildi ekki síður Dillinger og hans nóta feiga en lögregluyfirvöld. Veröldin er sann- arlega kaldhæðin þegar sá gállinn er á henni. Public Enemies er metnaðarfull og nístandi myrk og rís hátt á sínum bestu köflum en það er eins og vanti skarpari fókus á Dillinger og hans of- beldisfulla og ófélega lífshlaup. saebjorn@heimsnet.is List „Líkt og fleiri verk Manns er Public Enemies frekar listræn en sölu- væn,“ segir Sæbjörn m.a. Hér er Johnny Depp í hlutverki John Dillinger. Borgað í blýi Sambíóin, Laugarásbíó Public Enemies bbbmn Leikstjóri: Michael Mann. Aðalleikarar: Johnny Depp, Christian Bale, Marion Cotillard, Billy Crudup, Stephen Dorff, Jason Clarke, Stephen Lang. 85 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Hafa verið til íslenskir þjóð- aróvinir? Svarið er neitandi, a.m.k. í líkingu við illfygli á borð við Dill- inger, Pretty Boy Floyd og þeirra nóta. Sjálfsagt vilja einhverjir til- nefna allnokkra hvítflibbaskálka, en það er önnur saga. Hins vegar kom fyrir atvik seint á sjötta eða snemma á sjöunda áratugnum, sem minnir ofurlítið á Dillinger og ástandið sem hann og hans líkar sköpuðu vestan hafs. Það var einn fagran veðurdag að nokkrir fangar brutust út af Litla Hrauni, stálu jeppabifreið og sögur komust á kreik að flóttamennirnir væru vopnaðir og lífshættulegir. Útvarp- ið fylgdist með gangi mála, fólk lamaðist af hræðslu og faldi vesk- in sín, en sem betur fer urðu flóttamennirnir fljótlega bens- ínlausir og þar með hættulausir. En múgsefjun hafði fæðst og rætt var um aðalforkólfinn með ótta- blandinni virðingu fram eftir öld- inni. Íslenskir þjóðaróvinir? KONA hefur ráðin ritstjóri breska tónlistartímaritsins NME, sem er eitt áhrifaríkasta blað sinnar tegundar í heiminum. Krissi Murison er 27 ára gömul og hafði verið við störf hjá NME í sex ár þar til hún hætti í febrúar á þessu ári. Var hún þá búin að vinna sig upp í stöðu aðstoðarritstjóra en var þá ráðin inn á Nylon- tímaritið, sem gerir út frá New York. Ráðamenn NME freistuðu hennar hins vegar með ritstjórastöðunni og gengið var frá ráðningunni í vikunni en hún tekur formlega við 1. september. Murison verður fyrsta kon- an til að ritstýra NME í 57 ára sögu þess, en ritstjórar hafa alls verið ellefu. Það verður óneitanlega for- vitnilegt að fylgjast með efnistökum blaðsins á haust- mánuðum, hvort kvenlægar áherslur aukist með rit- stjóranum nýja. Ekki veitir af í þessum mjög svo karllæga heimi rokks og popps. Kona ritstýrir NME Ritstýra Krissi Murison.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.