Morgunblaðið - 22.08.2009, Side 18
18 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÚRBÓTA er þörf í þjónustu við lang-
veika á Íslandi. Margir læknar koma
að málum en yfirsýn skortir. Afleið-
ingin er óþörf og kostnaðarsöm end-
urtekning rann-
sókna, auk þess
sem samskipta-
leysi kemur í veg
fyrir að valinn sé
hagkvæmasti
kostur og nið-
urstaðan því oft
dýrari þjónusta.
Samstaða virð-
ist um þetta
stöðumat innan
læknastéttarinnar
og eru þeir Runólfur Pálsson, yf-
irlæknir nýrnalækninga á Landspít-
alanum og formaður Félags íslenskra
lyflækna, og Sigurður Guðmundsson,
forseti heilbrigðisvísindasviðs Há-
skóla Íslands og fyrrverandi land-
læknir, í hópi lækna sem hafa gagn-
rýnt skipulag læknisþjónustu vegna
langvinnra sjúkdóma.
Inntur eftir því hvað betur megi
fara bendir Runólfur á að misbrestur
í eftirliti og meðferð slíkra sjúkdóma
geti leitt til þess að sjúklingar þurfa
að leggjast inn á sjúkrahús þegar
þeim versnar snögglega, sem hefði
mátt koma í veg fyrir. Það geti haft
alvarlegar afleiðingar og jafnvel leitt
til dauða.
Eins og rakið hefur verið í
Morgunblaðinu er talið að bætt sam-
skipti geti leitt til hagræðingar í heil-
brigðiskerfinu. Runólfur er því sam-
mála enda sé of algengt að læknar
hafi ekki fullnægjandi aðgang að mik-
ilvægum upplýsingum í sjúkraskrá
sjúklinga, sem aftur komi fram í
óþarfa endurtekningu rannsókna og
óhóflegri fjöllyfjameðferð.
„Læknar sem stunda sjúklinga
eiga auðvitað að hafa greiðan aðgang
að öllum heilsufarsupplýsingum
þeirra en til þess þarf samræmda raf-
ræna sjúkraskrá.“
Runólfur telur að hvorki heilsu-
gæslan, stofur sjálfstætt starfandi
sérfræðilækna né göngudeildir
sjúkrahúsa hafi þróast með hliðsjón
af því krefjandi verkefni sem meðferð
langvinnra sjúkdóma er. Skipulag
læknisþjónustu vegna langvinnra
sjúkdóma þarf fyrst og fremst að
taka mið af þörfum sjúklinga.
Með öflugu skipulagi ætti að vera
unnt að veita betri þjónustu með
minni tilkostnaði. Sjúklingar viti oft
ekki hvert þeir eigi að leita.
„Með öflugu skipulagi ætti sjúk-
lingum að vera ljóst hvert skuli leita
þegar þeim versnar skyndilega.“
Heilsugæslan auki þátttöku
Runólfur vill sjá aukna þátttöku
heilsugæslunnar í þjónustu við lang-
veika, að samskipti heilsugæslulækna
og sérfræðilækna verði efld og betur
skilgreint hver sinni hverju.
„Hitt málið er heilsugæslan en ég
hef verið þeirrar skoðunar að hún eigi
að vera miklu stærri þátttakandi sem
bakhjarl þessarar þjónustu vegna
þess að sjúklingar leita oft til margra
lækna og þá er spurning til hvaða
læknis eigi að leita ef einhver ófyrir-
sjáanlegur vandi kemur upp.
Heilsugæslan ætti að vera sá stað-
ur en þarf að vera í stakk búin til að
sinna þessu verkefni. Jafnframt þarf
aðgengi að þjónustunni að vera gott.
Við höfum stundum rekið okkur á
að sjúklingar leiti beint á bráða-
móttöku Landspítala þegar þeir kom-
ast ekki að annars staðar eða ná ekki
sambandi. Eftirlit og meðferð alvar-
legra langvinnra sjúkdóma á í flest-
um tilvikum heima á sérhæfðri
göngudeild sjúkrahúss þar sem að-
gengi verður að vera mjög greitt. Í
mörgum tilvikum eru vandamálin
vægari en þau geta verið mörg og þá
getur heimilislæknir verið í góðri að-
stöðu til að halda utan um þau. Nefna
má aldraða sem oft á tíðum taka mjög
mörg lyf en í sumum tilvikum virðist
enginn hafa yfirsýn yfir meðferðina.“
Langveikir þurfa nýja nálgun
Morgunblaðið/Eggert
Á læknastofunni Frá heilsugæslunni í Efstaleiti. Heilsugæslulæknar telja sig geta veitt langveikum meiri þjónustu.
Úrbóta þörf á mörgum sviðum Samskiptaleysi kemur í veg fyrir að hagkvæmari kostir séu valdir
Getur einnig leitt til rangrar lyfjagjafar Einn læknir ætti að hafa umsjón með meðferð sjúklinga
Skera þarf upp í þjónustunni við
langveika á Íslandi og nýta sam-
skiptatæknina í auknum mæli til
að koma í veg fyrir óþarfa kostn-
að og jafnvel hættuleg mistök.
Kristján G.
Guðmundsson
„Það er hægt að gera mun betur í málefnum lang-
veikra. Það er ýmislegt sem er vert að skoða og fella í
betri farveg. Það skiptir ekki öllu máli á hvaða aldri
sjúklingarnir eru, hvort þeir eru börn, fólk á besta aldri
sem þarf endurhæfingar við, fólk sem er að glíma við
geðfatlanir eða eldri borgarar,“ segir Kristján G. Guð-
mundsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Glæsibæ.
Hann telur brýnt að innleiða þverfaglega teymisþjón-
ustu í heilsugæslu þar sem þeir sem veiti langveikum
þjónustu komi reglulega saman og stilli saman strengi
og samhæfi þjónustuna.
„Langveikur sjúklingur getur verið að fá þjónustu frá
sálfræðingi og sjúkraþjálfa og lækni. Síðan kemur Fé-
lagsþjónustan að málum og til að flækja stöðuna getur
sjúklingurinn verið með flókin tryggingaleg réttindi þar
sem sjúkrasjóður verkalýðsfélags og fulltrúi hans getur
komið að málum. Á sama tíma er enginn sem hefur
yfirsýn yfir hvað hinir eru að gera.“
– Hvað með kostnaðarhliðina?
„Fjárhagslegi ávinningurinn af þverfaglegri teym-
isvinnu er aukinn árangur meðferðar. Þegar vinnan er
samstillt verður hún öflugri en ef hver vinnur í sínu
horni. Það er ljóst að árangurinn er betri og heildar-
tíminn sem hver og einn er að verja með sjúklingnum
minni. Það felst klárlega veru-
legur sparnaður í því. Þjónusta
við langveika stendur og fellur
með góðri upplýsingagjöf og þar
er aðgengileg rafræn sjúkraskrá
lykilatriði. Jafnframt þarf ein-
hver einn aðili að fylgja hinum
langveika eftir um langan tíma
og hér á landi er það oftast eðli-
legast að það sé heimilislæknir
viðkomandi.“
Aðspurður um dæmi um slíka
teymisvinnu bendir Kristján á
verkefnið Hvert, sem varðar starfsendurhæfingu fólks
sem hefur fallið út af vinnumarkaðnum.
Annað verkefni sé Fjölskylduteymið í Glæsibæ sem
sinni börnum og unglingum með hegðunarraskanir eða
langvinna sjúkdóma, þar sem Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans, Félagsþjónustan í Reykjavík og
heilsugæslan í Glæsibæ komi að málum í samstarfi við
grunnskóla. Hvað kostnaðinn við skipulagningu teym-
isvinnunnar snertir segir Kristján hana tímafreka í upp-
hafi en vinnusparandi þegar til lengdar lætur. Hún sé
þar af leiðandi ódýrari.
Aldur sjúklinganna skiptir ekki máli
Kristján G.
Guðmundsson
„VIÐ sem höfum verið að velta þessum mál-
um fyrir okkur höfum verið að kalla eftir
skipulagðari vinnubrögðum í sambandi við
málefni langveikra. Auðvitað er heilsugæslan
hér uppbyggð þannig að fólk á að geta verið í
eftirliti en margir hafa verið á þeirri skoðun
að gera mætti betur og á mörgum stöðum er
verið að reyna það með skipulagðri teymis-
vinnu,“ segir Elínborg Bárðardóttir, formað-
ur félags heimilislækna, sem segir einhug um
það innan stéttarinnar að innleiða þurfi sam-
ræmda, rafræna sjúkraskrá. Hún sé sann-
færð um að það myndi auka öryggi sjúklinga,
bæta meðferð þeirra og spara fé, meðal ann-
ars með því að koma í veg fyrir óþarfa end-
urtekningar.
Þá vilji hún sjá það verða að veruleika að
sjúklingar verði með einn aðalumsjónarlækni
sem hafi heildaryfirsýn yfir meðferð þeirra.
„Það er svo að langflestir sjúklingar með
langvinn veikindi eru ekki bara með einn
sjúkdóm heldur marga eða fjölvandamál og
þá er eðlilegra að eftirlit sé hjá almennum
lækni sem hefur þjálfun í fjölvandamálum
eins og heimilislæknar og almennir lyflæknar
hafa.“
Hún bendir á að margir langveikir sjúk-
lingar sjái sérfræðing sinn aðeins nokkrum
sinnum á ári og að því þurfi að hvetja til
sjálfsumönnunar og sjálfsábyrgðar með því
að efla stuðning við sjúklinga og fjölskyldur.
Einnig þurfi að koma á
meiri samvinnu og sam-
hæfingu meðferðaraðila
til að lágmarka líkur á
mistökum sem hljótast af
samskiptaleysi, svo sem
rangri lyfjagjöf.
Deilt um útfærslu,
hraða og fjárveitingu
„Menn deilir um hvern-
ig eigi að framkvæma
þetta, hve hratt og hversu miklu fé eigi að
verja í þetta. Þær hindranir sem við stöndum
frammi fyrir eru margs konar. Þar eru fjár-
munir kannski efst á blaði en teymisvinna er
dýr hvort sem er í heilsugæslu eða á göngu-
deildum. Sérhagsmunir geta líka ráðið ferð-
inni. Menn vilja stundum halda í sjúklinga.
Þeir átta sig jafnvel ekki á þekkingu kollega
sinna sem getur skýrst af því að sérgrein
þeirra er önnur. Þá getur meðferðarsamband
sjúklings og læknis orðið til þess að læknar
vísi sjúklingum ekki frá sér eða sjúklingar
vilja ekki fara annað.
Einnig geta akademískar ástæður fléttast
inn í, til dæmis þegar göngudeild er að safna
gögnum eða vill hafa nóg af kennslutilfellum
og halda þar af leiðandi í sjúklinga.
Síðan getur ýmis hefð skapast eins og á
sykursýkisgöngudeildinni en hún var til
langs tíma með nánast alla sjúklinga með
insúlínóháða sykursýki.
Á sama tíma voru þessir sjúklingar flestir
hjá heimilislæknum eða almennum læknum í
nágrannalöndunum. Sykursýki er sjúkdómur
sem verður æ algengari þannig að göngu-
deildir sjúkrahúsanna anna ekki lengur álag-
inu. Það verður að taka á þessu og stuðla að
því að aðrir geti annast þessa sjúklinga líka.“
Hægt að breyta vinnufyrirkomulaginu
Ekkert telur Elínborg að sé því til fyrir-
stöðu að heimilislæknar taki aukinn þátt í
meðferð langveikra.
„Þrátt fyrir að vinnuframlag heimilislækna
hafi verið minnkað og þeir eigi erfitt með að
bæta við sig sjúklingum er hugsanlega hægt
að breyta vinnufyrirkomulagi og auka aðstoð
við lækna þannig að það verði mögulegt að
sinna ákveðnum sjúklingum betur. Sjúkling-
ar fara í einhverjum tilfellum frá einum sér-
fræðingi til annars þó að hægt sé að notast
við almennan lækni sem hefur mikla reynslu
og getur í rauninni leyst mörg vandamál.
Það skiptir miklu máli fyrir langveikan
mann að hafa reyndan lækni sem þekkir vel
til hans og umhverfis hans og á þannig auð-
velt með að meta vandamál sem upp koma en
það getur sparað tíma, fjármuni og óþæg-
indi.“
Sérhagsmunir ráða stundum ferðinni
Elínborg
Bárðardóttir
Morgunblaðið/Eggert
Vinnutækin Formaður heimilislækna telur þörf fyrir umsjónarlækna fyrir langveika.
Heimilislæknar geta létt undir byrðinni
Hægt að spara fé og lágmarka óþægindi