Morgunblaðið - 22.08.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.08.2009, Qupperneq 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 5 6  5 6    7 7 5 6 %6     7 7 (8 9  .':    7 7 1;< (    7 7 5 6 = 5 6 >?  7 7 Þetta helst ... ● FYRIRHUGAÐIR fyrirvarar við Ice- save-samningana, sem nú eru til um- ræðu á Alþingi, munu styðja við sjálf- bærni í fjármálum hins opinbera, að mati lánshæfismatsfyrirtækisins Moody’s. Fyrirvararnir hafa frekar já- kvæð áhrif á Baa1-lánshæfiseinkunn ríkissjóðs þótt nokkur ófrágengin atriði geri að verkum að horfur fyrir lánshæf- iseinkunn Íslands séu enn neikvæðar. Þetta kemur fram í tilkynningu Moody’s frá því í gær. Meðal þeirra atriða sem Moody’s segir að stuðli að neikvæðum horfum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands er veik- ing krónunnar að undanförnu. Takist ekki að snúa þeirri þróun við geti það komið í veg fyrir efnahagsbata. Rík- isstjórninni hafi þó orðið vel ágengt í efnahagsmálum. gretar@mbl.is Jákvæðir fyrirvarar ● „FÁTT er brýnna um þessar mundir en að efla og styrkja hæfni atvinnulífsins til þess að framleiða og selja vörur og þjónustu til þess að afla gjald- eyris.“ Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, í frétt á heimasíðu samtakanna. Hann segir augljóst að þörf sé á erlendu fjármagni í formi lána en ekki síður í formi eigin fjár í atvinnu- rekstri. „Það er áhyggjuefni hve okkur virðast mislagðar hendur við að laða hingað erlenda fjárfesta,“ segir hann, og bætir við að stundum virðist sem stefnu en ekki síður vilja skorti í þessum efnum. Nefnir hann fyrirhugaða fjárfestingu Magma í innlendum orkuiðnaði í þessum efn- um. „Það er með ólíkindum að á síð- ustu stigum þess máls skuli rokið upp til handa og fóta til þess að ríkið kaupi hlutinn í stað hinna er- lendu fjárfesta,“ segir Jón Steindór. gretar@mbl.is Segir augljóslega þörf á erlendu fjármagni Jón Steindór Valdimarsson Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞRJÁTÍU og níu erlendir bankar sem eru kröfuhafar íslensku bank- anna hafa lagt formlega inn kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem þeir telja að setning neyð- arlaganna í október hafi brotið gegn EES-samningnum. Þýskir og japanskir bankar Á meðal bankanna eru stórir lán- veitendur íslensku bankanna sem verða hluthafar í þeim, gangi áætlun stjórnvalda um endurfjármögnun þeirra eftir. Meðal þeirra eru þýsku bankarnir Bayerische Landesbank, Deutsche Bank, DekaBank, HSH Nordbank, breski bankinn Royal Bank of Scotland og japanski bank- inn Sumitomo Mitsui. Breska lögmannsstofan Norton Rose gætir hagsmuna bankanna. Grundvöllur kvörtunarinnar er að ís- lensk stjórnvöld hafi mismunað er- lendum kröfuhöfum með setningu neyðarlaganna, en það feli í sér brot gegn 4. og 40. gr. EES-samningsins. Færsla eigna og skulda yfir í nýja banka brjóti gegn ákvæðum um rík- isaðstoð. Jafnframt hafi íslensk stjórnvöld brotið gegn tilskipun um endurskipulagningu og slit lána- stofnana, en hún felur í sér að með- höndla skuli kröfur erlendra kröfu- hafa á sama hátt og innlendra, þ.e koma skuli eins fram við kröfuhafa óháð þjóðerni. Jafnframt telja bank- arnir að aðgerðir íslenska ríkisins hafi brotið gegn eignarétti þeirra sem sé verndaður af 1. gr. 1. samn- ingsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu og að brotið hafi verið gegn réttmætum væntingum kröfuhaf- anna sem séu varðar af meginreglum laga. Myndi auðvelda skaðabótamál ESA mun taka afstöðu til kvört- unar bankanna og í kjölfarið taka ákvörðun. ESA getur efnt til dóms- mála ef henni sýnist svo og hefur EFTA-dómstóllinn lögsögu í slíku dómsmáli. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að ef niðurstaða fæli sér að íslenska ríkið hefði brotið gegn EES-samningnum þyrfti lög- gjafinn að bregðast við. „Það þýðir að við yrðum skuldbundin til að endur- skoða þessar ákvarðanir. [...] Ef dómstóllinn kemst að því að [setning neyðarlaganna] hafi verið ólögmæt yrðum við að bæta úr með einhverj- um hætti, það er alveg ljóst,“ segir Stefán. Aðspurður segir hann að slík niðurstaða myndi einnig auðvelda er- lendu bönkunum að höfða skaðabóta- mál gegn íslenska ríkinu vegna setn- ingar neyðarlaganna. Slíkt mál yrði að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Nýir eigendur bankanna í mál vegna neyðarlaga Í HNOTSKURN »Eftirlit með því aðEFTA-löndin framfylgi ákvæðum EES-samningsins á hverjum tíma er í höndum ESA. »ESA getur efnt til dóms-mála ef henni sýnist svo. EFTA-dómstóllinn hefur lög- sögu í deilumálum milli EFTA-ríkjanna og í málum er varða ákvarðanir ESA. »Ef niðurstaða EFTA-dómstólsins yrði erlendu bönkunum hagstæð væru þeir betur í stakk búnir að höfða skaðabótamál gegn ís- lenska ríkinu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guð blessi Ísland Björgvin G. og Geir Haarde í vikunni örlagaríku. 39 erlendir bankar kvarta við Eftirlits- stofnun EFTA LANDSVIRKJUN er mjög sátt við afkomuna á fyrstu sex mánuðum ársins í ljósi erfiðra ytri aðstæðna, að sögn Stefáns Péturssonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs. Hann segir að fyrirtækið meti horfurnar fyrir seinni helming ársins góðar, sérstaklega ef álverð helst áfram svipað og verið hefur. Hagnaður Landsvirkjunar fyrstu sex mánuði þessa árs nam liðlega 47 milljónum Bandaríkjadollara, eða um sex milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta er mikil breyting frá síðastliðnum tveimur árum. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn um 83 milljónir dollara, yfir 308 milljónir árið 2007 en svip- aður árið 2006 og í ár. „Álverð var lágt á fyrri helmingi þessa árs, en samt náum við að skila ásættanlegu uppgjöri, meðal annars vegna áhættuvarna,“ segir Stefán. „Miðað við álverðið eins og það er núna lítur seinni hluti ársins vel út. Þá höldum við að vaxtaumhverfið muni áfram verða okkur hagstætt. Því teljum við að afkoman verði góð, en það sem kannski er enn meira um vert er að við teljum að handbært fé frá rekstri verði gott. Það skiptir kannski einna mestu máli í dag því það er mikilvægt að sýna lán- ardrottnum og matsfyrirtækjum að fyrirtækið geti greitt niður skuldir og ráðist í nýjar fjárfestingar þegar fram í sækir.“ Handbært fé frá rekstri í lok júní var um 104 milljónir dollara en um 76 milljónir í lok árs 2008. gretar@mbl.is Hagnaður um 6 millj- arðar króna Horfur góðar ef ál- verð helst áfram hátt EYRIR Invest ehf. hefur samið við alla eigendur skuldabréfaflokks fé- lagsins um framlengingu og skil- málabreytingu. Fjárhæð skulda- bréfaflokksins er 3,5 milljarðar króna og var á lokagjalddaga í fyrradag. Skilmálabreytingin felur í sér að 90% af höfuðstóli verði greiddur 20. apríl 2011 og 10% fyrr. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segist í samtali við Morg- unblaðið vera ánægður með að samningar hafi náðst og það traust sem félaginu er sýnt. Ábyrg fjármögnun Í tilkynningu sem birt var í Kaup- höll Íslands í gær er haft eftir Árna að langtímahorfur lykileigna Eyris séu góðar. „Í rekstri Eyris, sem og í aðkomu okkar að rekstri lykil- eigna, höfum við ávallt lagt ríka áherslu á skýra stefnu, gegnsæjan rekstur og ábyrga fjármögnun. Marel, Össur og Stork hafa sýnt mikinn styrk í krefjandi efnahags- umhverfi. Með auknu kostnaðar- aðhaldi hefur tekist að viðhalda sterku sjóðsstreymi og rekstrar- horfur eru góðar,“ er haft eftir Árna Oddi í tilkynningunni. Lykileignir Eyris eru 38% eign- arhlutur í Marel Food Systems hf., 20% eignarhlutur í Össuri hf. og um 17% hlutur í hollensku iðnaðarsam- steypunni Stork. bjorgvin@mbl.is Eyrir Invest framlengir lán Forstjórinn Árni Oddur segir rekstrarhorfur góðar. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÞÓ krónan hafi styrkst lítillega í gær hefur hún að undanförnu verið veik- ari en hún hefur áður verið á árinu. Gengisvísitalan stendur nú í rúmum 237 stigum. Vonir voru bundnar við að gjaldeyrishöft, sem Seðlabankinn kom á í nóvember í fyrra, myndu leiða til styrkingar krónunnar. Það hefur ekki gengið eftir. Meðal þeirra skýringa sem sérfræðingar nefna sem ástæður þessa eru mikil vantrú á krónunni og reyndar á efnahagslíf- inu í heild. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að helsta skýringin á því hvað krónan hefur veikst mikið að undanförnu sé vantrú á henni og vantrú á að hún muni styrkjast á næstunni. „Þetta gerir það m.a. að verkum að þeir sem eru að afla útflutnings- tekna eru ekki að öllu leyti að skila þeim gjaldeyri sem þeir fá,“ segir Ingólfur. „Vantrúin snýr reyndar jafnt að Íslendingum sem útlending- um. Erlendir fjárfestar hafa klárlega verið að leita með vaxtagreiðslur sem þeir fá af innlendum bréfum út fyrir landsteinana. Staða þeirra í krónum hefur lækkað nokkuð und- anfarið. Eignir þeirra í ríkisbréfum hafa minnkað, en ekki liggja fyrir upplýsingar um hve mikið af þeim hefur farið í innlán.“ Hann segir að vantrúin á krónunni sé auðvitað af- leiðing af fjármálakreppunni og hvernig gengið hefur að byggja upp eftir hrunið. Þá hafi óvissan, um það hvaða afleiðingar fyrirhuguð fleyt- ing krónunnar muni hafa, áhrif á gengið. Tekur mörg ár Yngi Örn Kristinsson, forstöðu- maður hagfræðideildar NBI (Nýja Landsbankans), segir að þó svo að afgangur á vöruskiptum sé að jafn- aði um 7 til 8 milljarðar króna á mán- uði, þá séu mjög háar vaxtagreiðslur stöðugt að fara út úr landinu. Þá bætist við að leki sé í gjaldeyrishöft- unum. Þetta hvort tveggja setji þrýsting á krónuna og sé væntan- lega meginskýringin á því hve veik hún er og snúi því jafnt að útlend- ingum og Íslendingum. „Það mun taka mörg ár að ná aftur að skapa trúverðugleika á efnahags- lífið, sem er forsenda þess að gengið styrkist. Í því felst að endurreisa þarf fjármálakerfið og tryggja jafn- vægi í ríkisfjármálunum. Fólk er enn hrætt við stöðuna vegna óvissunnar. Það hefur mikil áhrif.“ Vantrú á krónunni skýrir helst hve veik hún er <)  (500   @A? @=? @>? @B? @?? A? =?                9 1  9 9   5 . ( 9 1  9 9   B??A ● ÖFLUGAR aðgerðir seðlabanka og stjórnvalda víða um heim hafa skilað tilætluðum árangri, að mati Bens Bernanke, seðlabankastjóra Banda- ríkjanna. Hann segir að ekki fari á milli mála að samdrátturinn í efna- hagslífi heimsins sé að láta undan. Hagvaxtarhorfur á næstunni séu al- mennt góðar. Þetta kom fram í máli hans á árlegri ráðstefnu seðlabankans í Kansas. Ekki eru allir jafn bjartsýnir og Bernanke. Martin Feldstein, hagfræð- ingur við Harvard-háskólann í Banda- ríkjunum, segir í samtali við Bloom- berg-fréttastofuna, að óljóst sé hvort bjartari horfur nú séu upphaf hagvaxtarskeiðs. Telur hann verulega hættu á að bakslag geti komið í efna- hagslífið vestanhafs upp úr næstu áramótum. gretar@mbl.is Upphaf hagvaxtarskeiðs eða bakslag um áramót

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.