Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 24
24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Ólga á milli trúarhópa Valdamiklir menn í röðum sjíta og súnníta í Írak kenna nú hvorir öðrum um hryðjuverkin í Bagdad á miðvikudag, þau mestu í landinu í hálft annað ár Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SJÍTAR og súnnítar í Írak kenna hvorir öðrum um hryðjuverkin í Bagdad fyrr í vikunni en þau urðu um 100 manns að bana og særðu og örkuml- uðu mörg hundruð manns. Óttast margir, að átök á milli trúarhópanna fari aftur vaxandi. Nuri al-Maliki forsætisráðherra og sjíti sagði, að hryðjuverkin væru „örvæntingarfull tilraun til að að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina og vænt- anlegar þingkosningar“ og Íslamska æðstaráðið, valdamikil stofnun meðal sjíta, sagði, að um væri að ræða „skipulegan hernað“ en ekki bara einstök sprengjutilræði. Kenndi það súnnítum um óöldina, einkanlega fyrrverandi stuðningsmönnum Sadd- ams Husseins. Íslamski herinn, helstu skæruliðasamtök súnníta, fullyrtu á móti, að hryðjuverkin í Bagdad hefðu verið runnin undan rifjum Íraksstjórnar, sem er að mestu skipuð sjítum, og Bandaríkja- manna. Bandaríkjamenn hafa dregið allt herlið sitt út úr borgum og bæjum í Írak en um leið hefur óöldin og ofbeldið aftur farið að láta á sér kræla. Hafa margir miklar áhyggjur af ástandinu og óttast, að liðsmenn helstu trúflokkanna, sjíta og súnníta, fari aftur að berast á banaspjót. Reuters Hryðjuverk Eyðileggingin í sprengingunum á miðvikudag var gífurleg og manntjónið mikið. DAVID Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur sakað stórfyr- irtækin um að kynda undir óhollum lífsháttum og eiga með því sína sök á alls kyns kvillum, offitu, sykursýki, áfengissýki og mörgum öðrum lífs- stílssjúkdómum. Segir hann, að sigri flokkur hans í kosningunum á næsta ári, sem flest bendir til, muni hann sem forsætisráðherra snúast gegn þessu af alefli í því skyni m.a. að draga úr sívaxandi álagi á heilbrigð- iskerfið. „Sannleikurinn er sá, að mörg fyr- irtæki græða mikið á óhollustunni,“ sagði Cameron og bætti við, að hann ætlaði að beita sér fyrir „ábyrgum samningum“ við fyrirtækin til að vinna gegn offitu og óhófsdrykkju. Þá yrði reynt að koma í veg fyrir, að óhollri vöru væri haldið að börnum. Cameron sagði það sína skoðun, að betra væri að ráðast gegn vand- anum með þessum hætti, með því að auka ábyrgð fyrirtækja og einstak- linga, en með því sem hann kallaði fyrirskipanaaðferð núverandi stjórnar. Í umræðum innan Íhaldsflokksins hefur verið rætt um að takmarka mjög notkun hertrar fitu, banna eða takmarka verulega „ofurskammta“ á veitinga- og skyndibitastöðum, tak- marka mjög auglýsingar, sem beint er til barna, og skylda þá, sem selja vín eða skyndimat, til að greina frá hitaeiningafjölda. Þá er talað um að hækka skatta á áfengi. Cameron hefur einnig tekið upp hanskann fyrir breska heilbrigðis- kerfið en einn þingmanna flokksins lýsti því nýlega sem „mistökum í 60 ár“. Sagði Cameron, að Íhaldsflokk- urinn myndi standa vörð um heil- brigðiskerfið. Ummæli þingmanns- ins fóru mjög fyrir brjóstið á mörgum Bretum. svs@mbl.is Segir stórfyrirtæki kynda undir óhollum lífsháttum David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, segist ætla að bregðast mjög hart við verði hann forsætisráðherra Reuters Forsætisráðherra 2010? Came- ron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins. FRAMBJÓÐENDUR í forseta- kosningunum í Afganistan í fyrra- dag voru um 30 en í kosningunum til héraðsráðanna voru þeir 3.400. Þekktu fæstir kjósendur eitthvað til þeirra og því voru það oft ekki málefnin, sem réðu valinu, heldur ýmislegt annað, t.d. fríðleikinn. Bendir margt til, að konurnar hafi grætt á því. „Ég man bara ekki hvern ég kaus,“ sagði Abdul Bashir, 21 árs gamall maður í Kabúl, en Ajmal, 18 ára, mundi vel hvað hann kaus. Hann blaðaði í gegnum frambjóð- endalistann og virti hverja mynd fyrir sér. Loks staðnæmdist hann við mynd af ungri stúlku. „Man ekki hvað hún heitir en hún er falleg“ „Ég kaus hana. Ég man ekki hvað hún heitir en hún er falleg,“ sagði Ajmal með hjólabrettið undir hendinni, í gallabuxum og litskrúð- ugum skyrtubol. Annar ungur maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvaðst hafa skoðað listann vel og síðan kosið stúlku, sem honum fannst sú fallegasta. Mohammad Edris, 22 ára, kaus líka stúlku en hann hafði áður séð hana í sjónvarpinu, í afgönskum stjörnuleitarþætti, sem sniðinn er eftir „American Idol“. „Ég kaus Faridu Tarana. Mér líkar hún. Hún er falleg og syngur vel,“ sagði Edris. Sumir kusu aðeins þá, sem þeir töldu vera af sama þjóðarbroti og þeir sjálfir, en svo var líka til í dæminu, að menn gæfust upp í kjörklefanum og skiluðu auðu. Það gerðu þeir Emal Wafa og Qais Azimi. „Ég fann engan, sem mér líkaði, og til að vera ekki að kjósa ein- hvern þrjót eða glæpamann ákvað ég að skila auðu,“ sagði Azimi. svs@mbl.is Ekki verra að vera snoppufríð Farida Tarana „Fögur var hún og fríð að sjá, fallega leist mér hana á.“ FÉLAGAR í svokölluðum „Diablada“-danshópi í Bólivíu efndu í fyrradag til mótmæla við þing- húsið í La Paz. Var tilefnið það, að fegurðar- drottningin Karen Schwarz eða Ungfrú Perú er sökuð um að hafa „stolist“ í búninginn þeirra. Ætlar hún að klæðast líkum búningi á þjóðbún- ingakvöldi í keppninni um Ungfrú alheim. Hafa stjórnvöld í Bólivíu mótmælt því formlega. Búningur Diablada-dansaranna er þeim há- heilagt mál og dansinn líka en hann er af trúar- legum rótum runninn, orðinn til í þeirri deiglu, sem bræddi saman fornar trúarhugmyndir ind- íána í Andesfjöllum og þær kristnu og kaþólsku hugmyndir, sem þangað bárust með spænsku landvinningamönnunum. Ofurskrautlegir dansarar „Búningastuldi“ mótmælt Reuters www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval, ,magnar upp daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.