Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
„Í SVANALÍKI lyftist moldin hæst“ segir í kvæði skáld-
jöfursins Einars Benediktssonar og kannski má líka
segja það um þetta listaverk í borginni Stavropol í
Rússlandi. Það er að vísu úr því óeðla efni gúmmíi, úr
gömlum hjólbarða, en allt er þetta þó af einni og sömu
rót runnið. svs@mbl.is
Reuters
Svanurinn minn syngur
STÓRFYRIRTÆKIN Amazon,
Microsoft og Yahoo hafa ákveðið að
taka saman höndum og berjast gegn
tilraunum Google til að koma á fót
því, sem kalla mætti stærsta bóka-
safn í heimi. Óttast margir, að það
muni umbylta öllum bókaiðnaðinum
og þeim aðgangi, sem fólk hefur haft
að menningararfleifð alls mannkyns.
Fyrirtækin þrjú ætla að taka þátt
í samtökum eða framtaki, sem kall-
ast Opin bók, en það er á vegum Int-
ernet Archive, óháðrar stofnunar,
sem veitir ókeypis aðgang að bók-
um, sem hún hefur sett í stafrænt
form.
Brewster Kahlo, stofnandi Int-
ernet Archive, sagði í viðtali við
BBC, breska ríkisútvarpið, að
Google væri að reyna að einoka
bókasafnsnotkun, að verða í raun
„eina bókasafnið“.
Einokunartilburðir?
Google gerði í fyrra samning við
útgefendur og rithöfunda en þeir
höfðu þá höfðað mál gegn fyrirtæk-
inu, sem þeir sökuðu um að hafa
skannað bækur í heimildarleysi og
brotið þannig gegn höfundarrétti og
útgáfurétti. Var samið um að höf-
undar og útgefendur skyldu setja
sín verk inn í sérstaka réttindaskrá
gegn ákveðinni greiðslu. Lagði Go-
ogle fram 125 milljónir dollara í því
skyni. Áttu höfundar og útgefendur
að fá 70% af andvirði seldra bóka en
Google 30%. Google átti einnig að fá
rétt til að skanna „munaðarlaus“
verk en þá er átt við bækur án rétt-
hafa. Talið er, að það eigi við um 50
til 70% allra bóka, sem gefnar hafa
verið út frá árinu 1923.
Frestur til að gera athugasemd
við þetta samkomulag rennur út 4.
september en snemma í október
mun dómari í New York meta rétt-
mæti þess. Nefna má þó, að banda-
ríska dómsmálaráðuneytið er að
kanna hvort samningurinn brjóti í
bága við gildandi lög um hringa-
myndun.
Kahlo sagði í viðtalinu við BBC, að
í raun væri öll bókamenningin í húfi,
allur bókasafnsheimurinn og op-
inber stuðningur við hann, öll hin
fjölskrúðuga bókaútgáfa og flest
það, sem menn tengdu við bækur.
Áhyggjur af persónuvernd
Andstaða við þennan hugsanlega
Google-samning hefur farið mjög
vaxandi að undanförnu og víst þykir,
að tilkoma risanna þriggja, Micro-
soft, Yahoo og Amazon, mun gefa
henni aukinn slagkraft.
Margir hafa líka áhyggjur af per-
sónuverndinni. Venjulegar bóka-
safnsbækur getur fólk lesið án þess
að óttast, að einhver sé á gægjum en
öðru máli getur gegnt um netið eins
og alkunna er. svs@mbl.is
Sameinast í andstöðu
við Google-bókasafnið
Morgunblaðið/Golli
Menningin Er hætta á að Google
verði banabiti bókasafnanna?
Margir óttast að fyrirætlanir Google séu tilræði við þá fjöl-
skrúðugu menningu, sem felst í bókasöfnum og bókaútgáfu
BERTEL Haarder, menntamála-
ráðherra Danmerkur, segir að
hindra verði unglinga á skólaskyldu-
aldri í að skrópa í skóla, t.d. megi
senda þeim smáskilaboð á morgn-
ana. Dugi það ekki verði sveitar-
félögin að senda fólk til að draga
unglingana úr rúminu, segir hann í
viðtali við nettímaritið Altinget.dk.
„Til eru fyrirtæki sem taka að sér
slíka þjónustu gegn greiðslu,“ segir
Haarder. „Ég vil eindregið hvetja
sveitarfélög, ráðgjafa og mennta-
stofnanir til að ýta hressilega við
sinnulausum unglingum vegna þess
að það kemur að gagni.“
Danska stjórnin vinnur nú að
stefnumótun þar sem tekið verður á
málefnum 16-17 ára unglinga með
það í huga að
draga úr hætt-
unni á að þau
lendi utangarðs í
samfélaginu.
Haarder segir
að koma verði í
veg fyrir að ung-
lingar haldi að
hægt sé að sleppa
við að leggja
nokkuð á sig og lifa síðan á velferð-
arhjálp. Hættulegt sé að láta 16-17
ára unglinga afskiptalausa, þá geti
þeir gleymst. Það kosti sveitarfélög-
in ekkert að gleyma þeim þar sem
þau þurfi ekki að veita fjárhagslega
aðstoð fyrr en börnin ná 18 ára aldri.
kjon@mbl.is
Skrópararnir verði
sóttir heim til sín
Bertel Haarder
SAMÞYKKT var nýlega með yfir-
gnæfandi meirihluta í póstkosningu
á Nýja-Sjálandi að foreldrum skuli
heimilt að löðrunga börn sín til að
aga þau án þess að það teljist vera
afbrot.
Fyrir tveim árum voru samþykkt
lög sem banna foreldrum að beita
líkamlegum refsingum gegn börn-
um. Voru meðal annars notuð þau
rök að tíðni ofbeldis gegn börnum
væri hærri í landinu en víðast hvar.
Um 54% kjósenda tóku þátt í
póstkosningunni og munu nær 90%
hafa stutt leyfi til að löðrunga. Nið-
urstaðan er þó ekki bindandi og
sagðist John Kay forsætisráðherra
ekki ætla að beita sér fyrir breyt-
ingu á lögunum. kjon@mbl.is
Foreldrar vilja
fá að löðrunga
börnin sín
B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • s í m i 5 8 5 7 2 0 0
OPIÐ ALLA DAGA
höfum
opnað
outle
t
3. hæð
Húsgag
na