Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 28
28 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Staðurinn - Ræktin
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Þú getur byrjað strax að æfa.
Um leið og þú hefur greitt máttu mæta í opna kerfið þar til námskeið hefst 31. ágúst
TT tímar í boði:
6:15 – mán, mið, fös
7:20 – mán, mið, fös
10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun
12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun
14:20 – mán, mið, fös
16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
17:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
18:25 – TT3 mán, mið
18:40 – TT3 mán, þri
19:25 – mán, mið, fim (18:25)
Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 30. ágúst kl. 16:00 og 17:00
og kl. 15:00 fyrir TT3
Velkomin í okkar hóp!
NÁMSKEIÐUM
FYLGIR
FRJÁLS MÆTING
Í TÆKJASAL
Nú er komið að því!
Skráning í alla TT flokka hafin
sími 581 3730
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„Á ÞESSUM slóðum eru stórkostleg-
ar náttúruperlur sem okkur langaði
til að sýna áhugasömum fjallaförum.
Opna þannig afkima þessa svæðis
fyrir fólki,“ sagði Páll Ásgeir Ásgeirs-
son, blaðamaður og fjallagarpur. Alls
23 farþegar tóku þátt í fyrstu göngu
Ferðafélags Íslands um Óeiginlegan
Laugaveg sem farin var fyrr í mán-
uðinum. Nafngiftin helgast af því að
leiðin liggur frá Landmanna-laugum
til Þórsmerkur – eins og hinn hefð-
bundni Laugavegur – en í þessari
ferð var farið um fáfarnar slóðir og
útúrdúra og einungis komið inn á
hinn hefðbundna Laugaveg til að
gista í skálum.
Langar dagleiðir
Gengnir voru rúmlega 70 kílómetr-
ar á þremur dögum, fyrst frá Land-
mannalaugum í Hvanngil um Hatt-
ver, Jökulgil og Háuhveri. Úr
Hvanngili var farið í Emstrur um
bakhliðar Hattfells og fleiri staði og
loks úr Emstrum í Langadal gegnum
þröng gil og gljúfur Þröngár og
Rjúpnafellsgils. Ferðin endaði með
skógargöngu niður Stangarháls í
Þórsmörk. Lengsta dagleiðin, úr
Laugum í Hvanngil, varð 32 kíló-
metrar og þann dag varð samtals
hækkun 1.880 metrar.
Hópinn skipuðu Íslendingar,
Frakkar, Belgar og Þjóðverjar. Allir
tókust, að sögn Páls Ásgeirs, á við
vatnavexti, rigningar, langar dagleiðir
og erfiðar brekkur af stakri hugprýði
og hreysti og standa sterkari eftir.
Auka þekkingu
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leið
er farin. Fararstjórarnir, þau Páll Ás-
geir og Rósa Sigrún Jónsdóttir eig-
inkona hans, áttu hugmyndina að
þessari leið og jafnframt að gefa
ferðamönnum kost á því að fara þar
um.
Páll segir telur sennilegt að eftir
jómfrúarferð þessa árs verði leiðinni
eitthvað breytt, til þess að stytta of-
urlítið dagleiðina gegnum Jökulgil og
Háuhveri. Annars mætti segja að
Ferðafélagið hafi með þessu móti
opnað nýja gönguleið sem efalítið á
eftir að njóta mikilla vinsælda á kom-
andi árum.
„Ferðafélag Íslands hefur alltaf lit-
ið á það sem skyldu sína að auka
þekkingu Íslendinga á sínu eigin
landi og það verður best gert með því
að leggja nýjar gönguleiðir sem auk
þess að fræða ferðalanga þjóna þeim
tilgangi að draga úr álagi á hefð-
bundnar og vinsælar leiðir,“ sagði
Páll Ásgeir.
Hvæsandi hverir
Í þessari jómfrúarferð um hinn
óeiginlega Laugaveg er farið um Jök-
ulgilið, sem liggur í stórum sveig
austan við Landmannalaugar og er
afar fáfarið. Háuhverir eru geysilega
öflugt hverasvæði í vesturbrúnum
Jökulgils austan undir Reykjafjöll-
um. Þar gefur margt að líta, bæði
hvæsandi gufuhveri, marglita leir-
hryggi og sjóðandi grænar tjarnir.
„Í þessari ferð skoðuðum við einnig
fjölmargar ölkeldur og hveraaugu
með miklu gasuppstreymi í giljum
austan undir Háskerðingi. Sumar
þeirra bestu voru með flæðandi tæru
ölkelduvatni svo ferðalangar gátu
fyllt á vatnsbrúsa sína og var ekki
laust við vantrúarsvip á andlitum er-
lendu farþeganna við þessar kring-
umstæður,“ segir Páll Ásgeir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áð Alltaf er gott að setjast niður og hvíla lúin bein. Páll Ásgeir og Rósa Sig-
rún í hádegisáningu með hópinn í rigningu við Innri-Emstruá.
Á göngu Hluti hópsins gekk á Rjúpnafell í Þórsmörk síðasta göngudaginn.
Margs er að njóta Þessi tvíliti fagri foss er skammt frá Háuhverum. Annar lækurinn er kaldur en hinn volgur.
Afkimar opnaðir
Ferðafélag Íslands með leiðangur um óeiginlegan Lauga-
veg Erfiðar brekkur, útúrdúrar og ölkeldur á öræfaslóð
Hvenær skapast réttur til ellilíf-
eyris á Íslandi?
Rétt til ellilífeyris öðlast þeir sem
hafa búið á Íslandi í a.m.k. 3 alman-
aksár frá 16 til 67 ára aldurs en rétt-
ur til ellilífeyris miðast við 67 ára
aldur. Fullur réttur miðast við 40
ára búsetu á aldrinum 16-67 ára.
Réttur þeirra sem hafa búið hér
skemur er reiknaður út hlutfalls-
lega.
Hvenær getur skapast réttur til
örorkulífeyris á Íslandi?
Þeir sem hafa verið metnir til
a.m.k. 75% örorku, eru á aldrinum
16 til 67 ára og hafa búið á Íslandi í
a.m.k. 3 síðustu ár fyrir umsókn hafa
áunnið sér rétt til örorkulífeyris. Bú-
setu á Íslandi í 40 ár á aldursbilinu
16 til 67 ára þarf til að öðlast fullan
rétt til örorkulífeyris. Réttur þeirra
sem búa hér skemur á þessu aldurs-
bili reiknast hlutfallslega.
Tryggingavernd almannatrygg-
inga á Íslandi fellur niður við flutn-
ing frá landinu. Milliríkjasamningar,
t.d. samningar innan EES, Norð-
urlanda, Vaduz samningurinn og
samningar við Kanada og Bandarík-
in geta kveðið á um ríkari réttindi
þar sem þeim er ætlað að tryggja að
fólk geti flutt milli samningslanda og
starfað þar án þess að missa áunnin
réttindi. Lífeyrisþegar geta því sam-
tímis átt rétt til bótagreiðslna að
hluta til frá fleiri en einu landi en
ekki þó fyrir sama tímabil.
Hafa ber í huga að:
Íslenskur ríkisborgararéttur einn
og sér veitir ekki rétt til bóta skv. al-
mannatryggingalögum þar sem
horft er á búsetu hér á landi í stað
ríkisborgararéttar.
Þinn réttur
Áhrif búsetu erlendis á
lífeyrisréttindi á Íslandi