Morgunblaðið - 22.08.2009, Qupperneq 29
SÍMI 440 1000
WWW.N1.IS
Meira í leiðinni
Menningarnótt
allan sólarhringinn
N1 Hringbraut er ómissandi áfangastaður fyrir þá sem ætla
að njóta stemningarinnar í miðbænum á Menningarnótt.
Þú nærð þér í snöggan og ljúffengan bita, kaffi og með því,
snakk fyrir partíið eða bara hvað sem þig vantar í gleðina.
Góða skemmtun!
N1 Hringbraut
ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Sumartíminn styttist óðum. Veðr-
áttan hefur leikið við bæjarbúa. Sum-
arið hefur verið hlýtt og þurrt og
logndagar margir. Svipuð veðrátta
var reyndar bæði 2007 og 2008. Að
sögn Trausta Jónssonar,veðurfræð-
ings hafa flest sumur síðustu 12 – 14
árin verið hagstæð miðað við það
ástand sem ríkjandi var áratugina á
undan. Það er greinilegt að við erum
stödd á hlýindaskeiði.
Góðu sumarveðri fylgir fjöldi ferða-
manna. Í sumar hafa heimsótt Hólm-
inn fleiri ferðamenn áður. Tjald-
svæðið og götu bæjarins hafa iðað af
lífi virka daga jafnt sem um helgar.
Sem dæmi um það hafa yfir 4.000
ferðamenn skoðað Eldfjallasafn Har-
aldar Sigurðssonar og eins hefur
fjöldinn allur heimsótt Vatnasafnið,
Norska húsið og Amtbókasafnið.
Mikil fjölgun farþega og bíla var með
Ferjunni Baldri í sumar og sama á við
skoðunarferðir um Breiðafjarð-
areyjar. Hjá Sæferðum ehf fengust
þær upplýsingar að júlímánuður hafi
verið sá langbesti í sögu félagsins.
Aldrei hefur annar eins fjöldi ferðast
með skipum félagsins. Með Baldri
fóru 19.000 farþegar í júlí á móti
15.500 í fyrra. Bílar sem Baldur flutti
yfir fjörðinn í júlí voru 4.000 og er það
400 bílum fleira en í fyrra. Svo er
komið að bílaþilfarið í Baldri er full-
nýtt í júlí.
Í sumar fór Baldur 2 ferðir á dag ,
en frá og með 20. ágúst er ein ferð
daglega og verður svo í vetur.
Ferðamenn kalla á þjónustu. Í sumar
hefur fjöldi fólks haft atvinnu við
ferðaþjónustu og er hún orðin mik-
ilvægur þáttur í atvinnulífi bæjarins.
Gallinn er þó sá hve stutt tímabilið er
því það nær varla yfir meira en þrjá
mánuði. Áhugi er fyrir því að lengja
ferðamannatímann, og í því sambandi
er m.a. horft til heita vatnsins sem er
talið allra meina bót.
Líkur eru á því að Ferjan Baldur
þjóni Vestmannaeyingum í þrjár vik-
ur í september á meðan Herjólfur fer
í slipp. Eindregin tilmæli hafa komið
frá samgönguyfirvöldum til Sæferða
um að fá Baldur leigðan á meðan við-
gerðir á Herjólfi fara fram. Yfirvöld
telja það ekki verjandi að leigja skip
frá útlöndum vegna kostnaðar og eru
þess viss að Baldur geti á auðveldan
hátt fyllt í skarðið.
Fréttablaðið kemur ekki lengur í
Hólminn né á aðra staði á Snæfells-
nesi. Fréttablaðið var áður sent með
áætlunarbíl daglega og lá frammi á
Bensínstöðinni og í Bónus. Í vor var
tekin sú stóra ákvörðun að hætta
þeirri þjónustu, líklega í þeim tilgangi
að minnka kostnað. Snæfellsnesið
vigtar því ekki þungt hjá eigendum
blaðsins.
Það er rólegt við höfnina þessa dag-
ana. Engir bátar stunda sjóinn frá
Hólminum og verður líklegast ekki
breyting á fyrr en á nýju kvótaári
sem hefst 1. september. Grásleppu-
vertíðinni lauk þann 10. ágúst. Stykk-
ishólmshöfn er ein af þeim höfnum
þar sem mestu magni er landað af
grásleppuhrognum. Á þessari vertíð
var engin breyting þar á. Aðeins á
Drangsnesi var landað meira magni.
25 bátar stunduðu grásleppuveiðar
frá Hólminum í sumar. Það eru fleiri
bátar, en undanfarin ár. Alls var land
159 tonnum af hrognum sem er um 17
% minna magn en í fyrra. En grá-
sleppukarlar fá aflasamdráttinn
bættan með miklu hærra hrogna-
verði en í fyrra. Undir lok vertíðar
voru karlarnir að fá allt að 1.000 kr
fyrir hvert kíló. Þeir geta því unað
glaðir við sitt.
Danskir dagar, bæjarhátíð Hólmara,
fara fram í dag. Danskir dagar hafa
fest sig í sessi, enda haldnir árlega í
16 ár og eru með elstu bæjarhátíðum
landsins. Oftast hafa Danskir dagar
verið aðra helgina eftir versl-
unarmannahelgi,en núna var þeim
seinkað um viku og eru á sama tíma
og Menningarnótt Reykvíkinga.
Fjölbreytt dagskrá er í gangi í all-
an dag og lýkur hátíðinni með
bryggjuballi og flugeldasýningu í
kvöld. Í gærkvöldi voru hverfa-
samkomur þar sem íbúar og gestir
þeirra hittust hver í sínu hverfi og
áttu gott kvöld saman.
Landsmenn eru velkomnir í bæinn
til að eiga ánægjulega stund.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason
Fagurt Í brunn á þessum stað sóttu Hólmarar vatnið í gamla daga.
Gunnlaugur Auðunn Árnason
fréttaritari
STYKKISHÓLMUR
Guðmundur Hagalín Guðmunds-son sendi kveðju til frænda
síns Jóhannesar Kristjánssonar eft-
irhermu, sem bíður eftir nýju
hjarta í Gautaborg. Það voru nokk-
ur stöðluð svör við spurningum um
líðan Jóhannesar, sem dynja á Guð-
mundi. Sú fyrsta er svohljóðandi:
„Hvað er að frétta af Jóhannesi?“
Af stað í himna rölti reið,
raunar nokkuð lúinn.
En drengur miðja dokar leið
þó dælan væri fúin.
Og hvað var gert?
Lögðu saman liðnir og menn,
lofa ber og skilja
Jói hérna allur enn
er með Drottins vilja.
Hvernig hefur hann það núna?
Þetta er býsna mikið mál
mikil hörkuvinna,
að lífga aftur líf og sál
og labba heim til sinna.
Nær hann sér?
Dafnar nóg og nær sér vel
nálægt miðjum vetri;
afar góður að ég tel
og aldrei verið betri.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
vegna byltu forsetans:
Ólafur er ern og skýr,
Ólafur er glettinn,
Ólafur er fimur fír
en fákurinn er dettinn.
Og Karl Kristensen kirkjuvörður
í Víðistaðakirkju veltir fyrir sér
gangi þjóðmálanna í breiðu sam-
hengi:
Þjóðin á bágt í þrálátu aurahraki
þrýstingur vex - er sárara en tárum taki
þótt Jóhanna skjaldborg vel yfir lýðnum
vaki
hún varnar því ekki að forsetinn detti af
baki.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Fréttir og Jóhannes