Morgunblaðið - 22.08.2009, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FyrirætlanirSteingrímsJ. Sigfússon-
ar fjármálaráðherra
og annarra ráðherra
Vinstri grænna um
að koma í veg fyrir að kanadíska
fyrirtækið Magma Energy eign-
ist hlut í HS orku eru af ýmsum
ástæðum fullkomlega misráðnar.
Í fyrsta lagi er allt talið um að
nú séu orkuauðlindir landsmanna
á leið í hendur vondra útlendinga
úr lausu lofti gripið. HS orka er
eingöngu í orkuvinnslu, þ.e. að
reisa og reka virkjanir. Lög, sem
sett voru í fyrra, tryggja opinbert
eignarhald og forræði jafnt á
orkuauðlindum sem og á dreifi-
veitunum, sem almenningur á
viðskipti við. HS orka leigir auð-
lindirnar af eigendum þeirra og
borgar auðlindagjald fyrir.
Í öðru lagi vinna ráðherrarnir
beint gegn eigin markmiðum um
að endurreisa traust umheimsins
á íslenzku atvinnulífi og Íslandi
sem fjárfestingarkosti. Fyrir-
huguð fjárfesting Magma í HS
orku er fyrsta stóra, alþjóðlega
fjárfestingin hér á landi frá
bankahruninu. Fyrirtækið hefur
þegar keypt umtalsverðan hlut í
HS orku. Hugmyndir um að nýta
forkaupsrétt og snúa þeim gern-
ingum við, svo og um að hindra
frekari kaup og endurþjóðnýta
fyrirtækið, eru eingöngu til þess
fallnar að fæla erlenda fjárfesta
burt frá landinu í stórum stíl.
Málið hefði kannski litið öðruvísi
út ef ráðherrunum hefði hug-
kvæmzt að grípa inn
í fyrr í ferlinu.
Í þriðja lagi myndi
endurþjóðnýting
fyrirtækisins skaða
möguleika HS orku
til að fjármagna fyrirhugaðar
framkvæmdir, sem meðal annars
munu tryggja orku til frekari at-
vinnuuppbyggingar hér á landi.
Það er rétt, sem Ásgeir Mar-
geirsson, stjórnarformaður HS
orku, segir í grein í Morgun-
blaðinu í gær, að fyrri eigendur
félagsins gátu hvorki veitt það
fjármagn sem þurfti né lagt fram
ábyrgðir fyrir lánum. Lánstraust
íslenzka ríkisins er heldur ekki
mikið nú um stundir.
Í fjórða lagi væri verið að nota
peninga skattgreiðenda í millj-
arðavís til að spilla fyrir erlendri
fjárfestingu. Þeim peningum er
betur varið í eitthvað annað.
Í fimmta lagi er sennilegt að
ríki og borg, sem eigendur keppi-
nauta HS orku, lendi í vandræð-
um vegna samkeppnislaga, reyni
þau að eignast hluti í fyrirtækinu.
Í sjötta lagi var það samstarfs-
flokkur VG í ríkisstjórn, Samfylk-
ingin, sem í fyrra beitti sér fyrir
lagabreytingunni, sem sam-
kvæmt greinargerð með frum-
varpinu skapaði „grundvallar-
forsendur þess að unnt sé að
halda áfram markaðsvæðingu
raforkugeirans.“
Vantar stjórnarflokkana fleiri
mál til að vera ósammála um?
Eiga þeir ekki að beina orku sinni
að öðru?
Fyriráætlanir ráð-
herra VG eru full-
komlega misráðnar}
Notið orkuna í annað
Það er gömulsaga og ný að
varúðarmerkingar
við vega- og gatna-
framkvæmdir og
leiðbeiningar til
vegfarenda um hjáleiðir eru í
hörmulegu ástandi hér á landi.
Lélegar merkingar verktaka og
lítið sem ekkert eftirlit vega-
gerðar og sveitarfélaga, sem
bera ábyrgð á framkvæmdunum,
hefur orsakað slysahættu og
valdið mörgum ökumanninum
ómældum töfum og hugarangri.
Um árabil hefur þetta ástand
verið gagnrýnt og fyrr á árinu
mannaði samgönguráðherrann
sig upp í að setja reglugerð um
merkingu og aðrar öryggis-
ráðstafanir vegna vegafram-
kvæmda, þar sem reglur um
þessi efni voru hertar talsvert.
Ekki er að sjá að þetta hafi
borið verulegan árangur. Morg-
unblaðið birti í gær mynd af
hlægilegum, að því er virtist
heimatilbúnum merkingum á
Suðurlandsvegi vegna fram-
kvæmda við malbikun á Breið-
holtsbraut. Þeir, sem ætluðu t.d.
frá Rauðavatni í Kópavog um
Breiðholtsbrautina urðu vegna
framkvæmdanna að taka á sig
ógurlegan krók, en vissu margir
hverjir ekki af lokuninni fyrr en
þeir komu að henni.
Bjarni Stefánsson hjá Vega-
gerðinni sagði við
Morgunblaðið í
gær: „Við leggjum
áherslu á að verk-
takinn verði með
þessar merkingar í
lagi í þeim verkefnum sem eru
framundan.“ Og því var bætt við,
að ekkert yrði gert í málinu héð-
an af nema draga lærdóm af því,
sem miður fór.
Þetta er ekki nógu gott svar. Í
áðurnefndum reglum er kveðið á
um skyldu verktakans til að gera
ýtarlega öryggisáætlun, m.a. um
það hvernig á að standa að merk-
ingum. Þessa áætlun á verktak-
inn að bera undir veghaldarann,
í þessu tilviki Vegagerðina, fyr-
irfram.
Í sömu reglum segir: „Þegar
veghaldari [Vegagerðin] telur að
lokun vegar tímabundið geti
valdið verulegum umferð-
artöfum skal setja upp bráða-
birgðatöflu eða hjáleiðarmerki
þar sem fram kemur um hvaða
veg (vegnúmer) sé að ræða, hve
langt sé að vinnusvæðinu og
hvaða leið sé heppilegast að
velja í staðinn.“
Ekki verður annað séð en að í
dæminu, sem tekið var í Morg-
unblaðinu í gær, hafi bæði verk-
takinn og Vegagerðin brugðizt
skyldum sínum. Þrátt fyrir nýju
reglurnar er gamla fúskið í fullu
gildi.
Gamla fúskið við
viðvörunarmerk-
ingar er í fullu gildi}
Merkingarleysi á vegunum
V
iðmiðunarneysla einstaklings, sam-
kvæmt upplýsingum á vef Ráðgjaf-
arstofu heimilanna, er um 54 þús-
und krónur. Bróðurpartur upp-
hæðarinnar, eða um 42 þúsund,
fara í mat, afgangurinn skiptist í tómstundir,
fatakaup, lækniskostnað og „ýmislegt“, en sá lið-
ur er 2.000 krónur. Útreikningurinn miðast því
augljóslega við það að öll neysla sé skorin við
nögl. Ef einstaklingurinn á bíl, hækkar viðmið-
unartala einstaklingsins upp í 90 þúsund á mán-
uði. Þá er enn ótalinn kostnaður við síma,
áskriftir, húsnæði og tryggingar, svo það helsta
sé nefnt. Mjög varlega áætlað má gera ráð fyrir
því að kostnaður við þessa síðastnefndu liði sé
rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði. Það gæti
því kostað einstakling, sem leyfir sér þann mun-
að að eiga bíl, en lifir að öðru leyti mjög spart, um 200 þús-
und krónur á mánuði að lifa.
Fyrir tvö þúsund kallinn í liðnum „ýmislegt“ gæti ein-
staklingurinn keypt sér eina ódýra bók í mánuði, eina af-
mælisgjöf, eina vínflösku, eða jafnvel hálfan spilatíma á
uppáhalds hljóðfærið, það er að segja þegar hann hefur
safnað nægu fé til að geta keypt hljóðfærið. Ódýr gítar
kostar um 50 þúsund, þannig að tveimur bóka- og vínlaus-
um árum þyrfti að eyða í þann sparnað.
Öryrki, einstaklingur, hefur 155.245 krónur í bætur á
mánuði að skatti frádregnum. Öryrkinn þarf sem sé ekki
bara að sleppa þeim munaði að eiga bíl og þeim munaði að
komast í hálfa spilatímann, hann þarf líka að borða minna,
taka þá áhættu að vera ekki tryggður, nota ekki
síma, eða ganga um nakinn.
Þetta er ekki ný frétt; í rauninni er hún eld-
gömul og það er sorglegt. Er það ekki sam-
félagi okkar til háborinnar skammar, að öryrk-
inn skuli ekki einu sinni hafa úr að spila til
þeirra nauðþurfta sem Ráðgjafarstofa heim-
ilanna telur einstaklinginn þurfa til naumt
skammtaðs mánaðarlegs viðurværis?
Nú kann einhver að spyrja hvers vegna
þessi smánarblettur á samfélagi okkar var
ekki afnuminn í „góðærinu“ fyrir kreppu. Ég
held að svarið við því hljóti að vera það, að ann-
aðhvort hafi góðærið verið jafn innistæðulaust
og bankarnir voru, eða þá að stjórnmálamenn
hafi ekki viljað laga vandann, og þótt það í
góðu lagi að öryrkjar lifðu í fátækt. Það er þó
erfitt að trúa því.
Var kannski engin innistæða fyrir góðærinu?
Víst er að miklir peningar voru til í þessu landi fyrir ör-
fáum misserum, margir lifðu hátt og fóru ekki út í sjoppu á
hjóli. Sá tími er liðinn, skuldadagar upp runnir, og endur-
skipulagning samfélagsins alls, hugmyndalega jafnt sem
efnahagslega, þarf að fara fram.
Það væri óskandi að við gætum stillt hugarfar okkar í
endurfæðingunni úr kreppunni á þann hátt, að okkur þætti
ekki í lagi að hér lifði fólk í fátækt. Það er næg byrði fyrir
öryrkja að glíma við sín mein. Við erum þrátt fyrir allt ekki
það fátæk þjóð að við getum ekki unnt meðbræðrum okkar
þess að lifa við lágmarks reisn. begga@mbl.is
Bergþóra
Jónsdóttir
Pistill
Að lifa með reisn
Skiptar skoðanir um
ágæti strandveiða
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
M
ér finnst hafa tekist
vel til og ég held að
menn séu almennt
ánægðir með að boð-
ið var upp á strand-
veiðar,“ segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda. Óhætt er að segja
að strandveiðarnar hafi hleypt lífi í
samtökin því félagsmönnum hefur
fjölgað vel á annað hundraðið í sum-
ar.
Örn segist telja að menn hafi al-
mennt haldið sig innan þeirra reglna
sem settar voru t.d. hvað varðar
lengd veiðiferða og hámarksafla.
Hann segist ekki í nokkrum vafa um
að vegna tilkomu strandveiðanna sé
almenningur jákvæðari í garð sjáv-
arútvegsins en áður. Örn segir að
gæftir hafi verið með miklum ágæt-
um lengi sumars en verið lakari í
ágústmánuði. Það hafi sýnt sig að
þótt veður hafi verið gott hafi menn
ekki getað gengið að 800 kílóunum
vísum innan þeirra tímamarka sem
sett voru í hverri veiðiferð. Hann viti
þess dæmi að menn hafi rétt náð 100
kg í einstaka veiðiferðum.
Örn segir að þátttakan í strand-
veiðunum hafi verið langt umfram
það sem hann hafi búist við. Þegar
verið var að undirbúa veiðarnar hafi
hann reiknað með 150-200 bátum, en
vel á sjötta hundrað bátar séu komnir
með leyfi. „Þetta eru menn úr öllum
áttum,“ segir Örn, spurður um það
hverjir hafi stundað veiðarnar.
Margir bátar, sem voru með veiði-
leyfi, hafi stundað veiðarnar. Þeir séu
innilokaðir í strandveiðikerfinu til 1.
september en fari þá aftur á atvinnu-
veiðar. Einnig hafi skemmtibátar og
kvótalausir bátar stundað veiðarnar.
Örn telur að hjá þeim útgerð-
armönnum, sem ekki hafi þurft að
leggja út í mikinn kostnað, hafi af-
koman verið viðunandi.
Hann segir að strandveiðarnar hafi
fært gríðarlegt líf í hafnir á lands-
byggðinni. Bátar sem áður voru að-
gerðarlausir hafi farið á sjó og oft hafi
myndast löndunarbið. „Það er gaman
að sjá hvernig strandveiðarnar hafa
lyft þessu öllu,“ segir Örn.
Hann telur að lítið sem ekkert hafi
verið reynt að svindla á kerfinu.
Mönnum sem reynt hafi slíkt hafi
verið bent á það kurteislega að þetta
væri sameiginlegur pottur. Eins að
þetta væri tilraunaverkefni og ef
menn væru staðnir að svindli í
stórum stíl myndi það geta leitt til
þess að þessari tilraum yrði ekki
haldið áfram.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, er á þveröfugri
skoðun. „Það er greinilega rík þjóð
sem hefur efni á því að sólunda helstu
náttúruauðlind sinni með þessum
hætti,“ segir Friðrik. Til staðar sé at-
vinnugrein sem hafi næga afkasta-
getu og nægan fjölda af atvinnu-
sjómönnum og fiskverkafólki til að
veiða þennan afla og gott betur. „Til
hvers að bæta við stórum flota báta til
að gera út í nokkra daga á ári? Hvaða
skynsemi er í slíku?“ spyr Friðrik.
Hann segir að margir þeirra sem
stunduðu strandveiðarnar hafi áður
selt frá sér veiðiheimildir og haldið
eftir bátunum. „Það er væntanlega
kærkomið fyrir þá að hirða fiskinn frá
þeim sem þeir seldu heimildirnar til.
Þetta er flott!“ segir Friðrik.
Morgunblaðið/RAX
Sá guli Þorskurinn er sú fisktegund sem allt snýst um. Ekki eru allir á eitt
sáttir um það hvort frjálsar handfæraveiðar hafi verið tilraunarinnar virði.
Strandveiðum, frjálsum hand-
færaveiðum, lýkur eftir nokkra
daga. Skiptar skoðanir eru um
það hvernig til hefur tekist með
þessa nýjung í fiskveiðum hér við
land í sumar.
„ALMENNT hefur framkvæmdin
gengið nokkuð vel að okkar mati,“
segir Eyþór Björnsson, forstöðu-
maður veiðieftirlitssviðs Fiskistofu,
um strandveiðarnar.
Upp hafa komið nokkur mál að
hans sögn þar sem menn hafa farið
það mikið umfram yfir 800 kg há-
markið að þau hafa farið til með-
ferðar hjá lögfræðisviði stofnunar-
innar. Hinir brotlegu þurfa að borga
gjald sem jafngildir verðmæti þess
afla, sem þeir veiddu umfram það
sem heimilt var.
Eftirlitið hefur ekki kallað á aukinn
mannafla hjá Fiskistofu en hefur þýtt
aukið álag á starfsmenn stofnunar-
innar.
Eyþór segir að þegar strandveið-
unum ljúki verði lagt mat á það
hvernig til hafi tekist í sumar. Hann
reiknar með því að sjávarútvegsráðu-
neytið hafi forgöngu um þá vinnu.
NOKKUR
BROTAMÁL