Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 43

Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 43
Dagbók 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 9 6 8 4 6 5 8 1 8 1 2 4 9 5 3 2 7 5 2 1 6 8 9 3 7 4 6 7 5 4 3 6 9 1 5 4 2 6 9 7 1 2 9 8 3 8 4 7 8 6 1 2 3 2 9 7 4 3 4 8 6 3 5 2 1 8 1 5 3 9 8 6 5 7 3 2 1 9 4 9 7 3 4 1 6 8 5 2 4 1 2 9 5 8 6 7 3 3 4 9 6 8 1 5 2 7 2 5 6 3 7 9 4 8 1 1 8 7 2 4 5 3 6 9 7 2 8 1 6 4 9 3 5 6 3 1 5 9 7 2 4 8 5 9 4 8 2 3 7 1 6 5 6 7 1 2 3 9 4 8 4 1 8 9 6 5 7 2 3 3 2 9 8 4 7 6 1 5 8 9 1 2 7 6 3 5 4 6 5 2 4 3 1 8 7 9 7 4 3 5 8 9 2 6 1 2 7 4 3 5 8 1 9 6 1 3 5 6 9 2 4 8 7 9 8 6 7 1 4 5 3 2 9 3 4 6 7 5 1 8 2 5 2 8 3 4 1 6 9 7 7 1 6 2 9 8 4 3 5 8 7 3 4 6 2 5 1 9 2 5 9 1 3 7 8 6 4 6 4 1 8 5 9 2 7 3 3 8 5 7 1 4 9 2 6 1 9 7 5 2 6 3 4 8 4 6 2 9 8 3 7 5 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 22. ágúst, 234. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Hárlausar karlmannsbringur hafaverið Víkverja hugleiknar und- anfarið. Unglingspilturinn í fjölskyld- unni hefur einhverra hluta vegna ímugust á eigin hárvexti og eyðir því löngum stundum á baðherberginu með rakvélina að vopni. Víkverji ákvað, meira í gríni en al- vöru, að bjóða piltinum að fara í vax- meðferð við „vandamálinu“. Svarið var einfalt: „Já, takk. Hvenær?“ Þetta gleður bæði Víkverja og hryggir. Konum hefur lengi fundist þær knúnar til að fjárlægja hár af lík- ama sínum. Það hefur því verið mikið kvennamál að fara í vaxmeðferðir. Sumum finnst þetta bókstaflega kvöð en láta til leiðast, en öðrum finnst þetta sjálfsagt mál – hárin séu ein- faldlega ekki velkomin. x x x Og nú hafa karlarnir bæst í hóp-inn. Þeir flykkjast á snyrtistof- urnar til að láta rífa hárin af með volgu vaxi. Og þar segja menn að hár- eyðing af bringu (og öðrum viðkvæm- ari líkamshlutum) sé orðin partur af þeirra daglegu líkamshirðu. Háreyðing er því auðvitað jafnrétt- ismál. Jafn réttur karla og kvenna til háreyðingar er nú orðinn að veru- leika. Fólk er hætt að hlæja að hár- lausum körlum, er frekar farið að dást að þeim. Karlar hafa því elt kon- urnar í þessu máli – og haft sigur. x x x Víkverja finnst hins vegar munmeira spennandi að ímynda sér að hin leiðin hefði verið farin, að kon- ur hættu að raka líkama sinn. Það myndi spara kvenþjóðinni gríð- arlegan tíma en kannski verða til þess að margir snyrtifræðingar yrðu at- vinnulausir. Háreyðing er því líka at- vinnumál. Víkverji veit að hárlausa tískan á rætur að rekja til poppmenning- arinnar, hver einasti tónlistarmaður sem lætur sjá sig beran að ofan á myndum er algerlega hárlaus neðan barkakýlis. Honum varð þó nóg um þegar hann sjá aldrað átrúnaðargoð sitt, tónlistarmanninn Jon Bon Jovi, með glansandi bringu þar sem áður var grösugur akur. Tímarnir hafa sannarlega breyst. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 korns, 4 stenst, 7 ber, 8 lyst- arleysi, 9 mergð, 11 vítt, 13 feiti, 14 hugaða, 15 tölustafur, 17 stertur, 20 eldstæði, 22 vera stór- orður, 23 mælir, 24 ask- ana, 25 peningar. Lóðrétt | 1 þaggar niður í, 2 handleggjum, 3 harmur, 4 naut, 5 dylji, 6 úldna, 10 eru í vafa, 12 auð, 13 ílát, 15 ánægð, 16 álíta, 18 fiskar, 19 nemur, 20 ákæra, 21 ugg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 handahófs, Sævar, 9 letja, 10 afl, 11 rýkur, 13 tíðin, 15 álits, 18 sakna, 21 vök, 22 maula, 23 ámóta, 24 rugludall. Lóðrétt: 2 atvik, 3 dýrar, 4 hollt, 5 fátið, 6 ósar, 7 bann, 12 urt, 14 íla, 15 álma, 16 iðuðu, 17 svall, 18 skáld, 19 kjóll, 20 afar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Bd3 Rc6 5. Bc2 Bg4 6. h3 Bxf3 7. Dxf3 g6 8. O-O Bg7 9. De2 O-O 10. d3 b5 11. Be3 Rd7 12. Hd1 b4 13. Ba4 bxc3 14. bxc3 Hc8 15. d4 Da5 16. Db5 Rb6 17. Dxa5 Rxa5 18. Bb3 Rac4 19. Bg5 cxd4 20. cxd4 Rb2 21. Hd2 Hc1+ 22. Kh2 R2c4 23. Hd3 He1 24. f3 Hc8 25. Bxe7 Rb2 26. Hd2 Hcc1 27. e5 R2c4 28. Hc2 Hxc2 29. Bxc2 dxe5 30. Bb4 Hc1 31. Bd3 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ind- verski stórmeistarinn Parimarjan Negi (2.590) hafði svart gegn heimamanninum Peter Skovgaard (2.258). 31. …e4! 32. Bxc4 Rxc4 33. Bc3 e3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Eftirmæli. Norður ♠85 ♥10742 ♦Á963 ♣K54 Vestur Austur ♠10942 ♠ÁK ♥3 ♥KG986 ♦D1054 ♦82 ♣10872 ♣G963 Suður ♠DG763 ♥ÁD5 ♦KG7 ♣ÁD Suður spilar 3G. Eftirmæli Helenar Sobel (1910- 1969) í alfræðiriti bridsmanna eru ekki af lakara taginu, en þar segir að hún sé „almennt álitin besta bridskona allra tíma“. Nú, jæja. Hvað sem síðar verður þá er ljóst af ýmsum dæmum að Sobel var með betri spilurum. Hún var í suð- ur í spilinu að ofan. Vestur vakti á 1♥, Sobel doblaði, sagði svo 2G við 2♦ norðurs, sem aftur lyfti í 3G. Lauftvist- ur út, fjórða hæsta. Eftir skamma skoðun á blindum spilaði Sobel smáum spaða í öðrum slag. Hún hafði reiknað út að austur ætti ♠ÁK tvíspil. Hvernig þá? Jú, aust- ur hlaut að vera með bæði háspilin fyr- ir opnun sinni, en tvílitinn taldi hún sannast af útspili vesturs – fjórða hæsta laufinu. Úr því að vestur átti ekki lengri lit hlaut skipting hans að vera 4-1-4-4. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Farðu yfir eigur þínar og hluti sem þú átt í félagi við aðra. Varastu að lenda á milli þegar aðrir deila. (20. apríl - 20. maí)  Naut Sambandi sem þarf að byggja upp upp á nýtt, mun vegna vel. Farðu var- lega í að samþykkja nokkuð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er engin minnkunn að því að þiggja hjálp annarra, þegar hún er boðin af góðum hug. Ef þú hlustar þá heyrirðu að vinir þínir eru að staðfesta það sem liggur þér á hjarta. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það getur verið erfitt að standa frammi fyrir því að aðrir haldi mann vita meira en raunin er. Gerðu eitthvað stórkostlegt. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Temdu þér að kanna málin áður en þú gerir eitthvað. Gerðu grín og hafðu gaman og vinirnir slíta þig ekki af sér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vertu bara nógu ákveðinn í því sem þú tekur þér fyrir hendur og láttu ekki slá vopnin úr höndum þínum. Það um að gera að gaumgæfa málin áður en gripið er til aðgerða. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú skiptir öllu máli að halda þétt utan um budduna ef ekki á illa að fara. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. Sinntu líka sjálfum þér. Vertu viss um að þér sé ekki tekið sem sjálfsögðum á vinnustað. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú gengur með margar djarfar hugmyndir í maganum. Ef þú þarft að leita aðstoðar einhvers þá er þetta góður dagur til þess. Allt er betra en láta þau dankast. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Loksins eru samstarfsmenn þínir farnir að koma fram við þig á þann hátt sem þú átt skilið. Vertu bara eðlilegur og láttu verkin tala. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Samræður við vini þína eru glaðlegar og uppörvandi. Ekki treysta aðstöðu þar sem peningarnir skipta meira máli en vinnan. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Nú er rétti tíminn runninn upp til að inna af hendi eitt og annað sem þú hefur látið reka á reiðanum. Heim- urinn ferst ekki þótt þú sért ekki við stjórnvölinn. Stjörnuspá 22. ágúst 1943 Um 820 marsvín rak á land við Búlandshöfða á Snæfellsnesi og í nágrenni hans. Fá dýr voru nýtt. 22. ágúst 1953 Eldur kom upp í bandarískri herflutningaflugvél af gerð- inni Boeing C-97 Stratofr- eighter við lendingu á Kefla- víkurflugvelli. Einn lést en níu björguðust, sumir mikið slas- aðir. 22. ágúst 1966 Mesti afli í sögu íslenskra síld- veiða fékkst þennan dag út af Norðausturlandi og Austur- landi þegar 82 skip veiddu 16.116 lestir. 22. ágúst 1992 Vestnorrænu kvennaþingi á Egilsstöðum lauk með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Ís- landi. 22. ágúst 2004 Ástarvika hófst í Bolungarvík, í fyrsta sinn. Meðal annars var efnt til gönguferðar þar sem fólk átti að ganga arm í arm og hlusta á ástarljóð. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Heiðurskonan Sigrún Halldórs- dóttir, Svalbarði 2, Hafnarfirði verður sextug á morgun, sunnu- daginn 23. ágúst. Hún fagnar þess- um merku tíma- mótum með fjöl- skyldu sinni og vinum í dag, laugardaginn 22. ágúst. 60 ára „ÉG ætla byrja afmælisdaginn á því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Júlíus Jónasson, þjálfari landsliðs kvenna í handbolta, en hann verður 45 ára í dag. Júlíus ætlar að hlaupa hálft maraþon en að baki er mikið hlaupasumar sem mun enda með maraþonhlaupi í New York í haust. „Ég hef verið að hlaupa mikið í ár, hljóp meðal annars heilt maraþon í vor og núna um daginn Laugavegsmaraþon,“ segir Júlíus. Hann segir hlaupin hafa gengið vel. Júlíus hefur lengi verið duglegur að hreyfa sig en ákvað um síðustu ára- mót að taka hlaupin fastari tökum. Að loknu Reykjavíkurmaraþoni í dag ætlar Júlíus að fagna afmæl- isdeginum í rólegheitum með fjölskyldu og vinum. Júlíus segir mjög spennandi tímabil framundan í kvennahandbolt- anum enda hvorki meira né minna en Evrópukeppni á næsta leiti. Hann segir fyrirkomulag mótsins óvenjulegt en spilað verði „að heim- an og heima“. Stelpurnar spila í sterkum riðli, m.a. á móti Frökkum og Finnum, en fyrstu leikirnir eru í október. „Það verður gaman að taka þátt í mótinu og vonandi kemur þetta í kjölfarið á góðum árangri fótboltastelpnanna í Finnlandi.“ sunna@mbl.is Júlíus Jónasson er 45 ára í dag Maraþon á afmælisdaginn Nýirborgarar Reykjavík Kári Snær fæddist 7. janúar. Hann vó 4.015 g og 52 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Unnur Björg Stef- ánsdóttir og Elvar Örn Þórisson. Reykjavík Katrín Björg fæddist 22. júní kl. 10.37. Hún vó 3.115 g og 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Inga Lára Ólafsdóttir og Gunnar Bjarni Við- arsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.