Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 46

Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 46
46 MenningINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009 komin út á DVD Tónlistarhátíð unga fólksinslauk með svokölluðu Ar-íukvöldi í Salnum í Kópa-vogi á sunnudagskvöldið. Fjórir söngvarar komu þar fram ásamt einum píanóleikara og fluttu nokkur þekkt íslensk sönglög og óperuatriði. Eins og nafn hátíðarinnar ber með sér er tónlistarfólkið ungt að árum og það heyrðist. Sumar raddirnar eru enn býsna ómótaðar, þótt allir söngvararnir búi yfir ótvíræðum tónlistarhæfileikum. Steinunn Soffía Skjenstad hefur fína sópranrödd sem hún hefur enn ekki fyllilega á valdi sínu; hún á þó eftir að ná því er fram líða stundir. Dóra Steinunn Ármannsdóttir hefur sömuleiðis hljómmikla mezzósópranrödd sem varð alltaf stærri og fegurri eftir því sem á leið. Benedikt Kristjánsson tenór er einnig mjög músíkalskur og Andri Björn Róbertsson er auðheyrilega efnilegur einsöngvari sem hefur kraftmikla, breiða rödd og útgeisl- un, en hún skiptir ekki litlu máli. Ég hef ekki mikið um einstök lög að segja. Alla söngvarana skortir reynslu í að koma fram á tónleikum, en það er auðvitað eitt- hvað sem lærist með árunum. Margt á efnisskránni var samt vel áheyrilegt og kannski var það áhrifamesta Hver á sér fegra föð- urland í kvartettútfærslu sem var vönduð og vel sungin. Einnig mætti nefna Blómadúettinn úr Lakmé eftir Delibes og Ég sé þig eftir Áskel Jónsson, hvorttveggja dúettar sem voru tilfinningaríkir og fallega fluttir. Matthildur Anna Gísladóttir lék á píanóið og gerði það af natni og næmi fyrir ólíkum blæbrigðum tónlistarinnar. Óneitanlega voru þetta vel heppnaðir tónleikar. Aríukvöldið ljúfa Salurinn í Kópavogi Söngtónleikar bbbnn Söngvararnir Steinunn Soffía Skjen- stad, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Andri Björn Róbertsson, ásamt Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara, fluttu tónlist eftir ýmis tónskáld. JÓNAS SEN TÓNLIST Maður veit orðið aldreihvernig ný tónlist kem-ur til með að hljóma.Hvert tónskáld hefur sinn stíl og það er engin ein stefna í tónsmíðum sem er í tísku. Ég hafði því ekki hugmynd um á hverju ég átti von á tónleikum á fimmtudagskvöldið í Langholtskirkju. Þar var Opinberunarbók Jóhannesar meg- inuppistaða verksins, sem bar nafnið Vision of the Apocalypse. Það var samið af Virginiu-Gene Rittenhouse. Tónleikarnir voru haldnir af Óp- erukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes, en hljómsveitin sem lék var The New England Youth En- semble, stofnuð árið 1970 af tónskáld- inu. Tónlistin kom þægilega á óvart. Hún samanstóð af aðgengilegum lag- línum og notalegum hljómum, stíllinn var nýklassískur og fremur einfaldur. Einhver gæti sagt að slík tónlist væri klisjukennd, og það væri að nokkru rétt. Verkið var hins vegar svo smekklega samansett, og það sam- svaraði sér svo vel, að kunnuglegar hendingar og hljómar, sem maður hefur heyrt hundrað sinnum áður, voru bara skemmtilegir. Ég hugsa að Opinberunarbókin hafi neikvæða ímynd í huga margra, hún er jú um dómsdag og það er ekk- ert víst að maður verði í vinningslið- inu þegar þar að kemur. Í þeim bún- ingi sem hér var boðið upp á var þó fyrst og fremst einblínt á vonina. Dómsdagur kom manni fyrir sjónir sem nauðsynleg hreinsun og það var allt eitthvað svo gott á eftir. Tónlistin undirstrikaði þetta með glaðværð, en líka miklu drama. Stundum var dramað kómískt, t.d. átti ég erfitt með að skella ekki upp úr þegar kór- inn söng, þungbrýnn mjög, um fall hórunnar miklu af Babýlon. Kórinn var í fínu formi og söng af viðeigandi tilfinningu. Heildarhljóm- urinn var þéttur og kraftmikill, en líka tær þegar við átti. Einsöngvararnir voru hins vegar dálítið misjafnir, enda mislangt komnir í sönglistinni. Sumir voru frá- bærir, aðrir með minni raddir. Allir gæddu þó söng sinn réttu tilfinning- unni. Svipaða sögu er að segja um hljómsveitina. Hún samanstóð aðal- lega af ungu fólki, en ég tók líka eftir nokkrum gömlum brýnum úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Almennt talað spilaði hljómsveitin ágætlega, helst mátti finna að því að strengirnir voru dálítið óhreinir í byrjun en það lagað- ist þegar á leið. Eins og sjá má voru hnökrar á flutningnum, en það sem á vantaði bætti leik- og sönggleðin upp. Út- koman var hin ágætasta skemmtun og gaf manni nýja sýn á Opinber- unarbókina. Ég vona að ég lendi rétt- um megin þegar sá lúðrablástur hefst. Langholtskirkja Kórtónleikar bbbmn The Vision of the Apocalypse eftir Virg- iniu-Gene Rittenhouse. Flytjendur: Óp- erukórinn í Reykjavík og The New Eng- land Youth Ensemble undir stjórn Garðars Cortes. Einsöngvarar: Garðar Thór Cortes, Fjóla Kristín Bragadóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Hallveig Guð- mundsdóttir, Aron Axel Cortes og Bragi Jónsson. Fimmtudagur 13. ágúst. JÓNAS SEN TÓNLIST Gleði og skemmtun á dómsdag! Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.