Morgunblaðið - 22.08.2009, Page 47
Á MORGUN kemur í ljós hvort Íslendingar
eignist næstu Ungfrú alheim/Miss Universe
2009. Þá keppir Ingibjörg Ragnheiður Egils-
dóttir um titilinn eftirsótta á Bahamaeyjum
ásamt 83 öðrum stúlkum frá jafnmörgum
löndum.
Ragnheiður býr á Höfn í Hornafirði og tók
þátt í Ungfrú Ísland fyrir hönd Austurlands
árið 2008, hún lenti þá í öðru sæti. Hún átti að
taka þátt í Ungfrú alheim í fyrra en hætti við
það vegna persónulegra ástæðna. Ákveðið var
því að senda hana út í ár sem fulltrúa Íslands
en ekki eru reglur um það að stúlkurnar þurfi
að hafa tekið þátt í sinni heimakeppni sama ár
og keppninni úti. Enda keppnirnar haldnar á
mismunandi tímum ársins um allan heim.
Ingibjörg er verðugur keppandi Íslands og
hefur skarað fram úr stúlknahópnum á Ba-
hamaeyjum. Í gær var hún í fimmtánda sæti í
kosningu á heimasíðu Miss World og ef marka
má ummæli á Facebook og öðrum sam-
skiptasíðum þar sem fjallað er um fegurð-
arsamkeppnina er hún sigurstrangleg. Helsti
keppinautur Ingibjargar er sögð Sandra Vin-
ces frá Ekvador. Gaman verður að sjá hvort
Dayana Mendoza frá Venesúela, krýnir Ingi-
björgu arftaka sinn á morgun en NBC sjón-
varpar keppninni sem er með áhorf á heims-
vísu og sérstaklega þykir hún vinsæl í
S-Ameríku.
Verður Ingibjörg Ragnheiður Ungfrú alheimur?
Morgunblaðið/hag
Fegurð Alheimurinn liggur að fótum þeirra.
Nýtt Jackson-æði í
uppsiglingu?
Ýmis teikn eru á lofti um að grunn-
skólar landsins séu í þann mund að
leggjast í Jackson-faraldur. Dans-
skólar bjóða nú aftur upp á sér-
námskeið í Jackson-dönsum, sem
voru afar vinsæl hér fyrir 20 árum.
Plötur popparans hafa selst
mjög vel hérlendis eftir dauða hans
í lok júní og krakkarnir virðast
mjög spenntir eftir því að sjá This
is It, væntanlega kvikmynd um síð-
ustu daga og æfingar Jacksons.
Hún er sögð sýna fram á hversu
mögnuð risatónleikaröð hans í O2
Arena (sem hét áður Millenium
Dome) í London hefði orðið, en eins
og frægt er lést Jackson aðeins
nokkrum vikum áður en varð af
fyrstu tónleikunum af þeim 50 er
áttu að verða haldnir þar. Tónleik-
arnir áttu að verða þeir síðustu
sem Jackson kæmi fram á.
Í myndinni verða líka ný mynd-
bönd er Jackson hafði látið fram-
leiða sérstaklega fyrir tónleikana
en þau áttu að sýna á meðan á bún-
ingaskiptum stóð. Þar á meðal er
splunkunýtt myndband fyrir lagið
Thriller sem á að vera stór-
fenglegt.
Myndin verður frumsýnd um all-
an heim dagana 28.-29. október.
AP
Michael Jackson Var til í slaginn þegar hann dó skyndilega í lok júní.
Undirbúningur fyrir
Jackson-faraldur
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
Í DAG er að alast upp fyrsta kynslóð barna sem
upplifir poppkónginn Michael Jackson sem látna
goðsögn. Þau misstu að mestu af allri neikvæðu
fjölmiðlageðveikinni er umlukti líf söngvarans
síðustu árin og kynnast aðeins því sem hann
skildi eftir sig.
Stórkostleg og ævintýraleg myndböndin, bún-
ingana, tilkomumikinn dansinn, englasönginn og
auðvitað tónlistina sjálfa.
Þegar kvikmyndin
This is It kemur í kvik-
myndahús í október er
ekki ólíklegt að það verði
fordómalaus börnin sem
fylli bíósalina. Stutt
stikla, sem gekk manna á
milli á Facebook í vik-
unni sýnir þá félaga
Haka Darrason Lo-
renzen og Egil Elf-
ar Stolzenwald
dansa með lögum
Michael Jackson, er
með fyrstu vísbend-
ingum um að nýtt
Jackson-æði sé í
uppsiglingu á með-
al íslenskra ung-
menna í grunn-
skólum landsins.
Piltarnir eru
að fara í átta
ára bekk Há-
teigsskóla í
næstu viku og eiga
eflaust eftir að smita
aðra af Jackson-bakt-
eríunni.
„Ég fattaði upp á Jackson en
svo fór Haki á YouTube og fann
myndböndin fyrir Thriller, Billie
Jean, Beat It og fleiri,“ segir Egill.
„Svo byrjaði Haki að dansa eins og
hann þannig að við gerðum það bara
saman.“
„Manstu ekki? Það var þegar við
fengum Thriller-diskinn, þá byrjaði
ég að hlusta,“ segir Haki.
„Já, alveg rétt,“ bætir Egill við.
„Svo varð pabbi alveg hrikalega
leiður þegar hann sá að diskurinn
var bannaður börnum innan 15 ára.“
„Er það?“ hrópar Haki hissa og fullyrðir að
hann hafi séð myndbandið 500 sinnum. Þeir við-
urkenna það svo báðir að hafa nú orðið pínulítið
smeykir þegar þeir sáu fyrst Michael Jackson
breytast í varúlf.
Upp í rúm að gráta
Báðir byrjuðu þeir að hlusta á Jackson
nokkrum vikum áður en hann dó. Þeir
gleyma því eflaust aldrei viðbrögðum sín-
um þegar þeir fengu fréttirnar.
„Ég fór beint upp í rúm að gráta,“ segir
Egill. „Pabbi var næstum því farinn að
gráta líka.“
„Ég og mamma kveiktum á kerti
og horfðum á nokkur lög með
honum,“ segir Haki.
„Já, við ætlum bráð-
um að fara gera
það líka,“
Nýtt Jackson-æði að hefjast?
Tveir sjö ára gamlir vinir slá í gegn með Michael Jackson-dönsum á netinu
Þeir lærðu sporin af tónlistarmyndböndum poppkóngsins á YouTube
hrópar Egill. „Kveikja á kertum, slökkva öll ljós,
syngja lögin, dansa og halda veislu!“
Þeir segja flesta vini sína hafa vitað hver
Michael Jackson var þegar hann dó sem hlýtur
að teljast nokkuð merkilegt í ljósi þess að popp-
arinn hafði ekki gefið út plötu með nýju efni síð-
an 2001, sama ár og piltarnir fædd-
ust.
Þeir virðast þó hafa jafnað
sig skjótt á andláti söngv-
arans og benda á að það sé
enn hægt að hlusta á plöt-
urnar og sjá myndböndin á
netinu.
Lært af YouTube
Færni piltanna að apa eftir
þekktum danssporum Jackson er
nær ótrúleg og auðséð að þeir
hafa legið yfir myndböndunum á
YouTube. Uppáhalds lögin þeirra
eru Smooth Criminal, Thriller,
Billie Jean og Dangerous.
Upp á sitt eigið eindæmi hafa
þeir lært snöggu spörkin, að
færa hattinn með leifturhraða
yfir augun, falla skjótt niður á
hné með opna lófana og svo
auðvitað Moonwalk-sporið
fræga.
„Ég hlusta bara á Michael
Jackson,“ segir Haki er virð-
ist algjörlega heillaður af
poppkónginum. „Ég á þrjá
diska með honum og fullt af
lögum á iPodnum mínum.“
Báðir bíða þeir spenntir
eftir bíómyndinni This is It
sem sýnir upptökur af æf-
ingum Jackson fyrir stór-
tónleikaröð hans er átti
að fara fram í London.
„En, bíddu... er hann
ekki orðinn ljótur þá?“
spyr Egill án þess að
blikna.
Menning 47FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2009
Baggalútur er hljómsveit, jú, en
svo margt annað líka. Þessi samtök
öðluðust „frægð“ upphaflega með
samnefndri heimasíðu þar sem
veruleikinn er dreginn sundur og
saman í háði. Baggalútar eru nú
komnir úr venjubundnu sumarfríi
og sendu frá sér kersknislega
fréttatilkynningu vegna þessa. Þar
kemur þetta m.a. fram:
„Þetta starfsár Baggalúts verður
sjálfsagt nokkuð frábrugðið hinum
átta – einkum vegna þess að aldrei
hafa jafnmargir gert jafnógurlega í
jafnstórar brækur á jafnskömmum
tíma, með jafngeigvænlegum af-
leiðingum. Það mæðir því mikið á
harðsnúnu fréttaliði Baggalúts,
sem freistar einskis í boðun hins
helga erindis endanlegs sannleika.“
Já, lifi sannleikurinn!
Baggalútur snýr aftur,
og það margefldur
Fólk
Iceland Airwaves hátíðin verður
haldin dagana 14. til 18. október
og nú þegar hafa yfir 40 lista-
menn verið staðfestir. Tilkynnt
hefur verið um átta til viðbótar,
einn þeirra er íslenskur (Hafdís
Huld) en restin kemur frá hinum
Norðurlöndunum. Um er að ræða
Juvelen (Svíþjóð), Oh Land (Dan-
mörk), Darling Don’t Dance (Dan-
mörk), When Saints Go Machine
(Danmörk), Kakkamaddafakka
(Noregur) og Christine Owman
(Svíþjóð). Og síðast en ekki síst,
The Field frá Svíþjóð. Sveitin er
einsmannsverkefni Axel Willner
og hefur hún vakið mikla athygli
undanfarin misseri. Íslenskar
hljómsveitir geta enn sótt um að
fá að taka þátt og rennur umsókn-
arfresturinn út 26. ágúst. Miðasala
á hátíðina hefst eftir helgi
Norðurlöndin ryðjast
inn á Airwaves
Eins og nærri má geta verður
Reykjavíkurborg stútfull af alls
kyns athafnasemi og viðburðagleði
á Menningarnótt, og er eins og allir
þeir sem vettlingi geta valdið séu
að henda í listviðburð eða einn. Við-
burðafyrirtækið Jón Jónsson lætur
sig eðlilega ekki vanta og stendur
„Jón“ fyrir sérstöku Komp-
aktkvöldi á Jacobsen, en Kompakt
er virt og stöndug raftónlist-
arútgáfa sem gerir út frá Köln, og
gefur m.a. út GusGus og áð-
urnefnda The Field. Á kvöldinu
koma fram Pan/Tone og Shumi,
erlent vinnuafl en heiður íslenskra
teknóvíkinga er í höndum Margeirs
og Sexy Lazer. Tónlistin verður
djúpt, hreinræktað teknó og efa-
laust á svitinn eftir að renna niður
gólf sem veggi.
Svifið um á teknó-
vængjum þöndum
mbl.is | SJÓNVARP
Haki og Egill Eru með
Jackson-taktana á
hreinu. Sjáið þá sýna
kúnstir sínar og stutt
viðtal í skemmtilegu
myndskeiði á mbl.is.
Morgunblaðið/Heiddi