Morgunblaðið - 22.08.2009, Side 56
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 14 °C | Kaldast 8 °C
SA-átt, hvessir allra
syðst síðdegis, 13-20 m/s
við ströndina seint í
kvöld og dálítil rigning.
Hiti 8 til 14 stig. » 10
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-+,
+**-./
**,-/0
+/-/12
+*-+13
*,-023
*+.-**
*-344+
*22-./
*0+-*1
5 675 +*# 758 9 +..2
*+,-4,
+**-44
**,-0+
+/-4/*
+*-3+1
*,-2/4
*+.-/4
*-342+
*22-13
*0+-1,
+31-0/+/
&:;
*+,-0,
+*+-.1
**0-*1
+/-1*3
+*-302
*,-22,
*+.-,2
*-313+
+..-++
*03-*0
SKOÐANIR»
Staksteinar: Deilumál og
beint lýðræði
Forystugreinar: Notið orkuna í
annað | Merkingarleysi á vegunum
Pistill: Að lifa með reisn
Ljósvaki: Grimmd og heimska
Sjóræningjaprinsessan
Verðlaunaleikur vikunnar
Pennavinir, kynjadýr og fílagrín
Bakkabræður á Menningarnótt
BÖRN»
LEIKLIST»
Hellisbúinn mætir aftur
til leiks í Óperunni. »55
Mikill fjöldi áhuga-
verðra íslenskra
kvikmynda verða á
Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í
Reykjavík í haust.
»52
KVIKMYNDIR»
Íslenskar
kvikmyndir
TÓNLIST»
Norah Jones sendir frá
sér fjórðu skífuna. »48
KVIKMYNDIR»
Úttekt á nýjasta hryll-
ingnum frá Raimi. »48
Birgir Örn Stein-
arsson tekur upp
hanskann fyrir
þjóðflokk sem er
ekki til og neitar að
láta draga sig í lista-
dilka. »50
Rottur í 101
Reykjavík?
MENNING»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Kveikt var í Range Rover
2. Björk setur hús á sölu
3. Uppreisn gegn stimpilklukku
4. Ríkið í mál vegna Icesave
Íslenska krónan styrktist um 0,37%
ELSTU Íslandsmet í karlaflokki í
frjálsíþróttum hafa staðið síðan á
sjötta áratug síðustu aldar og eins
og mál standa nú bendir fátt til
þess að þau verði slegin á næstu
árum. Um er að ræða Íslandsmet
Hilmars Þorbjörnssonar í 100 m
hlaupi, 10,3 sekúndur, frá 18.
ágúst 1957 og þrístökksmet Vil-
hjálms Einarssonar, 16,70, sem sett
var 7. ágúst 1960. Að vísu var met
Hilmars jafnað árið 1977 af Vil-
mundi Vilhjálmssyni og aftur 20
árum síðar af tugþrautarkapp-
anum Jóni Arnari Magnússyni,
10,56 sekúndur. Þegar litið er yfir
afrekaskrá Frjálsíþróttasambands
Íslands má sjá að í mörgum grein-
um, einkum í karlaflokki, hafa afar
hægar eða nánast engar framfarir
átt sér stað áratugum saman. |
Íþróttir
Eldgömul
Íslandsmet
halda velli
Meistari Jón Arnar Magnússon
bætti fjölmörg Íslandsmet.
TVEIR sjö ára félagar, Haki Darrason Lorenzen og
Egill Elfar Stolzenwald, hafa vakið mikla kátínu á
Facebook þar sem þeir sjást sýna kúnstir sínar í því að
herma eftir Michael Jackson. Piltarnir lærðu réttu
danssporin með því að skoða myndbönd poppkóngsins
fallna á YouTube. | 47
Kenndu sjálfum sér sporin á netinu
Nýtt Jackson-æði í uppsiglingu í grunnskólum landsins?
Morgunblaðið/Heiddi
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
„ÞESSAR sögur eru nokkuð margvíslegar en sverja sig
þó um margt í ætt við ýmislegt sem ég hef áður látið frá
mér fara,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur um nýtt
smásagnasafn sitt Alltaf sama sagan sem kemur út í dag
á sextugsafmælisdegi skáldsins. Úlfur sonur hans á hug-
myndina að titlinum.
„Titillinn gefur í skyn annaðhvort mjög einhæfa bók
eða einhæfan höfund, nema hvort tveggja sé. Ég áræddi
að nota hann af því að ég held að sögurnar í bókinni séu
nokkuð fjölbreytilegar,“ segir rithöfundurinn.
Tveggja ára hlaup
Þórarinn er sextugur í dag og heldur upp á afmælið
með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segist
vera á sérsamningi við þá sem sjá um Reykjavíkur-
maraþonið: „Ég hef einn manna fengið að skipta heilu
maraþoni milli ára. Að þessu sinni er ég að ljúka við hlaup
sem ég ætlaði að klára í fyrra en varð að hætta við vegna
lasleika. Ég lýk því við hlaup núna sem hófst 2007. Tím-
inn í þessu heila maraþoni sem ég vonast til að klára í dag
verður því væntanlega tvö ár og ríflega fjórir klukku-
tímar. Ég held að enginn hafi hlaupið maraþon á jafn-
löngum tíma, þannig að þetta verður heimsmet.“ | 26
Þórarinn setur heimsmet
Þórarinn Eldjárn með nýja bók á sextugsafmæli sínu
Afmælisbarnið tekur þátt í maraþonhlaupi í dag
Morgunblaðið/Ómar
Afmælisbarn Smásagnasafn kemur út í tilefni dagsins.
BORGARBÓKASAFN býður
krökkum að koma í heimsókn á
Menningarnótt og klippa niður
bækur og búa til úr þeim listaverk.
Þetta er eitt af atriðunum á fjöl-
breyttri dagskrá á Menningarnótt í
dag og kvöld. En þar sem úr svo
ótal mörgu er að velja eiga áhuga-
verðir viðburðir það á hættu að
gleymast og því getur verið gott að
skipuleggja sig áður en haldið er í
bæinn. Í Barnablaðinu í dag er að
finna viðburðakort fyrir krakkana
og er tilvalið að leyfa þeim að skoða
myndir, lesa textann og velja það
sem vekur áhuga þeirra.
Börnum boðið að
klippa niður bækur
Alltaf sama sagan er sjötta smásagnakver Þórarins
Eldjárns og geymir ellefu sögur.
Þar koma meðal annars við sögu skáldmæltur
hundur og dularfullur kauði og sagt er frá byltingu í
íþróttalífi landsmanna.
Bókina tileinkar Þórarinn minningu móður sinnar
Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn sem lést á síðasta ári.
Alltaf sama sagan
Skoðanir
fólksins
’Sá samningur sem alþingi hefurverið að fjalla um var árangursamningafunda. Honum á einfaldlegaað hafna. Vilji „skuldareigendur“ krefjaokkur um greiðslu hinnar meintu skuld-
ar eru til lögformlegar leiðir til þess.
Það er ekki hlutverk okkar að leysa
þetta vandamál þeirra – meðan Róm
brennur hér heima. » 32
BALDUR ÁGÚSTSSON
’Nú virðist skólinn vera fangi í eig-inhagsmunaskák þar sem eitthvaðannað en gæska og góðir kostir eru áferð. Svo virðist sem ástæðan sé að fá-einir einstaklingar í stjórn skólans hafi
ekki áhuga á að vera í tengslum við
þann veruleika og það mikilvæga starf
sem hefur átt sér stað síðastliðin ár
innan veggja skólans. » 32
SOFFÍA BJARNADÓTTIR
’Á undanförnum árum hefur mála-flokkur blindra og sjónskertraþurft að sæta mikilli vanrækslu af hálfustjórnvalda. Svo rammt hefur kveðið aðúrræðaleysinu að foreldrar hafa talið
sig nauðbeygða til að flytjast úr landi til
að tryggja blindum eða sjónskertum
börnum sínum viðunandi stuðning og
þjónustu. » 32
KRISTINN HALLDÓR EINARSSON
’Íslensk stjórnvöld halda því framað þau hafi uppfyllt EES-reglurnarmeð því að koma á fót innistæðutrygg-ingasjóðnum. Þau segja nóg að búa tilkerfið en það þurfi ekki að tryggja pen-
inga innistæðueigenda. Þessi túlkun er
ekki í samræmi við tilskipun ESB og
ekkert annað ríki Evrópska efnahags-
svæðisins er henni sammála. » 3
KRISTINN H. GUNNARSSON