Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Leyndar- hjúpurinn fordæmdur InDefence- hópurinn segir þjóðina hafa rétt á að sjá viðbrögð Breta og Hol- lendinga við fyr- irvörum Alþingis. Í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér kem- ur fram að honum þyki rök fjármála- ráðherra fyrir leyndinni vera fjar- stæðukennd, það er að segja ef þessar hugmyndir verði ekki grund- völlur að frekari vinnu hverfi þær af borðinu. Lýsir hópurinn yfir furðu og áhyggjum yfir því að íslensk stjórnvöld geri sig sek um að sveipa viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave-málið leyndarhjúpi, eftir það sem á undan sé gengið. Litlu skipti hvort yfirvöld þessara landa eða Íslands skilgreini viðbrögðin sem óformleg, ef þau séu rædd í ís- lenskum þingnefndum séu þau ekki einungis orðin formleg heldur varði þau beinlínis við þjóðarhag. Þjóðin eigi því skýlausan rétt á að sjá öll viðbrögð landanna við fyrirvörunum. Þá segir að íslensk stjórnvöld hafi ítrekað gerst sek um að leyna þjóð- ina mikilvægum upplýsingum um Icesave. Spyrja samtökin hverra hagsmunum leyndarhjúpurinn þjóni nú, hann sé að minnsta kosti ekki í þágu íslensku þjóðarinnar. Krefst hópurinn þess að öll gögn um við- brögð landanna við fyrirvörum vegna ríkisábyrgðar á Icesave- samningunum verði birt tafarlaust og án undanbragða. InDefence krefst birtingar viðbragða Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HANSKAHÓLF er ekki geymslu- staður fyrir bíllykla. Þetta er meg- inniðurstaða Hæstaréttar sem í vik- unni kvað upp dóm í máli er varðar stuld á bíl, sem var eyðilagður. Mála- vextir eru þeir að bíleigandi í Hafn- arfirði fór á verkstæði til að sækja bíl úr viðgerð og tók með sér varalykla. Aðrir lyklar voru geymdir í hanska- hólfi og gleymdust þar. Næsta morg- un hafði verið brotist inn í bílinn sem fannst sama dag í nágrenni bæjarins, mannlaus og mikið skemmdur auk þess sem hljómflutningstækjum og fleiru hafði verið stolið úr honum. Kröfum var hafnað Bíleigandinn leitaði til trygginga- félags síns, VÍS, sem hafnaði öllum kröfum með vísan til þess að lykl- arnir hefðu ekki verið á öruggum stað. Þeirri niðurstöðu vísaði bíleig- andinn til úrskurðarnefndar í vá- tryggingamálum sem sagði að hon- um skyldi bætt tjónið til hálfs. Hæstiréttur kvað upp úr með hið sama en í millitíðinni hafði héraðs- dómur komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið skyldi bæta bíleig- andanum skaðann að öllu leyti. Bíllinn sem var eyðilagður var í eigu átján ára gamls pilts, en skráð- ur á nafn móður hans. „Við sættum okkur við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og vildum stoppa málið þar. Tryggingafélagið vildi hins vegar keyra málið alla leið og fara með það fyrir dómstóla. Við áttum aldrei undankomuleið frá kröfum þess og raunar efuðust fulltrúar félagsins um að brotist hefði verið inn í bílinn, enda þótt lög- regluskýrsla vitnaði um glerbrot á staðnum þar sem bíllinn stóð. Það þurftu svo aldraðir foreldrar mínir að staðfesta fyrir dómi. Hvernig far- ið er með venjulegt fólk eins og í þessu máli er alveg með ólíkindum,“ segir Ingólfur Örn Arnarson, faðir piltsins. Bílinn segir Ingólfur hafa verið virtan á um eina milljón króna. Bæt- ur á grundvelli dómsins dugi fyrir lögfræðikostnaði sem sé 600 til 700 þúsund krónur. Að öðru leyti sitji eigandinn uppi með skaðann. Hanskahólfið ekki öruggur staður  Bílnum stolið og tryggingafélagið véfengdi  Niðurstöðu héraðsdóms snúið við  Við áttum aldrei undankomuleið Eyðilegging Bíllinn var skemmdur. Eigendurnir bera tjónið að hálfu. SAMKOMULAG varð um það milli eigenda Ár- vakurs hf. og Ólafs Þ. Stephensen, ritstjóra Morgunblaðsins, að hann léti af störfum hjá fyr- irtækinu í gær. Í tilkynningu frá Árvakri segir að ástæðan sé mismunandi áherslur varðandi rit- stjórn og rekstur Morgunblaðsins sem meðal annars hafi komið fram við stefnumótun og end- urskipulagningu á starfsemi Árvakurs. Eru Ólafi þökkuð vel unnin störf. Nýr ritstjóri verði ráðinn svo fljótt sem kostur er. Ólafur Þ. Stephensen kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins á fundi síðdegis í gær. Ólafur sagði við það tækifæri að hann ætlaði ekki að halda því fram að þessi niðurstaða væri sér að skapi, en hann og Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, hefðu átt um þessi efni hrein- skiptin og heiðarleg samskipti allan tímann og vitað hvar þeir höfðu hvor annan. „Það er mikið um það rætt hvernig eigendur fjölmiðla beiti valdi sínu. Ég tel að þeir eigi að gera það með þeim hætti sem eigendur Árvak- urs hafa gert. Þeir ráða ritstjórann og þeir geta látið hann fara. Það eru hreinlegri stjórnar- hættir en að eigendurnir hafi afskipti af dag- legum rekstri ritstjórnarinnar,“ sagði Ólafur. Ólafur tók við ritstjórn Morgunblaðsins í júní á síðasta ári. Hann sagðist vera stoltur af þeim árangri sem blaðið hefði náð við erfiðar að- stæður í samfélaginu og á fjölmiðlamarkaðnum. „Ég tel að við höfum staðið okkar plikt sem óháður og gagnrýninn fjölmiðill, veitt almenn- ingi þær bestu upplýsingar sem við gátum og sýnt bæði stjórnvöldum og viðskiptalífinu strangt aðhald. Við höfum engum hlíft í þeirri umfjöllun okkar, ekki einstökum stjórnmála- öflum eða valdamönnum, ekki einstökum fyrir- tækjum eða samsteypum, ekki vinum okkar, ekki einu sinni eigendum okkar á hverjum tíma. Þannig á sjálfstæð ritstjórn að starfa,“ sagði Ólafur. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri ávarpaði Ólaf, þakkaði honum mjög gott samstarf fyrir hönd starfsmanna og árnaði honum heilla. Morgunblaðið/Golli Ólafur Stephensen hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins Ritstjóri kvaddur Starfsfólk Árvakurs kvaddi Ólaf Stephensen með dynjandi lófataki á starfsmannafundinum síðdegis í gær. „Ég tel að við höfum staðið okkar plikt sem óháður og gagnrýninn fjölmiðill“ FYLGI við ríkisstjórnina hefur hrunið meðal almennings og mælist stuðningur nú vera 43,9% en í apríl mældist hann 51,5%. Þetta kemur fram í nýlegri símakönnun MMR á fylgi flokkanna og stuðningi við ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist á ný stærsti stjórnmála- flokkurinn og hefur bætt við sig tæpum 8% frá síðustu kosningum. Fylgi við hann mælist 31,6%. Fylgi Samfylkingar mælist 24,1% en var 29,8% við síðustu kosningar, fylgi Vinstri grænna mælist 19,8%, fylgi Framsóknarflokksins 16,6% og fylgi Borgarahreyfingarinnar 3,1%. 4,8% segjast myndu kjósa aðra flokka, að því er segir í frétta- tilkynningu frá MMR. Andstaða við ríkisstjórnina mælist 56,1% og er svipuð og and- staðan við ríkisstjórn Geirs H. Haarde í október. Þátttakendur í könnuninni sem var framkvæmd 9.-14. september voru á aldrinum 16-67 ára. sigrunerna@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.