Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 ✝ Helga Þóra Árna-dóttir fæddist á Akranesi 4. maí 1934. Hún lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi þann 13. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Árni Sigurðs- son, f. 19.8. 1902, d. 28.7. 1962, og Guð- ríður Margrét Þórð- ardóttir, f. 14.11. 1900, d. 14.8. 1978, frá Melstað á Akra- nesi. Bræður Helgu voru þeir Hall- dór, f. 29.12. 1924, d. 2.9. 1980 og Sigurður Kristinn, f. 24.9. 1926, d. 8.1. 1995. Helga giftist 16.10. 1954 Hjálm- ari Gunnarssyni, f. 5.3. 1931, d. 11.3. 2001, frá Eiði í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Gunnar Jó- hann Stefánsson, bóndi á Eiði og síðar harðfiskframleiðandi í Grundarfirði, f. 22.11. 1903, d. Þór, kvæntur Ernu Sigurðardóttur og eiga þau 3 dætur, b) Helga Hjálmrós og c) Jóna Lind. Sonur Hjálmars með Kristínu Ólafsdóttur frá Hlaðhamri í Hrútafirði er Ólaf- ur, f. 26.9. 1950, vélfræðingur í Reykjavík, kvæntur Emilíu Karls- dóttur; dætur þeirra eru: a) Am- anda Karíma, unnusti hennar er Hrannar Már Sigrúnarson og b) Katrín Salíma Dögg. Helga Þóra ólst upp á Akranesi og var ung farin að sinna hinum ýmsu störfum heima á Akranesi. Ofarlega í huga hennar voru þau ár sem hún vann við síldarsöltun á Siglufirði. Hún lærði í Húsmæðra- skólanum í Reykjavík og á þeim tíma kynnist hún Hjálmari, manni sínum, og flyst með honum í Grundarfjörð árið 1954. Þar starf- aði hún alla tíð við útgerð og fisk- vinnslu þeirra hjóna, allt til dán- ardags. Hún var alla tíð í kvenfélaginu Gleym-mér-ei og tók virkan þátt í starfi eldri borgara í Grundarfirði. Útför Helgu Þóru fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 19. sept, og hefst athöfn- in klukkan 13. 23.7. 1980, og Lilja Elísdóttir húsfreyja, f. 24.7. 1907, d. 31.5. 1964. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 9.8. 1955, skipstjóri í Grund- arfirði, kvæntur Pauline Jean Haftka. Sonur Gunnars með Gunnhildi Ragn- arsdóttur er Hjálm- ar, unnusta hans er Guðbjörg Guðmunds- dóttir. 2) Margrét, f. 17.6. 1957, verka- kona í Grundarfirði, gift Eyjólfi Júlíusi Sigurðssyni; synir þeirra eru: a) Árni Elvar, kvæntur Lín- eyju Rakel Jónsdóttur og eiga þau 5 börn, b) Sigmar Hrafn, hann á 2 börn, c) Eymar, sambýliskona hans er Dagný Rut Kjartansdóttir og eiga þau eina dóttur. 3) Ólafía Dröfn, f. 11.1. 1960, verkakona í Grundarfirði, gift Bjarna Jón- assyni; börn þeirra eru: a) Heiðar Hve endanlegt síðasta andvarp þitt var, hve fjarlægist ímyndin þín. Að vita ekki leið þína burtu og hvar, þú heldur þig – kjölfestan mín. Heilög var sorgin í hjartanu – þú helgaðir minninǵ um son, sem hrifinn var burt frá þér smábarn – en nú er sameining ykkar mín von. Þitt hljóðláta fas, þinn hlátur og þrek, í hug mínum aðeins nú skín. Þinn stuðning við áttum við bernsk- unnar brek og best var að leita til þín. Þú varst okkar klettur í hafinu – keik. Og hjá þér við átt höfum skjól. Í brotsjóum lífsins – í barátt́ og leik björt varstu lífs okkar sól. Nú horfin þú ert, við sitjum hér hrygg og hugsandi hvert fyrir sig. Við elskum þig mamma, sem traust varst og trygg og trúum að Guð geymi þig. (Cesil.) Þín dóttir, Margrét. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk. En blettinn sinn prýddi hún vel. (Þorsteinn Gíslason) Elsku mamma mín. Mig setur hljóða, mamma dáin, getur það verið? Ég er búin að hafa þig í tæp 50 ár og nánast hitt þig upp á hvern einasta dag alla ævi og þakka ég fyrir það núna, þótt alltaf hafi mér fundist það sjálfsagt en nú þegar ég hugsa til baka þá eru það þvílík forréttindi sem seint verða fullþökkuð. Þú varst einstök kona, móðir, amma og langamma, alltaf hugsaðir þú fyrst um okkur fjöl- skylduna þína. Það var aldrei neitt að þér, en ef einhver var veikur ann- ar þá varst þú mætt til að vita hvað þú gætir gert til að okkur liði betur. Þú máttir aldrei vita af einhverjum minnimáttar án þess að reyna að gera eitthvað fyrir viðkomandi. Þú varst mikill kvenskörungur, sást um allt bókhald og rekstur útgerðarinn- ar til dauðadags. Keyrðir um allar trissur þangað sem þér datt í hug og bauðstu þá stundum vinkonum þín- um með. Fyrir átta árum var mikið áfall hjá þér og okkur þegar pabbi lést á Kanarí. Það má segja að þú hafir aldrei jafnað þig á því, ég held að þú hafir saknað hans og syrgt upp á hvern dag síðan. En við sáum líka hversu sterk þú varst að halda öllu gangandi eins og pabbi var búinn að biðja þig um og vona ég að við systk- inin berum gæfu til að gera eins, því það var þín hinsta ósk til okkar að halda áfram í þeim anda og halda hópinn í sátt og samlyndi. Ekkert fór verr í þig en ósætti og leiðindi, þá leið þér ekki vel. Mamma var mikil selskapskona og í góðum vinahópi fannst henni mjög gaman. Hún ræktaði vini og ættingja alla tíð vel og fara fáir í hennar spor í þeim málum frekar en svo mörgum. Hún var mikil handa- vinnukona og eigum við ófá glæsi- stykkin frá henni sem munu gleðja okkur um ókomin ár. Ég gæti talið endalaust upp það sem þú hefur gert fyrir okkur en ég held að ég geymi það í hjarta mér til að ylja mér næstu mánuði sem verða dimm- ir og kaldir. En að lokum læt ég hugann reika og sé ég þá hvar ungi skipstjórinn, sveitapilturinn frá Eiði, tekur á móti ungri síldarsöltunarstúlkunni frá Akranesi þar sem þau leiðast hönd í hönd alsæl inn í eilífðina þar sem tíminn stendur í stað og allt er fag- urt og gott. Elsku mamma, takk kærlega fyr- ir mig og mína. Ég veit að þú færð góðar móttökur þar sem pabbi tek- ur á móti þér með útbreiddan faðm- inn. Ég kveð þig með söknuði og hvíldu í friði. Þín dóttir, Ólafía Dröfn. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Helgu Þóru, eins og hún var ávallt kölluð. Hún tók mér mjög vel er ég kom inn í fjölskyldu hennar og frá fyrsta degi vorum við bestu vinkonur. Gaf hún sér góðan tíma til að aðstoða mig við að læra íslenskuna sem ég talaði ekki þá. Hafði ég mikla ánægju af er hún og Hjálmar komu með mér og Gunnari til Nýja-Sjálands árið 1990 og ferð- uðust þar í 3 vikur. Kynntust fjöl- skyldu minni á Nýja-Sjálandi og var það mjög ánægjulegt fyrir mig hversu góð kynni tókust með þeim og fjölskyldu minni sem þau fylgd- ust með síðan. Elizabeth, systir mín, sem býr á Nýja-Sjálandi sendir saknaðarkveðjur og þakkar góð kynni. Helga og Hjálmar voru mjög ætt- rækin og var aðdáunarvert að fylgj- ast með hversu vel þau náðu að halda sambandi í þessum stóru fjöl- skyldum sem þau komu úr og hélt Helga Þóra öllu þessu áfram eftir lát Hjálmars. Sýndi það sig best er hún hélt upp á 75 ára afmælið sitt í vor. Hennar einkunnarorð voru: Það er ekkert að mér, en hvernig get ég hjálpað þér? Það verður mér ógleymanleg stund að hafa setið hjá þér 3 stundum fyrir andlátið og sjá hversu vel þú leist út. Þú sagðir meðal annars, það er ekkert að mér, ég kem heim á morgun. Elsku tengdamamma, ég þakka þér þoli- mæðina við að skilja íslenskuna mína og kenna mér fleiri orð á með- an ég var að komast inn í málið. Þín verður sárt saknað. Your smile has gone, your voice I cannot hear, but I have beautiful memories of you. With love, Pauline. Það er svo mikil sorg í hjarta mér að elsku hjartans amma mín skuli vera farin frá okkur. Sorg sem fer ekki á einni nóttu. Börnin mín sakna líka langömmu sinnar í Hamrahlíðinni. Það verður tómlegt að koma í heimsókn í Grundarfjörð- inn og hafa ekki ömmu til staðar. Hún sem alltaf tók svo vel á móti okkur með þeim kærleik, gleði og væntumþykju sem hún sýndi sínum afkomendum. Það var því okkur mjög erfitt þegar það kom í ljós að amma, þessi yndislega manneskja, væri með krabbamein í munni og framundan væru erfiðir tímar í meðferð. En hún amma tókst á við veikindi sín af einskæru æðruleysi, þakkaði bara fyrir að þetta kæmi fyrir sig en ekki afkomendur sína. Eftir langa geislameðferð í vor fór hún í uppskurð í ágúst sem gekk mjög vel. Bati hennar ömmu var góður og var hún send í Stykkis- hólm til að reka smiðshöggið á bat- ann. En svona er kaldhæðni örlag- anna; kvöldið áður en hún átti að útskrifast og komast heim, sem hún var farin að hlakka svo mikið til, varð hún bráðkvödd. Ferðalag okk- ar ömmu saman er lokið. Ferðalag þar sem við höfum sýnt hvort öðru gagnkvæma virðingu, traust, ást og vináttu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið í kringum ömmu og afa sem barn, hvort sem það var í Hamrahlíðinni eða þá á rúntinum vítt og breitt um landið – því oft fékk litli drengurinn að fljóta með og oft var hann mættur rétt fyrir klukkan átta til að horfa á áttafrétt- irnar með ömmu sinni og afa. Við barnabörnin nutum góðs af því að amma og afi áttu fiskvinnslu, sumr- in hjá okkur fóru því í það að plokka orma, salta hrogn, hreinsa lax, valsa harðfisk og fleira. Fiskverkunin Tangi hóf svo sölustarfsemi á fisk- afurðum vinnslunnar í Kolaportinu um helgar árið 1994. Þannig hjálp- uðu amma og afi okkur að skapa okkur peninga meðan á framhald- skólagöngu okkar stóð í Reykjavík. Í dag er þetta ein stærsta fisksalan á höfuðborgarsvæðinu. Það var með gífurlegu stolti og gleði í hjarta að við Líney skírðum litlu dóttur okkar Helgu Þóru Árnadóttur. Ekki þurf- um við að hafa áhyggjur af henni ef hún verður eins góð og hjartahlý og hún langamma hennar. Amma mín hafði mjög gaman af að ferðast er- lendis og fór hún í sitt síðasta ferða- lag með okkur Líneyju, Eyjólfi, Hjálmari og alnöfnu sinni. Við fór- um til Tenerife í ágúst 2008. Hún amma mín var algjör hetja, hún lét sig t.d. ekkert muna um það labba upp brattar brekkur þó veik í fótum væri og í flugvélinni spilaði hún ól- sen við drengina frá flugtaki að lendingu, rúma 5 tíma. Ég var svo stoltur af henni ömmu hvað hún var ákveðin í að halda upp á 75 ára afmælið sitt í vor þótt hún væri byrjuð í geislameðferð og ekk- ert væri víst að hún yrði með heilsu til að gera þetta. En annað kom á daginn. Þvílík hamingja og gleði sem skein af henni þennan dag; það verður ávallt haft í minnum sem varð enn meira þegar uppáhalds- söngvarinn hennar, Raggi Bjarna, kom og þau tóku lagið saman. Elsku hjartans amma mín, eigðu þökk fyr- ir allt saman. Guð blessi minningu ömmu og afa í Hamrahlíðinni. Árni Elvar. Elsku amma okkar. Það voru óskemmtilegar fréttir sem við fengum á sunnudagskvöld- ið, að þú værir búin að skilja við þennan heim. Við áttum erfitt með að átta okkur á þessu. Engu að síð- ur streymdu minningar sem við eig- um um þig fram. Minningarnar og samverustundirnar eru óteljandi svo ómögulegt er að rifja þær allar upp hér í þessum minningarorðum. Við barnabörnin vorum daglegir gestir hjá ykkur í Hamrahlíðinni. Þar sátum við oft tímunum saman og föndruðum ýmislegt með þér. Þú hafðir alla tíð alveg endalausa þol- inmæði með okkur og við gátum gengið að því vísu að þú hefðir tíma og vilja til að skottast með okkur. Þið afi komuð með okkur fjöl- skyldunni í hestaferðir öll sumur. Þú keyrðir alltaf á eftir rekstrinum til þess að við gætum verið með. Þetta var okkur alveg ómetanlegt, við hefðum ekki átt það í „afreka- skrá“ okkar að hafa riðið landshorn- anna á milli áður en við náðum 10 ára aldri, nema fyrir þinn einstaka áhuga og elju að hjálpa til og vera með fjölskyldunni þinni. Þið afi mættuð á hvert einasta hesta- mannamót til þess að horfa á okkur keppa. Þið höfðuð svo mikla trú á okkur og ykkur fannst við alltaf vera best og flottust. Við áttum fleiri sameiginleg áhugamál en hestana. Raggi Bjarna var þinn uppáhaldstónlistarmaður alla tíð. Orðatiltækið „það læra börnin sem fyrir þeim er haft“ á svo sannarlega við í því samhengi þar sem öll fjölskyldan þín er meðal helstu aðdáenda þessa ástsæla lista- manns. Þú ljómaðir öll í vor þegar þú hélst upp á afmælið þitt og hann kom til að syngja og skemmta okk- ur. Því miður entist þér ekki ævin til að fara á tónleikana hans í haust, en þú verður þar með okkur samt sem áður, það efumst við ekki um. Þú hefur alla tíð verið einstaklega sjálfstæð og sjálfbjarga manneskja. Þú barðist hetjulega framan af við þann óvin sem tók sér bólfestu í lík- ama þínum síðastliðið vor. Allt leit út fyrir að þú værir að sigra þegar hjartað allt í einu hætti að slá og lífsklukkan stoppaði. Þú sagðir við okkur í veikindum þínum að frekar vildir þú fá að sofna en að verða sjúklingur og upp á aðra komin. Það hefði ekki fallið vel að lífsstíl svo kraftmikillar og sjálfstæðrar konu sem þú varst alla tíð. Við reynum að styrkja okkur í sorginni og hugga okkur við það að það var friður yfir þér eftir að þú kvaddir þennan heim. Við trúum því að Hjálmar afi hafi tekið á móti þér opnum örmum að handan og þið séuð nú sameinuð á ný. Þið voruð al- veg einstaklega miklir vinir og fé- lagar alla tíð og því mikið frá þér tekið við fráfall hans árið 2001. Þú lést þó ekki bugast heldur hélst áfram rekstri útgerðarinnar upp á eigin spýtur og gerðir það fram á síðasta dag með reisn. Þú varst mikil kjarnakona, öllum til sóma og umfram allt frábær fyr- irmynd. Það voru forréttindi að fá að alast upp með þér og umgangast fram á síðasta dag. Um leið og við kveðjum þig og þökkum þér fyrir samveruna biðjum við góðan Guð að vaka yfir ykkur hjónunum og styrkja okkur sem eftir lifum í sorg- inni. Hvíldu í friði, elsku besta amma okkar. Helga Hjálmrós og Jóna Lind. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og komin til afa. Það veitir okkur styrk að vita að nú séuð þið saman á ný. Þegar við sögðum stelpunum okkar að langamma þeirra væri dá- in var það fyrsta sem þær sögðu: „Hvað eigum við þá að gera á morgnana um helgar?“ Það er alveg víst að tómarúm verður í lífi margra eftir að þú ert farin, engin amma langamma Helga eins og stelpurnar voru vanar að kalla þig. Það eru margar góðar stundir sem koma upp í hugann þegar við hugsum til þín og afa og þær mun- um við varðveita vel, nú reynum við að sætta okkur við það að þið séuð ekki með okkur en þið verðið ávallt í huga okkar og hjörtum. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Svo vef ég þig í angurværðir óðs inn andaðan, í línur táraglaðar. – Í englaröðum glaðværðar og góðs minn gestur verður – hvergi annars staðar! Ég kveð þig ugglaus, um það lokast sárin. Á eftir blessun, þakkirnar og tárin. (Stephan G.) Elsku amma, langamma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson). Heiðar Þór, Erna, Brynja Gná, Íris Birta og Harpa Dögg. Kærleikur trúir öllu kærleikur vonar allt kærleikur hann umber allt og fellur aldrei úr gildi. (Úr Kórintubréfi.) Elsku amma mín. Það voru þung- ar fréttir að heyra síðastliðið sunnu- dagskvöld að þú værir farin frá okk- ur. Allt eitthvað svo ótrúlegt og skilningsleysið algjört. Held ég eigi ennþá erfitt með að skilja þetta. En svona er nú lífið. Það byrjar og end- ar og enginn veit hvenær dauðinn knýr dyra. Nú eruð þið afi sameinuð á ný eftir að hafa verið í sundur í 8 og hálft ár. Tilhugsunin um ykkur saman yljar mér um hjartarætur og veitir mér styrk. Að fá að alast upp sem ykkar barnabarn og undir ykk- ar verndarvæng hafa verið algjör forréttindi. Minningarnar eru ótal margar og allar góðar. Þær munu hjálpa mér og okkur öllum í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru hjá okkur. Það verður erfitt að hafa þig ekki hjá okkur. Matarboðin, jólin, ára- mótin, afmælin og ættarmótin verða ekki söm hér eftir. Það mun alltaf verða skarð sem enginn getur fyllt upp í. Já, amma mín, þú ert svo sannar- lega einstök kona og það fer enginn í skóna þína. Þú varst okkar klettur, stoð og stytta. Góðmennskan, kær- leikurinn og hlýjan sem þú sendir frá þér var einstök. Að eiga svona góðar minningar um ömmu sína er svo sannarlega góð gjöf. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín. Megi algóður Guð blessa þig og varðveita. Þegar minn tími kemur þá treysti ég á að þú og afi takið á móti mér með opn- um örmum eins og þið gerðuð alltaf. Ég veit þið vakið yfir okkur og verndið. Takk fyrir allt saman. Þinn dóttursonur, Sigmar Hrafn. Elsku amma mín. Fyrstu minningarnar mínar um þig eru þegar ég var lítill og kom alltaf í pössun til þín á morgnana. Ég man hvað þú varst alltaf góð við mig og hvað þú varst alltaf góð að leika við mig. Það eru góðar minningar eins og allar þær minningar sem ég á um þig, amma mín. Þú varst alltaf svo góð við okkur og vandfundin er eins hlý og góð manneskja og þú varst. Það er mikill heiður að fá að vera barnabarnið þitt. Helga Þóra Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.