Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 ILLUGI Gunnarsson benti á það í gær í þessu blaði að umhverfisráðherra hefur nú til meðferðar stjórnsýslukæru Náttúruverndarsamtaka Íslands þar sem þess er m.a. krafist að fjallað verði með heildstæðum hætti um orkuflutninga og orkuöflun fyrir álver í Helguvík. Hann gerir athugasemdir við seinagang ráðuneyt- isins, nefnir ekkert af því sem knýr á um að umhverfisráðherra vandi vel til verka. Álver Century Al- umium (Norðuráls) í Helguvík á að fram- leiða 360 þúsund tonn á ári. Það er 14 þús- und tonnum meira en þau 346 þúsund tonn sem Alcoa Reyðarál framleiðir nú á ári með raforku frá Kárahnjúkavirkjun sem er 690 MW. Gera verður ráð fyrir að ál- ver Century Aluminum þarfnist virkjana sem framleiða um 650 MW af raforku. Hvaðan á orkan að koma? Virkjanlegt afl á Reykjanesi er talið vera á bilinu 190 til 415 MW eftir því hvort hægt er að bæta við 100 MW við Reykjanesvirkjun og því hvort unnt verður að ráðast í Bitruvirkjun. Gangi þau áform eftir vantar enn að minnsta kosti 205-235 MW til að hægt sé að framleiða 360 þúsund tonn af áli á ári (sjá töflu). Hvaðan gæti sú orka komið? Það var meginatriði í stjórnsýslukæru Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, dags. 24. apríl 2009, og kæru samtakanna vegna framkvæmda á Húsavík, dags. 18. mars 2008, að mat á umhverfisáhrifum verði að leiða í ljós öll umhverfisáhrif fram- kvæmda og tengdrar starfsemi. Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvar skuli virkja og/eða hvaðan skuli flytja orku til að knýja 360 þúsund tonna álver í Helguvík. Framkvæmdaraðilar láta skeika að sköpuðu á meðan ekki liggur fyrir úrskurður um heildstætt mat. Nóg komið af vondri stjórn- sýslu í anda nýfrjálshyggju Kaarlo Jännäri komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni fyrir ríkisstjórn Íslands um reglur og eftirlit með bankastarfsemi að „bad banking“ hefði verið meg- inorsök bankahrunsins hér. Má vísast kenna um slæmri stjórn- sýslu við einkavæðingu bankanna, slakri lagasetningu og eftirfylgni með setningu reglugerða um starf- semi fjármálastofnana. Ég minni á þátt Illuga Gunnarssonar í því máli og bendi á að slík vinnubrögð mega ekki einkenna mat á um- hverfisáhrifum álvers í Helguvík eða stjórnsýslu í umhverfismálum almennt. Brýnt er að allar upplýs- ingar liggi fyrir um hvaða línu- lagnir og orkuframkvæmdir er að ræða, þau umhverfisáhrif sem af hljótast og flutningi á orku til ál- versins í Helguvík. Svar til Illuga Gunnarssonar Eftir Árna Finnsson »Ég minni á þátt Illuga Gunnarssonar í því máli og bendi á að slík vinnubrögð mega ekki einkenna mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík. Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Stækkun á Reykjanesi 100 MW (Fæst kannski ekki.) Stækkun á Hellisheiði 90 MW Bitruvirkjun 135 MW (Sveitarfél. Hveragerði leggst gegn.) Hverahlíðarvirkjun 90 MW- Samtals: 415 MW (þar af um 190 MW í uppnámi). Í TILEFNI sam- gönguviku er við hæfi að hugleiða stöðu okkar í samgöngu- málum á höfuðborg- arsvæðinu. Gatna- kerfið annar þeirri umferð vélknúinna ökutækja sem um hana fer. Sjaldan eru verulegar tafir, þær vara stutt. Gatnakerf- ið á sín takmörk eins og annað í samfélagi okkar. Þau takmörk markast af eðlilegu borg- arskipulagi þar sem tillit er tekið til allra samgönguhátta; einkabíla, strætó, gangandi og hjólandi veg- farenda. Gatnakerfið má ekki vaxa svo að það breyti borginni okkar um of. Því miður hefur það gerst. Um er að kenna andvaraleysi og handahófskenndu borgarskipulagi, sem byrgt hefur sýn manna á raunveruleg verðmæti. Það sem virðist hafa ráðið úr- slitum í borg- arskipulagsmálum er samþætting sam- gangna og versl- unarhátta, þar sem einkabíllinn fær sífellt stærri hlut sam- gangnanna og því hafi hagkvæmisrök talið skynsamlegast að safna allri versl- un í klasa með nægum ókeypis bílastæðum fyrir viðskiptavinina. Vissulega er þetta alþjóðleg til- hneiging, en hún hefur verið einna ýktust hér, auk þess er víða um heim reynt að snúa henni við, oft með góðum árangri. Í Osló var t.d. tíðni sporvagna og strætisvagna aukin til muna fyrir nokkrum ár- um sem skilaði mikilli aukningu farþega. Í París hefur verið dregið úr bílaumferð með aukningu sér- akreina fyrir strætó og fjölgun hjólreiðastíga. Í annarri borg í Frakklandi, Bordeaux, hefur bíla- umferð verið takmörkuð. Þar er talin vera lengsta göngugata í Evrópu, 1,2 km að lengd, Rue Sa- inte-Catherine. Að auki má nefna athyglisvert dæmi frá Þýskalandi, útborg Freiburg sem heitir Vaub- an. Þar hefur tekist að gera sam- félagið „nálægt“ því bíllaust með ströngum skilyrðum gagnvart bíl- eigendum, þar sem 70% íbúanna eiga ekki bíl. Þeir sem eiga bíl geta ekki lagt við heimili sín held- ur verða að kaupa bílastaði í bíla- hýsi sveitarstjórnarinnar í jaðri hverfisins fyrir 3 milljónir ísl. kr. Hins vegar er möguleiki að leigja ódýra bíla. Þetta eru einungis fá dæmi um breyttar áherslur í sam- göngum. Hér hefur verslunin þróast burt, út fyrir gamla bæinn, úr gömlum úthverfum, í miðstöðvar innrammaðar í bílastæði. Annar stór galli á þessari stefnu, eða réttara sagt stefnu- leysi; happa- og glappastefna, að hún hefur tilhneigingu til ein- angrunar jaðarhópa samfélagsins, t.d. aldraðra. Mikilvægt er að fólk sé sjálfbjarga eins lengi og mögu- legt er. Verslunin á horninu og möguleikinn að nota strætó í er- indum sínum geta skipt sköpum í félagslegri virkni og sjálfstæði fólks. Á þessum seinustu og verstu tímum er brýnna en nokkru sinni að hugsa upp á nýtt. Við höfum talað um blandað hagkerfi sem ákjósanlega skipan í þjóðfélagi okkar. Að sama skapi tel ég rétt að stuðla að enn blandaðra sam- göngukerfi, þar sem strætó, gangandi og hjólandi hafi viðlíka rétt og einkabíllinn í samgöngum. Vonandi er sá tími liðinn að borgarskipulagsmál þróist í hend- urnar á verktökum og öðrum hagsmunaaðilum sem bera lítið skynbragð á arfleifð Reykjavíkur og nágrennis. Það stuðlar ein- ungis að neysluhelsi úthverfa- samfélaga, einangrandi lífsstíl „skutlsamfélagsins“ með hnign- andi verðmætamati. Samgönguvikan er kjörinn vett- vangur til breytts verðmætamats í ferðum okkar Íslendinga, með þátttöku allra: Almennings, Strætó bs., Alþingis og sam- göngu- og fjármálaráðuneytis. Þróun samgangna- og verslunar á höfuðborgarsvæðinu Eftir Ara Tryggvason » Í Vauban, útborg Freiburg, hefur tek- ist að gera samfélagið „nálægt“ því bíllaust með ströngum skilyrðum gagnvart bíleigendum, einungis 30% eiga bíl. Ari Tryggvason Höfundur er stuðningsf./ráðg. á geðd. LSH, vagnstj. og félagi í Samt. um bíllausan lífsstíl. EF MARKA má síðustu skoðana- kannanir um afstöðu Íslendinga til inn- göngu í Evrópusam- bandið er ljóst að stuðningur við að gengið verði í sam- bandið hefur farið óð- um minnkandi frá því í byrjun þessa árs eftir að hafa aukist umtals- vert fyrst eftir banka- hrunið í október síðastliðnum. Mikill meirihluti Íslendinga vill nú ekki ganga í Evrópusambandið. Samkvæmt nýjustu könnuninni sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins og birt var 15. september sl. myndu yfir 60% greiða atkvæði gegn inngöngu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðis um málið nú. Það sem hins vegar vekur kannski hvað mesta athygli við þessa könnun Capacent Gallup er sú niðurstaða að meirihluti skuli vera óánægður með að sótt hafi ver- ið um inngöngu í Evrópusambandið í sumar. „Var ekki meirihluti fyrir því?“ hafa vafalaust einhverjir spurt sig. Staðreyndin er sú að svo var alls ekki. Skoðanakannanir sem spurt hafa á liðnum árum um svokallaðar aðildarviðræður hafa vissulega yfirleitt sýnt meirihluta fyrir þeim en kannanir sem spurt hafa um afstöðuna til umsóknar um aðild hins vegar allajafna meirihluta andvígan. Á þetta hefur ítrekað verið bent af okkur sjálfstæðissinnum og að eina skýringin á þessu geti verið sú að fólk hafi viljað einhvers konar óformlegar könnunarviðræður við Evrópusam- bandið en ekki formlega umsókn um inngöngu í það. Niðurstöður skoðanakönnunar Capacent Gallup nú síðast renna enn frekari stoðum undir þá skýr- ingu. Umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í Evrópusambandið hefur einfaldlega ekki stuðning meirihluta landsmanna á bak við sig og hefur aldrei haft. Vildu Íslendingar ESB-umsókn? Eftir Hjört J. Guðmundsson Hjörtur J. Guðmundsson »Mikill meirihluti Íslendinga vill nú ekki ganga í Evrópu- sambandið. Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn – www.heimssyn.is Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið, bæði hjá körlum og konum. Einungis blöðruháls- kirtilskrabbamein er algengara hjá körlum og brjóstakrabbamein hjá konum en dánar- tíðni vegna lungna- krabbameins er mun hærri. Á Íslandi grein- ast milli 120 og 130 einstaklingar árlega með lungnakrabbamein og er kynjaskipting jöfn. Reykingar eru aðalorsakavaldur lungna- krabbameins og hafa um 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn reykt. Framan af eru ein- kenni væg og almenns eðlis sem leiðir til þess að sjúkdómurinn er oft útbreiddur við grein- ingu. Hjá einungis um þriðjungi þeirra sem greinast með lungna- krabbamein er hægt að beita skurðaðgerð í læknanlegum tilgangi en annars er lyfja- og/ eða geislameðferð beitt. Eins og margoft hefur verið sýnt fram á eru bein tengsl milli reykinga og lungnakrabbameins. Yfir 40 krabbameinsvaldandi efni eru í sígarettureyknum og er beint samband milli þess hve mikið er reykt og áhættunnar á að fá lungnakrabbamein. Besta forvörnin er að byrja aldrei að reykja, en mikill ávinningur fæst af því að hætta reykingum. Sá sem hættir að reykja fer úr 30-faldri áhættu á að fá lungnakrabbamein í tvöfalda á næstu 15 árum eftir að reykingum er hætt. Með þessar staðreyndir í huga er vert að halda uppi stífum áróðri gegn reykingum í dag og um alla framtíð. Reykingar og lungnakrabbamein Eftir Hrönn Harðardóttir »… bein tengsl erumilli reykinga og lungnakrabbameins. Hrönn Harðardóttir Höfundur er lungnalæknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.