Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is NATO hvatti í gær Rússa til aukins samstarfs í ör- yggismálum og velti þeirri hugmynd upp, að eld- flaugakerfi þeirra, Bandaríkjanna og NATO yrðu tengd. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa fagnað mjög þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hætta við að koma upp gagneldflaugakerfi í Austur-Evrópu, segjast munu skoða þessar tillögur gaumgæfilega. „Við þurfum á Rússum að halda í glímunni við helstu vandamál okkar tíma,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, á fundi í Brussel í gær. Við ættum að kanna hvort unnt sé í fyllingu tímans að tengja saman eldflaugavarna- kerfi Bandaríkjanna, NATO og Rússlands.“ Tæknilega gerlegt Dmítrí Rogozín, sendiherra Rússa hjá NATO, sagði, að tölvufræðingar hefðu þegar sýnt fram á það með tilraunum, að þetta væri gerlegt en hann sagði, að rússnesk stjórnvöld myndu þurfa nokk- urn tíma til að kanna málið. Anders Fogh Rasmussen hvatti Rússa einnig til samstarfs við Atlantshafsbandalagið á öðrum svið- um og í nýju samstarfsráði. Á þeim vettvangi ætti að vera unnt að leysa úr flestum ágreiningsmál- um. Bauð Rasmussen rússneskum sérfræðingum að taka þátt í þeirri endurskoðun, sem nú á sér stað á vígbúnaðar- og varnarmálastefnu NATO vegna hinnar breyttu heimsmyndar. Nýtt upphaf? Samskipti NATO og Rússa bötnuðu mjög er kalda stríðinu lauk en hafa versnað aftur. Fór að- ild sumra fyrrverandi kommúnistaríkja í A-Evr- ópu fyrir brjóstið á Rússum og m.a. hefur verið deilt um afvopnunarmál og eldflaugavarnir og átökin í Georgíu bættu ekki úr. Hugsanlegt er, að ákvörðunin um að hætta við uppsetningu gagneld- flaugakerfis í A-Evrópu og ræða Rasmussen verði til að bæta aftur samskipti NATO og Rússa. Hafa þeir brugðist við með því að hætta við að koma fyr- ir eldflaugum í Kalíníngrad. Hvetur Rússa til samstarfs Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, leggur til að eldflaugakerfi Bandaríkjanna, NATO og Rússlands verði tengd í fyllingu tímans Reuters Tímamótaræða Anders Fogh Rasmussen er hann skoraði á Rússa að auka samstarfið við Nato. ÞESSI palestínska kona tók í gær þátt í minningar- athöfn um þá, sem létu lífið í fjöldamorðunum í Sabra- og Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút fyrir 18 árum. Bar hún myndir af látnum ástvinum sínum en tölur eru mjög á reiki, allt frá nokkrum hundruðum manna upp í hálft fjórða þúsund. svs@mbl.is Reuters Fjöldamorðin í Sabra og Shatila í Líbanon 18 ár liðin frá ódæðinu ÍRANSKIR harð- línumenn réðust á tvo helstu leið- toga stjórnar- andstæðinga í gær er þeir efndu til mót- mæla í Teheran. Þúsundir manna mót- mæltu harð- stjórninni í Íran en Mir Hossein Mousavi, helsti leið- togi stjórnarandstöðunnar, mátti forða sér er harðlínumenn réðust á bíl hans og hótuðu honum dauða. Réðust þeir einnig á Khatami, fyrr- verandi forseta, en stuðnings- mönnum tókst að bjarga honum. svs@mbl.is Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöð- unnar í Íran Harðlínustjórn- inni mótmælt. ÞJÓFAR herja á fólk og fjölskyldur sem aldrei fyrr og víða á Vest- urlöndum má tala um eins konar faraldur í því sambandi. Það er því mikil gróska í alls kyns örygg- isbúnaði og alltaf að koma fram eitthvað nýtt. Eitt af nýju tækjunum í Dan- mörku er svo- kölluð þokubyssa en hún er tengd mörgum nemum og gefur frá sér þykkan en skað- lausan reykjarmökk sé einhver óboðinn á ferð í íbúðinni. Er hann svo svartur, að hugsanlegur þjófur sér alls ekki neitt, ekki til að stela og varla til að komast aftur út. Ærandi hávaði Annað tæki er sírenan. Hún er líka tengd nemum um alla íbúð og vælið í henni er um 115 desíbel. Þjófurinn eða þjófarnir gerðu fátt annað en að halda fyrir eyrun og líklega væri von á lögreglunni með fyrra fallinu. Leggja sérfræðingar mikla áherslu á, að fólk vandi valið á þessum tækjum til að engin hætta sé á, að þau fari af stað að ástæðu- lausu. Annað ráð, sem ekki er nýtt af nálinni, er að koma fyrir tölvuflögu í tækjum, sem líklegt er að þjóf- arnir ásælist. Með GPS-staðsetn- ingartæki er síðan hægt að finna þau og oft þjófana líka. svs@mbl.is Ný ráð í stríðinu við innbrotsþjófana Betra að vera við öllu búinn. ast og eins og fyrr segir munu gest- irnir hvergi sjá neitt, sem minnir á okkar venjulegu tilveru. Boðið verður upp á fleiri ferðir, sem kenndar eru við ýmislegt í Pott- er-bókunum, til dæmis Þrígaldraleik- ana og Hippógriffínið, en allar leiðir enda vitanlega inni í Hogwart- kastala og hann verður engin smá- smíði. Einstæð upplifun „Í þessum ferðum lifnar við megn- ið af myndunum og bókunum. Við höfum nýtt okkur tæknina út í ystu æsar til að gefa fólki alveg einstæða upplifun,“ sagði Paul Daurio, fram- leiðandi „Galdraheims Potters“. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt enda hefur verið og er enn mikil leynd yfir framkvæmdinni. Til dæmis eru allir, sem vinna við garðinn, bundnir þagnareiði. Þó er vitað, að á teikningunum er gert ráð fyrir allt að 20 byggingum, þar á meðal þremur verslunum, veitingastað og öðrum húsum. Allt hverfist þó um galdra- skólann í Hogwart en kastalinn verð- ur jafnhár 15 hæða byggingu. Haft er eftir fólki, sem er kunnugt framkvæmdinni og kannski ekki bundið þagnareiðnum, að í ferðunum eða a.m.k. í einni ferðinni muni fólk sitja á enda hreyfanlegs arms, sem fer eftir brautarteinum. Sveiflast armurinn til og frá og allt eftir því hvað verið er upplifa hverju sinni. Ekki þarf að nefna það, að þeir, sem leggja leið sína í „Galdraheim Potters“, geta farið þaðan meira en klyfjaðir alls kyns galdradóti. svs@mbl.is Á VORI komanda mun Universal- fyrirtækið opna nýjan og risastóran skemmtigarð í Orlando í Bandaríkj- unum og eru margir farnir að bíða þess með mikilli eftirvæntingu. „Galdraheimur Potters“ heitir hann, nákvæm eftirlíking af sviðsmyndinni í Potter-bókunum, og þess verður gætt, að ekkert af því, sem einkennir okkar hversdagslega heim, verði til að spilla upplifun gestanna. „Ferðin forboðna“ verður fyrsta skrefið inn í „Galdraheim Potters“ og hún hefst á brautarstöðinni í Hogs- meade. Þar verður að sjálfsögðu ys og þys og Hogwart-hraðlestin mun þeyta flautuna og blása frá sér mikl- um gufumekki er hún kemur inn á stöðina. Allt verður sem raunveruleg- Lofa gestum einstæðri upplifun og ævintýrum í „Galdraheimi Potters“ Risastór skemmti- garður í anda Potter-myndanna opnaður næsta vor Hogwart-kastali Þær kynningarmyndir, sem hafa verið birtar, hafa ekki orðið til að draga úr áhuga og eftirvæntingu Potter-aðdáenda. SETJIÐ einn krepping af blá- berjum út á morgunverð- ardiskinn og slen og einbeit- ingarleysi munu ekki gera ykkur lífið leitt síðar um daginn. Þetta ráðleggja breskir vísinda- menn en þeir hafa komist að því, að bláber eru bráðholl fyrir heil- ann. Ein handfylli daglega er rétti skammturinn. Það voru vísindamenn við Reading-háskóla, sem uppgötv- uðu þetta, en þeir gerðu tilraunir á tveimur hópum. Fékk annar bláber með morgunmatnum en hinn ekki. Síðar um daginn var lagt fyrir þá próf, sem reyndi á einbeitinguna. Niðurstaðan var mjög afgerandi. Þeir, sem fengu bláber, stóðu sig miklu betur, munaði þar allt að 20%. Löngu er vitað, að bláber eru góð fyrir heilsuna en í þeim er að finna mikið af efnum, sem eyða skaðlegum sindurefnum. Þessi sömu efni auka síðan blóðflæði og súrefnisupptöku í heila. svs@mbl.is Bláber holl fyrir heilann Komum, tínum berin blá. Til sölu hlutur í FF 800 ehf. Til sölu úr þrotabúi 26% hlutur í félaginu FF 800 ehf. Aðaleign félagsins er fasteignin að Eyraveg 2 á Selfossi en það hýsir m.a starfsemi Hótel Selfoss. Frekari upplýsingar veitir, f.h. skiptastjóra Karls Axelssonar, Dagmar Arnardóttir hdl., LEX lögmannsstofu, í síma 590 2600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.