Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009
Sú fjarlæga veröld sem Sviss-lendingurinn Kattin ogrússneski kvikmyndagerð-armaðurinn Kostomarov,
varpa okkur inn í er ótrúlega fjarlæg
samtíma-þjóðfélagsmynd austan af
rússnesku sléttunum. Aðalpersónan,
Llyuba, er slitin farandverkakona
um miðjan aldur, hún hefur verið á
flækingi allt sitt líf um þessi enda-
lausu, rennisléttu landbúnaðarhéruð
með börnin sín sem fylla hátt í tuginn
þegar hún bætir Sasja í hópinn. Móð-
ir hans er sinnulaus um drenginn,
eitt af því fáa sem hún gefur honum
eru sígarettur, þeim báðum til flón-
skæti. Það lýsir hinni fátæku, harð-
duglegu og vel gerðu manneskju,
Lyubu, að hún finnur pláss í örbirgð-
inni til að bæta við einum munni.
Við skynjum að líf þessarar land-
búnaðarverkakonu og móður, sem
eitt sinn hefur verið augnayndi og
heldur enn í bjartsýni og góða skap-
ið, hefur ekki verið dans á rósum.
Hún kynntist drykkjumanni sem
hefur lengst af drattast með um
steppuna með barnahópnum. Elsta
dóttirin, Olissia, hefur verið móður
sinni haukur í horni, hjálpað til við
uppeldi og heimilisstörf, mikil efn-
isstúlka sem sækir margt til móð-
urinnar. Þ.á m. lánleysi í karla-
málum, ekki verður betur séð. Nú er
fjölskyldan sest að á kúabúi í sveita-
þorpi, á sífelldum flótta undan of-
stopa og drykkjuæði fyrrverandi eig-
inmannsins. Lyuba er svo sem ekki
vön neinum munaði, faðir hennar
byrjaði að selja hana fyrir pottflösku
af vodka um fermingu. Hún gerir sér
betur grein fyrir aðstæðunum en
flestir í kringum hana, reynir sitt
besta til að halda fjölskyldunni sam-
an þó það sé erfitt verkefni og greini-
leg órækt í karlleggnum, elsti son-
urinn kominn í fangelsi. Í þau þrjú ár
sem myndin spannar mætir Lyuba
eilífu hversdagsbölinu með velferð
barnanna að leiðarljósi, en heilsan er
að bresta. Hún finnur ýmis merki
þess að hennar miðaldra, útpískaði
skrokkur er byrjaður að gefa sig al-
varlega, andlega jafnt sem líkam-
lega. En hún gefst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana, það geta börnin henn-
ar reitt sig á.
Ástand sem þetta er ekki óalgengt
í austurblokkinni, aðbúnaður og að-
stæður fólks öld á eftir tímanum.
Fólk fæðist inn í aldagamalt myrkur
fátæktar, vinnuþrælkunar, mennt-
unarleysi, andlegs og líkamlegs of-
beldis. Lyuba er órækur vottur þess
að alls staðar er að finna sterka,
vandaða einstaklinga sem gefa þess-
um samfélögum meira en nokkrir
aðrir, gera þau lífvænleg.
Kvikmyndagerðarmennirnir skrá-
setja dagana hennar Lyubu og árin
umbúðalaust, hún er jafnan í for-
grunni, hvort sem er í stríðu eða á
þeim fáu gleðistundum sem henni
tekst að galdra fram í örbirgðinni.
Móðirin er eftirminnileg mynd um
vel byggða persónu í mannhafinu,
hina traustu Lyubu sem fellur ekki
fyrr en í síðasta hretinu. Ein athygl-
isverðasta og minnisstæðasta mynd
hátíðarinnar
saebjorn@heimsnet.is
Fátæk kona með fallegt hjarta
Móðirin Lyuba gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, það geta börnin hennar reitt sig á.
Háskólabíó, RIFF 2009
Móðirinn, La mére, The Mother
bbbbn
Heimildarmynd. Leikstjóri: Antoine
Cattin, Pavel Kostomarov. Viðmæl-
endur: Lyuba, Olissia, fjölskylda þeirra
o.fl. 80 mín. Sviss, Frakkland, Rússland.
2007.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
Bréf til sonar um föðurhans er einstaklega átak-anleg heimildarmynd,sárari en skáldskapur. Að
kvöldi 5. nóvember 2001 var And-
rew Bagby, 28 ára læknir, myrtur á
bílastæði í Pennsylvaníu. Fljótlega
fellur grunur á gamla kærustu Bag-
bys, Shirley Turner, sem flýr heim
til Nýfundnalands. Síðar kemur í
ljós að hún er ófrísk að barni And-
rews. Hún skýrir soninn Zachary
og æskuvinur Andrews, Kurt Ku-
enne, ákveður að gera bíómynd fyr-
ir Zachary um föður hans, þar sem
hann rekur lífshlaup hans, vinir og
kunningjar minnast hans, auk þess
sem hann kemst yfir fjölbreytt safn
af upptökum af Andrew. En þegar
Shirley er sleppt lausri gegn trygg-
ingu og er afhent forræðið yfir
Zachary, færist fókus myndarinnar
yfir á foreldra Andrews, David og
Kathleen Bagby, og örvænting-
arfullar tilraunir þeirra til þess að
fá forræði yfir barnabarni sínu af
konunni sem myrti son þeirra.
Söguþráðurinn er sláandi harm-
saga um gegndarlaust óréttæti,
vanheila konu sem fremur slík
ódæðisverk að hún rústar fjöl-
skyldu og vinahópi hins lífsglaða og
efnilega Andrews. Kvikmyndagerð-
armaðurinn stendur skyndilega
með tómar hendur, viðfangsefnið
fallið fyrir hendi Turner, sem er
bæði biluð á sinni og full haturs og
hefndarþorsta vegna höfnunar-
innar. Hvernig leiðir læknisins og
hinnar vafasömu móður, sem átti
fyrir þrjú börn, sitt með hverjum
manni og sinnti þeim illa, lágu sam-
an er einnig ráðgáta, en eftir situr
hnípin fjölskylda sem búið er að
skaða um aldur og ævi.
saebjorn@heimsnet.is
Harmleikur Bagby-feðga
Iðnó, RIFF 2009
Kæri Zachary: Bréf til sonar um föður
hans, Dear Zachary: A Letter to a Son
About His Father
bbbnn
Leikstjóri: Kurt Koenne. Viðmælendur:
Andrew Bagby, Shirley Turner, Zachary
Bagby, David Bagby, Kathleen Bagby,
o.fl. 93 mín. Bandaríkin. 2008.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Sorglegt Andrew með foreldrum sínum „Sláandi harmsaga“, segir rýnir.
Laugardagur 19. september
Brot úr Hrafnagaldri • Steindór Andersen, Sigur Rós,
Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson
Rímnalög á heimsvísu • Steindór Andersen og
félagar í Sigur Rós ræða samstarf sitt
Disneyrímur eftir Þórarin Eldjárn • Bára Grímsdóttir,
Njáll Sigurðsson, Pétur Björnsson og
Rósa Jóhannesdóttir kveða
Glíman við Disneyrímur • Þórarinn Eldjárn skáld
segir frá
Úr gullakistu Sigurðar Breiðfjörð • Þórarinn Hjartarson
kveður
Um Jónas og Sigurð Breiðfjörð • Guðmundur Andri
Thorsson rithöfundur segir frá
Afmælisveisla • Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
Sunnudagur 20. september
Rímnalög, barnagælur og þulur • Ása Ketilsdóttir
kveður
Kveðskaparhefðin á Ytra-Fjalli í Aðaldal • Ása Ketils-
dóttir segir frá
Hagyrðingamót • Kvennalið Iðunnar: Sigrún
Haraldsdóttir, Bjargey Arnórsdóttir, Halla Gunnarsdóttir
Karlalið Iðunnar: Steindór Andersen, Helgi Zimsen,
Jón Ingvar Jónsson
Þjóðlagatónleikar • Spilmenn Ríkínís og Voces Thules
Afmælishátíð
í Gerðubergi
Viltu vita meira um Kvæðamannafélagið Iðunni?
www.rimur.is
Tónleikar á heila tímanum • Umræður á hálfa tímanum
Afmælissýning í hliðarsal • Kvæðamenn á kaffistofu
Tekið á móti upptökum af kveðskap
Afmælissýning í hliðarsal • Aðgangur ókeypis
Kvæðamannafélagið
19. og 20. september kl. 14.00 – 17.00
Nánari upplýsingar um dagskrána
á www.gerduberg.is
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
2009
Umræðum stjórna Gunnsteinn Ólafsson
og Rósa Þorsteinsdóttir