Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Sudoku Frumstig 1 8 7 3 5 2 1 6 7 4 8 9 5 3 4 9 2 5 8 2 4 1 1 3 9 4 7 4 3 8 9 5 2 8 3 3 4 2 1 7 5 8 1 6 7 6 5 4 8 2 6 3 4 2 3 9 1 8 3 7 5 7 5 9 6 3 2 2 1 6 4 8 3 9 5 7 9 8 3 5 6 7 2 1 4 4 7 5 9 2 1 8 3 6 3 6 4 8 5 2 7 9 1 7 5 1 3 9 6 4 8 2 8 2 9 7 1 4 5 6 3 5 4 7 6 3 8 1 2 9 6 9 2 1 7 5 3 4 8 1 3 8 2 4 9 6 7 5 7 4 2 5 1 8 6 9 3 6 5 3 2 4 9 8 1 7 9 8 1 3 7 6 5 4 2 8 7 4 9 6 2 1 3 5 2 9 5 1 3 7 4 8 6 1 3 6 4 8 5 2 7 9 5 6 8 7 9 1 3 2 4 3 1 7 6 2 4 9 5 8 4 2 9 8 5 3 7 6 1 4 6 2 7 9 5 8 1 3 8 5 7 1 6 3 9 2 4 3 9 1 4 8 2 6 5 7 6 2 9 3 1 7 4 8 5 5 7 4 8 2 6 3 9 1 1 3 8 5 4 9 7 6 2 7 8 6 2 3 1 5 4 9 2 4 3 9 5 8 1 7 6 9 1 5 6 7 4 2 3 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 19. september, 262. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Víkverji varð nokkuð eftir sig þeg-ar hann skaut sinn fyrsta fugl á dögunum. Þrátt fyrir að vera vanur stangveiðimaður og að þykja ekki til- tökumál að blóðga fisk, var það dráp af öðru tagi, að skjóta fugl. x x x Þannig bar til að Víkverji var áandaveiðum en yfir honum sveimaði sílamáfur sem kom sífellt upp um hann með óvinveittu gaggi sínu og væli. Víkverji lét ekki bjóða sér slíka framkomu og skaut máfinn þegar hann gerðist of nærgöngull. Ekki svo að skilja að máfurinn hafi verið einhver harmdauði. Öðru nær. En Víkverji á ekki að venjast því að bráðin öskri af sársauka. Ef lýsa ætti á ritmáli hljóðinu sem máfurinn gaf frá sér, áður en hann geispaði gol- unni, var það svona: „Áááááá! Æ, æ, æ, æ!“ Bókstaflega. x x x Þetta var þörf áminning um aðbráðin finnur fyrir sársauka. Veiðimaður ætti því að bera nægilega virðingu fyrir bráðinni til þess að forðast alltaf að valda henni þján- ingum. Jafnvel þótt hún sé fljúgandi rotta eins og sílamáfur. Skömmu síð- ar skaut Víkverji sína fyrstu önd. Sem betur fer heppnaðist það vel og hún drapst samstundis. x x x Víkverji er semsagt nýr í skotveið-inni. Hann reynir því að komast í veiði með sér reyndari mönnum og læra af þeim. Þótt eflaust sé misjafn sauður í mörgu fé kemur það nýlið- anum ánægjulega á óvart hversu ör- yggisreglur eru hafðar í heiðri á veið- um. Þeir sem hann hefur veitt með grínast ekki með skotvopnin og leggja sig fram um að bera kennsl á fugla áður en skotið er á þá. Menn hika ekki við að áminna nýliðann um öryggisatriðin. Það líkar Víkverja. x x x Allt kæruleysi og öll geðshræring,til dæmis þegar bráðin nálgast, er í raun óþolandi hegðun þegar skot- vopn eru nálæg. Það er ekki hægt að veiða með þeim sem hafa ekki full- komna stjórn á sér. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lífs, 4 hárs, 7 krækti saman, 8 lúkur, 9 megna, 11 úrkoma, 13 slægjuland, 14 verur, 15 pat, 17 drasl, 20 öskur, 22 málmur, 23 hagn- aður, 24 byggja, 25 lifði. Lóðrétt | 1 flögg, 2 sterk, 3 þrautgóð, 4 ávöl hæð, 5 tilfinningalaus, 6 dimma, 10 bál, 12 lærði, 13 bókstafur, 15 hestur, 16 Sami, 18 dysjar, 19 trjáviður, 20 nabbi, 21 borgaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 holdmikil, 8 umboð, 9 illan, 10 inn, 11 lóðin, 13 narra, 15 skens, 18 hafís, 21 kýr, 22 metri, 23 önduð, 24 sannindin. Lóðrétt: 2 ofboð, 3 dáðin, 4 iðinn, 5 iglur, 6 kuml, 7 snúa, 12 iðn, 14 aka, 15 sómi, 16 eitra, 17 skinn, 18 hrönn, 19 fæddi, 20 sóði. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Dc7 8. Df3 Rbd7 9. O-O-O b5 10. Bd3 Bb7 11. Hhe1 Be7 12. Dg3 b4 13. Rd5 exd5 14. exd5 Kd8 15. Rc6+ Bxc6 16. dxc6 Rc5 17. Bh4 Bf8 18. Bc4 Ha7 19. Bd5 Da5 20. Kb1 Db6 21. f5 Db8 22. Bc4 Kc7 23. Bxf7 Kxc6 24. Bc4 Rfd7 25. Bd5+ Kb6 26. Df4 a5 27. Bf2 Dc7 28. Hd4 Dd8 29. Be6 Rb8 30. Hed1 Kc6 31. Hc4 De8 32. c3 bxc3 Staðan kom upp á Skákþingi Ís- lands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Bolungarvík. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2433) hafði hvítt gegn Guðmundi Gíslasyni (2348). 33. Hxc5+! og svartur gafst upp enda myndi hann tapa drottningunni eftir 33… dxc5 34. Da4+. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Dýrt spil. Norður ♠3 ♥Á9764 ♦G43 ♣Á864 Vestur Austur ♠1082 ♠ÁK97654 ♥-- ♥D5 ♦KD97 ♦10862 ♣DG10752 ♣-- Suður ♠DG ♥KG10832 ♦Á5 ♣K93 Suður spilar 5♥ dobluð. Duboin og Sementa fóru illa að ráði sínu í þessu spili úrslitaleiksins í Sao Paulo. Sex spaðar vinnast í A-V, en þeir leyfðu Zia að spila 5♥ dobluð. Bættu svo gráu ofan á svart með því að klúðra vörninni. Sementa kom út með ♣D. Duboin trompaði, tók ♠Á og spil- aði tígli. Á þeim punkti lagði Zia upp og beindi orðum sínum til Sementa: „Ég vinn spilið ef þú átt hjónin í tígli.“ Það blasir ekki við í hvelli, en sannleikurinn er sá að austur má ekki taka spaðaslag- inn áður en hann spilar tígli. Með því býr hann í haginn fyrir þvingun á vest- ur. Spilamennskan er einföld: drepið á ♦Á, spaði stunginn og hjörtun tekin í botn. Vestur er varnarlaus. Á hinu borðinu spilaði Meckstroth 5♠ doblaða í austur og vann auðvitað sex: 17 stig til Bandaríkjanna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Á undanförnum árum hefurðu verið að læra að standa á eigin fótum. Farðu varlega í að lofa nokkru í dag. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhverra hluta vegna fara sam- starfsmenn þínir í taugarnar á þér. Nú reynir á hæfileikana til forgangsröð- unar og framkvæmdahraða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert í rússíbana ástarinnar, og ætlar að opinbera tilfinningar þínar þótt snemmt sé. Láttu það bara eftir þér því öll menntun er góð og kemur að gagni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er hætt við að viðskipti gangi brösuglega í dag. Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem þú þarft ekki lengur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Skipulag og árangur eru lykilorð dagsins, ekki síst í vinnunni. Ræddu annaðhvort við sérfræðing í viðkomandi máli eða vin sem þú getur treyst. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur gaman að því að gefa þig á tal við ókunnuga en mundu að lengi skal manninn reyna. Taktu samt enga óþarfa áhættu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur með ákveðni og þolin- mæði náð þeim áfanga sem þú hefur lengi stefnt að. Njóttu athyglinnar sem þú átt skilið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Haltu fast um pyngjuna, það þarf ekki mikið gáleysi til að aur- arnir fljúgi of frjálslega. Til allrar ham- ingju finnst þér þú þurfa að þéna meira líka. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Láttu ekki draga þig inn í þrætur eða samningaviðræður. Hugs- aðu um hvað þú þarft að gera í þeim efnum og framkvæmdu það svo. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekki til neins að stinga höfðinu í sandinn. Kappsemi er smit- andi og því munu allir í kringum þig vinna betur og af meiri áhuga. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hugur þinn er reikandi og því setja dagdraumar svip sinn á dag- inn hjá þér. Fólk getur þó verið krefj- andi og þú munt komast að því. Vertu þolinmóður og jákvæður. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Við viljum öll stýra því hvernig aðrir sjá okkur, en sjálfsþekking er trú- lega eina stjórntæki okkar. Stjörnuspá 19. september 1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeið- arársandi og fórust þar um 140 manns. Skipið var hlaðið dýrum farmi, gulli, silfri, perl- um o.fl. Meira en þrjú hundruð árum síðar var mikil leit gerð að skipinu. 19. september 1936 Kvikmyndin Nútíminn eftir Chaplin var frumsýnd í Nýja bíói og „sýnd kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi“ eins og það var orðað í Vísi. 19. september 1978 Fatlaðir og stuðningsmenn þeirra efndu til kröfugöngu í Reykjavík og lögðu áherslu á jafnrétti. „Nú er lag til að breyta hugsjónum í veru- leika,“ sagði Magnús Kjart- ansson alþingismaður í ávarpi á Kjarvalsstöðum. 19. september 2003 Landsbanki Íslands og tengdir aðilar eignuðust ráðandi hlut í Eimskipafélagi Íslands. Í rit- stjórnargrein Morgunblaðsins var spurt: „Eru sífellt meiri eignir að færast á sífellt færri hendur?“ Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Klara Ve- mundsdóttir verður hundrað ára mánudaginn 21. september. Í tilefni af afmæl- inu býður hún vinum og ætt- ingjum í kaffi sunnudaginn 20. september í Café Easy, í húsi ÍSÍ á Engjavegi 6 í Laugardal. 100 ára ÞÓRÓLFUR Sveinsson, bóndi á Ferjubakka í Borg- arfirði, fagnar í dag 60 ára afmæli. Þórólfur á ættir að rekja í Skagafjörð og ætlar að eyða deginum á „skagfirska efnahagssvæðinu,“ eins og hann kemst að orði. Móðir Þórólfs býr á Sauðárkróki og hann reiknar með að kíkja í kaffi til hennar. Þórólfur hætti fyrr á þessu ári sem formaður Landssambands kúabænda (LK) og hann er þessa dagana að byrja á nýju verkefni. Kúabændur og Samtök afurðastöðva hafa ráðið hann til starfa vegna ýmissa verkefna sem þarf að vinna nú þegar Íslendingar hafa sótt um aðild að Evrópusamband- inu. „Ég er að skoða hvernig og í hvaða mæli þessi atvinnugrein getur lif- að af ef Ísland gengi í ESB. Áhrifin eru auðvitað óljós en í versta falli gætum við farið í svipað far og Færeyingar sem framleiða ferskvöru en lítið umfram það, en flytja inn flestar unnar mjólkurvörur og alla osta. Það er alveg ljóst að ef við göngum í ESB tapa innlendir framleiðendur markaðshlutdeild. Það er bara blekking að reyna að halda öðru fram. Spurning er hvers þarf að gæta við samningagerð til að atvinnugreinin bíði sem minnstan hnekki,“ segir Þórólfur. egol@mbl.is Þórólfur Sveinsson, bóndi á Ferjubakka, 60 ára Skoðar áhrif ESB á mjólkina Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Styrkár Vatnar fæddist 29. mars kl. 11.09. Hann vó 1.520 g og var 40 cm langur. For- eldrar hans eru Tanja Dögg Arnardóttir og Reynir Örn Björnsson. Reykjavík Ása Júlía fæddist 16. ágúst kl. 15.16. Hún vó 3.835 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Dagný Ásta Magn- úsdóttir og Leifur Skúla- son Kaldal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.