Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 LÖGRÉTTA, félag laganema við Háskóla Íslands, heldur málfund á mánudag nk. kl. 13-14 í Ofanleiti 2, stofu 405. Yfirskrift fundarins er „Kyrrsetning eigna vegna gruns um refsiverða háttsemi skattaaðila: Réttmætt inngrip skattayfirvalda?“ Framsögumenn á fundinum verða Haraldur Steinþórsson, Sím- on Þór Jónsson og Sigurður Tómas Magnússon. Málfundur um kyrrsetningu eigna HÓPUR pólskra framhalds- skólanema hefur undanfarið verið í heimsókn í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Skólinn hefur verið í miklum samskiptum við aðra skóla í Evrópu og Pólland er nýjasta viðbótin. Um er að ræða tíu nemendur frá bænum Debica í Póllandi og hafa þeir búið á heim- ilum jafnaldra sinna á Hornafirði. Með hópnum fylgja fjórir kennarar sem hafa tekið að sér gestakennslu í ýmsum greinum FAS í vikunni. Pólsku nemarnir vöktu athygli fyrir fjölbreytta hæfileika á mörg- um sviðum. Á sérstakri Póllands- kynningu á fimmtudag sl. mátti t.d. sjá pólska þjóðdansa, fim- leikasýningu, fjölbragðaglímu, eldgleypa og ýmsar sirkuskúnstir. Fyrirhugað er að gestgjafarnir endurgjaldi heimsóknina og fari í ferð til Póllands í mars á næsta ári. Pólskir dagar Í DAG, laugardag, verður réttar- dagur í Grindavík. Markaður verð- ur á svæðinu þar sem fólk getur keypt ýmsar handunnar vörur, t.d. skartgripi, sultur, áletruð kerti og fleira. Júdódeild UMFG verður með kjötsúpu á boðstólum. Starfsfólk á leikskólanum Króki verður með kaffisölu og fer ágóðinn í að fjár- magna námsferð þess. Einnig verð- ur boðið upp á ratleik. Hestar verða í reiðhöllinni og geta börnin fengið að fara á bak. Markaðurinn hefst kl. 13. Réttardagur í Grindavík REKSTRARFÉLAG Sarps sf. hefur samið við Þekkingu hf. um smíði á nýrri útgáfu af upplýsingakerfinu Sarpi sem er sérsmíðað kerfi fyrir menningarsögulegar upplýsingar hérlendis m.a. fyrir muni, myndir, fornleifar, hús og þjóðhætti. Sarp- urinn á sér rúmlega 10 ára sögu og hafa um 40 stofnanir og söfn tekið hann í notkun. Rúmlega 900 þúsund færslur eru nú í safninu. Upplýsingakerfi STUTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að Íslendingar hafi verið í góðu sambandi við Breta og Hollendinga vegna Icesave- málsins. Embættismenn hafi farið vel yfir málið og í gær hafi sendi- herrum ríkjanna verið gerð grein fyrir viðbrögðum íslenskra ráða- manna við hugmyndum Breta og Hollendinga um lausn málsins. „Við erum á því stigi núna,“ segir hann. Aðeins hugmyndir Hugmyndirnar voru kynntar fyrir þingnefndum auk þess sem þing- flokkarnir fjölluðu um þær, en stjórnarandstaðan brást hart við þeim. Til dæmis ályktuðu þing- flokkar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að höfnuðu Bretar og Hollendingar fyrirvör- unum tæki ríkisábyrgð ekki gildi. Steingrímur segir það með ein- dæmum hvernig viðbrögð stjórn- arandstöðunnar hafi verið vegna þess að fyrir liggi eingöngu hug- myndir Breta og Hollendinga sem þeir hafi spilað út sem mögulegum viðbrögðum af sinni hálfu við af- greiðslu Alþingis. Þeir hafi viljað kynna íslenskum stjórnvöldum þess- ar hugmyndir til þess að fá tilfinn- ingu fyrir því hvort þar væri að finna mögulegan efnivið í lausn. Þeir hafi unnið þetta afar varfærnislega og vildu helst fá viðbrögð áður en málið kæmist á formlegt stig. „Það er stundum talað um svona ekki- pappíra sem hverfa ef þeir reynast ekki þjóna sínum tilgangi og í raun og veru eru hugmyndir þeirra þess eðlis,“ segir Steingrímur. Spurður hvort hugmyndir Breta og Hollendinga feli í sér lausn máls- ins svarar Steingrímur: „Við teljum að það sé að sjálfsögðu jákvætt að þeir hafi brugðist við. Þeir hafa lagt í þetta vinnu og í þeirri vinnu ganga þeir út frá afgreiðslu Alþingis.“ Hann bætir við að margt hafi verið missagt í umræðum um málið. „Það þjónar engum uppbyggilegum til- gangi að rjúka til og túlka þessa hluti úr samhengi og gera þeim hærra undir höfði en efni standa til. Ég er eiginlega alveg gáttaður á því.“ Hann segir að ekki hafi komið fram efnislega rétt mynd af hug- myndunum auk þess sem viðbrögðin væru ótímabær miðað við stöðu málsins. En af hverju eru hugmyndirnar ekki gerðar opinberar, sagt frá því um hvað málið snýst? „Einfaldlega vegna þess að menn eru að þreifa fyrir sér með hugmyndir af þessu tagi og þær eru settar fram sem hugmyndir. Þetta er eins og menn séu að þreifa fyrir sér í sögnum á neðstu sagnstigum í brids. Það er ekki það sem gildir að lokum heldur endasögnin.“ Lögin standa Steingrímur segir að í umræðunni hafi eitt aðalmálið gleymst, það að finna á málinu lausn og koma því í höfn. „Það er eins og það gleymist í hita leiksins að þetta snýst auðvitað allt um það,“ segir hann. Spurður hvort Íslendingar séu að brenna inni í málinu minnir Steingrímur á að komið sé fram yfir miðjan sept- ember. „Okkur er það brýn nauðsyn að koma hlutunum hér áfram og það er margt þessu tengt.“ Að sögn Steingríms liggur ekki fyrir hvort Alþingi þurfi að taka mál- ið fyrir á ný. „Það er ekki hægt að segja til um það endanlega,“ segir hann. „Það fer eftir því á hvaða grunni möguleg lausn í þessu yrði byggð. Ég tel að það séu yfirgnæf- andi líkur á því að það þurfi ekki að breyta lögunum sjálfum. Þau standa og út frá þeim er gengið. Það þýðir ekki að sá möguleiki sé ekki til stað- ar að einhvers konar staðfesting þingsins á endanlegri niðurstöðu geti ekki samt þurft að koma til. Það þarf ekki að þýða að það þýði breyt- ingu á lögunum sjálfum.“ Sáttur við þróun mála  Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það séu yfirgnæfandi líkur á því að ekki þurfi að breyta lögunum  „Þau standa og út frá þeim er gengið“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar Alp Mehnet, fyrrverandi sendiherra Breta á Íslandi, kemur af fundi með íslenskum ráðamönnum í stjórnarráðinu. Í HNOTSKURN » Steingrímur J. Sigfússonfjármálaráðherra segir að engir pappírar sem slíkir fari enn á milli þjóðanna vegna Icesave-málsins heldur sé um stöðug samskipti að ræða til að finna lausnina. » Síðdegis í gær átti Stein-grímur fundi með sendi- herrum Breta og Hollendinga um málið. „Þeir eru vel upp- lýstir um hvernig þetta snýr að okkur,“ segir hann. » Ég er þokkalega sátturvið þróun mála,“ segir Steingrímur. Um 1,3 millj- arðar evra og um 2,3 millj- arðar punda eða um 800 milljarðar króna falla á Tryggingasjóð innistæðueig- enda 23. októ- ber næstkom- andi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra von- ar að samkomulag náist við Breta og Hollendinga fyrir þann tíma. Gylfi Magnússon bendir á að tryggingasjóðir innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi hafi greitt innistæðueigendum og því sé ver- ið að ræða við sjóðina frekar en við innistæðueigendur. „Við miðum við að samningar náist við Breta og Hollendinga,“ segir viðskiptaráðherra. „Það er kannski ekki rétt á þessu stigi að vera með einhverjar vangaveltur eða getgátur um hvað gerist ef það gengur ekki eftir.“ Um 800 milljarðar gjaldfalla 23. október Bjartsýnn Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.