Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 TALSVERT færri stunduðu nám við Háskóla Íslands, HÍ, í sumar en búist hafði verið við. Tæplega 1.200 skráðu sig í sumarnámið en þeir hófu þó ekki allir nám. Boðið var upp á 35 nám- skeið. „Það var þó ekki hægt að halda þau öll vegna ónógrar þátttöku. Ef lág- marksfjöldi náðist ekki var námskeið ekki haldið,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands. Hún segir 732 hafa skráð sig í próf en af þeim hafi 600 þreytt próf. Marg- ir þeirra hafi farið í fleiri en eitt próf. „Þetta var allt minna en við bjugg- umst við, bæði þátttakan í nám- skeiðum og prófum. En við lítum já- kvætt á það. Atvinnuástand stúdenta reyndist ekki jafnerfitt og á horfðist,“ segir Kristín. Hún tekur það fram að háskólinn hafi verið opinn í sumar og að talsvert hafi verið um að nemendur hafi unnið að ritgerðum og rannsóknarverk- efnum. Nokkrir kennarar kenndu á nám- skeiðum og leiðbeindu nemendum án þess að taka greitt fyrir það, að sögn Kristínar. Gert var ráð fyrir því að Háskóli Íslands fengi um helminginn af 100 milljóna króna framlagi til allra há- skólanna vegna sumarnáms þar sem útlit var fyrir að það yrði mest þar, að því er Kristín greinir frá. „Þetta verður gert upp í lokin. Við fáum bara greitt fyrir það sem fór fram,“ segir hún. Háskólinn á Akureyri bauð upp á 25 námskeið. Alls skráðu 150 nem- endur sig á sumarnámskeið, að sögn Steinunnar Aðalbjarnardóttur, verk- efnastjóra á fjármála- og starfs- mannasviði. Hún segir nemendurna hafa verið heldur fleiri en búist hafði verið við. 10 nemendur skráðu sig úr öllum námskeiðum en 25 skráðu sig úr einhverju námskeiði. ingibjorg@mbl.is Færri í náminu en vænst Morgunblaðið/Eggert Við lestur Þátttaka í námi og próf- um við HÍ minni en búist var við. 1.200 skráðu sig í sumarnám HÍ Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÉG hafði reynslu af því að vera atvinnulaus áður og vissi að maður getur verið fljótur að detta niður andlega. Ég var ákveðin í að fara ekki þá leiðina heldur skapa mér fasta punkta í tilverunni,“ segir Anna Henriksdóttir sem hefur verið atvinnulaus síðan í janúar, er hún missti starf sitt sem tækniteiknari hjá THG-arkitektum. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur þeim fjölgað jafnt og þétt sem eru án atvinnu lengur en sex mánuði, eru nú orðnir um sjö þúsund talsins. Önnu hefur ekkert orðið ágengt í atvinnuleit sinni, þrátt fyrir að senda inn fjölda atvinnuumsókna. Fæstum þeirra hefur verið svarað. Hún hefur verið þeim mun duglegri að nýta sér þá þjónustu og úrræði sem stétt- arfélag hennar, VR, hefur boðið upp á fyrir atvinnulausa félagsmenn sína. VR hefur einnig verið í samstarfi við aðra aðila, eins og Hlutverkasetrið og verkefnið Nýttu kraftinn, og Anna segist hafa sótt nokkur námskeið þar. Er reyndar orðin svo virk í þessu starfi að hún hefur tek- ið að sér kennslu í magadansi og hlaupið í skarðið fyrir kennara á myndlistarnámskeiði, en Anna lærði myndlist í gamla Myndlista- og handíðaskólanum. Áður en hún fór að starfa sem tækniteiknari fyrir níu árum hafði hún kennt leikfimi og fimleika í mörg ár. Einnig kennt öldr- uðum leikfimi og verið leiðbeinandi í kraftgöngu. Kynnist fleira fólki í sömu stöðu Anna segir námskeiðin hafa verið mjög gagnleg, sem hún hefur sótt, og hvetur alla atvinnulausa til að nýta sér öll þau úrræði sem stéttarfélög og fleiri aðilar bjóða upp á. Þannig hefur Anna einnig farið á myndlistarnámskeið í Norræna húsinu á vegum japanska sendiráðsins og sótt námskeið í Rauða kross húsinu um hvernig eigi að reka fyrirtæki og vinna viðskiptaáætlanir. „Dagskráin hefur því verið mjög þétt hjá mér. Þetta styttir manni stund- irnar um leið og maður sækir sér aukinn fróðleik og skemmtun. Maður kynnist fleira fólki í svipaðri stöðu, fær líka fleiri hugmyndir og líður mun betur,“ segir Anna. Hún hefur ekki látið námskeiðin duga heldur einn- ig skráð sig í kvöldskóla í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Þá stefnir hún að kennaranámi í Listaháskólanum ef atvinnuleitin ber ekki árangur í vetur. Anna hefur hún tekið upp penslana að nýju og málað olíumálverk, vatnslitaverk og teikningar, og ætlar að hafa opið hús í vinnustofu sinni í bílskúrnum að Digra- nesvegi 18a á morgun fyrir ættingja, vini og kunningja. Ákveðin í að skapa mér fasta punkta í tilverunni Anna Henriksdóttir hvetur þá sem eru atvinnulausir eins og hún að nýta sér öll þau námskeið og viðburði sem bjóðast ÞAÐ verður nóg um að vera á Flúð- um og nágrenni um helgina en þá fer þar fram hátíðin „Matarkistan Hrunamannahreppur“. Á uppskeru- hátíðinni geta gestir keypt hluta af þeim fjölbreyttu vörum sem fram- leiddar eru í hreppnum. Í boði verð- ur fjölbreytt úrval af glænýju ís- lensku grænmeti og matvælum beint úr sveitinni; lambakjöt, nauta- kjöt, svínakjöt, lax, silungur, brodd- ur, egg, hunang, vínber og mjólkur- vörusmakk. Salan fer fram í Félagsheimilinu á Flúðum frá kl. 13 í dag. Sigurður Sigmundsson ljósmynd- ari verður með ljósmyndasýningu í tengslum við uppskeruhátíðina. Uppskeru- hátíð í Hruna- mannahreppi Morgunblaðið/G.Rúnar Flúðir Mikið af grænmeti er ræktað á Flúðum og nærsveitum. HUGLEIÐSLUSKÓLINN Lótushús stendur fyrir hugleiðslustund í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, undir yfirskriftinni Innri styrkur - innri vernd. Þar verða hugleiðslur og lifandi tónlist í um- sjón Ólafar Arnalds og Hallfríðar Ólafsdóttur. Dagskráin, sem hefst kl. 17 og er öllum opin án endur- gjalds, er liður í alþjóðlegu verk- efni þar sem hugleiðslumiðstöðvar í yfir 100 löndum sameinast í að skapa friðsælt andrúmsloft í tilefni friðardags Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Þóris Barðdals og Sigrún- ar Olsen hjá Lótushúsinu er mark- miðið að gefa sem flestum færi á að stíga um stund út úr amstri hvers- dagsleikans og „upplifa þann frið og styrk sem býr innra með hverri manneskju“ eins og þau orða það. Morgunblaðið/Ásdís Kyrrðarstund Þórir Barðdal og Sig- rún Olsen stýra Lótushúsinu. Hugleiðsla í Salnum Eins og kemur fram hér til hliðar hefur Anna verið dugleg að nýta sér þau námskeið og viðburði sem VR býður atvinnulausum fé- lagsmönnum sínum upp á, m.a. í samstarfi við Hlutverkasetrið og verkefnið Nýttu kraftinn. Anna hvetur atvinnulausa til að nýta sér þessa þjónustu, sem og hjá Rauðakrosshúsinu og fleiri aðilum sem hafa boðið upp á margs konar úrræði og fræðslu fyrir atvinnulausa. Nýttu kraftinn er verkefni sem Sigríður Snævarr sendiherra og María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræðingur komu á fót og Elín Ebba Ásmundsdóttir stýrir Hlutverka- setrinu. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunum www.vr.is, www.hlutverkasetur.is og www.nyttukraft- inn.is. Margskonar þjónusta í boði Morgunblaðið/Heiddi Jákvæð Anna Henriksdóttir tók upp penslana að nýju og fór að mála myndir í bílskúrnum sínum í Kópavogi. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is VERÐI lögmaður persónulega gjaldþrota verður hann að sæta sviptingu málflutningsréttinda af hálfu dómsmálaráðuneytis. Engra slíkra aðgerða er hins vegar gripið til verði hlutafélög í eigu lögmannsins gjaldþrota. Þetta staðfestir Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lög- mannafélags Íslands. Ástæðu þessa segir Ingimar þá að það séu hlutafélaga- og einkahluta- félagalög sem kveða á um rekstur fyrirtækja, hvort sem þau eru í eigu lögmanna eða annarra, en lög- mannalögin gildi um þær persónu- legu kröfur sem gerðar eru til lög- manna. Hlutafélagalögin gilda því um fyr- irtæki lögmannsins Björns Þorra Viktorssonar, sem fréttastofa RÚV greindi frá á miðvikudag að skipt hefði verið um kennitölu á. Lýtur sömu lögmálum „Það gilda sömu lög um rekstur hlutafélaga hvort sem þau lúta að rekstri lögmannsstofa eða annarrar starfsemi,“ segir Ingimar. Fjárhagslegir hagsmunir skjól- stæðinga lögmanna njóta hins vegar verndar. Er það gert með því að að- skilja fjárhag lögmannsstofunnar frá fjármunum skjólstæðinga hennar og verða þeir fjármunir ekki teknir inn í gjaldþrotaskipti. „Þetta er skilyrðislaus skylda og Lögmannafélaginu ber skylda til að kanna fjárvörslu sjálfstætt starfandi lögmanna sem eru með fé annarra í sínum höndum.“ Árlega þurfa sjálf- stætt starfandi lögmenn líka að skila inn til félagsins skýrslu, staðfestri af löggiltum endurskoðanda, um að samræmi sé á milli viðskiptamanna- bókhalds og fjárvörslureikningsins. Gjaldþrot ekki algeng Ingimar segir ekki mörg dæmi um að lögfræðingar hafi orðið gjaldþrota sl. áratug og honum er ekki kunnugt um að lögmannsstofa hafi orðið gjaldþrota á þeim tíma. Lögmanna- félagið sé hins vegar yfir 800 manna félag og lögmenn þurfi að taka á sig skelli við núverandi efnahagsaðstæð- ur rétt eins og aðrir. „Við erum ekk- ert undanskilin þessum áföllum.“ Ekki undaskilin áföllum  Ekki sömu lög um persónulegt gjaldþrot lögmanns og fyr- irtækis í hans eigu  Vörslufé undanskilið gjaldþrotakröfum Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. í dag frá kl. 10 til 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.