Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 44
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is JOMAR er þunglyndur fyrrverandi skíðakappi sem kemst að því að hann á barn í nyrstu héruðum Noregs. Eðlilega fyllir hann snjósleðann sinn af bensíni og heldur af stað með sitt eigið bensín í fartesk- inu, fimm lítra af áfengi og stóran pakka af kvíða- stillandi verkja- töflum. „Titillinn, Norður (Nord), kemur frá Erlend Loe [handritshöfundinum sem Ís- lendingar þekkja margir fyrir skáld- sögurnar Ofurnæfur og Maður og elgur] og hann fylgdi okkur. Hann er stór en samt líka svo smár,“ segir leikstjórinn Rune Denstad Langlo. En var ekkert erfitt að kvikmynda í svona fábreyttu landslagi? „Það er náttúran sjálf sem gerir kvikmynda- tökuna athyglisverða. Náttúran er á vissan hátt andstæðingurinn, að- alpersónan þarf að yfirvinna hana til að komast á áfangastað.“ Sveitalubbar eða dæmigerðir Norðmenn? Þótt Jomar ferðist yfir eyðilegt og strjálbýlt svæði þá hittir hann þó- nokkuð af sérkennilegum karakter- um á leiðinni. Eru þetta dæmigerðir Norðmenn? „Já,“ svarar Langlo strax og bætir svo við: „Þegar við sýndum hana fyrir norðan könnuðust allir við persónurnar. En í Ósló sögðu menn að þetta væru bara sveitalubbar, þetta væri ekki raunsæ lýsing á Noregi. En þetta er það skemmtilega við að vinna að vega- mynd, þú getur haft stutta fundi eða langa … hann hittir þrjár lyk- ilpersónur, litlu stúlkuna, hómófób- íska strákinn og gamla Samann. Saminn var persóna í skúffunni hjá Loe, hann var að hugsa um að skrifa skáldsögu um hann, en svo var hann bara svo fullkominn fyrir þessa mynd. Jomar sjálfur er svo mestan part byggður á mér, ég var óttalega þunglyndur fyrir nokkrum árum. Og myndin speglar þessar andstæður, að vera nánast á þaki veraldarinnar en samt á botninum.“ Í hvert skipti sem Jomar kveður einhverja af aukapersónunum staldr- ar myndavélin við í einar fimm sek- úndur á andliti þeirra á meðan Jom- ar hverfur út í buskann, það er eins og Jomar sé að taka minnismynd af þeim. „Ég vildi skapa þeim von, sýna að þau hefðu lært eitthvað, grætt eitthvað, á heimsókn Jomars,“ segir Langlo en flestir aukaleikararnir voru áhugamenn. „Gamli Saminn var í áhugaleikhóp á sjöunda áratugnum, litla stúlkan hafði aldrei leikið neitt.“ Og hann tekur undir með mér að það sé mikil gróska í norskri kvik- myndagerð þessi misserin. „Við er- um mjög ung kvikmyndaþjóð, stofn- uðum til dæmis ekki kvikmyndaskóla fyrr en árið 1999. Fyrir tíu-tuttugu RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Einsemd skíðamannsins Leikstjóri kvikmyndarinnar Nord, eða Norður, segir söguhetju myndarinnar, þunglyndan fyrrum skíðakappa, að mestu leyti byggða á honum sjálfum Eðlilegt? Söguhetjan fyllir snjósleða af bensíni, tekur með áfengi í lítravís og pakka af kvíðastillandi verkjatöflum. www.riff.is Rune Denstad Langlo árum voru þetta alltaf sömu mynd- irnar, annaðhvort miklar vinsælda- myndir eða ofboðslega listrænar, nú er breiddin miklu meiri – og miklu meiri fagmennska.“ Langlo hefur unnið í kvikmyndabransanum norska í ellefu ár en þetta er fyrsta leikna myndin hans. „Lengst af hef ég verið að vinna að heimild- armyndum, þetta er fyrsta leikna myndin mín, ég hef ekki einu sinni gert leiknar suttmyndir áður. En nú er ég að vinna að hvoru tveggja, nokkrum heimildarmyndum og annarri mynd með Erlend Loe.“ Þekktasta heimildarmynd hans er líklega 99% hreinskilin (99% Ærlig), þar sem hann fylgir eftir hipphopp-sveitinni Forente Minoriteter (Samein- aðir minnihlutahópar) í tvö ár og notar örlög hljómsveitarinnar sem speg- il á norska fjölmenningarsamfélagið. Úr hipphoppi á snjósleða 44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009  Kvikmyndaunnendur vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þessa dagana. RIFF-hátíðin er á fullum dampi og um leið og henni lýkur tekur önnur hátíð við, Nor- disk Panorama, norræn stutt- og heimildarmyndahátíð í Regnbog- anum. Á henni verður m.a. sérstök dagskrá með stuttmyndum Gríms Hákonarsonar, Rúnars Rúnars- sonar og Dags Kára Péturssonar. Verður þar m.a. sýnd merkileg stuttmynd sem Grímur og Rúnar gerðu saman 17 ára, Klósettmenn- ing. Myndina tóku þeir upp um kló- settop og sýnir hún fólk við ýmsa iðju á almenningssalerni. Í lokaatriðinu kúkar kunningi þeirra félaga í klósettið og segja þeir að þetta atriði hafi komið svo vel út í myndinni að fólk haldi að þar séu tæknibrellur á ferð. Sann- arlega áhugavert sjónarhorn! Kúkað í stuttmynd Dags og Rúnars Fólk Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HAVARÍ er ný plötubúð í miðbæ Reykjavíkur sem verð- ur opnuð í dag. „Við seljum plötur í bland við annað popp, eins og myndlist, hönnun og allskonar hluti sem tínast til. Svo höldum við líka tónleika og myndlist- arsýningar,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson sem sér um búðina ásamt konu sinni, Berglindi Häsler. Havarí er staðsett í Austurstræti 6 og er sam- starfsverkefni fjögurra fyrirtækja, Kimi Records, Borgin hljómplötur, Gogoyoko og Skakkapopp. „Búðin er stofnuð í kringum þessar útgáfur og því verðum við aðallega með tónlist frá þeim en við verðum líka með aðra tónlist. Havarí mun hanga á jaðrinum, bæði í tónlist og myndlist,“ segir Svavar. Eins og gera má ráð fyrir verður búðin opnuð með miklu ha- varíi í dag kl. 13 með forsölu á nýjustu plötu Hjálma. Hjálm- ar sjálfir kíkja í heimsókn og taka lagið og ýmis tilboð verða í gangi. Að sögn Svavars er um tilraunaverkefni að ræða og því sé í bili aðeins stefnt að því að hafa búðina opna til ársloka. „Ef við erum áfram í stuði í jan- úar höldum við áfram. Þetta er tilraunaverk- efni sem á kannski eftir að vinda upp á sig.“ Í húsnæðinu sem hýsir Havarí var Kaffi Austurstræti áður til húsa eða Kaffi Oj eins og Svavar kallar það. „Félagarnir eru aðeins að reka inn nefið, þeir sjá að það er eitthvað í gangi og spyrja hvort það sé verið að opna gamlan íverustað með vonarglætu í augum.“ Havarí á opnunardegi plötubúðarinnar Havarí  „Mig langar að deila með ykkur myndum úr módellífi mínu, leyfa ykkur að skyggnast á bak við tjöldin hjá fjölskyldu atvinnuknatt- spyrnumannsins og fjalla um það sem mér finnst heitt og sniðugt í heimi tískunnar og skemmtanaiðn- aðarins,“ segir Ásdís Rán ofurfyr- irsæta og ísdrottning, í sinni fyrstu færslu sem Pressupenni á vefnum Pressan.is. Ásdís hefur til þessa bloggað á mbl.is og einnig haldið úti Facebook-síðu. Fyrirsætan er nýkomin frá Sunny Beach í Kaliforníu ásamt fjölskyldunni og segir fjölskylduna aðallega hafa verið þar út af „raunveruleikaþættinum hennar“, Footballers’ wives, því taka þurfti upp efni fyrir þættina um fjöl- skylduna. Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður hennar og knatt- spyrnumaður, er atvinnulaus sem stendur, í leit að knattspyrnuliði, en Ásdís Rán vonast að sjálfsögðu til þess að hann „negli einhvern feitan díl“. Annars verður hún varla lengur „footballer’s wife“, eða hvað? Ásdís Rán og módel- lífið á Pressunni Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TVEIR af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar, hafa tekið höndum saman og senda frá sér tvöfaldan geisladisk í byrjun október. Diskurinn ber heitið Vinalög og er hálfgerður vináttuvottur á milli Íslands og Færeyja að sögn Jógv- ans. „Ég lét Friðrik hafa tíu uppá- haldslögin mín frá Færeyjum, sem voru þýdd yfir á íslensku af Val- geiri Skagfjörð, og Friðrik lét mig hafa tíu uppáhalds íslensku dæg- urlögin sín og þau hafa verið þýdd yfir á færeysku af Boga Gotfred,“ segir Jógvan um formið á Vinalög- um. Spurður hvaða lög þetta séu svarar Jógvan snöggt: „Það þýðir ekkert að segja hver færeysku lög- in eru, þau þekkir enginn,“ segir hann og hlær. „En íslensku lögin sem ég syng á færeysku eru t.d „Lítill drengur“, „Ég er á leiðinni“, „Söknuður“ og „Þú komst við hjart- að í mér“ með Páli Óskari, það heit- ir „Nart víð hjartað á mær“ á fær- eysku.“ Íslendingar poppaðri Jógvan og Friðrik Ómar hafa unnið nokkuð saman í gegnum tíð- an. „Ég kynntist honum þegar ég söng bakraddir í Söngvakeppninni 2005, síðan vorum við báðir í George Michael-sýningu á Broad- way og upp frá því hef ég séð um hárið á honum,“ segir Jógvan sem stundar nú nám hjá Keili. Um aðdraganda þessarar vinnu segir Jógvan að hann og Friðrik hafi lengi rætt um að gera eitthvað saman. „Ég hef lengi spáð í af hverju Íslendingar og Færeyingar þekkja ekki tónlistina hvor hjá öðr- um betur. Við Friðrik fórum að ræða þetta og út frá því kom hug- myndin að disknum. Lögin eru nokkuð ólík enda hafa Færeyingar samið mikið af vísnalögum í gegn- um árin og eru ekki eins popplegir og Íslendingar þegar kemur að uppáhalds-dægurlögunum þeirra,“ segir Jógvan. Vinalög á að koma út 8. október og stefna þeir piltar á útgáfu- tónleika 16. og 17. október í Salnum í Kópavogi. Helgina eftir verða þeir með tónleika í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Jógvan og Friðrik í eina sæng Vinalög Jógvan Hansen og Friðrik Ómar horfa út í bláinn. Havarí-hjón Berglind og Svavar sjá um Havarí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.