Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 13 °C | Kaldast 7 °C Suðvestan og vestan 3-8, skýjað með köflum og víða smáskúrir, bjartviðri SA-lands. Hiti 7 til 13 stig. » 10                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-+. +/*-01 **2-/0 +3-,31 +/-40, *.-14+ **4-0 *-,340 *42-*. *1*-*4 5 675 *1# 89 6 +//4 *+,-20 +/+-*. **2-3 +3-3*4 +*-/+2 *.-433 **4-4, *-,2,2 *42-.2 *1*-. +,,-012+ &  :8 *+,-12 +/+-00 **2-.3 +3-34 +*-/1. *.-440 *+/-+0 *-,2.3 *40-,, *1+-+* FÓLK Í FRÉTTUM» TÓNLIST» Skakkamanage-hjónin opna plötubúð. »44 Bókmenntafræði- stofnun heldur mál- þing í samstarfi við Þjóðleikhúsið um Sigurð Pálsson rit- höfund. »43 BÓKMENNTIR» Rýnt í Sig- urð Pálsson KVIKMYNDIR» Stallone snýr aftur í The Expendables. »47 OFURFYRIRSÆTUR» Gisele Bündchen er orðin ófrísk! »48 Viðtal við leikstjóra norsku myndarinnar Nord, sem fjallar um þunglyndan skíða- kappa, auk þriggja dóma. »44, 48, 51 Þunglyndur skíðakappi RIFF» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Niðurbrotin og hætt að hlaupa 2. „Erum tæknilega gjaldþrota“ 3. Útförin haldin samkv. óskum … 4. Ólafur lætur af starfi ritstjóra Íslenska krónan styrktist um 0,47% Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is KONUR eru ekki bara farnar að prjóna meira eins og aukin sala á garni og prjónabókum gefur til kynna. Þær eru líka farnar að sauma fatnað í meiri mæli en áður og kaupa bætur til þess að gera við gamlar flíkur,“ að sögn Eddu Báru Róberts- dóttur, verslunarstjóra hjá Vogue. „Yfirleitt dettur efnissalan hjá okkur niður á sumrin. Salan á fataefnum og smávöru, eins og töl- um, títuprjónum, borðum, bótum og rennilásum, hefur hins vegar verið 57% meiri í sumar en í fyrrasumar,“ segir Edda Bára. Meta tíma sinn öðruvísi Hún segir konur meta tíma sinn öðruvísi í kreppunni en þær gerðu áður. „Þær hrökkva í kút þegar þær fara niður í bæ og sjá verðið á einföldum flíkum. Núna finnst þeim allt í lagi að taka alla helgina í að sauma flík. Áður hugsuðu þær sem svo að þær myndu bara vinna yfirvinnu og kaupa sér það sem þær langaði í.“ Stærsti viðskiptavinahópurinn er um tvítugt, að því er Edda Bára greinir frá. „Það er gríðarlegur áhugi á hönnun og sauma- skap hjá þeim aldurshópi. Það er mikið um að vin- konur komi saman til þess að gera svipaða kjóla báðar tvær. Þær hjálpast þá að. Það er rosalega sniðugt.“ Láta smyrja gömlu saumavélina Konur sem eru að byrja upp á nýtt og eru búnar að láta smyrja gömlu saumavélina sína koma einn- ig í Vogue. „Þær koma ekkert síður á námskeiðin hjá okkur en þær ungu,“ tekur Edda Bára fram. Vegna erfiðleika við innflutning á erlendum tímaritum var hörgull á sniðblöðum um skeið. „Við ákváðum þá að lána konum sem keyptu efni hjá okkur blöð sem voru til hér. Það hefur gef- ist rosalega vel þótt komið hafi fyrir að einhver hafi ekki skilað,“ segir Edda Bára. Hún getur þess að síðar í haust sé væntanleg endurútgáfa bókarinnar Saumahandbókin sem ekki hafi fengist lengi. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir henni og það er mikil þörf fyrir slíka bók. Í henni er hægt að fletta upp hvernig gera á hlutina frá a til ö.“ Efni og bætur rjúka út  Konur sauma fatnað í meiri mæli en áður og gera við gamlar flíkur  Ungar konur stærsti hópurinn  Þær eldri búnar að láta smyrja gömlu saumavélina Morgunblaðið/Ómar Gríðarlegur áhugi Edda Bára Róbertsdóttir seg- ir vinkonur hjálpast að við saumaskapinn. ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik kemur næst sam- an til æfinga í lok næsta mánaðar en þá verður hlé í flestum deildum Evrópu vegna landsliðsverk- efna. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að tíminn verði nýttur til æfinga, ekki til að spila æfingaleiki og var til dæmis hafnað að mæta Svisslendingum í æfingaleikjum á þessum tíma. „Við ætlum að nota þessa viku á annan hátt en áður. Meðal annars að það lið sem vann silfrið á Ólympíu- leikunum í fyrra hefur ekki komið saman frá því á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra vegna meiðsla margra úr hópnum. Þess vegna meðal ann- ars var ákveðið að leggja áherslu á að kalla í hópinn og láta hann æfa saman. Þetta verður okkar eina tækifæri til þess þar sem næst kem- ur landsliðið ekki aftur saman fyrr en í byrjun janúar þegar undir- búningur fyrir Evrópumótið í Aust- urríki hefst.“ | Íþróttir Landslið- ið saman til æfinga Æfingaleikir við Sviss afþakkaðir Guðmundur Guðmundsson ÞÝSKI leikarinn Daniel Brühl skrafar við Ingvar E. Sigurðsson á tökustað kvikmyndarinnar Kónga- vegur 7 í gær. Tökur hófust á þriðjudaginn á myndinni sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir og framleiðir ásamt Vest- urporti. Brühl fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Gísla Erni Garð- arssyni. „Daniel hefur það ótrúlega gott og skemmtir sér konunglega,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, einn þriggja framleiðenda myndar- innar.| 45 Morgunblaðið/Golli TALAÐ SAMAN Á TÖKUSTAÐ  Róbert Gunn- arsson, landsliðs- maður í handknatt- leik, var á dögunum kosinn fyrirliði þýska liðsins Gummersbach. Þar með eiga Íslending- ar nú þrjá fyrirliða í þessari sterkustu handboltadeild í heiminum, og að auki tvo þjálfara. Sautján Íslendingar spila í deildinni í vetur. Guðjón Valur Sigurðsson var gerður að fyrirliða stórliðsins Rhein-Neckar Löwen í sumar og þriðji landsliðsmaðurinn, Þórir Ólafsson, er orðinn fyrirliði ný- liðanna N-Lübbecke. | Íþróttir ÍÞRÓTTIR Róbert þriðji íslenski fyrirliðinn í Þýskalandi  EINN ástsælasti söngvari sem Ís- land hefur alið, Ragnar Bjarna- son, verður 75 ára næstkomandi þriðjudag. Af því tilefni vill hann bjóða þjóðinni upp á afmælistertu og kaffi í anddyri nýju Laugardalshall- arinnar. Veislan hefst kl. 16 og mun afmælisbarnið syngja nokkur lög fyrir afmælisgesti. Ragnar hefur sjaldan verið í meira stuði, en sama dag kemur út þreföld safnplata og svo verða stórtónleikar í Höllinni laugardaginn 26. september. TÓNLIST Raggi Bjarna býður ger- vallri þjóðinni í afmælið sitt  OG meira af ern- um æringjum. Fyr- irsögnin er orð- réttur texti sem fylgir mynd af hinni gríðarhressu áhöfn sem kennd er við Halastjörnuna, nú skipuð þeim Gylfa Ægissyni, Hemma Gunn og Ara Jónssyni. Áhöfnin kemur ekki oft saman og því gullið tækifæri að sjá hana á Ránni, Keflavík, í kvöld, en staðurinn fagnar tuttugu ára afmæli. Hjónin Björn Víf- ill og Nanna opnuðu staðinn árið 1989 og hafa rekið hann af myndarbrag allar götur síðan. TÓNLIST „Meira fjör og fíflagangur finnst ekki!!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.