Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009
ÞAÐ er með ein-
dæmum hvernig þessi
ríkisstjórn ætlar að
beygja Þingeyinga og
aðra Norðlendinga og
um leið að ganga end-
anlega frá mögulegri
uppbyggingu atvinnu-
og mannlífs hér fyrir
norðan. Hug-
myndafræði, málflutn-
ingur, framgangur og
rök ráðherra og þing-
manna eru ótrúleg. Í fyrsta lagi
hugnast ríkisstjórninni ekki að vinna
og nýta þá orku, sem hugsanlega
finnst á háhitasvæðum í Þingeyj-
arsýslum í orkufrekan iðnað. Heldur
verður þeim tíðrætt um að nýta
orkuna í „eitthvað annað“. Þvert á
vilja heimamanna sem hafa í áratugi
búið við ástand kreppu og sam-
dráttar.
Í öðru lagi hefur framganga þeirra,
umræða og meðferð málsins skaðað
alla íbúa í Þingeyjarsýslum. Hvar
liggur ábyrgðin? Þekkingarleysi,
skilningsleysi og framkvæmdaleysi
einkennir þessa ríkisstjórn. Þessi rík-
isstjórn hefur leitt til þess að fólk
íhugar brottflutning. Þetta er grát-
legt en því miður staðreynd málsins.
Það er búið að hafa íbúa hér að fíflum.
Ef þetta er pólitíkin sem bjóða á upp
á, Guð blessi þjóð og land.
Ef teknar eru til nánari skoðunar
umfjallanir og ummæli þingmanna og
ráðherra Samfylkingarinnar, sér-
staklega þegar þeir hafa látið sjá sig á
Húsavík, hafa þeir staðfastlega lofað
stuðningi við verkefnið um álver við
Bakka. Hvar eru heilindi manna, trú-
verðuleiki og heiðarleiki nú þegar
sömu aðilar snúa baki við því fólki
sem þeir færðu þessi loforð. Það
skyldi þó ekki vera að Samfylkingin
hefði notað þetta verkefni sem skipti-
mynt þegar stjórnarsáttmálinn var
gerður milli Samfylkingarinnar og
VG? Og hvernig má það vera að með-
höndlun ríkisins á þessu verkefni lúti
allt öðrum lögmálum en önnur sam-
bærileg verkefni á landinu? Það
skyldi þó ekki vera
vegna þess að önnur
verkefni eru til upp-
byggingar á suðvest-
urhorni landsins? Mað-
ur óneitanlega spyr sig
að hinu og þessu nú
þegar fer að líða að því
að ríkisvaldið þurfi að
taka ákvörðun. Ég geri
þó ráð fyrir að rök-
færslur ríkisstjórn-
arinnar fyrir ákvörðun
sinni vanti ekki þar sem
það virðist vera eina
listin sem kunna þarf í
pólitík. Ég reyndar býst einnig við
því að ríkisstjórnin nái að telja lands-
mönnum trú um að „eitthvað annað“
sé það besta.
VG hefur alfarið verið mótfallið ál-
versuppbyggingu á landinu og er svo
sem ekkert við það að athuga. Þetta
er skoðun og sjónarmið sem ber að
virða. En vandamálið er að löngu áð-
ur en VG komst í ríkisstjórn var verk-
efnið um álver við Bakka komið á og
allir sem að því komu þá með ákveðna
stefnu sem bundin var í viljayfirlýs-
ingu.
Nú þegar er búið að eyða umtals-
verðum fjármunum í verkefnið.
Stefnumörkun hefur legið fyrir frá
upphafi þar sem verkefnið var vel
skilgreint og bundið við upphaf og
endi. Til að verkefnið verði að veru-
leika þarf að finna orku. Þetta er ein-
falt verkefni, vel skilgreint og hefur
verið unnið af mikilli fagmennsku
allra aðila. En því miður hefur stjórn-
völdum tekist með íhlutun sinni að
gera framgang verkefnisins óbæri-
legan og dýran, fyrir utan að mis-
bjóða íbúum á Norðausturlandi.
Nú þegar dregur að því að taka
þurfi ákvarðanir snýst málflutningur
VG út á „eitthvað annað“. Hvorki fjöl-
miðlum né almenningi hefur tekist að
fá upplýsingar um hvað þetta „annað
eigi að vera“.
Jú, það hefur verið bent á gagna-
ver, kísilflöguverksmiðjur og eitthvað
fleira. Ryki er slegið í augu almenn-
ings í landinu og gefið til kynna að
einhver erlend fyrirtæki ætli sér að
ráðast í stórtækar og mannaflsfrekar
framkvæmdir á landsbyggðinni.
Raunveruleikinn er sá að þetta eru
eingöngu athuganir hjá þessum að-
ilum en fáir þeirra eru tilbúnir að
fjárfesta á eigin kostnað. Það er verið
að falast eftir stuðningi ríkis og sveit-
arfélaga til að koma þessum fram-
kvæmdum í farveg. Ég verð illa svik-
inn ef þessir aðilar munu ekki einnig
leita eftir því að ríki og eða sveit-
arfélög komi að fjármögnuninni á
þeim. VG og Samfylkingin eru tilbúin
að slá út af borðinu samning við eitt
af bestu álfyrirtækjum heimsins, Al-
coa, fyrir hugsanlega eitthvað annað,
eitthvað sem er algjörlega óskilgreint
og enginn veit hver stendur að baki
eða heldur með hvaða hætti á að fjár-
magna fyrirhugaðar framkvæmdir.
Er hægt að byggja framtíð samfélags
á „einhverju öðru“?
Verndun eða friðun er ein leið sem
hægt er að fara, en fyrir slíka nýtingu
þarf væntanlega að greiða og eru
landsmenn tilbúnir að taka þá fjár-
muni úr ríkissjóði?
Hækka skatta og aðrar álögur?
Nei, ég held ekki og því tel ég eðlilegt
að ríkisstjórnin fylgi þeim áformum
sínum að leyfa heimamönnum að
vinna að þeim málum er varða af-
komu þeirra og framtíð. Það má ljóst
vera að heimamenn geta tryggt
verndun og nýtingu auðlinda í sinni
heimabyggð svo sómi sé að.
Hér eru allir íbúar náttúrusinnar
sem er umhugað um umhverfi sitt.
Það ætti því ekki að koma þingmönn-
um á óvart að hér í Þingeyjarsýslum
er meiri hiti en sá er einskorðast við
jarðhita, því hér er fólki heitt í hamsi
og finnst eðlilega það hafa verið svik-
ið fyrir „eitthvað annað“.
Aftaka í boði ríkisstjórnarinnar
Eftir Guðbjart
Ellert Jónsson »Því miður hefur
stjórnvöldum tekist
með íhlutun sinni að gera
framgang verkefnisins
óbærilegan og dýran...
Guðbjartur Ellert
Jónsson
Höfundur er fjármálastjóri og
staðgengill sveitarstjóra
Norðurþings.
RAGNARI Þór Ing-
ólfssyni hefur orðið tíð-
rætt um gegnsæi í
bloggfærslum sínum,
greinaskrifum í blöð og
í viðtölum við fjölmiðla
og þá helst tengt mál-
efnum Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna (Lv).
Hinsvegar hefur skort
á að hann skrifi eða tali
með þeim hætti að
gegnsæi ríki. Er nýj-
asta grein hans í Morgunblaðinu hinn
13. september gott dæmi um það,
enda full af rangfærslum, er misvís-
andi og vægast sagt blekkjandi á
köflum.
Í fyrsta lagi lætur hann að því
liggja að stjórn VR, sem hann situr í
og skipaði núverandi fulltrúa VR í
stjórn Lv, hafi samþykkt tillögu hans
um að óska eftir ákveðnum upplýs-
ingum frá stjórnendum og stjórn Lv,
sem hann situr ekki í. Það er einfald-
lega ekki rétt. Í öðru lagi heldur hann
því fram að stjórnendur sjóðsins neiti
„stjórnarmönnum okkar“ um upplýs-
ingar og á þá væntanlega við þá aðila
sem sitja bæði í stjórn VR og Lv. Að-
spurðir tjá þessir sömu stjórnarmenn
mér að þeir hafi fengið allar þær upp-
lýsingar sem þeir hafi óskað eftir,
enda eru þeir æðstu stjórnendur
sjóðsins. Eru þeir að halda upplýs-
ingum leyndum fyrir sjálfum sér? Ef
ekki, við hvern á Ragnar Þór þá? Á
hann við nafna sinn
Ragnar Önundarson,
stjórnarformann Lv,
sem stjórn VR skipaði að
minni tillögu í stjórn
sjóðsins einmitt vegna
gagnrýni hans á fjár-
festa og fjármálastofn-
anir fyrir hrun, auk mik-
illar fagþekkingar hans
og reynslu úr fjár-
málaheiminum? Þó að
draugar séu gegnsæir þá
eru þeir oftast skynvilla
og við verðum að skilja
það að draugarnir í öll-
um skúmaskotum búa oft í höfði okkar
sjálfra.
Einnig má skilja það sem svo að
þessa tillögu Ragnars Þórs hafi þurft á
stjórnarfund VR svo að hann sjálfur
næði eyrum stjórnarformanns og
framkvæmdastjóra sjóðsins. Það er
heldur ekki rétt. Ég hafði sjálfur milli-
göngu um að koma á fundi með Ragn-
ari Þór og nýkjörnum stjórnarfor-
manni sjóðsins skömmu eftir skipun
hans. Þá hélt stjórn Lv sérstakan upp-
lýsingafund fyrir stjórnarmenn VR
hinn 1. september sl. og kom Ragnar
Þór þar að spurningum sínum og fékk
svör.
Eins og að ofan greinir hefur Ragn-
ar Þór ítrekað fengið svör við fyr-
irspurnum sínum, einnig í tölvupósti.
Hins vegar er hann ekki sáttur við
svörin, en stjórn Lv telur sig hafa veitt
honum þau svör sem henni er heimilt
lögum samkvæmt. Við það sættir
Ragnar Þór sig ekki. Hann krefst þess
af öðrum að þeir brjóti lög. Hægara
er um að tala en í að komast. Þá virð-
ist hann halda að upplýsingar sem
ekki má veita sé unnt að fá í trúnaði.
En hvað vakir þá fyrir Ragnari Þór?
Hvað ætlar hann sér með þessar upp-
lýsingar sem hann óskar eftir og heit-
ir að umgangast af trúnaði og getur
því ekki deilt með öðrum? Hvað vill
hann sýna fram á? Hvað vill hann
sanna eða afsanna? Hver er hinn
raunverulegi tilgangur? Ég hef spurt
hann að því en ekki fengið skýr svör.
Þar er skortur á gegnsæi.
Hinsvegar má færa fyrir því rök að
skortur sé á gegnsæi í starfsemi fjár-
málastofnana og lífeyrissjóða. En til
að breyta því þarf að breyta lögum.
Er það verkefni löggjafans og vil ég
hvetja hann til þess að endurskoða
lög og reglugerðir þar að lútandi í
samvinnu við lífeyrissjóði landsins og
setja þeim samræmdar reglur um
upplýsingagjöf til sjóðsfélaga. Það er
gegnsæi til gagns.
Draugar og
annað gegnsætt
Eftir Kristin Örn
Jóhannesson »… stjórn Lv telur sig
hafa veitt honum
þau svör sem henni er
heimilt lögum sam-
kvæmt. Við það sættir
Ragnar Þór sig ekki.
Hann krefst þess af öðr-
um að þeir brjóti lög.
Kristinn Örn
Jóhannesson
Höfundur er formaður VR.
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 28. september.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um vinnuvélar,
atvinnubíla, jeppa, pallbíla,
fjölskyldubíla og fl.
föstudaginn 2. október 2009.
Í þessu blaði verða kynntar
margar þær nýjungar sem í boði
eru fyrir leika og lærða
Meðal efnis verður :
Vinnuvélar
Námskeið um vinnuvélar.
Atvinnubílar.
Fjölskyldubílar.
Pallbílar.
Jeppar.
Nýjustu græjur í bíla og vélar.
Varahlutir.
Dekk.
Vinnufatnaður.
Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni og
fróðleiksmolum.
Vinnuvélar
og bílar