Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009
móti okkur skælbrosandi. Glugginn
inni í eldhúsi er okkur mjög minnis-
stæður þar sem við fengum að príla
inn og út að vild. En úti var garðurinn
sem við lékum okkur svo oft í. Klifr-
uðum upp á húsþök, þrifum hjá þér
gluggana að utan og alltaf varstu jafn
ánægð með það þó það hafi örugglega
verið misvel gert. Við minnumst þess
að fá að fara í bað á Leifsgötunni og
alltaf var það jafn skemmtilegt, þar
fengum við að busla að vild eins lengi
og við höfðum úthald til.
Við gengum saman niður að Tjörn
og gáfum öndunum brauð, röltum
Laugaveginn og fórum með þér í
sund. Þegar heim var komið var alltaf
eitthvað gott að borða hjá þér, alltaf
það sem við vildum fá. Jafnvel bak-
aðar vöfflur eða pönnukökur og að
sjálfsögðu fengum við að vaska upp
eftir matinn. Á laugardögum fengum
við að fara í sjoppuna á horninu og
kaupa okkur nammi og kaupa Staur
fyrir þig í leiðinni.
Í augum okkar varstu alltaf glæsi-
leg og vel til höfð. Bleiki liturinn kem-
ur strax upp í hugann þegar við hugs-
um til þín þó svo þú hafir gengið undir
nafninu „amma gula“ í okkar hópi.
Bleikur varalitur, bleikt naglalakk,
hár eins og úr gulli, stórir skartgripir
og ömmuleg. Þú varst alltaf svo blíð og
góð og öll minnumst við þess þegar þú
tókst utan um okkur og klappaðir okk-
ur á bakið og aldrei skammaðir þú
okkur. Þú tókst þátt í leikjum með
okkur og teiknaðir svo vel og þá mun-
um við sérstaklega eftir teikningunum
þínum af fiskum, þeir voru glæsilegir.
Við erum afar þakklát fyrir fýla-
veiðarnar sem við fórum saman í, þar
kenndir þú okkur að verka fýlinn og
sagðir okkur sögur af því hvað fýllinn
hefði verið mikilvægur fjölskyldu
þinni í Víkinni í gamla daga.
Alltaf var jafn gaman að hittast á
Leifsgötunni annan í jólum, þú hafðir
samt alltaf áhyggjur af því að við
kæmumst ekki fyrir í litlu íbúðinni
þinni því við vorum orðin svo mörg.
En það gekk samt alltaf eins og í sögu.
Við borðuðum saman hangikjöt, upp-
stúf, sviðasultu og ís með ávöxtum.
Jólaskrautið þitt er mjög eftirminni-
legt, flotti jólasveinninn á ísskápnum
og fullt af jólamyndum við símaborðið.
Við hlæjum þegar við hugsum um þig
og prjónana þína og öll ílátin á ofn-
unum. Það var líka broslegt þegar við
vorum öll saman í Vík á ættarmótinu
og Ernurnar þrjár fuku.
Elsku amma, takk fyrir allar þessar
ógleymanlegu stundir, minning þín
mun lifa í hjörtum okkar.
Valdimar Ragnar, Aðalbjörg
Katrín, Jóhann Ingi, Erna Karen,
Erna, Elísabet Ósk, Inga Kristín,
Björn Daníel, Jóhanna Ósk,
Ármann Daði, Hjörvar Elí.
Með fáeinum kveðjuorðum langar
mig að minnast mágkonu minnar til
margra ára, Ernu Guðlaugsdóttur frá
Vík í Mýrdal. Hún var ein af fimmtán
börnum Guðlaugar M. Jakobsdóttur
og Guðlaugs Jónssonar. Það er stórt
skarð komið í þennan káta systkina-
hóp. Nú með stuttu millibili hafa þrjú
systkinin farið yfir móðuna miklu,
Guðbjörg, Jón og núna Erna.
Erna var kát og skemmtileg. Yfir
henni var sérstök reisn og virðuleiki.
Hún var ávallt bóngóð og hjálpleg og
vönduð í orði og verki. Þegar ég
kynntist þessum systkinum var Erna
13 ára. Mér fannst hún óvenju þrosk-
uð og hún hafði ríka réttlætiskennd.
Móðir þessa stóra systkinahóps dó
langt um aldur fram og það var auðvit-
að mikið áfall. En eldri börnin sáu um
þau yngri og var mikil samheldni með-
al systkinanna.
Ég vil minnast þeirra allra sem eru
horfin hér af jörð með innilegu þakk-
læti fyrir samveruna og mikla þolin-
mæði við mig og mitt fólk. Guð blessi
þau öll.
Þig faðmi liðinn friður guðs,
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Guðveig Bjarnadóttir
Skaftafelli.
Í dag kveðjum við mína kæru móð-
ursystur, hana Ernu Guðlaugsdóttur.
Hún var mér ekki bara frænka, eða
systir hennar mömmu, heldur var hún
mér góður félagi og vinur. Fyrir það
vil ég þakka nú á þessari stundu.
Erna frænka er komin úr stórum
systkinahóp þar sem samheldnin réð
ríkjum. Amma mín, móðir Ernu, lést
af barnsförum frá 15 börnum er Erna
var á sjötta ári. Afi minn kom öllum
þessum börnum til manns og það veit
ég að mikið reyndi á elstu systkinin í
þessu stóra uppeldisverkefni afa míns.
Það hefur verið dýrlegt að fylgjast
með því hvað þessi stóri systkinahóp-
ur hefur haldið vel saman í gegnum
tíðina. Haldin hafa verið ættarmót þar
sem stórfjölskyldur Guðlaugsbarna
hafa komið saman. Mótin hafa alltaf
verið haldin á æskuslóðunum í Vík í
Mýrdal. Þar hefur Erna frænka og
börnin hennar alltaf verið fremst í
flokki.
Uppeldisaðstæður hjá einstæðum
föður hafa eflaust sett mark sitt á
barnæsku Ernu frænku en aðal henn-
ar alla sína lífsgöngu var jákvæðni og
bjartsýni. Erna og móðir mín stóðu
hvor annarri nálægt í aldri og voru
þær miklar vinkonur, raunar eins og á
við um allar þær Guðlaugssysturnar.
Ég kynnist fyrst að ráði Ernu
frænku er ég flutti til Reykjavíkur
sem ung manneskja. Urðum við fljót-
lega góðar vinkonur og kom ég oft á
heimili hennar og hefur okkar vin-
skapur því staðið yfir í rúm 30 ár. Ef
þannig stóð á hjá mér gat ég alltaf leit-
að eftir aðstoð hjá Ernu og oftar en
ekki gætti hún barna minna og alltaf
þótti þeim mikill fengur að því að fá að
vera með Ernu frænku.
Ég kveð Ernu móðursystir mína
því með söknuði og bið góðan Guð að
veita börnum hennar þeim Óskari,
Gunnari, Rut og Sigurði styrk í þeirri
sorg er fylgir því að kveðja kæra móð-
ur.
Kristín Þorsteinsdóttir.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu, langalangömmu og
langalangalangömmu,
LAUFEYJAR ÞORGEIRSDÓTTUR,
áður til heimilis Flókagötu 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Eir fyrir góða umönnun.
Louise Kristín Theodórsdóttir,
Hlíf Theodórsdóttir, Baldur Sæmundsson,
Þorgeir Theodórsson, Birna Björnsdóttir,
Guðmundur Ægir Theodórsson, Ingveldur Ragnarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn
og barnabarnabarnabarnabarn.
✝
ÖGN M. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Grænahvammi,
Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 3. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á
Hvammstanga fyrir góða umönnun.
Ættingjar.
✝
Við færum öllum þeim sem sýndu fjölskyldunni
vináttu og samúð vegna andláts móður okkar,
GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
innilegar þakkir.
Einnig þökkum við þá virðingu sem minningu
hennar hefur verið sýnd.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigtryggur, Páll, Guðrún, Arnþór og Gísli.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát móður okkar, tengdamóður, systur
og ömmu,
ELSE ÞORKELSSON,
Funafold 48,
Reykjavík.
Starfsfólk 3-S á hjúkrunarheimilinu Eir fær
sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Björn Sigurðsson,
Einar Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Pétur Sigurðsson, Jóhanna Ólafsdóttir,
Elna Rathje
og ömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengda-
móður,
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Siggu frá Litlu-Brekku,
Gnoðarvogi 26.
Ingibjörg Eiríksdóttir, Jan H. Sörby,
Margrét Eiríksdóttir, Einar Már Árnason,
Laufey Eiríksdóttir, Emil B. Björnsson,
Leifur Eiríksson, Guðrún Jóhannsdóttir,
Jón Eiríksson, Sigríður Ó. Geirsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR Á. FINNBOGASON
frá Hvammi í Dýrafirði,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu-
daginn 17. september.
Jóhanna Daðey Kristmundsdóttir, Lárus Grímsson,
Pálmar Kristmundsson, Sigríður Hermannsdóttir,
Ágústa Kristmundsdóttir, Örn Bjarnason,
Hafdís Bára Kristmundsdóttir, Þórir Ingibergsson,
Guðmundur Kristmundsson, Kristín Sördal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
fósturfaðir, afi og langafi,
EINAR GÍSLASON
frá Lundi í Lundarreykjadal,
síðast til heimilis
Brekkuflöt 2,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn
22. september kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á MND-félagið.
Auður Sigurrós Óskarsdóttir,
Gísli Einarsson, Guðrún Hulda Pálmadóttir,
Sigríður Einarsdóttir,
Brynjólfur Óskar Einarsson, Berglind Guðmundsdóttir,
Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Alfreð Gestur Símonarson,
Ástríður Einarsdóttir, Guðmundur Hrafn Björnsson,
Anna Guðný Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ARTHUR GESTSSON
vélstjóri frá Ísafirði,
Lækjasmára 4,
Kópavogi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 6. september.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og kveðjur.
Anna María Helgadóttir,
Helgi Már Arthursson, Sigríður Árnadóttir,
Elín Alma Arthursdóttir, Rafn Ingimundarson,
Erlingur Arthursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
SVERRIR JÓHANNESSON
fyrrv. yfirlæknir,
andaðist í Kungälv Svíþjóð laugardaginn
12. september.
Jarðarför hans fer fram í kyrrþey.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Christina Liewendahl.