Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 VALGEIR Skag- fjörð, formaður Borgarahreyf- ingarinnar, segir að hreyfingin muni ekki kippa sér upp við þetta upphlaup þriggja þingmanna. „Það reynist hins veg- ar hafa verið hrein tímaeyðsla að sitja fund með þingmönnunum í gær þar sem ræddur var möguleiki á sameig- inlegum grundvelli áframhaldandi samstarfs, þau voru greinilega þeg- ar búin að ákveða þetta,“ segir Val- geir. Hann segist hafa fengið fjölda hringinga frá kjósendum hreyfing- arinnar í dag sem segjast vera sviknir af þingmönnum. sigrunerna@mbl.is Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞRÍR þingmenn Borgarahreyfingar- innar og tveir varaþingmenn hafa sagt skilið við hreyfinguna, sem þar með á engan mann eftir á þingi. Þess í stað hafa þau komið sér saman um stofnun nýrrar hreyfingar, sem hlýt- ur einfaldlega nafnið Hreyfingin, og er ætlað að veita grasrótar- hreyfingum rödd inni á Alþingi. Til stendur að leggja fram samþykktir Hreyfingarinnar innan skamms og lúta þær að því að lágmarka miðstýr- ingu og opna fleiri en skráðum með- limum þátttöku. Þingmennirnir ætla engu að síður að starfa áfram eftir óbreyttri stefnu- skrá Borgarahreyfingarinnar, en stefnuskráin tók miklum breytingum á landsfundi hreyfingarinnar um síð- ustu helgi, með þeim afleiðingum að þingmennirnir gengu af fundi. Borgarahreyfingin kemur til með að fá það fjármagn sem ríkissjóður greiðir til stjórnmálaflokka út þetta kjörtímabil. Hreyfingin fær ekki neitt úr ríkissjóði. Varaþingmenn Borg- arahreyfingarinnar verða kallaðir á þing í stað núverandi þingmanna sé þess þörf. Ekki á fjárlögum Mikið hefur borið á deilum milli stjórnar og þingmanna Borgara- hreyfingarinnar nú í sumar. Er þess skemmst að minnast er Þráinn Bert- elsson, sem einnig var kosinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna, sagði sig úr henni. Þá hefur verið deilt um hlutverk hreyfingarinnar og þingmanna henn- ar og telja þingmennirnir mörg atriði nýju stefnuskrárinnar óviðunandi og breyta eðli hreyfingarinnar. Ekki hafi verið hlustað á þessa gagnrýni og því hafi þótt fullreynt að sátt næðist. Þau hafi þó viljað bíða með að segja skilið við hreyfinguna fram yfir landsfund þegar fyrir lá að hreyfingin var orðin annað en lagt var upp með. „Trúverðugleikinn í þessu ati hefur örugglega beðið hnekki og það verður ærið verkefni að endurreisa [hann],“ viðurkennir Margrét Tryggvadóttir, sem verður formaður stjórnar hinnar nýju Hreyfingar. Trúverðugleikinn beðið hnekki Þingmenn segja skilið við Borgara- hreyfinguna og stofna Hreyfinguna Morgunblaðið/Ómar Þingmennirnir Fyrrum þingmenn Borgarahreyfingarinnar telja breytingar sem gerðar voru á stefnu hreyfingarinnar á landsfundi óásættanlegar. METFRAMLEIÐSLA var á kúa- mjólk á nýliðnu verðlagsári, sem stendur frá 1. september 2008 til 31. ágúst 2009. Innlögð mjólk var 126.339.040 lítrar og hefur hún ekki áður ver- ið meiri á einu verðlagsári. Fram- leiðslan var tæplega 1,4 millj- ónum lítra meiri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt frétt Landssambands kúabænda. Bráðabirgðatölur benda til að innlögð mjólk umfram greiðslu- mark hafi verið 10,8 milljónir lítra. Á þeim búum sem ekki náðu að fylla greiðslumarkið hefur því samanlagt vantað 3,5 milljónir lítra upp á, þar sem greiðslu- markið var 119 milljónir lítra. Salan á próteingrunni (fitulitlar mjólkurvörur) undanfarna 12 mánuði er 118 milljónir lítra, hef- ur aukist um 1,6% á tímabilinu. Sala á fitugrunni (smjör, rómi o.fl.) er tæplega 115 milljónir lítra og hefur aukist um 3,8%. Þess ber þó að geta að duftsala í júlí sl. var miklu meiri en venja er til, vegna hækkunar á því 1. ágúst sl. Til ágúst 2009 hefur verulega dregið saman í sölu verðefnanna, en lengst af hefur mun meira ver- ið selt af próteingrunninum. Í upphafi var munurinn 11,2 millj- ónir lítra en er nú kominn niður í 3,1 milljón lítra. Haldi þessi þró- un áfram, verður komið á jafn- vægi í sölu á próteini og fitu snemma á árinu 2011. Morgunblaðið/Þorkell Kýrnar Mjólkurframleiðslan á verð- lagsárinu var sú mesta í sögunni. Metfram- leiðsla á kúamjólk Fitumeiri afurðir eru að vinna á í sölu EIGENDUR bandaríska álris- ans Alcoa styðja áfram af heil- um hug áform um byggingu ál- vers á vegum fyrirtækisins á Bakka við Húsavík, segir Tóm- as Már Sigurðsson, forstjóri Al- coa á Íslandi, og bindur vonir við að viljayfirlýsing við stjórn- völd um áframhaldandi undir- búning verði framlengd. Öðru- vísi takist ekki að ljúka þeim verkum sem eftir eru, eins og með rannsóknaboranir og umhverfismat. Tómas Már segir stöðug fundahöld eiga sér stað með heimamönnum, stjórnvöldum og fleiri aðilum þessa dagana. Ef það megi verða til að auka líkur á að ál- verið rísi, þá sé Alcoa reiðubúið að byrja með smærra álver í fyrsta áfanga en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Það hafi þó alltaf legið fyrir að Alcoa vilji skoða áfangaskipt álver, enda verkefnið í eðli sínu öðruvísi en á Reyðarfirði, þar sem 340 þúsund tonna álver var reist í einum áfanga með raforku frá einni vatnsaflsvirkjun við Kárahnjúka. Til ál- versins á Bakka komi orkan frá nokkrum jarð- varmavirkjunum. „Við höfum viljað hafa fyrsta áfangann eins stóran og mögulegt er og einnig vilj- að sjá til lands með að byggja annað álver af sömu stærð og Fjarðaál,“ segir Tómas Már og bendir á að nú þegar sé mikil orka til reiðu í Kröflu, Bjarnar- flagi og á Þeistareykjum. bjb@mbl.is Alcoa vonast til að viljayfirlýs- ing um Bakka verði framlengd Fyrirtækið reiðubúið að reisa smærra álver á Bakka í fyrsta áfanga Í HNOTSKURN »Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði,sem reist var í einum áfanga, er með framleiðslugetu upp á um 340 þúsund tonn á ári. Orkuþörf þess er um 550 MW. »Verði fyrirhugað álver á Bakka viðHúsavík reist í fyrsta áfanga upp á um 160 þúsund tonna framleiðslugetu þá þarf slíkt álver um 250 MW raforku. Talið er að jarðhitasvæðin í Þingeyjarsýslu geti útveg- að þá orku á skömmum tíma. Tómas Már Sigurðsson „Kjósendur Borg- arahreyfingarinnar segjast vera sviknir“ Valgeir Skagfjörð ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af- henti í gær viðurkenningar fyrir lagnaverk í ný- byggingum á Íslandi, við athöfn í húsakynnum Grunnskólans á Ísafirði, en skólinn varð fyrir valinu að þessu sinni hjá viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands. Félagið hefur allt frá árinu 1990 veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í ný- byggingum á Íslandi er þykja framúrskarandi í hönnun og uppsetningu, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru veittar á Vestfjörðum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við veitum viðurkenningar fyrir vestan en í þriðja sinn sem við förum út á land,“ sagði Kristján Ottósson, formaður Lagnafélags- ins. Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands segir m.a.: „Öll gerð og frágangur lagna- og loftræstikerfa í nýju skólahúsi Grunnskólans á Ísafirði er til fyrirmyndar.“ Á myndinni tekur Einar Ólafsson arkitekt við viðurkenningunni. Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Lofsvert lagnaverk verðlaunað á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.