Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EINS og við er að búast er töluverð samsvörun á milli atvinnuleysis og fjölda einstaklinga á vanskilaskrá eftir landshlutum. Undantekning frá því er þó hvað varðar Vestfirði. Þar eru hlutfallslega fleiri á vanskilaskrá en fjöldi atvinnulausra gefur tilefni til að ætla. Hlutfallslega eru flestir einskling- ar á vanskilaskrá, sem fyrirtækið Creditinfo hefur tekið saman, á Suð- urnesjum, þegar horft er á hlutfall þeirra af heildarfjölda íbúa. Í lok ágústmánaðar var þetta hlutfall 11,3%, en atvinnuleysi á Suðurnesj- um var 11,4% í ágúst. Næsthæsta hlutfall einstaklinga á vanskilaskrá í lok ágúst var á höfuðborgarsvæðinu, 7,6%, og atvinnuleysi var einnig næsthæst þar, 9,0%. Vestfirðir skera sig úr Hlutfall einstaklinga á vanskila- skrá á Vestfjörðum var það sama í lok ágúst og á höfuðborgarsvæðinu, eða 7,6%. Atvinnuleysi á Vestfjörð- um var hins vegar 1,3% í ágúst, sem var minnsta atvinnuleysi á landinu. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segist hafa haldið fyrir- fram að fjöldi einstaklinga á van- skilaskrá á Vestfjörðum myndi fylgja atvinnuleysisstiginu að ein- hverju leyti, eins og víðast hvar ann- ars staðar. Niðurstöður um fjölda einstaklinga á vanskilaskrá á Vest- fjörðum komi því nokkuð á óvart. „Þessar niðurstöður benda því vænt- anlega til þess að fleiri breytur hafi hér áhrif en atvinnuleysið.“ Hann segir að í samanburði við víða annars staðar þá hafi ekki mikið verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum og verðið ekki hækkað mikið. Það skýri því ekki þann fjölda sem sé á vanskilaskrá. Hins vegar hafi nokkuð verið um það að þeir sem hafi misst vinnuna hafi farið annað í atvinnuleit og séu ekki á atvinnu- leysisskrá á Vestfjörðum. Hugsan- legt sé að það eigi sinn þátt í þessum niðurstöðum. Hlutfall einstaklinga á vanskila- skrá er hærra en atvinnuleysið á Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Austurlandi og Suðurlandi, en þó er munurinn ekki eins mikill og á Vest- fjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra og Suðurnesjum er hlutfall einstaklinga á vanskila- skrá hins vegar undir atvinnuleys- ishlutfallstölunum. Atvinnuleysið eykur víðast hvar vandann Samsvörun er á milli atvinnuleysis og fjölda einstaklinga á vanskilaskrá eftir landshlutum, en undantekning er þó frá því, Vestfirðir skera sig úr                                 !"#$  #   #   %          % & %    ! Þetta helst ... ● HÁTEKJUSKATTAR hafa undanfarin ár verið hæstir í heiminum í Danmörku. Svíþjóð hefur verið í öðru sæti. Á þessu verður breyting um næstu áramót og mun Svíþjóð þá taka sæti Danmerkur efst á listanum en Danmörk færist þá niður í annað sætið, samkvæmt frétt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Í fréttinni er vísað í samantekt fyrir- tækisins KPMG, sem hefur tekið saman yfirlit yfir jaðarskatta í ýmsum löndum. Þar kemur fram að hátekjuskattur í Danmörku er nú 62,3% en verður 55,4% frá og með næstu áramótum. Í Svíþjóð er skattprósentan 56,7%. Í þriðja sæti á lista KPMG er Holland með 52,0%. Noregur er í 18. sæti ásamt fleiri löndum með 40,0%. Í frétt danska viðskiptablaðsins Bør- sen segir að í Danmörku og Svíþjóð hafi borgaraflokkarnir verið við völd í mörg ár. Þrátt fyrir það þurfi borgarar þess- ara landa að greiða hæstu skattana af síðustu krónunum í launaumslaginu. Ísland er ekki tekið með í samantekt KPMG. Hinn 1. júlí síðastliðinn tók gildi lagabreyting sem leggur 8% há- tekjuskatt á allar tekjuskattskyldar tekjur yfir 700 þúsund krónum á mán- uði. Almenn skattprósenta hér á landi er í kringum 37,2%. Skattur af síðustu krónum þeirra sem eru með yfir 700 þúsund krónur í mánaðarlaun er því 45,2%, sem er svipað og meðal annars á Írlandi og í Kína. gretar@mbl.is Hæstu skattarnir í Svíþjóð og Danmörku Skattar Skatthlutfallið er 45,2% hér á landi með 8% hátekjuskattinum. arhlutur ríkissins verði að veruleika. Erlendir kröfuhafar Byrs, alls nítján að tölu, hafa skrifað undir bindandi samkomulag um að fella niður veru- legan hluta krafna sinna á hendur sparisjóðnum. Samkvæmt upplýsingum úr fjár- málaráðuneytinu er beðið eftir að skjalagerð vegna endurskipulagning- ar Byrs taki enda áður en hægt verð- ur að ljúka afgreiðslu vegna umsókn- ar sparisjóðsins um stofnfjárframlag. Ragnar Zophonías er bjartsýnn á að umsókn sparisjóðsins verði sam- þykkt. „Við sóttum um hámarkið og gerum ráð fyrir að það verði sam- þykkt,“ segir hann. Erfið niðurfærsla stofnfjár framundan Ríkissjóður að eignast allt að helming í Byr sparisjóði Morgunblaðið/Kristinn Niðurfærsla Frá aðalfundi Byrs í maí síðastliðnum. Fyrirséð er að ríkið eignist allt að helming í sparisjóðnum ef umsókn verður samþykkt. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ er engin ánægja með það að þurfa að skrifa niður stofnfé. Menn eru að reyna að vinna sem best út úr þeirri stöðu sem er komin upp. Það er enginn að gera það af neinni ánægju. Þetta eru erfiðar aðgerðir sem fara þarf út í,“ segir Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs. Ragnar vísar til þess að umsókn sparisjóðsins um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag frá ríkissjóði bíður umsóknar í fjármálaráðuneytinu. Verði hún samþykkt mun ríkið eign- ast allt að helming stofnfjár í spari- sjóðnum. Það er hins vegar háð sam- þykki stofnfjáreigenda og þurfa eigendur 2⁄3 stofnfjár að samþykkja niðurfærslu hluta sinna til að eign- Í HNOTSKURN »Skilyrðin sem fjár-málaráðuneytið setur vegna umsóknar um stofn- fjárframlag eru m.a. að stofnfé verði skrifað niður, að neikvæður varasjóður verði jafnaður á móti stofnfé. » Jafnframt eru almennskilyrði um rekstr- arhagræði og endurskoðun launastefnu hjá sparisjóðn- um. Tveir þriðju hlutar stofnfjáreig- enda í Byr sparisjóði þurfa að samþykkja niðurfærslu eigin stofnfjárhluta til að eign- arhlutur ríkissjóðs í sparisjóðn- um verði að veruleika. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „ÍSLAND hefur sett mikið niður. Það leikur eng- inn vafi á því,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í tilefni af því að fyrirtækið FTSE hefur tekið íslensku úrvalsvísitöluna af lista sínum yfir alþjóðlegar hlutabréfavísitölur. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Þórður segir að ekki sé hægt að gera nokkrar athugasemdir við ákvörðun stjórnenda FTSE. Markaðurinn hér á landi hafi hrunið og það end- urspeglist í ákvörðun fyrirtækisins. Þar að auki sé ekki fullkomlega eðlilegt markaðsástand hér á landi vegna gjaldeyrishafta. „Það er hvergi ásætt- anlegt í vestrænu markaðshagkerfi.“ Hann segir að nú eigi menn að vinna að því að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst, eða skapa aðstæður til þess að það sé hægt að aflétta þeim, og byggja upp markaðinn. „Þá komumst við inn á þessa vísitölu aftur, sem ég tel að sé mikilvægt. Þetta er ákveðið vottorð um að hér sé heilbrigt ástand.“ Aðspurður segist Þórður binda vonir við að ástandið verði orðið með eðlilegum hætti hér á landi í lok næsta árs. FTSE er í eigu breska viðskiptablaðsins Fin- ancial Times og kauphallarinnar í Lundúnum. Haft er eftir David Hobbs, framkvæmdastjóra hjá FTSE Group, á fréttavef Financial Times, að ástæðan fyrir ákvörðun fyrirtækisins sé sú að velt- an á íslenska hlutabréfamarkaðnum sé orðin svo lítil að hann uppfylli ekki lengur skilyrði sem FTSE setur. Mikill álitshnekkir Nú þarf að vinna að því að aflétta gjaldeyrishöftunum segir forstjóri Kauphallarinnar á Íslandi Morgunblaðið/ÞÖK Veltan Of lítil velta er í Kauphöllinni fyrir FTSE. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á þá ósk stjórnar Mile- stone ehf. að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kauphöllin ákvað jafnframt að taka skuldabréf fé- lagsins úr viðskiptum. Ljóst varð í vikunni að Milestone yrði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að kröfuhafar höfnuðu nauðasamn- ingum, en þeir gerðu ráð fyrir að 6% fengjust upp í kröfur. Stærsti kröfuhafinn í þrotabú Milestone er skilanefnd Glitnis með 44 milljarða króna kröfu. Straumur Burðaráss gerir kröfu upp á 5,7 milljarða króna. Í skýrslu umsjónarmanns Mile- stone í greiðslustöðvun, Jóhann- esar A. Sævarssonar, er fjallað um sölu og færslu eigna frá Milestone til Svíþjóðar undir merki Moderna Finance. Mat hans er að eignir hafi verið færðar undan Milestone án raunverulegs endurgjalds. Það kemur til kasta skiptastjóra í þrotabúi Milestone að taka ákvarð- anir um riftun. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti má krefjast riftunar á gjafagerningi ef gjöf var afhent sex til tólf mánuðum áður en þrotamaður leitaði fyrst eftir greiðslustöðvun nema leitt sé í ljós að þrotamaður hafi verið gjaldfær við afhendingu. thorbjorn@mbl.is Ferðalag Milestone tekur enda Hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum '() '()    # # '() *)    # # +,-   .       # # /0& +)     # # '() 1 '() 23    # # ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,2% í gær og er lokagildi hennar 799,7 stig. Frá síðustu áramótum hefur vísitalan lækkað um 20% en hún var þá 1.000 stig. Mest lækkun varð í gær á gengi hlutabréfa Icelandair Group, en þau lækkuðu um nærri helming, eða um 48,7%. Mest viðskipti voru í gær með hluta- bréf Össurar, eða fyrir um 25 milljónir króna. Var það stærsti hlutinn af við- skiptum með hlutabréf í gær, því heild- arviðskiptin námu um 32 milljónum króna. Gengi bréfa Össurar lækkuðu um 1,2% í gær. Viðskipti með skuldabréf í gær námu liðlega 15,7 milljörðum króna, mest með ríkisbréf. gretar@mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.