Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 ✝ Sigurður SnorriÞór Karlsson fæddist 11. ágúst 1945 að Hofsstöðum í Stafholtstungum. Hann lést á lungna- deild Landspítalans 10. september síðast- liðinn eftir erfið veikindi. Foreldrar hans eru Bergljót Snorra- dóttir, f. 16.6. 1922 og Kristján Karl Þórarinsson búfræð- ingur, f. 10.11. 1913, d. 14. júlí 1990. Sigurður var næstelsta barn þeirra hjóna, en þau eru Unnur Kolbrún Karls- dóttir, f. 3.2. 1942 og Guðmundur Brúnó Karlsson, f. 29.10. 1947. Sigurður kvæntist þann 28. des- ember 1969 Kristínu Steinþórs- dóttur frá Stokkseyri, sjúkraliða, f. 18.2. 1949. Þeim hjónum fædd- ust fjórir synir. Þeir eru: 1. Sig- urður Dagur, flugstjóri hjá Atl- anta, f. 14.2. 1967, maki Sigríður Sif Magnúsdóttir viðskiptanemi, f. tíðir til Stokkseyrar og stofnaði eigið verktakafyrirtæki, Verk- tækni ehf., ungur að árum. Vann hann við það sleitulaust meðan stætt var, eða til ársins 2006 þá heltekinn af M.S.A.-sjúkdómi. Sigurður hóf flugnám 1973 og fékk einkaflugmannsréttindi árið 1975. Hann hafði yndi af flugi og notaði hverja stund er gafst til þess. Synir hans tveir eru at- vinnuflugmenn svo vélin hans TF HAL var ekki oft á jörðu niðri í þeirra ungdæmi. Sigurður hafði yndi af söng og gekk í Karlakór Selfoss 1994 þar sem hann starf- aði og söng til æviloka. Árið 1998 hóf Sigurður sambúð með Ingunni Guðmundsdóttur, at- vinnurekanda á Selfossi, fædd 12.10. 1951. Hennar dóttir er Þórdís Sólmundardóttir, fædd 7.1. 1969. Þau bjuggu á Selfossi í húsi sem þau reistu sér á bökk- um Ölfusár. Útför Sigurðar Snorra Þórs Karlssonar verður gerð frá Sel- fosskirkju laugardaginn 19. sept- ember kl. 11. 5.5. 1975. Börn þeirra eru Magnús Máni og Krista Björt. 2. Karl Áki verktaki, f. 30.8. 1969. Sonur hans og Margrétar Guðna- dóttur er Sigurður Orri. Dætur hans og Berglindar Ragn- arsdóttur Heiður og Kristín. 3. Snorri húsa- smiður, f. 12.10. 1971. Kvæntur Fjólu Kristinsdóttur við- skiptafræðingi, f. 27.2. 1972, þeirra börn Daníel Arnór og María Ísabella. 4. Gauti flug- maður, f. 5.5. 1981. Maki Kolbrún María Ingadóttir háskólanemi, f. 10.4. 1984. Eiga þau von á sínu fyrsta barni í nóvember. Sigurður og Kristín slitu samvistir. Sig- urður fluttist með fjölskyldu sinni að Kjartansstöðum í Flóa 12. maí árið 1950. Hann vann við bústörf á æskuheimilinu strax og hann hafði aldur til. Sótti nokkrar ver- Það var mikið gæfuspor fyrir mig að kynnast honum Sigga mínum Kalla fyrir nokkrum árum og fá að upplifa og njóta hjartahlýju hans og elsku. Betri og yndislegri vin og sambýlismann hefði ég ekki getað eignast. Geðprýðin, húmorinn og hans létta lund voru sannarlega bestu kostir sem prýtt geta einn mann og því var það hreinlega mannbætandi að vera í návist hans. Frásagnargleði hans var einstök og orðfæri þannig að enginn komst með tærnar þar sem hann hafði hælana í að segja sögur, enda hafði hann oft orðið og var einstaklega orðheppinn. Það var líka alltaf líf og fjör í kring um hann og mikið hlegið. Hann hafði alveg einstaka nærveru, og var sann- arlega vinur vina sinna. Hann var því alltaf hrókur alls fagnaðar og vina- hópurinn sterkur og stór. Fólk hreinlega laðaðist að honum, enda hallmælti hann aldrei nokkrum manni og allir fengu að eiga það sem þeir áttu, því við vitum að mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru marg- ir. Það áttu allir, jafnt lágir sem háir, rúm í hjarta Sigga og aldrei var spurt um stétt né stöðu. Við áttum sem betur fer mörg góð ár saman við Siggi minn áður en veikindi hans fóru alvarlega að gera vart við sig. Við nutum nærveru hvort annars og lífsins í hvívetna. Ferðuðumst mikið saman, bæði inn- anlands og vítt og breitt um heiminn og ætluðum svo sannarlega að gera miklu meira af því í framtíðinni. En það sannast enn einu sinni, að eng- inn flýr sín örlög, né ræður sínum næturstað. Þrátt fyrir erfið veikindi var samt aldrei gefist upp. Dugnað- urinn og eljan alltaf til staðar, þó svo að stundum færi hugurinn langt á undan getunni. Gott dæmi um þrautseigju hans er garðurinn okkar í Fagurgerðinu. Hann skyldi kláraður þrátt fyrir þverrandi starfsorku, og skerta hreyfigetu. Enda var hann hannaður af honum sjálfum frá a-ö og því eng- um öðrum treyst fyrir verkinu. Og það tókst, þótt erfiðlega gengi oft að koma sér inn í „grænu gröfuna“ eða taka sér skóflu í hönd og að bylt- urnar yrðu margar áður en yfir lyki. Þá var ekki gefist upp, heldur safnað liði og kallaðir til ættingjar og vinir sem allir tóku vel til hendinni. Þarna var garðurinn ræktaður í orðsins fyllstu merkingu. Það er með sárum söknuði að ég kveð hann Sigga minn og þakka honum fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman og mikið á ég eftir að sakna þess að heyra hann ekki oftar segja Ingunn mín, eins og hann gerði alltaf á sinn ein- staka hlýja hátt. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum hinum megin og þar er hann örugglega um- vafinn áður gengnum ættingjum og vinum, og ég er illa svikin ef ekki eru þegar farin að hljóma þar hlátra- sköll. Guð geymi þig elsku Siggi minn, þangað til við hittumst síðar. Þín Ingunn. Elsku pabbi minn, þá hefur þú yfir- gefið hið jarðneska líf. Á þriðjudag í síðustu viku varstu sendur á Grensás og var ég glaður mjög því nú færir þú í þjálfun og þú yrðir kominn í fínt form fyrir giftinguna okkar Siggu um aðra helgi. Þegar ég hitti þig þar var það fyrsta sem þú sagðir, en það var ekta þú: „Nú þarf ég að vera dugleg- ur eins og Úlfurinn.“ En aðeins tveim dögum síðar varst þú dáinn. Minningarnar hellast yfir og eru þær ekkert nema yndislegar. En það er ekki ofsögum sagt að þú varst ein- stakur maður í alla staði, gífurlegt hraustmenni, dugnaðarforkur, góð- menni, hrókur alls fagnaðar, þekktir alla og allir þekktu þig. Þú hefur víða komið við í lífinu, en jarðvinnuverktakabransinn varð á endanum þitt aðalævistarf, og ég var ekki gamall þegar ég byrjaði að vinna með þér, u.þ.b. 12 ára gamall. Ég man svo vel þegar ég byrjaði fyrst að typpa úr í grunnum á traktorsgröf- unni. Og um leið og ég var kominn með meirapróf vann ég meira og minna hjá þér þar til ég fékk vinnu sem flugmaður. En þessi tími var yndislegur og varð maður svo sann- arlega reynslunni ríkari. En það kom nú líka fyrir eins og feðga er von og vísa að kastaðist í kekki, og gátum við orðið ansi reiðir, og ég jafnvel svo að ég grýtti frá mér skóflunni og sagðist hættur. En alltaf sættumst við, stundum nánast strax eða í versta falli daginn eftir og við aftur bestu vinir. Við vorum nánir ég og þú og við feðgar, og það var oft líf og fjör þegar við vorum allir að malbika, þetta voru gríðarlega skemmtilegir tímar. Ekki er víst að ég ynni við að fljúga Jumbo- þotu um allan heim, ef ekki hefði ver- ið fyrir þína flugdellu. Ég var 8 ára gamall þegar þú fékkst einkaflug- mannsprófið og man ég svo vel hvað ég hafði gaman af að fljúga með þér. Þú lifðir þig mjög inn í mitt starf og fylgdist mjög vel með hvað væri að gerast í bransanum. Þér entist því miður ekki ævin til að koma með mér í flug á Jumboinum eins og þig lang- aði svo mikið til. Að lokum langar mig að rifja upp magnaða sögu sem er lýsandi fyrir þig. Fyrir nokkrum árum var ég að- vinna að lokafrágangi á garðinum við húsið mitt. Kemur til að aðstoða mig aldraður en afskaplega viðkunnan- legur vörubílstjóri, og svo ótrúlega vill til að hann þekkir þig. (Maður hafði stundum á tilfinningunni að allt Ísland þekkti þig). Seinna um kvöldið löngu eftir að við höfðum klárað okkar vinnu hring- ir hann í mig, og vildi segja mér smá sögu um þig. Þið höfðuð verið að vinna saman í vegavinnu á Þingvöll- um, og Gunnar Andrésson verður fyrir því óláni að velta vörubílnum, og skemmdist hann allnokkuð og leit út fyrir að Gunnar yrði frá vinnu í ein- hverja daga meðan gert væri við bíl- inn. Skiptir engum togum að þú safn- ar liði um kvöldið og færð menn með þér og ræðst í að gera við bílinn. Þið eruð að alla nóttina og um morgun- inn mætir Gunnar með bílinn öku- hæfan á tilsettum tíma og missti ekki dag úr vinnu. Eftir að hann segir mér þessa sögu í símann kemur þögn, og svo segir hann: „Svona gera bara góðir menn.“ Sem þú svo sannarlega varst. Elsku pabbi minn, skilaðu kveðju til afa Kalla, þinn sonur Sigurður Dagur Sigurðarson, Sigga Sif, Magnús Máni og Krista Björt. Ég þakka kærlega öllum þeim sem hjúkruðu pabba mínum. Sigurður Dagur Sigurðarson. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi. Það er skrítið til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur, þú þessi stóri, sterki og trausti mað- ur, sem alltaf veittir skjól. Ég sem ungur strákur hélt að þú værir ódauðlegur með þessar stóru hendur og blíðu rödd. Það er því með söknuði og eftirsjá sem ég kveð þig í hinsta sinn en ég veit að nú líður þér betur. Þú þarft ekki lengur að berjast við þennan sjúkdóm sem þú gerðir þó með svo mikilli reisn. Nú þegar þú ert farinn hellast minningarnar yfir svo maður fer ósjálfrátt að brosa í gegnum tárin enda skemmtilegu stundirnar ófáar sem við áttum saman. Þú varst dug- legasti maður sem ég hef á ævinni kynnst og svo fróður. Það var alveg sama við hvað ég þurfti aðstoð, alltaf var hægt að leita ráða hjá þér. Þú ert sá maður í lífinu sem ég vildi helst líkjast því að meiri manni en þér hef ég aldrei kynnst. Elsku pabbi. Síðastliðin ár hafa verið þér erfið og það er búið að vera erfitt að horfa á hvernig sjúkdóm- urinn náði hægt og rólega yfirhönd- inni en í dag veit ég að þér líður betur og þú ert aftur kominn á fulla ferð og byrjaður að brasa í því. Ég mun allt- af muna þig eins og þú varst, bros- mildur, stór og stæðilegur maður sem hreif alla með sér bæði í leik og starfi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, minning þín mun lifa í mínu hjarta. Eftir óveðrafár, aftur grói þín sár nú af alhug við biðjum að hverfi þín þraut. Þar sem draumur þinn býr, megi dag- urinn nýr gefa dug þínum farveg um eilífðar braut. (Ólafur Þórarinsson.) Með söknuði, Snorri. Elsku pabbi. Við tveir höfum brasað margt saman í gegnum tíðina og verið mikið saman, kannski meira en margir feðgar. Þú hafðir gaman af því að segja fólki frá því þegar þú tókst mig fyrst með þér í vörubílinn, svo lítinn að ég hélt ekki höfði, bast mig í sætið með skyrtu og hélst af stað til vinnu þann daginn og alla daga þar á eftir þar til ég var orðinn nógu stór til að ganga til verka sjálfur. Ég sakna þín svo mikið og það er allt svo tómlegt hér án þín. Mér finnst eins og það vanti akkerið í líf mitt, baklandið sem ég gat alltaf treyst á. Þú varst minn besti vinur og félagi. Þú varst sá sem ólst mig upp, skamm- aðir mig þegar þess var þörf og hrós- aðir mér þegar ég átti það skilið. Þú varst mín helsta fyrirmynd og mig langaði alltaf að gera þig hreykinn. Ég mun halda því áfram svo lengi sem ég lifi því ég veit að þú átt eftir að fylgjast með mér að ofan. Mig langar að þakka þér fyrir hvað þú stóðst alltaf við bakið á mér í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur í líf- inu og væri ég ekki sá maður sem ég er í dag ef ekki væri fyrir þig. Þú varst minn helsti hvatamaður þegar ég ákvað að fara í flugnám, eitthvað sem þig dreymdi alltaf sjálfan um að gera. Ég man eftir ófáum flugferðum á TF-HAL, flugvélinni okkar sem þú varst svo stoltur af, en á hana kenndir þú mér að fljúga eins og svo margt annað í lífinu. Þó svo að það hafi verið erfitt að kveðja þig þá veit ég að núna ertu frjáls og laus við sjúkdóminn sem þú barðist svo hetjulega við. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér og fylgist með okkur Kollu og litlu afastelpunni þinni sem kemur í heim- inn í nóvember. Vonandi á ég eftir að standa mig jafn vel og þú í föðurhlut- verkinu. Ég elska þig og á alltaf eftir að sakna þín. Þú býrð í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Sjáumst síðar. Þinn sonur, Gauti. Á sólbjörtum sumarmorgni sagði amma mér að um nóttina hefði ég eignast bróður. Hann hefði fært mér gjöf, litla gula molasykursöskju fulla af krækiberjum. Ég hafði í heilt ár eða meira sagt öllum sem heyra vildu að ég ætti lítinn bróður, hann væri uppi í fjalli að tína ber, auðvitað hlaut hann að koma heim fyrr eða síðar! Og hvílíkur bróðir! Hann var fallegastur og bestur og ég skírði hann gullstein. Ég gat setið við vögguna hans og horft á hann sofa tímunum saman. En ef piltur brá blundi með bros á vör tóku við uppbyggilegar samræður af hálfu stóru systur. Hann hafði yndi af söng og varð síðar fljótur að læra bæði lög og texta. Löngu áður en hann var talandi varð hann syngj- andi. Reyndar átti hann sér sitt eigið tungumál. Einhvern veginn þróaðist það þannig að við systkin töluðum saman á hans eigin tungu þangað til hann varð sex ára og foreldrar okkar stöðvuðu frekari framþróun á „sigg- lensku“ enda drengurinn þá ótalandi á íslensku og fullorðna fólkið með vangaveltur vegna þessa. Við brugð- um þó enn fyrir okkur „sigg- lenskunni“ þegar engir heyrðu til og nú síðast á Grensásdeildinni fyrir nokkrum mánuðum, okkur báðum til mikillar kátínu, enda komumst við að því að engu höfðum við gleymt þó langt væri liðið frá síðasta samtali á þessu framandi máli. Okkur systkinunum varð aldrei sundurorða í uppvextinum svo merki- legt sem það nú er. Og þó Búmmi bættist í hópinn sem litli bróðir, brást samheldnin ekki, enda hefur hann alltaf verið yfirnáttúrlega skapgóður. Bróðir minn var hrifinn af vörubíl- um, rúmlega fermdur fór hann á ver- tíð til Stokkseyrar, sem alls urðu þrjár og launin dugðu fyrir fyrsta vörubílnum, gömlum og góðum eins og hann sjálfur sagði, og þar var grunnurinn lagður að hans ævistarfi sem verktaka sem spannar hátt í 50 ár. Þar kynntist hann Kristínu Stein- þórsdóttur sem var lífsförunautur hans í 29 ár og færði honum synina fjóra, gleði hans og stolt. Sonur minn, Þórarinn Karl, átti hjá þeim hlýtt skjól á skólaárum og var hann þar einn af fjölskyldunni. Hér skal þökkuð öll sú ástúð og umhyggja sem fjölskyldan sýndi Tóta mínum og er og verður ómetanleg. Bróðir minn tók einkaflugmanns- próf árið 1975 og eignaðist strax hlut í flugvél sem síðar varð öll hans. Þar rættist draumur bernskunnar um að berast áfram í himinblámanum. Sigurður bróðir minn var dugnað- arforkur. Hraustur, ósérhlífinn og greiðugur. Árið um kring var hann önnum kafinn, þess vegna var það ekki fyrr en 1998 sem draumurinn um að syngja í Karlakór Selfoss varð að veruleika. Félagarnir voru honum einkar kærir og kórstarfið allt gleði- legt. Þeim vil ég þakka artina við bróður minn sem líka náði til mín er þeir sungu styrktartónleika fyrir Bergmál sl. haust. Mig langar líka til að þakka öllum vinunum sem heim- sóttu hann heim eða á sjúkrahúsið, vinátta ykkar gerði þrautirnar létt- bærari. Svo er það gullmolinn hún Ingunn mín. Að eiga slíkan lífsförunaut er gæfa hvers manns. Þú og fjölskyldan voruð gleðin hans og hetjurnar hans. Öllum sem syrgja bróður minn bið ég Guðs blessunar. Unnur Kolbrún Karlsdóttir. Vorboðinn ljúfi, söngvari af Guðs náð, yndislegur maður, glæsimenni, mikilúðlegur og blíður í senn, stór- huga, réttsýnn, drengur besti og hefði sómt vel í stafni eða við stýri á glæstasta langskipi Íslandssögunnar. Maðurinn Sigurður Karlsson bar anda Íslands í sér, sókn og vörn, en umfram allt leikgleði. Sóttur langt fyrir aldur fram þegar þörfin fyrir verkvit var aldrei meiri. Nú er það okkar sem eftir stöndum að sækja fram í anda Sigga Kalla til árangurs. Siggi Kalla var heljarmenni að burðum og í hugsun og honum var einkar létt að eignast traust og vin- áttu samferðamanna sinna, alltaf glaður, alltaf bjartsýnn þótt það væri stundum verið að urga í urð og grjóti. Siggi var félagslyndur og naut þess út í ystu æsar þar sem maður var manns gaman. Sönggáfa hans var mögnuð og nú sjá lóurnar á eftir kollega sín- um, félagarnir í Karlakór Selfoss sömuleiðis og allir sem heyrðu hann syngja og sungu með honum, ekki að- eins vegna fegurðar raddar hans, ekki síður vegna túlkunarinnar og stöðunnar sem fylgdi. Það var sem fjöllin syngju. Þannig var líf Sigga á sinn hátt spegill af náttúru Íslands, tilþrifunum í lofti, á láði og legi, hvort sem hann flaug flugvél sinni í faðmi vindanna eða fléttaði malbiksslör á vegi landsins, hvar sem Siggi Kalla fór um kom hann við sögu svo eftir var tekið. Það voru alltaf hlunnindi að hitta hann og Guðs gjöf að þekkja hann. Svo skall tíminn á fyrir skömmu, harðskeyttur og bálaður. Hetjunni brást ekki baráttuandinn frekar en fyrri daginn, en að lokum voru ör- lagadísirnar ofurliði bornar og lutu að jörð. Hlýjan, ást og kærleikur fólks- ins hans gaf honum ótrúlegt afl í orra- hríðinni, þau vöktu yfir honum og gripu hvert tækifæri til þess að hann gætið notið lífsleiksins, Ingunn, strákarnir og þau öll. Megi góður Guð varðveita þau og styrkja. Sigga Kalla verður sárt saknað, það er tómlegt á Suðurlandi þessa dagana, en lóurnar koma aftur í vor og andi Sigga Kalla er rétt kominn á loft. Það verður hátíð í himnaranninu þegar kempan rennir inn á hlaðið syngjandi eins og vorboðinn ljúfi, yndislegur maður, glæsimenni sem mun heilla eilífðina upp úr skónum og englana líka sem eru nú kannski ekki í flóknum skóbúnaði en það kæmust margir englafætur í skóna þessa stóra manns og ljúflings. Árni Johnsen. Kveðja frá Flugklúbbi Selfoss Öflugur liðsmaður, góður félagi og vinur okkar flugklúbbsmanna, Sig- urður Karlsson, er látinn langt um aldur fram. Siggi gekk til liðs við Flugklúbb Selfoss árið 1976 og var virkur félagi sem lét að sér kveða allt til dauðadags. Það var mikið happ fyrir framgang flugmála á Selfossi, og reyndar Suðurlandi öllu, að frum- kvöðlar og hugsjónamenn gengu til liðs við klúbbinn á upphafsárunum. Siggi Kalla var einn af þeim. Félagsskapur eins og Flugklúbbur Selfoss gengur ekki bara út á að fljúga flugvélum um loftin blá heldur líka, og ekki síður, félagsskapinn í kringum sameiginlegt áhugamál. Það Sigurður Snorri Þór Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.