Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Það var mjög sárt að heyra að þú hefðir fallið frá síðasta sunnudags- kvöld. En ég veit að núna ertu kom- in á góðan stað þar sem þú og afi er- uð saman á ný. Mér þykir mjög miður að dóttir mín, hún Heiðdís Rut, fái ekki að kynnast þér betur, en hún mun ævinlega fá að heyra það hversu góð kona þú varst og hvað þú vast góð við pabba hennar. Nóg er af góðum sögum að segja af ömmu og afa í Hamrahlíðinni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svefnsins draumar koma fljótt. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíldu nú í friði, amma mín. Ég veit að þú munt fylgast með mér og vernda mig og mína fjölskyldu. Minning mín um þig er ljós í lífi mínu. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn dóttursonur, Eymar Eyjólfsson. Elsku Helga Þóra og langamma. Þú varst svo dugleg í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú skilur eft- ir hjá okkur svo mikið af því sem þú bjóst til sjálf í höndunum, t.d. jóla- sokka, húfur, vettlinga, kjól, teppi, útsaumaðar myndir og fleira. Það var svo gaman að hafa þig með til Mallorca, Færeyja og nú síð- ast Tenerife. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta okkar. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Líney Rakel, Kristófer, Viktor Ingi, Eyjólfur Júlíus, Hjálmar Þór og Helga Þóra. Góð og trygg vinkona er horfin yfir móðuna miklu eftir erfið veik- indi. Helga Þóra var ein af þeim fyrstu sem ég kynntist er við fjöl- skyldan fluttumst til Grundarfjarð- ar haustið 1966, Örn Forberg, mað- ur minn, sem skólastjóri og ég sem kennari ásamt dætrunum Guð- mundu Ingu 8 ára og Ernu Birnu 6 ára. Mikil vinátta tókst strax með Ernu og Ólafíu dóttur Helgu. Alla tíð átti Erna gott athvarf hjá Helgu sem hún mat mikils. Hún Helga var þétt á velli og þétt í lund, vel gefin og forkur duglegur, liðtæk í hvaða starf sem var, hann- yrðakona, öruggur bílstjóri og vinur góður. Fjölskyldutengslin voru þeim Helgu og Hjálmari mikils virði enda nutu þau virðingar, ástar og um- hyggju barna sinna og barnabarna. Þau uppskáru svo sem þau sáðu. Stolt var Helga er hún tjáði mér að hún hefði eignast alnöfnu, langömmustelpu. Helga var alltaf trausta, trygga stoðin í sinni fjölskyldu. Hjálmar hafði mikið traust á konu sinni. Ég man hve oft hann sagði: Helga mín, elskan mín. Hún leysti oft úr mikil- vægum málum með lempni og íhug- un. Hún sá um bókhald útgerðar- innar og ekki nóg með það, hún sá líka vel um þá mörgu aðkomumenn sem unnu á bátum þeirra. Þar áttu þeir sannarlega hauk í horni. Oft var fjölmennt í eldhúsinu og vel veitt. Erna og Ólafía röltu oft út að Stóra steini með nesti, oft góðgæti frá Helgu. Þetta var töluverður spölur frá þorpinu í vesturátt. Nú er byggðin löngu komin út fyrir stein- inn. Ég tók mynd af þeim vinkonum við steininn árið 2001 er við heim- sóttum Grundarfjörð. Ha, var steinninn ekki stærri, hafði hann minnkað? Nei, þær voru bara ekki 6 ára lengur. Í þessari ferð gistum við hjónin, Ágústa dóttir okkar og Bri- an maður hennar hjá Helgu. Alltaf nóg pláss þar og okkur haldin veg- leg veisla. Er við kvöddum var tekin mynd á tröppunum að Hamrahlíð1 en í blómabeði er skilti sem á stend- ur Reynivellir. Það var nafnið á hús- inu er það var byggt 1955 og götu- heiti ekki komið. Kisurnar okkar nutu líka gæsku Helgu. Ef við fórum að heiman var þeim bara skutlað til Helgu og þær mættu í mat hjá henni. Helga hafði ágæta kímnigáfu, hló oft innilega og gat óvænt brugðið á leik. Eitt sinn er þau Hjálmar litu inn í Brekkuborg spilaði Örn á harmonikku. Sigurður Örn, 9 ára sonur Ernu, dvaldi hjá okkur. Allir stóðu úti á palli, rauluðu með og dilluðu sér. Þrífur þá ekki Helga strákinn og sveiflar honum í dansi. Þetta var kvikmyndað og er nú gott innlegg í minningasjóðinn. Á hverju sumri frá 1983 heim- sóttu Helga og Hjálmar okkur í Brekkuborg og eftir fráfall Hjálm- ars kom Helga stundum ein eða í fylgd barna sinna. Alltaf komu þau færandi hendi með harðfiskinn góða og oft annað fiskmeti. Í sumar komst Helga ekki vegna veikinda. En sem betur fer gátum við litið til hennar í Grundarfirði 29. júlí. Hún þá sárlasin og átti að fara eina ferð- ina enn suður til læknis daginn eft- ir. Alltaf var Helga söm við sig, við leyst út með harðfiski og nokkrum eintökum af Þey. Blaðið sendi hún okkur reglulega. Við hjónin og dæturnar sendum öllu fólkinu hennar Helgu innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíldu í Guðsfriði, elskulega vin- kona. Guðrún Ág. Guðmundsdóttir. Þann 13. september kvaddi þenn- an heim mágkona og svilkona, Helga hans Hjálmars eins og hún var oftast kölluð. Ég kynntist Helgu vorið 1960 þegar ég kom fyrst í Grundarfjörð með Jóhanni, bróður Hjálmars. Þá kom Helga til dyra með bros á vör sem hún átti alltaf svo mikið til af. Hún var róleg og sterk og tókst á við allt með jafnaðargeði. Helga var ákaflega góð heim að sækja og mik- ill stólpi í ættinni. Þau hjónin Helga og Hjálmar voru bæði í útgerð og unnu vel saman þannig að allt gekk vel hjá þeim. Árið 2001 féll Hjálmar frá og það var mjög erfitt en Helga stóð sterk með börnin sér við hlið. Öll sár gróa og Helgu fannst mjög gaman að ferðast, hún fór til Kanaríeyja og við áttum góðar stundir þar. Árið 2006 fór Helga til Frakklands í brúðkaup Leós sonar okkar með Gunnari og Pauline. Henni þótti mjög skemmtilegt í þessari ferð og talaði mikið um það. Þaðan fór hún til Englands og var mjög hrifin. Þegar hún skrapp í bæinn kom hún til okkar og það voru góðar stundir sem við áttum með henni. Fyrir fimm árum veiktist Helga mikið en komst upp úr þeim veikindum þokkalega, alltaf sterk og tilbúin að berjast. Kvartaði aldrei og hélt ótrauð áfram hvað sem á gekk. En í janúar veiktist hún aftur og fór í mikla læknismeðferð sem hún var í þar til kallið kom. Við bjuggumst ekki við þessu því hún var alltaf svo sterk og dugleg. En við minnumst Helgu með miklum söknuði og biðj- um Guð að geyma hana og þökkum fyrir tímann sem við áttum með henni. Elsku Gunnar, Magga, Ólafía og fjölskyldur ykkar. Missir ykkar er mikill og Guð veri með ykkur. Svala og Jóhann. Sumir menn eru þeim eiginleik- um búnir að ná því að framkvæma ótrúlega mikið á sinni lífsleið. Það fannst mér um Helgu Þóru föður- systur mína sem nú er kvödd. Hún var þeim eiginleikum gædd að geta áorkað ótrúlega miklu. Ung fluttist hún frá Akranesi þar sem hún ólst upp og vestur í Grund- arfjörð en þar varð það hennar hlut- skipti að byggja upp útgerðarfyr- irtæki ásamt eiginmanni sínum, Hjálmari Gunnarssyni, sem hún starfrækti til dauðadags eftir lát Hjálmars fyrir nokkrum árum. Ásamt því rak hún heimili sem var mjög gestkvæmt enda þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Hún gleymdi þó ekki því sem mikilvæg- ast er og það var að rækta sam- bandið við ættingja og vini. Hún var dugleg að heimsækja fólk og halda sambandi við það og hún vílaði ekki fyrir sér að aka í nokkra klukku- tíma til þess. Hún bar sterkar taugar til Akraness þar sem hún ólst upp og hélt góðu sambandi við okkur sem enn búum þar. Það eru margar minningar sem leita á hugann á þessari kveðju- stund. Allar góðar. Ég naut þess sem ungur maður að vera á heimili þeirra Hjálmars þar sem ég var að vinna hjá þeim um stundarsakir. Aldrei var neitt sem hún gerði talið eftir sér og allt þótti sjálfsagt svo að mér mætti líða sem best. Hún var mikil fjölskyldukona og hafði gam- an af að hafa margt fólk í kringum sig. Hún hafði góða nærveru og maður fór ríkari af hennar fundi. Ég minnist með ánægju er hún hélt upp á 75 ára afmælið sitt í vor, þar sem hún bauð til stórveislu eins og hennar var von og vísa, en þá var hún búin að fá úrskurð um sjúk- dóminn sem að lokum hafði yfir- höndina. Hún lét aldrei deigan síga og æðrulaus tók hún sínum örlög- um. Við leiðarlok skulu henni færðar þakkir fyrir samleiðina. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Lella til Gunna, Möggu, Ólafíu , Óla og fjölskyldna. Skipið hennar hefur leyst landfestar og í huganum siglir hún út Grundarfjörðinn ásamt Hjálmari og Kirkjufellið er baðað kvöldsólargeislum. Þannig kýs ég að minnast hennar. Jón Sigurðsson. Elsku amma mín! Rétt eftir andlát þitt sat ég uppi í rúmi hjá Pétri Goða og útskýrði fyrir honum að langamma væri farin upp til englanna. Við skoðuðum sam- an myndir úr skírninni hans og eftir smá umhugsun sagði hann: „En hún verður að koma aftur.“ Það er mikil huggun að vita það, amma mín, að við munum einhvern daginn hittast á ný. Á meðan veit ég að þú fylgir okkur. Það eru margar góðar minningar sem koma upp þegar ég hugsa til þín. Mikið fannst mér gaman að koma til ykkar afa með krakkana, en barna- börnin og barnabarnabörnin voru ykkar líf og yndi. Þið voruð alltaf með á hreinu hvað var að gerast í lífi okkar. Seinasta heimsóknin okkar var nú bara rétt áður en þú fórst inn á spítalann. Þá sátum við, sem svo oft áður, inni í sólstofu þar sem krakk- arnir léku sér að öllu litla dótinu. Þú varst mjög gestrisin og vildir endi- lega gefa krökkunum eitthvað að borða og drekka. Falleg varstu bæði að utan og inn- an, amma mín. Það var gaman að sjá hvað þú hugsaðir um útlitið alveg fram á síðasta dag. Þú fylgdist vel með tískunni og tókst iðulega eftir því ef einhver var í nýrri flík. Það fór ekki fram hjá þér. Sjálf varst þú ávallt hugguleg til fara og vinir mínir hafa oft haft orð á því hversu flott par þið afi voruð. Það voru líka forréttindi að eyða með ykkur tíma úti á Nesi sem lítil stúlka. Þar byggði afi kofa fyrir okk- ur barnabörnin úti í garði og þaðan á ég margar góðar minningar. Þar sem Björg Bogadóttir ✝ Björg Bogadóttirfæddist á Ak- ureyri 13. september 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. sept- ember 2009. Útför Bjargar var gerð frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 18. september sl. við bjuggum á Siglu- firði var það algjört ævintýri að koma til ykkar og ég man hvað mér fannst gaman að skottast með þér í strætó og gera hitt og þetta með ykkur afa. Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp fal- legar minningar um þig, amma mín, en þær eru svo margar. Ég vil þakka þér fyrir mörg góð ár og lífið var fal- legra í návist þinni. Mikið á ég eftir að sakna þess að fá ekki símtölin frá þér sem komu stundum þegar afi skrapp eitthvað út. Það var eitthvað svo sætt. Þið afi voruð algjörar samlokur og gerðuð allt saman. Ég hugsaði oft með mér að mikið væri nú indælt að eldast svona eins og amma og afi hafa gert. Afi mun sakna þín mikið. Við mun- um hugsa um hann þangað til þú tek- ur á móti honum. Guð geymi þig og blessi. Þitt barnabarn, Björg Vigfúsdóttir. Ég ætlaði ekki að trúa því að þessi góða kona væri farin. Hún Björg kona frænda míns. Þau áttu fallegt heimili hún og Stefán frændi. Vona að hún sé komin í góða hvíld. Það var gaman að koma í heim- sókn til þeirra hjóna, hún var svo hress og kát. Guð veri með henni og hvíli hún í friði. Sendi Stefáni frænda og fjölskyldu samúðarkveðjur og Guð geymi ykkur. Stefán sendill. Elsku amma! Nú þegar þú ert ekki lengur á meðal okkar og sorgin hvílir yfir bærist með mér gleði yfir því að hafa skírt Elmu Björgu í höfuðið á þér og að þú hafir getað notið þess að fylgja litlu nöfnunni þinni fyrsta árið. Ég veit að nafngiftin gladdi þig mikið og ekki síður mig þar sem ég hef ávallt litið upp til þín og borið mikla virð- ingu fyrir þér. Þú varst einstök amma. Minningarnar hrannast upp, það er af nógu að taka, því þið afi voruð mikið með okkur, barnabörnunum ykkar, jafnvel fyrstu árin mín þegar fjölskyldan bjó á Siglufirði. Eitt haustið er mér mjög minnisstætt. Mamma þurfti að dvelja í Reykjavík í nokkra mánuði og ég var með henni. Ég var orðin sex ára og átti því að hefja skólagöngu mína en vildi ekki setjast á skólabekk í Reykjavík og fékk því að vera með þér allan dag- inn. Sá tími með þér og afa í húsinu á Nesinu er mér mjög minnisstæður. Þú varst aðalleikfélagi minn á þeim tíma. Við höfðum nóg að gera, dúkkuhúsið í garðinum, Valhúsa- hæðin og fjöruferðir heilluðu. Með árunum breyttust verkefnin og umræðuefnið. Við höfðum báðar mikla ánægju af að ræða saman um förðun og hvað væri efst á baugi í tískuheiminum. Þú gafst mér ekkert eftir í þeirri umræðu enda þið afi glæsileg hjón og alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Að missa einhvern svo náinn eins og þig er erfitt. Við, fjölskyldan þín, höfum ekki kynnst öðru en að hafa ykkur afa alltaf hjá okkur en þetta er víst lífið og við höfum vissulega fyrir margt að þakka. En þegar við hitt- umst öll fyrir nokkrum dögum í Logafoldinni var erfitt að taka því að þú værir ekki lengur til staðar og þín var sárt saknað af okkur öllum. Elín Helga sagði langafa sínum að hún væri svo sorgmædd, langamma hefði verið svo falleg og góð, og faðmaði hann innilega. Elsku amma, við söknum þín mik- ið og biðjum góðan Guð að blessa þig. Við munum passa vel upp á afa. Með eftirfarandi orðum vil ég kveðja þig: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þitt ömmubarn, Þórunn Hulda Vigfúsdóttir. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag ✝ Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur ómetanlega hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR KRISTJÁNS ODDSSONAR þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Herdís Tómasdóttir, Tómas Már Sigurðsson, Ólöf Nordal, Kristín Vilborg Sigurðardóttir, Haukur Hauksson, Sigríður Björg Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.