Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna kl. 11. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðs- þjónusta kl. 12. Þóra S. Jónsdóttir pré- dikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 10.30. Boðið er upp á biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í Reykjanesbæ í dag, laug- ardag, hefst með biblíufræðslu kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu fyrir alla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Jóhann Þorvaldsson prédik- ar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Helgi Jónsson prédikar. Biblíufræðsla fyr- ir börn og fullorðna kl. 11.50. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Halla og Heimir Bjarni. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna vors- ins og forráðamanna þeirra. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Eftir guðsþjónustuna er fundur með for- ráðamönnum fermingarbarna og skrán- ing. www.arbaejarkirkja.is ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Börnin taka þátt í upphafsliðum mess- unnar en fara svo ásamt Elíasi og Hildi í safnaðarheimilið. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. www.askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11 og barnastarf kirkjunnar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin vel- komin og veður fundað með þeim á eftir. Kaffi. www.astjarnarkirkja.is, www.vin- iribata.is. BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Hans Guðberg prestur og Bjartur Logi organisti leiða stundina. Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Auður S. Arn- dal og Hans Guðberg ásamt yngri leiðtog- um hafa umsjón með stundinni. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, organisti Páll Helga- son, félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiða söng. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breið- holtskirkju syngur, organisti Julian Isa- acs. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna, foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Hljóm- sveit ungmenna leikur undir stjórn Re- nötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14. Ein- söngvari Erla Berglind Einarsdóttir, kór Bústaðakirkju syngur, organisti Renata Iv- an, prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús B. Björnsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju, B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Veitingar í safn- aðarsal á eftir. Messa kl. 20. Tónlist á vegum Meme musik. Prestur sr. Magnús B Björnsson. www.digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu á meðan. Há- degisbænir á þriðjudögum, kvöldkirkjan á fimmtudögum. Æðruleysismessa kl. 20. Karl Matthíasson prédikar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Organisti er Torvald Gjerde. Kyrrðarstund í safnaðarheimilinu á mánudag kl. 18 og kynningarfundur fyr- ir 12 spora starfið í kirkjunni kl. 18.30, í safnaðarheimilinu. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson, kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein- arsdóttur, kantors kirkjunnar. Ferming- arbörn í Hólabrekkusókn og foreldrar þeirrar sérstaklega velkomin. Sunnu- dagaskóli á sama tíma, ,,bangsadagur“, börn taka með sér dúkku eða bangsa. Umsjón Þórey Dögg og Þóra Björg. Kyrrð- arstundir þriðjudaga kl. 12. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 14. Ron Botha frá S-Afríku verður gestur og prédikar. Kaffi og samvera á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduhátíð kl. 14. Tilefnið er að barnastarfið er að hefjast eftir sumarfrí. Hátíðin hefst í kirkj- unni með stuttri helgistund. Jakob bangsi les og syngur, Sveppi og Ingó koma í heimsókn. Leikir í Hallargarðinum á eftir. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, umsjón hefur Rúna, Krakkakórinn syngur, stjórnandi er Arn- hildur Valgarðsdóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Borgarholtsskóli | Guðsþjónusta kl. 11. Vox populi syngur, organisti Guðlaugur Viktorsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón Gunnar Einar Stein- grímsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfi. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til SÍK (kristniboð). Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarnarson og prestur er sr. Ólaf- ur Jóhannsson. Kaffi á eftir. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12. Messa kl. 18 á fimmtudag með Þorvaldi Halldórssyni. GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta kl. 14 í umsjá félags fyrrum þjónandi presta. Sr. Ingiberg J. Hann- esson messar, söngstjóri Kjartan Ólafs- son. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Árni Þor- lákur Guðnason og Björn Tómas Njálsson sér um tónlistina. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnþór Ingason, sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju frá 1977 til 2009, messar og kveður söfnuðinn. Organisti Guðmundur Sigurðsson, Barbörukór Hafnarfjarðar leiðir söng, einsöngvari er Jóhanna Ósk Valsdóttir og fiðluleikari Hjörleifur Valsson. Sunginn er sálmur eft- ir sr. Gunnþór við lag eftir Finn Torfa Stef- ánsson og sálmur eftir sr. Árna Björns- son við lag Árna Gunnlaugssonar. Kveðjukaffi í boði sóknarnefndar á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimili. Gregorsk messa á mið- vikudagsmorgnum kl. 8. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. Morgunverður á eftir í safnaðarheimilinu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni, Magneu Sverrisdóttur djákna og hópi messuþjóna. Berit Okken- haug, norskur prestur, tekur þátt í mess- unni. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20.30. Organisti er Jón Bjarnason, sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sig- urðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20 í umsjón Sigurðar Ingimars- sonar. Hilmar Símonarson syngur ein- söng. Tónlist og beðið fyrir sjúkum. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Ás | Messa kl. 15. HVAMMSTANGAKIRKJA | Messa kl. 14. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, félagar úr Gideonfélaginu koma í heim- sókn og kynna starfsemi félagsins. Kaffi á eftir. Tekið er við samskotum til félags- ins. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum á eftir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma fyrir alla aldurshópa kl. 11. Ræðu- kona er Dianne De Jong. Alþjóðakirkjan í hliðarsalnum kl. 13. Samkoma á ensku. Lofgjörðarsamkoma kl. 16.30. Ræðu- maður er Vörður Leví Traustason. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Friðrik Schram útskýrir valda kafla í Biblí- unni. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyr- irbænir. Friðrik Schram prédikar, www.kristskirkjan.is. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir stýrir barnastarfinu, prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kynning verður á eftir á Alfanámskeiðum. KFUM og KFUK | Sunnudagssamvera kl. 20. Sr. Ólafur Jóhannsson hefur hug- vekju. Tónlist, söngur og boðskapur. KOTSTRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. KÓPAVOGSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í nýja safnaðarheimilinu. Umsjón Inga, Sig- ríður og Þóra. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja og leiða safnaðarsöng, org- anisti og kórstjóri Lenka Mátéová. LANGHOLTSKIRKJA | Hátíðamessa og barnastarf kl. 11. 25 ára vígsluafmæli Langholtskirkju. 10 ár eru frá helgun org- els og steindra glugga. Stóri fjöl- Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.) MESSUR Á MORGUN ✝ Jóhann Lárus Sig-urðsson var fædd- ur á Stokkseyri 20. febrúar 1924. Hann lést á Landakoti 2. september sl. Foreldrar hans voru Sigurður Ingimund- arson, f. 27.8. 1891, d. 9.7. 1944 og Anna Helgadóttir, f. 9.6. 1892, d. 12.11. 1979. Systkini Jóhanns voru þau Haraldur, Unnur, Georg og Ester en þau eru öll látin. Jóhann fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur haustið 1925. Jóhann kvæntist 8. apríl 1950 Ragnheiði Böðvarsdóttur, f. 17.8. 1921. Foreldrar hennar voru Böðvar Jónsson, d. 1954 og Guðrún Skúla- dóttir, d. 1965. Jóhann og Ragna hófu búskap í Sigtúni í Reykjavík, en árið 1954 fluttu þau á Birkimel 6 þar sem Ragna býr enn. Börn Jóhanns og Ragnheiðar eru: a) Birna lyfjatækn- geirsdóttir, f. 1987. Börn Harðar eru: a) Högni Alvar, f. 2004 og Vigdís Elf- ur, f. 2006. 2) Finnur Sveinsson, f. 17.4. 1986. Jóhann lauk námi frá Loft- skeytaskólanum 1946 og starfaði hjá Kveldúlfi 1946-1954, hjá Landssíman- um frá 1955 og síðan hjá Póst- og símamálastofnun þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1994. Hann var varaformaður Félags íslenskra símamanna um árabil og var fram- kvæmdastjóri þess á árunum 1974- 1979. Jóhann var í samninganefnd BSRB um áraraðir og voru réttinda- og kjaramál vaktavinnufólks honum einkum hugleikin. Jóhann var hag- leiksmaður mikill og vandvirkni og nákvæmni voru honum í blóð borin. Hann var víðlesinn, hvort heldur um þjóðmál, sagnfræði, ættfræði eða önnur þau mál sem voru í umræðunni á hverjum tíma. Ef einhverjar líkur voru á að í nýútkominni bók væri fróðleikur sem vert væri að vita var sú bók umsvifalaust lesin. Það kom varla fyrir að hann gæti ekki lagt eitthvað til málanna af þekkingu og innsæi og var hann jafn- an miðdepill umræðna í fjöl- skylduboðum. Útför Jóhanns var gerð frá Foss- vogskapellu 18. september. ir, f. 23.3. 1954, maki Ásgeir Jónsson, f. 30.10. 1951. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Örn, f. 24.8. 1970, maki Guðný Guðnadóttir, f. 1970. Börn þeirra eru: Ar- on, f. 1998 og Birna, f. 2001. 2) Ragnheiður, f. 6.3. 1978, sambýlis- maður Heiðar Þór- hallsson, f. 1970. 3) Sturla, f. 20.7. 1980, bú- settur í Düsseldorf. b) Gunnar sölustjóri, f. 14.9. 1955, maki Marta Loftsdóttir, f. 19.3. 1955. Börn Gunnars frá fyrra hjónabandi eru: 1) Árni Beck, f. 28.2. 1978, sambýliskona Mie Rasmussen, f. 1972, búsett í Kaupmannahöfn. Dóttir þeirra er Rósa Sif, f. 2009. 2) Guðrún Björg, f. 9.11. 1980, maki Pét- ur Ingi Pétursson, f. 1974. Börn þeirra eru: a) Ingunn Lind, f. 2006 og Emil, f. 2009. Fóstursynir Gunnars eru: 1) Hörður Sveinsson, f. 22.1.1981, sambýliskona Gígja Hólm- Jóhann tengdafaðir minn er fallinn frá. Hann kvaddi þennan heim á Landakoti umvafinn sínum nánustu. Ég kynntist Jóhanni fyrir 12 árum þegar við Gunnar sonur hans hófum sambúð. Jóhann og Ragna tóku mér vel strax í upphafi og þeim var ávallt umhugað um mig, syni mína og barna- börn. Jóhann var vandaður, heil- steyptur maður sem hugsaði vel um fjölskyldu sína. Jóhann og Ragna komu tveimur börnum til manns og eignuðust fimm barnabörn og fimm barnabarnabörn. Jóhann hvatti sína nánustu til dáða hvort heldur það var varðandi mennt- un eða framgöngu í íþróttum eða hverju því sem hans fólk tók sér fyrir hendur. Hann hafði metnað fyrir börnin sín og barnabörnin og lagði ávallt mikla áherslu á mikilvægi menntunar. Jóhann var bókhneigður og síðustu ár las hann öllum stundum. Þá var gott að eiga innanbúðarkonu á bóka- safni í fjölskyldunni því hjá henni fékk hann ávallt nýjustu bækurnar. Hann sat alltaf á sama stað í íbúðinni í hæg- indastólnum sínum inni í horni og las þar tímunum saman. Hann var haf- sjór af fróðleik og hægt var að fletta upp í honum eins og í alfræðiorðabók. Samband Jóhanns við Unni systur sína var einstaklega gott meðan hún lifði. Ekki leið sá dagur að þau töl- uðust ekki við. Unnur átti jörðina Litlu-Vallá á Kjalarnesi. Þangað fóru Jóhann og Ragna og fleiri úr fjöl- skyldunni um hverja helgi á sumrin. Jóhann dyttaði að húsinu eða bútaði niður eldivið á meðan aðrir slógu grasið eða hlúðu að gróðri. Á Vallá undi Jóhann sér vel. Síðustu mánuði dvaldi Jóhann á Landakoti og í einni heimsókn minni spurði hann mig hvort ég væri ekki heilsuhraust. Honum var alltaf svo annt um líðan annarra. Ekki átti ég von á að hann yrði allur örfáum vikum seinna. Jóhann minn, ég þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Missir fjölskyldunnar er mikill en Rögnu þó mestur. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Marta Loftsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessum orðum kveð ég Jóhann afa. Tómlegt verður í horninu á Birki- melnum þar sem afi sat og las í bók eða hlustaði á fréttir. Ef bók var við hönd var hún ávallt lögð niður til að taka á móti kossi á kinnina og á full- orðinsárum mínum tóku oft rökræður við eftir kossinn. Mér þótti afi vera al- varlegur maður og ýmsar reglur voru við lýði sem ég fór líklega yfirleitt eft- ir, sérstaklega eftir að ég sletti óvart rauðkáli yfir alla eldavélina heima hjá afa og ömmu. Það skipti afa nefnilega miklu máli að hafa snyrtilegt í kring- um sig og var hann fljótur að taka upp klútinn ef honum sýndist vera skítur í eldhúsinu eða blettur á bílnum. Þann eiginleika höfum við sem eftir erum einnig tamið okkur. Matarboðin á Birkimelnum eru of- arlega í huga. Afi sá um eldamennsk- una og það var ekkert til sparað, allar þarfir voru uppfylltar hvort sem það voru Ora-baunir eða útlenskar baunir, kalt eða heitt rauðkál, allir fengu það sem þeir óskuðu. Síðustu misseri voru afa erfið vegna veikinda en hann setti alltaf sína erfiðleika til hliðar til að spyrjast fyrir um líðan okkar barna- barnanna eða langafabarnanna. Elsku afi, takk fyrir allar minningarn- ar og góðu stundirnar sem þú gafst mér. Guðrún Björg Gunnarsdóttir. Elsku langafi, nú ertu farinn frá okkur og vonandi líður þér vel. Þú varst alltaf svo góður við okkur lang- afabörnin, faðmaðir okkur og kysstir. Við eigum eftir að sakna þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ingunn Lind og Emil Pétursbörn. Jóhann L. Sigurðsson Sveit Ljónanna bikarmeistari Sveit Ljónanna vann glæsilegan sigur, 171-99, á sveit Júlíusar Sig- urjónssonar í 64 spila bikarúrslita- leik sem háður var 13. september. Sveit Ljónanna tapaði fyrstu tveim lotum af fjórum, 29-39 í fyrstu lotunni, 44-31 í annarri, vann síðan 41-6 í þriðju og 20-60 í þeirri fjórðu. Spilarar í sigursveitinni eru þeir Hlynur Angantýsson fyrirliði, Her- mann Friðriksson, Aron Þorfinns- son, Ragnar Hermannsson og Daní- el Sigurðsson. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. september var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Björn Karlsson – Jens Karlsson 353 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 343 Unnar Guðmss. – Ólöf Ólafsdóttir 336 Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson 330 A/V: Skarphéðinn Lýðss. – Hulda Mogensen 389 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 372 Haukur Guðmundss. – Bragi V. Björnss. 370 Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 359 Bridsfélag Reykjavíkur Seinna kvöldi af 2 í fyrstu tví- menningskeppni félagsins lauk með samanlögðum sigri Guðmundar Snorrasonar og Daníels Sigurðsson- ar með 116,9 stig. Úrslit kvöldsins urðu þessi: Guðm. Snorras - Daníel Sigurðss 63,4% Sverrir Kristinss - Stefán Jóhannss. 62% Kristj. Snorras.- Baldur Bjartmarss. 58,6% Halldóra Magnúsd. - Hrafnh. Skúlad. 55% Ómar F. Ómarss. - Kristinn Þóriss. 54,6% Næst er þriggja kvölda Butler-tví- menningur þar sem allir spila við alla. Bridsfélag Kópavogs Vetrarstarf Bridsfélags Kópavogs hófst með eins kvölds tvímenningi fimmtudaginn 17. september. Mjög góð þátttaka var en það mættu 18 pör og voru menn á einu máli um að það væri mjög gott að spila í nýja salnum sem bridsfélagið spilar nú í. Eftir harða keppni urðu úrslitin þessi í N-S: Baldur Bjartmarss.-Halldór Þorvaldss. 284 Heimir Tryggvas.-Árni Már Björnss. 273 Arngunnur Jónsd.-Halldóra Magnúsd. 228 A-V: Jens Jensson-Jón Steinar Ingólfss. 259 Þorsteinn Berg-Sveinn Rúnarss. 227 Birna Stefnisd.-Aðalst. Steinþórss. 223 Fimmtudaginn 24. september hefst þriggja kvölda tvímenningur. Spilað verður í félagsheimilinu Gjábakka í Fannborg 8. Spilamennska hefst kl. 19. og eru spilarar hvattir til að mæta tíman- lega. Við viljum hvetja alla gamla og og nýja félaga til að koma og eiga góða stund við spilaborðið. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 14. sept. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor 312 stig. Árangur N-S: Gísli Hafliðason - Björn E. Pétursson 372 Friðrik Hermannss. - Björn Árnason 365 Elías Einarsson - Höskuldur Jónsson 347 Árangur A-V: Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 363 Sigurður Jóhannss. - Siguróli Jóhannss. 354 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 340 Tvímenningskeppni fimmtud. 17.sept. Spilað var á 9 borðum. Með- alskor 216 stig.Árangur N-S Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 269 Ólafur B. Theodórs - Björn E. Péturss. 255 Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 226 Árangur A-V Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 255 Hilmar Valdimarss. - Óli Gíslason 241 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 223 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.