Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Ríkisskattstjóri og fulltrúar fjár- málafyrirtækja eiga í viðræðum um hvort afskrift- ir lána vegna hlutabréfakaupa starfsmanna bankanna teljist hafa farið fram í fyrra eða í ár. Eins er deilt um hvort líta eigi svo á að lánin sjálf hafi verið felld niður eða tryggingarnar vegna þeirra. Engir skattar hafa verið greiddir vegna slíkra afskrifta enn sem komið er. Að sögn Skúla Eggerts Þórðar- sonar ríkisskattstjóra kveða lög á um skattskyldu allra afskrifta lána, sem ekki fara í gegnum greiðsluað- lögun, nauðasamninga eða gjaldþrot. „Nú erum við í samskiptum við fjár- málafyrirtæki um þetta og eigum eftir að meta á grundvelli upplýsinga frá skilanefnd Kaupþings og Nýja Kaupþingi hvort tímamörk afskrift- anna séu á þessu ári eða á árinu 2008.“ Sé niðurstaðan að lánin hafi í raun verið afskrifuð í fyrra kemur það til skattlagningar á þessu ári. Ekki er þó eingöngu deilt um tímasetningar afskriftanna. „Eins eru sjónarmið um að ekki sé í raun verið að afskrifa lán heldur einungis að fella niður tryggingar. Það er mun flóknara mál og þarf jafnvel að skoðast á einstaklingsgrundvelli,“ segir Skúli, en yfirleitt var um svo- kölluð kúlulán að ræða með veð eða tryggingu í hlutabréfunum sem lánið var notað til að kaupa. „En ef kröfu- eigandi ákveður að ganga ekki að láninu verðum við að líta svo á að það sé búið að afskrifa þann hluta. Og eins og sakir standa er það skoðun ríkisskattstjóra að þeim sem hafi fengið afskrifuð lán vegna kaupa á hlutabréfum hjá vinnuveitendum sínum beri að greiða skatt af þeirri niðurfellingu.“ Enn hafa engir skattar verið greiddir á þessu ári af slíkum nið- urfellingum lána bankamanna, að sögn Skúla. Skatturinn er enn ógreiddur Deilt um niðurfellingu lána og veða » Ræða hvort afskrift- ir urðu í ár eða í fyrra » Þarf að skoðast á einstaklingsgrundvelli Skúli Eggert Þórðarson Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÁSTÆÐAN fyrir því að við fórum í huldu- heimsóknir er að það skekkir ekki myndina. Ráðgjafinn sem er að gefa ráð er að veita venjulegum viðskiptamanni bankans ráðgjöf og fær ekkert að vita að verið sé að taka niður upplýsingar,“ segir Sigurlaug Sverrisdóttir. Hún ásamt Þóru Kristínu Arnarsdóttur gerði rannsókn fyrir lokaritgerð þeirra í við- skiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Rann- sóknin fólst í því að 12 bankaútibú voru heim- sótt, þrjú frá hverjum bankanna; KB banka, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka og Byr. Rannsóknin var gerð sl. sumar og markmiðið var að komast að því hvernig og hvort fjár- málaráðgjafar veittu ráð samkvæmt að- stæðum hvers og eins. Stöllurnar fengu ut- anaðkomandi fólk til að fara í bankann fyrir sig og leita ráða, svokallaðar hulduheimsóknir. Niðurstöðurnar voru mjög einsleitar og því var ekki talið að gera þyrfti nákvæmari rann- sókn heldur. „Niðurstöðurnar segja okkur í rauninni að umgjörðin er þannig að sú ráðgjöf sem fólki er veitt er stöðluð. Væntanlega er ráðgjöfunum sagt að þeir eigi að bjóða fólki upp á ákveðinn pakka, bara eins og við vorum hræddar um að hefði verið gert fyrir hrun,“ segir Sigurlaug. „Það er í raun sagt það sama við alla, burtséð frá þörfum þeirra,“ bætir hún við og segir að þarfir þeirra sem fóru í huldu- heimsóknina hafi verið mjög mismunandi; m.a. einhleyp barnlaus skólastúlka rétt undir þrí- tugu, skuldlítil og eignalaus, og hjón um sex- tugt sem voru yfirskuldsett, búin að missa all- ar eignir sínar, og höfðu auk þess skrifað upp á ábyrgðir fyrir son sinn, og allt þar á milli. „Ætla mætti að stúlkan hlyti að fá öðruvísi fjármálaráðgjöf en hjónin,“ segir Sigurlaug. „Það var hins vegar ekki gerður neinn grein- armunur á þessum viðskiptamönnum.“ Enginn af þeim tólf ráðgjöfum sem veittu fjármálaráðgjöf spurði um áhættuþol, fjár- hagsleg markmið, framtíðaráform, hugs- anlegan tekjumissi eða hvort viðkomandi ein- staklingur hefði skrifað upp á ábyrgð fyrir annan. „Það er ekki verið að horfa á ein- staklinginn,“ segir Sigurlaug. Dagur fjármálalæsis var í gær og af því til- efni sögðu Sigurlaug og Þóra Kristín frá nið- urstöðum rannsóknar sinnar á málþingi sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í tilefni dagsins. Ráðgjafar spyrja ekki um hag fólks  Fjármálaráðgjöf sem veitt er hjá stofnunum er stöðluð  Enginn greinarmunur gerður á eigna- lausum og yfirskuldsettum hjónum um sextugt og skuldlítilli, barnlausri konu rétt undir þrítugu Morgunblaðið/Heiddi Rannsókn Sigurlaug og Þóra Kristín rann- sökuðu hvernig fjármálaráðgjafar gefa ráð. ÓLÖF Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, vísar því á bug að lóðin undir samgöngumiðstöð við Hlíðarfót sé of lítil. Henni kemur mjög á óvart að samgönguyfirvöld haldi því nú fram í fjölmiðlum að óvissa sé um staðsetningu miðstöðv- arinnar vegna breytinga á lóðasvæð- inu eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær. „Við höfum verið að vinna með samgönguyfirvöldum og Flugstoðum að því að afmarka lóð nálægt Hlíð- arfæti. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir fjögurra hektara lóð og þriggja hektara athafnasvæði. Sú lóð sem við erum að vinna með í dag er um 7,8 hektarar þrátt fyrir að samgöngumið- stöðin hafi verið minnkuð í 4.500 fermetra en hún átti upphaflega að vera 6.500 og með stækkunarmögu- leika allt upp í 10.000 ferm. Það kemur okk- ur því á óvart að talað sé með þess- um hætti en að sjálfsögðu er þeim frjálst að skoða aðrar staðsetningar en það ættu ekki að vera lóðamálin sem yrðu þess valdandi,“ segir hún. Ólöf segir að aldrei hafi verið búið að samþykkja ákveðna lóðarafmörk- un eða afmarka lóð í deiliskipulagi. „Það lágu fyrir hugmyndir að lóðaraf- mörkun sem hafa breyst lítillega vegna legu Hlíðarfótar en um minnk- un er alls ekki að ræða. Í raun og veru er lóðin stærri núna en hún var ráð- gerð í upphafi. Auðvitað er það skylda borgaryfirvalda að huga að borgar- samhengi en ekki einblína á stakar lóðir og breytt lega Hlíðarfótar er lið- ur í því.“ Ólöf segir að fundað hafi verið í síð- ustu viku með forsvarsmönnum Flug- stoða og fleiri hagsmunaaðilum á svæðinu. Á þeim fundi hafi komið fram að vinna stæði yfir við að laga til- lögur að breyttri legu Hlíðarfótar. omfr@mbl.is Lóðin við Hlíðarfót ekki of lítil Ólöf Örvarsdóttir MARGIR kúa- bændur eru í erf- iðri stöðu vegna skulda og í nokkr- um tilvikum virð- ist gjaldþrot óum- flýjanlegt. Þetta á einkum við um bændur sem fjár- fest hafa mikið á síðustu árum, byggt ný fjós, keypt vélar eða aukið við sig í fram- leiðsluheimildum. „Staðan er erfið hjá hópi bænda og verulega farið að taka á, ekki síst andlega,“ segir Bald- ur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda. Kúabændur í landinu eru um 700 talsins. Flestir eru þeir í Skagafirði, í Eyjafirði og á Suðurlandi, það er í uppsveitum Árnessýslu, Landeyjum og undir Eyjafjöllum. „Á þessum svæðum er mest hefð í naut- griparækt og um 75% mjólkurfram- leiðslu í landinu. Á síðustu árum fóru margir bændur í uppbyggingu og slógu lán, til dæmis í frönkum og jen- um en gengi þeirra gjaldmiðla hefur hækkað mikið síðustu misseri.“ Skuldsetning miðað við veltu ræð- ur því hver staða bænda er. Algengt er í dag á stærri búum að framleiðslu- réttur á ári sé 300 þúsund lítrar og samkvæmt reglunni er velta slíkra búa um 35 millljónir kr. á ári. „Menn eru í þokkalegum málum séu skuldirnar tvö- eða þrefaldar miðað við veltu bús. En þegar skuldir eru orðnar fjór- ef ekki fimmfaldar, kannski 150 til 200 millj. kr., fer að reyna verulega á. Þessir bændur kalla eftir varanlegum úrræðum eins og svo margir aðrir. Samþætting bú- rekstrar og heimilis gerir stöðu kúa- bænda frábrugðna stöðu flestra ann- arra atvinnurekenda. Margir bændur kvíða komandi vetri breytist staðan ekki,“ segir Baldur. sbs@mbl.is Margir kúa- bændur stefna í gjaldþrot Baldur Helgi Benjamínsson FYRSTU íbúðarhúsin í Urriðaholti í Garðabæ sem verktakar ljúka við að utan hafa verið sett í sölu. Um er að ræða eitt parhús, þar sem hvor íbúð um sig er ríflega 200 fermetrar að flatarmáli, auk bílskúrs. Búið er að ganga frá húsunum að utan og grófjafna lóðina. Að sögn verktakans, Hjartar Jó- hannssonar, er ásett verð fyrir hvora íbúð tæpar 40 milljónir króna. Hjört- ur hefur ásamt félögum sínum reist einbýlishús skammt frá í Urriðaholt- inu, fyrir Emil Hallfreðsson, atvinnumann í knattspyrnu, alls eru núna sex hús í byggingu á svæðinu. Skipulagðar hafa verið 350 íbúðalóðir í Urr- iðaholti og búið að selja um 200 þeirra. Margir hafa viljað skila lóðunum en ekki getað. Þá eru framkvæmdir hafnar í holtinu við nýbyggingu Nátt- úrufræðistofnunar, sem Ístak byggir fyrir félagið Urriðaholt. bjb@mbl.is Fyrstu íbúðirnar í sölu Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfram framkvæmt í Urriðaholti                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.