Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Nú hafa Bretar og Hollendingarbrugðist við fyrirvörum Al- þingis vegna Icesave-samningsins og gerir ríkisstjórnin lítið úr ágreiningnum. „Þeir eru í raun að fallast á þá fyrirvara sem Alþingi setur, en það er kannski eitt atriði, eða tvö kannski, sem þeir eru að spyrjast fyrir um,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, í Kast- ljósi í gær.     Í sama þættigagnrýndi Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, Jóhönnu Sigurð- ardóttur for- sætisráðherra, fyrir að lýsa því yfir að stjórnar- andstaðan hefði rofið trúnað um málið. „Þetta er náttúrlega ómaklegt,“ sagði Þór. „Það var hennar eigin þingflokks- formaður sem gaf hér heilmikið viðtal í dag þar sem hann upplýsti innihald þessara viðræðna.“     Og Þór vék að trúnaðinum semríkisstjórnin hefur sagt stjórn- arandstöðuna bundna um málið. „Þingflokksformaður okkar var kallaður á fund Jóhönnu, þar sem málið var lagt upp við hana með þeim hætti, að það væri fallið í ljúfa löð. Það væru eitt eða tvö smáatriði sem þyrfti aðeins að lagfæra og þá væri málið búið. Og hún var vin- samlegast beðin um að halda trún- að um það. Það var ekkert mál.“     En hann bætti við: „Svo kemur íljós að þetta er því miður stór- mál, en á sama tíma fara Jóhanna og Steingrímur í fjölmiðla og halda einhverju allt öðru fram. Og það er ekki gott að gera það. Við erum tilbúin að vinna með ríkisstjórninni í þessu máli, en það verður að koma fram heiðarlega frá upphafi.“     Varla ætlast ríkisstjórnin til aðstjórnarandstaðan sé bundin trúnaði á sama tíma og hún hefur sjálf frítt spil? Getur það verið? Þór Saari Eitt atriði, tvö kannski … Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 19 skýjað Algarve 24 léttskýjað Bolungarvík 10 skýjað Brussel 22 heiðskírt Madríd 13 skúrir Akureyri 10 skýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 10 skýjað Glasgow 14 skýjað Mallorca 24 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað London 19 heiðskírt Róm 26 léttskýjað Nuuk 5 léttskýjað París 24 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Þórshöfn 13 léttskýjað Amsterdam 19 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Ósló 19 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Montreal 16 skúrir Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt New York 20 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Chicago 22 heiðskírt Helsinki 13 skúrir Moskva 11 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 19. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.20 0,1 6.27 4,2 12.37 -0,0 18.41 4,4 7:04 19:41 ÍSAFJÖRÐUR 2.28 -0,0 8.28 2,4 14.43 0,0 20.36 2,5 7:07 19:47 SIGLUFJÖRÐUR 4.42 0,0 10.54 1,4 16.48 0,1 23.11 1,5 6:50 19:30 DJÚPIVOGUR 3.36 2,4 9.48 0,1 15.58 2,4 22.04 0,3 6:32 19:10 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Suðaustan 10-15 m/s og rign- ing, en heldur hægari og úr- komulítið á NA-landi. Hiti 7 til 13 stig. Á mánudag Vestlæg átt og víða smáskúrir. Hiti 5 til 10 stig. Á þriðjudag Norðanátt, þurrt að mestu sunnantil á landinu en rigning fyrir norðan og slydda til fjalla. Kólnandi veður. Á miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu og síðar skúrum, þó síst A-lands. Fremur milt. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 3-8, skýj- að með köflum og víða smá- skúrir, en bjartviðri SA-lands. Hiti 7 til 13 stig að deginum. DJÚP gjá er á milli þeirra skoðana sem reglulega koma fram í spjallþáttum og á bloggsíðum um nið- urfellingu skulda og skoðana hins þögla meiri- hluta. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins. Sífellt sé verið að vekja væntingar um að niðurfelling skulda sé kostnaðarlítil aðgerð þegar svo sé ekki. „Vitanlega viljum við að hægt sé að fella niður skuldir hjá fólki,“ segir Guðmundur. „Það er hins vegar annað mál verði það ekki gert með öðru móti en að taka peninga úr lífeyrissjóðum til að greiða skuldir annarra en þeirra sem eiga í sjóð- unum, eða með því að snarhækka skatta hjá þeim sem eru þó að reyna að borga sínar skuldir. Hinn þögli meirihluti vill staldra við áður en lagt er út í slíkar að- gerðir.“ Óábyrgt sé að vekja hjá fólki væntingar sem ekki sé hægt að standa við. „Mér finnst það vera fantaskapur gagnvart því fólki sem stendur sannarlega mjög illa og illa hefur verið far- ið með.“ Hagfræðingar verka- lýðshreyfingarinnar hafi ítrek- að skoðað möguleikann á niðurfellingu skulda og alltaf komist að þeirri nið- urstöðu að sú leið sé óraunsæ og illframkvæm- anleg. Lítill áhugi er hins vegar, að hans mati, á að koma skoðun hins þögla meirihluta til skila, ábyrgðinni sé frekar skellt á verkalýðshreyf- inguna. Á fundum með félögum í Rafiðnaðarsamband- inu, sem er með um 8.000 félagsmenn, verði hann þó ítrekað var við skoðun þess hóps sem sé ekki í vanskilum, en passi sig og rétt skrimmti. Þetta fólk velti því fyrir sér hvers vegna það eigi að halda áfram að borga af sínum skuldum, neita sér um allt og bæta svo á sig skuldum annarra í formi hærri skatta eða lægri lífeyrissjóðsgreiðslna. „Þetta eru skilaboð sem mér finnst ekki hafa náð að koma fram,“ segir Guðmundur. annaei@mbl.is Lítill áhugi á þögla meirihlutanum Guðmundur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.