Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 42
42 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand PASSAÐU ÞIG Á TRÉNU! HÆGÐU Á ÞÉR! ÉG HELD AÐ MÉR SÉ ORÐIÐ FLÖKURT BÍLLINN ER EKKI EINU SINNI KOMINN Í GANG ÉG ER AÐ HITA UPP ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ GERA, KALLI SAMVISKAN MÍN LEYFIR ÞAÐ EKKI ÉG GET EKKI BARA STAÐIÐ ÞARNA OG ÖSKRAÐ, „ÁFRAM, KALLI! ÞÚ GETUR ÞETTA!“ ÞEGAR ÉG VEIT AÐ ÞÚ GETUR EKKI NEITT... MÉR LÍÐUR ILLA ÚT AF ÞVÍ ÉG VISSI EKKI AÐ SIÐFERÐI SKIPTI MÁLI Í HAFNABOLTA ÉG HEF ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ AÐ HLUTIR TRUFLA MIG EKKI EF ÉG HUGSA EKKI UM ÞÁ HÉÐAN Í FRÁ ÆTLA ÉG EKKI AÐ HUGSA UM NEITT SEM MÉR FINNST LEIÐINLEGT! ÉG VERÐ ALLTAF GLAÐUR! FINNST ÞÉR ÞETTA EKKI ASNALEG OG ÓÁBYRG LEIÐ TIL AÐ LIFA LÍFINU? MIKIÐ ER FALLEGT Í DAG BAÐSTU EKKI EINHVERN AÐ VERA EFTIR TIL AÐ PASSA BÁTINN? NEI, ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR GERT ÞAÐ! ÞETTA ER LISTI YFIR ÞAÐ SEM ÉG ÞARF AÐ KAUPA FYRIR KARABÍSKA VERKAMANNINN HANN ÞARF SKRÚFJÁRN, TÖNG, NAGLA, BORVÉL... TÓK HANN EKKI MEÐ SÉR VERK- FÆRI ...BARA ÞENNAN HAMAR OG ÞESSA SIGÐ HVERNIG GENGUR ÞETTA? BARA MJÖG VEL! DÝRIÐ HEFUR ÖRUGGLEGA DÁIÐ FYRIR RÚMUM 11.000 ÁRUM SÍÐAN EFTIR VIKU... ÉG FANN SPJÓTSODD! ÉG FANN SPJÓTSODD! VÚÚHÚÚ!! NEMA VIÐ FINNUM EINHVER MERKI UM MANN- VERUR, SEM ER ÓLÍKLEGT HVENÆR FÆ ÉG AÐ GERA VIÐ PÍPURNAR? ER Í LAGI MEÐ ÞIG, M.J.? JÁ EN ÉG TRÚI ÞESSU EKKI HANN FÓRNAÐI LÍFI SÍNU TIL AÐ BJARGA MÉR ÞAR sem tækninni hefur fleygt fram á ógnarhraða á undanförnum áratug- um þykir ekki tiltökumál að hafa með sér fartölvuna hvert á land sem er. Fólk þarf ekki lengur að loka sig inni á bókasafni eða innan veggja heim- ilisins til að sinna heimalærdómi eða öðrum tölvuverkefnum. Þessi unga einbeitta stúlka hefur kosið að sinna sínum málum á kaffihúsi með iðandi mannlíf í kringum sig, úti sem inni. Morgunblaðið/Heiddi Tækniframfarir Líkþorn VINUR minn fyrir vestan varð fyrir því óláni um daginn að læknirinn hans fann líkþorn á hægri il. Oft hefur hann þurft í skurð á vinstri il, og þá vegna annars kvilla, en í þetta sinn kom grill- veisla í vinahúsi við sögu. Uppákoman end- aði með límsaum og kostnaðarsamri leigu- bílaferð í Borgarnes, en ég geri ekki skil enda- lokum þeirrar ferðar. Sem betur fer hafði vin- ur minn keypt sér Land Cruiser sem hann fær afskrifaðan og því mun hann ekki þurfa að greiða þennan reikning. Mér varð þó bilt við í fyrradag þegar ég komst að því að reikning- urinn fyrir ilsauminn, sem í gegnum árin hefur hljóðað upp á um það bil þrjú þúsund krónur, var allt í einu kominn upp í sex þúsund krónur! Þarna hækkaði íbúðalánið mitt um- talsvert enda vísitölutengt við lík- þornið, sem ég hef þó margbeðið vin minn um að láta brenna af sér. Skuldavandi heimilanna krefst ekki óreglulegrar táhirðu en þó ættu stjórnvöld að sjá sér fært að leiðrétta nábýli fátæktar og heilsuvanda, sem svo oft hafa fylgst að á undan- gengnum tveimur og hálfum áratug. Það er mjög bagalegt að heiðvirt fólk sem vill eignast sínar íbúðir og hefur í því skyni til mikils unnið, skuli þurfa að yfirgefa heimilin vegna smávægi- legs einbeitingarbrests í grillveislu. Verði misbrestur þessi ekki tekinn til endurskoðunar mun um verða að ræða eitt stórt líkþorn í okkar sam- félagi. Virðingarfyllst, Sölvi Björn Sigurðsson. Ósátt við gjaldtöku á hjólhýsastæði EFTIR að hafa verið rukkuð fyrir hjólhýsastæði í þrígang af unglingum í Reykjanesbæ á bæjarhátíðinni Ljósanótt, kærði ég gjaldtökuna til lögreglunnar. Var okkur sagt að gjaldið væri til styrktar vorferð tí- unda bekkjar skólans. Aldrei áður höfum við verið rukkuð fyrir hjól- hýsastæði á Ljósanótt né á öðrum bæjarhátíðum. Ég tók myndir af ónúmeruðum og óverð- merktum kvittunum og spurði fólk sem var með slíkar í gluggum farartækja sinna, hvort það hefði fengið kvitt- un. Svo var ekki, heldur aðeins fengið afhent blað með málshætti. Er þetta í lagi? Mér og þeim sem ég hitti finnst skömm að þessari fjárkúgun. 110643-4629. Lýðræði eða alræðisvald? ÞÆR hugmyndir þingmanna Borg- arahreyfingarinnar sem komu fram á landsfundinum eru mjög svo nýstár- legar og held ég að ekki hafi slíkar hugmyndir um hreyfingu verið við lýði hér. Það kom margoft fram að þessar tillögur væru lýðræðislegar. Nú er vitað að einn mesti lýðræð- ishalli á Íslandi er í sveitarstjórnum, en það má ekki hafa áhrif þar, sam- kvæmt skoðun þingmanna, þó að markmið hreyfingarinnar í byrjun væri að koma á lýðræðisumbótum. Samkvæmt lýðræðisvenjum er það valddreifing sem virkjar lýðræðið en tillögur um að ráða framkvæmda- stjóra sem raunar hefði alræðisvald og að hans starf yrði aðeins metið á hálfs árs fresti, er ekki annað en ein- ræðistilburðir og getur ekki gengið. Að hreyfing sem átti að koma á lýð- ræðisumbótum ætti að fara að vinna með ólíkum grasrótarhreyfingum í landinu er ekki trúverðug hugmynd. Mörg grasrótarfélög eru starfandi í landinu sem ekki eru að koma á breytingum á lýðræðinu. Að ekki skuli eiga að vera félagaskrá er und- arlegt svo ekki sé meira sagt. Hvaða félagsskapur er það sem ekki heldur félagaskrá? Mig undrar þessi afstaða þigmannanna og held að sú afstaða þeirra sé byggð á misskilningi. Sá misskilningur getur verið af- drifaríkur ef ekki verður snúið frá þessum skoðunum sem byggjast á mistúlkunum og reynsluleysi. Af fé- lagsskap sem getur verið hreyfing sem skiptir um fólk í stöðum, ef fé- lagið vill það, þá er það hreyfing, held ég sé rétt. Árni Björn Guðjónsson.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.