Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 254. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is SYNGJA VINALÖG Á FÆR- EYSKU OG ÍSLENSKU «JÓGVAN OG FRIÐRIK «30 ÁR FRÁ KOMU VÍETNAMA Flóttafólk kann vel við sig á Íslandi Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NORSKI fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhug- uðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Að sögn Margeirs Péturssonar, stofnanda og stjórnarformanns MP Banka, mun Røsjø leggja fram jafnvirði 1.400 milljóna íslenskra króna í nýju hlutafé og verða næststærsti hluthafi bankans á eftir Margeiri. Að hans sögn mun enginn núverandi hluthafa selja hlutafé í bankanum. Mar- geir segist vera mjög ánægður með ákvörðun Røsjø og hún muni styrkja bankann. „Stjórn MP Banka og stærstu hluthaf- ar átta sig vel á því að ef MP Banki vill verða í leið- andi stöðu á markaðnum þarf bankinn að vera í dreifðara eignarhaldi. Fjárfesting Endre Røsjø er fyrsta skrefið í þá átt og við erum að vinna að því að fá fleiri stofnanafjárfesta að bankanum.“ Endre Røsjø á að baki langan feril í Fjárfestir fyrir 1.400 milljónir  Samkomulag um að norski fjárfestirinn Endre Røsjø verði næststærsti hluthafinn í MP Banka  Unnið að því að dreifa eignaraðild og fá fleiri stofnfjárfesta að bankanum, segir Margeir Pétursson banka- og fjárfestinga- starfsemi, allt frá 1970. Á meðal núverandi fjárfest- inga hans er norska fjár- festingafélagið Centennial og verðbréfafyrirtækið Pinemont Securities í London sem er aðili að kauphöllinni þar. Á meðal fyrri fjárfestinga Røsjø er Pinemont Bank í Texas í Bandaríkjunum sem hann seldi fyrir nokkr- um árum. Røsjø var hér á landi fyrir skömmu til að skoða kauptækifæri. Endre Røsjø telur fjárfestingu sína í íslenskum banka fela í sér mikil tækifæri og vonast til að koma að fleiri verkefnum á Íslandi á næstunni, m.a. í gegnum norrænan fjárfest- ingasjóð. Í tilkynningu frá MP Banka í gærkvöldi er haft eftir Røsjø að bankinn hafi eins og hann sjálfur verið mjög áhættufælinn á árunum 2007-8 og lagt áherslu á ríkisskuldabréf. „Hrunið var mikil þolraun fyrir fjármálafyr- irtæki eins og MP Banka og forysta hans og starfsfólk hafa sannað að þau eru þrautseig og traust. Mér líst vel á að þróa bankann áfram með þeim,“ segir hann. „Ég væri mjög ánægður ef þessi fyrsta fjárfesting mín gæti eflt traust á íslenska bankakerfið.“ Endre Røsjø Margeir Pétursson ÓRÆÐUR svipur þessarar ungu dömu gefur til kynna að eitthvað undarlegt sé á seyði í Sundhöll Reykjavíkur. Gestir þar fylgdust enda með nas- ískum uppvakningum elta norska læknanema á röndum í kvikmyndinni Död snö. Myndin er ein af þeim fjölmörgu sem sýndar eru á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, og í takt við furðulegheit myndarinnar var hún sýnd í sér- stöku sundlaugarbíói. | 46 Morgunblaðið/Kristinn HROLLVEKJA Í SUNDHÖLLINNI Greiðsluaðlögun fyrir heimili sem eiga í fjárhags- legum erfið- leikum er mein- gölluð að mati fjölskylduföður sem sótti um úr- ræðið í apríl. Mál- ið fór fyrir dóm- ara í síðustu viku. Sökum þess að fjölskyldan vildi einbeita sér að greiðslu skulda sem gátu fallið á aðra féllst dómari ekki á beiðni um aðlögun og taldi að með því væri ver- ið að mismuna lánardrottnum. Ekki hefði átt að taka tillit til þessara skulda yfirhöfuð í greiðsluaðlögun- inni þar sem lánardrottnar gætu gert fjárnám í eignum ábyrgðar- aðila. Fáránlegt, segir faðirinn. Ekk- ert blasir annað við þessari sex manna fjölskyldu en gjaldþrot og telur faðirinn undarlegt að það sé talið ásættanlegra, þar sem kröfu- hafar fái þannig ekkert í sinn hlut en þau hafi haft mikinn hug á að vinna skipulega að því að greiða niður skuldir á næstu árum. Fjölskyldan hefur yfirgefið landið. | 4 Gjaldþrot álitið betra en úrræðið Forgangsröðun talin mismuna kröfuhöfum Antichrist, nýjasta kvikmynd Lars von Triers, hefur ýmist verið hlaðin lofi eða lasti. Gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur skiptast í andstæða hópa, fullir aðdáunar eða viðbjóðs. Lesbók Heilagt stríð Lars von Triers Bækur Stiegs Larssons um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander hafa notið fádæma vinsælda. Annað bindið var að koma út á íslensku, en þar nýtur Salander sín til fulls. Gleggri mynd af Lisbeth Salander Í kvikmyndinni Eyes Wide Open, sem sýnd verður á yfirstandandi kvikmyndahátíð, segir af ástum sem eru ekki einungis forboðnar, heldur einfaldlega ekki til. Forboðnar ástir karlmanna FRAMSÓKNARMENN og sjálf- stæðismenn vísa á bug ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra í kvöldfréttum í gær þess efnis að þeir hafi brotið trúnað í sambandi við viðbrögð Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Sjálfstæðismenn segja í yfirlýs- ingu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi virt umbeðinn trúnað og yfirlýs- ingar forsætisráðherra séu ósannar og ómerkilegar. Þær beri að túlka sem hótun um að mál verði leidd til lykta með átökum, en þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vinni af heil- indum. Höskuldur Þórhallsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins í fjár- laganefnd, segir að ummæli Jó- hönnu séu „ekkert annað en ómerkilegur lygaáróður og alger- lega úr lausu lofti gripin“. Hann óttast að verið sé að undirbúa harð- ar aðgerðir sem gangi þvert á sam- þykkt Alþingis í málinu og nefnir bráðabirgðalög í því sambandi. | 8 Vísa ásökunum um trúnaðarbrot á bug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.