Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009
„Ertu bara með ljósmyndara,“ spurði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar hann kom til fundar við Ásmund Friðriksson, bæjarstjóra í Garð-
inum, á dögunum. Svo vildi til að Ragnar Axelsson var þar viðstaddur. „Já, Árni minn, ég er búinn að ráða sérstakan ljósmyndara til að mynda allar opin-
berar heimsóknir til okkar í Garðinum,“ svaraði Ásmundur keikur. Árni heilsaði því bæjarstjóranum í Garðinum með alveg sérstakri viðhöfn.
RAX
Arnþór Sigurðsson | 18. sept. 2009
Einn góður svona
í vikulok
Sagan endurtekur sig. Það
sannast á mörgum svið-
um. Nú hafa þingmenn
Borgarahreyfingarinnar
allir sem einn yfirgefið
flokkinn. Þetta er oft snúið
mál. Eru þingmennirnir
fyrir fólkið eða á fólkið að hafa skoðanir
þingmannanna? Svari nú hver fyrir sig.
Ég hef áður skrifað um Jónas frá Hriflu
sem hagaði sér í anda þingmanna Borg-
arahreyfingarinnar eða öfugt. Verð bara
að koma þessu aftur að húmorsins vegna.
Þannig var að Jónas sótti fund á suður-
landi...
Meira: addisig.blog.is
Guðmundur Júlíusson | 18. sept. 2009
Fiskveiðistjórnun
EB og ásókn þeirra
í okkar auðævi
Það er staðreynd og rétt
með farið hjá þeim sem
haldið hafa fram þeirri
skoðun sinni að fisk-
veiðistjórnun EB sem og
margra ríkja þess sitt í
hvoru lagi, hefur verið
svo slæm að svo mikið hefur verið
gengið á mið þeirra að í dag er sú
staða uppi að fiskveiðar eru víða nán-
ast dauðar. Þeir hófu þannig að sækja
norðar og ætluðu að hreinsa okkar mið
í norðanverðu Atlanstshafi, við þekkjum
öll það ferli...
Meira: Meira: gudjul.blog.is
NEFND sem skipuð
var á vormánuðum árið
2007 af forsætis-
ráðuneytinu hefur lokið
störfum. Hlutverk nefnd-
arinnar var að leita sann-
leikans um líðan
barnanna sem vistuð
höfðu verið á upptöku-
heimilum ríkisins á mis-
munandi tímabilum.
Einnig átti að skoða
rekstur heimilanna ásamt því að kanna
hvort lögboðinni eftirlitsskyldu barna-
verndarnefnda hefði verið sinnt sem
skyldi. „Börnin“ sem hlut áttu að máli
fóru í viðtöl til nefndarmanna, jafn-
framt því sem þau skiluðu skriflegum
skýrslum þar sem þau sögðu frá ára-
löngu kynferðisofbeldi, lífi sínu og upp-
lifun allt frá barnæsku.
Nýja árið 2007 var gengið í garð.
Suður í Þýskalandi sat maður og horfði
á íslenskt fréttaefni í gegnum netið. Í
fréttunum var m.a. viðtal við fullorðinn
mann, sem beygði af og grét framan í
sjónvarpsmyndavélarnar. Hann hafði
verið vistaður sem barn í Breiðavík.
Maðurinn í Þýskalandi, Elvar Jak-
obsson, hafði einnig verið vistaður sem
barn á upptökuheimili, á Kumbaravogi
fyrir 40 árum. Hann beygði einnig af
og táraðist, pakkaði saman og fór heim
til Íslands eftir langa útlegð. Það er
stórt skref hjá einstaklingi að opinbera
hluta einkalífs síns til að öðlast upp-
reisn æru, til að öðlast réttlæti fyrir
ranglæti. Það þarf styrk og hugrekki
til að stíga fram og opna sig op-
inberlega í blaðagreinum og í viðtölum
í útvarpi og sjónvarpi um kynferðislegt
ofbeldi, – en það gerði Elvar. Einnig
stigu fram og studdu við bakið á hon-
um uppeldissystur hans þær Erna,
María og Jóhanna.
Elvar Jakobsson opnaði umræðuna í
blaðaviðtali og sagði frá kynferðisof-
beldi barnaníðingsins Karls Vignis á
sér og öðrum börnum vistuðum á
heimilinu. Elvar lagði fram ákæru á
hendur Karli Vigni, sem í kjölfar yf-
irheyrslu hjá lögregl-
unni viðurkenndi kyn-
ferðislegt ofbeldi sitt til
margra ára á Elvari og
tveimur öðrum 8-10 ára
gömlum drengjum á
Kumbaravogi. Sam-
viskulaus barnaníðing-
urinn var stundum með
drengina þrjá samtímis.
Hvernig var svo lífs-
hlaup litlu fórnarlamb-
anna, sem engan tals-
mann höfðu? Tveir af
þeim eru látnir, Þor-
steinn Karl Eyland og frændi minn,
Einar Þór Agnarsson, sem lést 24 ára
gamall. Drengirnir þrír voru beittir
kynferðislegu ofbeldi frá unga aldri á
Kumbaravogi og skemmdir fyrir lífstíð.
Síðan hefur komið í ljós að mun fleiri
drengir hafa lent í nauðgunum barna-
níðingsins.
Þagnarmúrinn var rofinn. Ég upp-
lifði mikla sorg og reiði, málið var mér
skylt. Í desember 2007 reyndi ég að
skoða sögusviðið í Morgunblaðsgrein
um „Kumbaravogsbörnin“: „Litlu
frændsystkini mín voru alla barnæsk-
una og unglingsárin vistuð fjarri for-
eldrum og tveimur eldri bræðrum og
setti það mark sitt á þau öll ævilangt.
Bænarbréfi móður þeirra til „háttvirts
Barnarverndarráðs“ þar sem hún
reyndi að fá börnin sín „lánuð“ um jól
var synjað. Þau fengu aldrei leyfi öll
þessi ár til að dvelja hjá eða heimsækja
daglangt foreldra sína og bræður.
Hvorki á jólum, páskum, afmæl-
isdögum né öðrum tyllidögum. Beiðni
foreldranna um að þau kæmu í ferm-
ingu næstelsta bróðurins var synjað.
Það var ekki talið óhætt að leyfa litlu
systkinunum að fara í fermingu eldri
bróður. Þannig voru Kumbaravogs-
reglurnar.
Á sama tíma var barnaníðingurinn
Karl Vignir Þorsteinsson, sem dvaldi
árlega á Kumbaravogi, að beita ofbeldi
og nauðga litla frænda mínum, Einari
Þór, átta ára gömlum, innan veggja
upptökuheimilisins.“
Aðdragandi vistunar barnanna á
vegum barnaverndarnefndar spannaði
tvö til þrjú ár. Ástæðan var áfeng-
isdrykkja foreldranna, brotið heim-
ilislíf, veikindi, yfirvofandi hjónaskiln-
aður og fátækt. Úrræði voru ekki mörg
á þessum árum. Stuðningur kerfisins
við „brotin heimili“ var afskaplega
fálmkenndur og ófaglegur. Börn voru
miskunnarlaust tekin af foreldrum og
systkinum sundrað, úrræði þeim til
stuðnings voru lítil sem engin. Rétt-
arstaða foreldra gagnvart „kerfinu“ og
barnaverndarnefnd með upptöku mála
og endurmat var afskaplega fjarlæg og
veik, – réttarstaða barnanna sjálfra var
minni en engin.
Aðstendendur og fyrrverandi vist-
menn upptökuheimilanna gerðu sér
miklar vonir um skipan þessarar nefnd-
ar forsætisráðherra, en þau gerðu sér
þær væntingar að nú yrðu frásagnir
þeirra virtar og þau fengju um leið upp-
reisn æru. Skýrslugerðin var sumum
einstaklingun mikil þolraun. Frásagnir
„barnanna“ á Kumbaravogi um ára-
langa vinnuþrælkun þykja ekki mjög
„trúverðugar“ að mati nefndarinnar og
aðrar frásagnir eru afgreiddar með orð-
unum „minni líkur en meiri“. Skýrslur
og staðfestar frásagnir „barnanna“ um
kynferðisofbeldi, lögregluskýrslur og
skrifleg játning barnaníðingsins dugði
ekki nefndinni til afgerandi umsagnar.
Svo mörg voru þau orð „meiri líkur en
minni“. Niðurstaða nefndarinnar um
kynferðisofbeldið á drengjunum er
tvær og hálf setning: „Í ljósi þessa telur
nefndin tilefni til að álykta svo að, þegar
á heildina er litið, verði talið að meiri
líkur en minni séu á því að hluti vist-
manna á Kumbaravogsheimilinu hafi
sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gest-
komandi einstaklings í þeirri merkingu
sem rakin er í kafla 2 - V. hluta skýrsl-
unnar.“
Að öðlast réttlæti fyrir ranglætið –
fór fyrir lítið.
Eftir Guðrúnu
Sverrisdóttur » Vont er þeirra
ranglæti, verra
er þeirra réttlæti.
Guðrún Sverrisdóttir
Höfundur er hjúkrunarkona.
Kumbaravogsbörnin -
og skýrsla forsætisráð-
herranefndarinnar
BLOG.IS
NÝLEGUR úr-
skurður samgöngu-
ráðuneytisins um að
samningur Lands-
virkjunar við sveitar-
félagið Flóahrepp sé
ólögmætur að hluta
hefur vakið athygli en
samkvæmt honum átti
Landsvirkjun að bera
allan kostnað sveitar-
félagsins við gerð
skipulags vegna Urr-
iðafossvirkjunar (þ.e.a.s. hugs-
anlegrar virkjunar sem kennd er
við Urriðafoss). Áður höfðu ýmsir
bent á að bein umbun orkufyr-
irtækis til handa sveitarfélagi í
tengslum við fyrirhugaðar virkj-
anaframkvæmdir í sveitarfélaginu
– svokallaðar mótvægisaðgerðir –
kunni að orka tvímælis.
Í grein í Morgunblaðinu 11. sept-
ember sl. bendir Margrét
Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóa-
hrepps, á að í lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga (l. 4/1995) er
gert ráð fyrir því að fasteignaskatt-
ur sé aðeins lagður á stöðvarhús en
ekki önnur mannvirki sem tengjast
virkjanaframkvæmdum. Þegar
haft er í huga að mörk sveitarfé-
laga afmarkast oft á tíðum af ám,
þýðir þetta m.ö.o. að sveitarfélag
getur haft tekjur vegna fasteigna-
gjalda sem nema „milljónum eða
jafnvel tugum milljóna“, eða engar
tekjur, allt eftir því hvorum megin
árinnar stöðvarhúsið lendir.
Hér er á ferð sérkennilegt skrípi
í íslenskri skattalöggjöf sem á eng-
an rétt á sér samkvæmt nokkrum
sanngirnissjónarmiðum, enda nær
áhrifasvæði virkjana iðulega yfir
mörg sveitarfélög. Og það sem
verra er, ákvæðið býður þeirri
hættu heim að afstaða sveit-
arstjórna til virkjanaframkvæmda
mótist um of af staðbundnum skat-
taáhrifum, ekki heildrænum sjón-
armiðum s.s. að „tryggja varð-
veislu náttúru og
menningarverðmæta og koma í
veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýt-
ingu, með sjálfbæra þróun að leið-
arljósi“, eins og skipu-
lags- og byggingarlög
gera ráð fyrir (l.73/
1997).
Og málið vindur
upp á sig. Fyrst
ákvæðið um skatt-
lagningu stöðvar-
hússins er í lögum er
það nú notað af sveit-
arfélögum sem eru
„vitlausum megin ár“
til að réttlæta sam-
bærilega umbun sér
til handa frá orkufyr-
irtækjum, t.a.m. greiðslur fyrir vega-
framkvæmdir í sveitarfélaginu og
innleiðingu fjarskiptasambands. Sei,
sei. Það er rétt sem fram kemur í
grein sveitarstjóra Flóahrepps, að
alþingismenn þurfi að breyta lögum
um tekjustofna sveitarfélaga til að
aflétta þeirri mismunun sem er til
staðar þeirra á milli með núverandi
lögum. Best færi sennilega á því að
skatttekjur af virkjunum færu allar í
einn pott og deildust meðal margra,
ef ekki allra sveitarfélaga sem liggja
fyrst og fremst í dreifbýli.
Sveitarstjórnarmenn eiga ekki að
þurfa að sitja undir því að vera ásak-
aðir um undirlægjuhátt þegar kemur
að því að fara með skipulagsvaldið.
Meðan núverandi fyrirkomulag um
skattlagningu orkumannvirkja er við
lýði mun þó tortryggni vera til stað-
ar, enda fyrirkomulagið umdeilt.
Kröfur um að ákvarðanir hjá sveit-
arstjórnum (sem og öðrum stjórn-
völdum) séu hafnar yfir allan vafa
eru miklar í þjóðfélaginu í dag. Gall-
aða löggjöf þarf að lagfæra nú þegar.
Alþingismenn hafa verk að vinna.
Virkjanir og tekjur
sveitarfélaga
Eftir Björgólf
Thorsteinsson
Björgólfur
Thorsteinsson
»Hér er á ferð
sérkennilegt skrípi
í íslenskri skattalöggjöf
sem á engan rétt
á sér samkvæmt
nokkrum sanngirnis-
sjónarmiðum …
Höfundur er formaður
Landverndar.