Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Samkomulaghefur orðiðum að Ólaf- ur Þ. Stephensen hætti störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ólafur tók við ritstjórastarf- inu í júní í fyrra. Leiðir Ólafs og Morgunblaðsins hafa hins vegar legið saman mun leng- ur. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1987 til 1998. Þá hvarf hann til ann- arra starfa, en sneri aftur í upphafi árs 2001 í starf að- stoðarritstjóra. Eftir stutta viðdvöl á ritstjórastóli 24 stunda lá leiðin síðan aftur á Morgunblaðið. „Morgunblaðið á að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað,“ skrif- aði Vilhjálmur Finsen í fyrsta tölublað Morgunblaðsins 2. nóvember árið 1913. Ólafur gerði þessa setningu að kjör- orði sínu og vann ötullega að því að blaðið stæði undir því; að skyldur blaðsins væru við lesendur en ekki hagsmuni úti í þjóðfélaginu. Í rit- stjóratíð Ólafs urðu miklar ham- farir og hrikti í stoðum ís- lensks samfélags. Slíkir tímar eru prófsteinn á ágæti fjöl- miðils. Nú skilur leiðir. Um þau tímamót er best að nota orð Ólafs sjálfs. Þegar hann kvaddi starfsfélaga sína í gær sagði hann: „Það er mikið um það rætt hvernig eigendur fjölmiðla beiti valdi sínu. Ég tel að þeir eigi að gera það með þeim hætti sem eigendur Árvakurs hafa gert. Þeir ráða ritstjórann og þeir geta látið hann fara. Það eru hreinlegri stjórnarhættir en að eigend- urnir hafi afskipti af dag- legum rekstri ritstjórn- arinnar.“ Samstarfsmenn Ólafs Þ. Stephensen á Morgunblaðinu kveðja hann með innilegum þökkum fyrir samfylgdina. Skyldur blaðsins eru við lesendur}Framlag Ólafs Meingölluð úr-ræði vegna greiðsluörð- ugleika urðu til þess að sex manna fjölskylda, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, flúði úr landi. Frásögn fjölskyld- unnar hljómar eins og mar- tröð, en er því miður íslensk lífsreynslusaga. Fjölskyldan ákvað að sækja um greiðsluaðlögun í apríl vegna skuldar, sem komin var í 55 milljónir. Þeg- ar í ljós kom að átta vikna bið var hjá ráðgjafarstofunni ákvað fjölskyldan að leita til lögfræðings til að fá allar kröfur frystar. Síðan kom leyfi frá dómara til að fjöl- skyldunni yrði skipaður um- boðsmaður til að vera milli- liður milli skuldara og lánardrottins. Fjölskyldunni var sagt að þá yrði allt fryst, en annað kom á daginn. Brátt stóð fjölskyldan frammi fyrir fjárnámi í húsi sínu og hjá aðila sem gengið hafði í ábyrgð fyrir láni fjöl- skyldunnar. Fjórum mánuðum eftir að ferlið hófst var málið tekið fyrir dóm og beiðninni um greiðsluaðlögun, þar sem gert var ráð fyrir því að skuldir, sem ábyrgðarmað- urinn stæði fyrir, yrðu greiddar að fullu, var hafnað. Ástæðan var sú að þá hefði kröfuhöfum verið mismunað. Greiðsluaðlögun nær ekki til ábyrgðarmanna og er eftir sem áð- ur hægt að ganga að eignum þeirra. Saga þessi er löng og flókin og ýmis áföll urðu á leiðinni. Til dæmis var bankareikningum fjölskyld- unnar lokað. Nú er fjöl- skyldan flutt til útlanda þar sem föðurnum bauðst vinna, en gjaldþrot blasir við. Fjöl- skyldufaðirinn gagnrýnir hins vegar kerfið harðlega og segir að bankarnir, sem eru í eigu ríkisins, vinni beinlínis gegn skuldurunum. Saga þessarar fjölskyldu er með ólíkindum. Gagnrýni á þau úrræði, sem fyrir hendi eru, er eitt og öll spjót standa á ríkisstjórninni að kynna nýjar aðgerðir. Annað og verra er að upplýsingar um það hvað gerist þegar sótt er um þau úrræði, sem þó eru til, skuli ekki liggja á lausu. Skuldsettar fjölskyldur eru undir nógu álagi þótt þeim sé ekki vísað inn í völundarhús þegar þau leita hjálpar. Það er einnig stór galli að greiðsluaðlögun skuli ekki ná til skulda þegar um er að ræða ábyrgðarmenn og erfitt að átta sig á því hvers vegna málum er þannig háttað. Þá er greinilegt að til einhverra úrræða þarf að grípa til þess að auka jafnræðið milli skuldara og lánardrottna. Fólk á ekki að lenda í völundarhúsi þegar það leitar sér hjálpar} Greiðsluaðlögunin breyttist í martröð O ft má satt kyrrt liggja.“ Svona voru viðbrögðin, sem sumir lesendur sýndu við grein undir yfirskriftinni „Ódýrt og fæst úti um allt“ í Morgun- blaðinu á sunnudag. Í greininni, sem und- irrituð skrifaði, var fjallað um smjörsýru og áhrif efnisins, en fyrst og fremst um hversu auðvelt það er að nálgast náskylt efni, sem breytist í smjörsýru í líkamanum. Vörur með því efni fást í apótekum, málningarvöruversl- unum og á bensínstöðvum. Greininni fylgdi líka mynd af umbúðum vöru, sem inniheldur slíkt efni. Margir kunnu mér þakkir fyrir að benda á þetta vímuefni, sem ákveðinn hópur ungs fólks sækir í. Efnið hefur líka verið misnotað á annan hátt, það t.d. sett út í drykki kvenna á veitingastöðum og viðkomandi þá verið auðveld bráð nauðgara. Þeir voru hins vegar nokkrir, sem fundu umfjöllun þessari flest til foráttu. Þeim fannst ekki rétt að benda hugsanlegum neytendum á enn eitt efnið, sem gæti kom- ið þeim í vímu. Nóg væri nú samt. Og þeim fannst líka, að jafnvel þótt sagt hefði verið frá efninu, þá hafi verið gengið of langt með því að skýra frá því hvernig það er meðhöndlað til að það nýtist sem vímuefni. Þessi sjónarmið eiga að sjálfsögðu rétt á sér. Eftir áralanga reynslu af umfjöllun um fíkniefni tel ég mig þó vita, að þeir sem sækjast í vímu eru ávallt nokkrum skrefum á undan þeim, sem um slíkt fjalla. Allstór hópur veit hvernig hann nálgast smjörsýru, eða efni sem veita sams konar vímu. Sá hópur hefur orðið sér úti um efnið og mun áreiðanlega hafa einhver ráð til þess áfram. Og verði hann sér úti um efnið, mun hann sannarlega nálgast upplýsingar um hvernig best sé að meðhöndla það til að áhrif- in séu sem mest. Upplýsingarnar í greininni um smjörsýru og áhrif hennar komu þessum óánægðu les- endum, sem höfðu samband við mig, mjög á óvart. Enginn þeirra hafði heyrt af þessari leið til að komast í vímu. En þrátt fyrir það sáu þeir ekkert gildi í að vita af þessu. Oft má satt kyrrt liggja, var viðkvæði þeirra. Það er ekki svo. Foreldrar, sem finna leysi- efni eða hreinsiefni í fórum unglinganna sinna, verða að vita að hugsanlega noti þeir efnið til ann- ars en að þrífa og skrúbba. Konur, sem sækja skemmti- staði, verða að gera sér grein fyrir að stundum er ein- hverri ólyfjan byrlað út í glös þeirra og þá verða þær að þekkja áhrifin. Það er ekki hægt að berjast við óvin, sem enginn þekk- ir. Það er ekki hægt að sigrast á honum, án þess að horf- ast í augu við hann og vita hvaða tökum á að taka hann. Ef lesendum Morgunblaðsins blöskrar svo mjög að lesa um auðveldan aðgang að vímuefnum er nær að þeir beiti sér fyrir að hann verði takmarkaður, í stað þess að krefj- ast þess af fjölmiðli að hann þegi yfir því. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Óþekkti óvinurinn FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þ remur árum eftir að hag- fræðingurinn Nicholas Stern hristi upp í heims- byggðinni með skýrslu sinni um efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga virðast um- hverfismálin vera að finna sér leið að hjarta Íslendinga. Aldrei hefur verið meira framboð á fyrirlestrum, ráð- stefnum, námskeiðum og alls kyns samkomum um umhverfismál og að- sóknin er mikil. Heimsókn nóbelsverðlaunahafans og formanns loftslagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna, dr. Rajendra K. Pachauri, hingað til lands nú um helgina er aðeins ein af fjölmörgum uppákomum á misserinu og fleiri „alþjóðlegar kanónur“ hafa verið hér eða eru væntanlegar. Hátt í tíu eða fleiri málþing og ráðstefnur hafa verið skipulögð nú á haustmisseri og þá eru aðeins nefndar þær sem þeg- ar hafa verið auglýstar. A.m.k. tvær fyrirlestraraðir eru að auki í gangi með vikulegum erindum og þá eru ótalin ýmis námskeið víða um land. Eygi von um nýsköpun Stefán Gíslason umhverfisstjórn- unarfræðingur telur að aukinn áhuga megi að mestum hluta rekja til þeirrar kreppu sem Íslendingar eru nú í. „Fólk leitar í eitthvað heild- stætt eða varanlegt því það má segja að skammtímasjónarmið hafi orðið gjaldþrota í hruninu.“ Þá eygi fólk von um nýsköpun í græna geiranum. „Það gildir bæði um almenning og fjárfesta í öllum hinum vestræna heimi. Sumir þeirra sem sækja at- burðina eru atvinnulausir sem hafa tíma og horfa í kring um sig eftir nýjum tækifærum. Þeir vita að far- miðinn inn í framtíðina er grænn.“ Margt af því sem nú er í algleym- ingi er þó ekki ný vísindi, svo sem umræðan um visthæf farartæki sem gríðarlegur áhugi skapaðist á í kjöl- far ráðstefnu hér á landi í síðustu viku. „Menn hafa talað um þetta í mörg ár en enginn viljað hlusta,“ segir Stefán. Enda hefur áhugi Ís- lendinga á loftslagsmálum hingað til þótt hverfandi, líka á árunum 2006 og 2007 þegar skýrslur Sterns og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna komu út og ollu mikilli vakn- ingu á alþjóðavísu. Vissulega fór fram umræða í fjölmiðlum um skýrslurnar sem og kvikmynd Als Gores um hlýnun loftslags en efa- semdaraddir hljómuðu á sama tíma hátt. „Nú held ég að menn séu að átta sig á að þetta er ekki nein vit- leysa,“ segir Stefán. Hann bætir því við að þótt al- menningur sé e.t.v. lítið meðvitaður um loftslagsráðstefnuna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember, þar sem leiðtogar heims hyggjast komast að samkomulagi sem taka á við af Kyoto-bókuninni, þá hafi hún sín áhrif á umræðuna. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í meistaranámi í umhverfis- og auð- lindafræði við Háskóla Íslands, segir aðsókn í námið hafa tvöfaldast á einu ári. „Þetta er vakning sem er loksins að koma til Íslands. Það er gríðar- legur áhugi.“ Sömu sögu er að segja af grunnnámi í umhverfis- og orku- fræði við Háskólann á Akureyri. Þar stunduðu 24 námið í fyrra en 42 nú. Þá eru ótalin námskeið Endur- menntunarstofnunar og annarra. Grænn farmiði inn í framtíðarlandið Morgunblaðið/hag Umhverfið Menn virðast skynja aukin tækifæri í vistvænni framtíð. Áhugi á umhverfismálum hefur aldrei verið eins mikill á Íslandi og nú. Sprenging hefur orðið í fram- boði á uppákomum er varða mála- flokkinn og tvöföldun er í aðsókn að námi í umhverfisfræðum. Það er óhætt að segja að heimsókn dr. Rajendra K. Pachauri hingað til lands um helgina sé stórvið- burður í um- hverfisgeir- anum. Dr. Pachauri tók árið 2007 við friðarverðlaunum Nób- els fyrir hönd milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsmál (IPCC) sem hann veitir forystu, um leið og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, fékk sömu verðlaun. Dr. Pachauri er sömuleiðis for- stöðumaður vísinda- og tækni- stofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi sem hefur gert sam- starfssamning við Háskóla Ís- lands, en sérsvið TERI eru rann- sóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Dr. Pachauri flytur opinn fyr- irlestur í hátíðarsal aðalbygg- ingar Háskóla Íslands í dag kl. 11.30. Sérfróður um nýtingu auðlinda Dr. Rajendra K. Pachauri Óskar Magnússon.Útgefandi: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: og ábyrgðarmaður: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.