Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Ég hef lengi spáð í af hverju Íslendingar og Færeyingar þekkja ekki tónlistina hvorir hjá öðr- um44 » Í DAG kl. 14 opnar tónlistar- og myndlistarmaðurinn Jó- hann G. Jóhannsson mál- verkasýningu í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkurborgar. Á sýningunni verða um 40 verk til sýnis og sölu. Flest verk- anna eru unnin á árunum 2008-9. Nokkur verk eru frá síðustu sýningu Jó- hanns Tindar & Pýramídar sem var haldin á sama stað 2004. Þar var Jóhann að glíma við þríhyrningsformið og heldur sú glíma áfram í flestum nýjustu myndum Jóhanns með undantekningum þó. Sýningin stendur yfir frá 19.-30. september. Myndlist Jóhann G. opnar málverkasýningu Jóhann G. Jóhannsson Í DAG verður opnuð sýningin Heilbrigð æska, pönkið og Kópa- vogurinn 1978-1983. Sýningin verður opnuð kl. 15 og er haldin í Tón- listarsafni Íslands við Hábraut 2 í Kópavogi. Klukkan 15.30 hefjast tónleikar á efri hæð hússins þar sem gamlar pönkhljómsveitir í bland við nýjar troða upp. Tilgangur sýningarinnar er að varpa ljósi á pönkmenninguna í Kópavogi á ár- unum 1978-1983. Auk þess verður farið yfir sögu pönksins á Íslandi og verða munir frá tímabilinu almennt til sýnis. Sveitir eins og Fræbbblarnir, Snillingarnir, Taugadeildin og Þeyr rekja allar sögu sína til bæjarins að einhverju leyti. Sagnfræði Pönkið og Kópa- vogurinn Kópavogspönkarar. ORÐATILTÆKIÐ ekki er allt sem sýn- ist á svo sannarlega við á hinni fræðandi barna- og fjöl- skyldusýningu Blik- smiðju, sem nýlega var opnuð á Kjar- valsstöðum. Næstkomandi laugardag kl. 14 verður fræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur í saln- um og tekur á móti fjölskyldufólki. Bliksmiðjan er unnin út frá sýningunni Blik, sem er í vest- ursal Kjarvalsstaða, en þar er sjónum beint að listaverkum nokkurra, íslenskra listamanna sem fela í sér sjónblekkinguog leik að upplifun augans. Myndlist Bliksmiðjan á Kjar- valsstöðum Frá Kjarvalsstöðum. Etir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SIGURÐUR Pálsson hefur lengi verið meðal helstu rithöf- unda okkar sem ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og mik- ilvirkur þýðandi, en hann hefur einnig gefið út eina bók ævisögulegs eðlis. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Ís- lands efnir til málþings til heiðurs Sigurði í dag í samstarfi við Þjóðleikhúsið, en þingið verður haldið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og hefst kl. 13:00. Fyrir tveimur árum sendi Sigurður frá sér bókina Minn- isbók og hlaut fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin. Gunn- þórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntafræði, er ein af þeim sem þátt taka í málþinginu og hyggst einmitt fjalla um Minnisbók Sigurðar. Hún segir að meðal þess sem hún skoði sé það hvers vegna Sigurður kýs að taka fyrir það tímabil sem hann gerir og einnig hvernig hann fjalli um minnið; hvernig minnið sé í stöðugri endurmótun og móti okkur sjálf, „en ég skoða þetta út frá kenningum um tengsl frásagnar og minnis, hvernig við erum alltaf að segja sögu um okkur sjálf, hvort sem við erum að segja öðrum hana eða okkur sjálfum, og mótum þannig sjálfsmynd okkar“. Tilraun um sjálfið Gunnþórunn segir að í Minnisbókinni sé Sigurður að velta því fyrir sér hvað hafi orðið um unga manninn sem hélt út í heim í leit að sjálfum sér og reyndi sig við heiminn; „sá sem skrifar löngu síðar er að reyna að átta sig á hvað varð úr þessum unga manni, mjög meðvitaður um það hvað hann var ungur og óreyndur og gerir grín að sjálfum sér en stendur samt með sér eins og hann segir á einum stað. Því þótt það sé fullt af húmor í bókinni þá er líka elska þar, en þó greinilegt bil á milli þessara radda; tvítuga drengsins úti í heimi og mannsins sem situr og skrifar um hann löngu síð- ar“, segir Gunnþórunn og bætir við að Minnisbókin sé ekki sagnfræði, hún sé miklu frekar tilraun um sjálfið, enda taki Sigurður það fram að einstakir atburðir skipti ekki máli heldur andrúmsloftið eða tilfinningin eða eitthvað slíkt sem hann reyni að miðla eða endurlifa eftir einhverjum leiðum, „oft eru menn að reyna að endurupplifa fortíðina í gegnum sjálfsævisögur, en líka má segja að í Minnisbókinni sé Sig- urður að reyna að greina hvenær hann varð skáld“. Sigurður Utan gátta  Bókmenntafræðistofnun heldur málþing til heiðurs Sigurði Pálssyni  Málþingið haldið í leikmynd í Kassa Þjóðleikhússins Morgunblaðið/Kristinn Skáldið Sigurður Pálsson er einn af okkar helstu höfundum og hefur sýslað við ýmsa geira bókmenntalistarinnar á farsælum ferli; hefur m.a. ort, þýtt, skáldað og rifjað upp. FYRSTU tónleikar nýs starfsárs Kammer- músíkklúbbsins verða í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið kemur klukkan 20. Að vanda stendur klúbburinn, sem var stofnaður árið 1957, fyrir fimm tónleikum í vetur og eru mismunandi áherslur á tónleikunum. „Við erum venjulega ekki með mikinn söng en ætlum að bregða út af því á sunnudaginn,“ segir Runólfur Þórðarson, einn stjórnarmanna Kammermúsíkklúbbsins. „Við fengum Alinu Dubik messósópran til að flytja rússnesk ein- söngslög eftir Shostakovich, Tchaikovsky og Rachmaninov. Okkur langaði til að heyra þessi lög, hún kann málið og er frábær söngkona og því leituðum við til hennar. Hún syngur félagið inn í veturinn. Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur með henni á píanó og þær eru báðar að koma fram hjá okkur í fyrsta sinn. Í tveimur verkanna leikur maður Alinu, Zbigniew Dubik, með á fiðlu.“ Eftir hlé á tónleikunum á sunnudagskvöldið flytja Ástríður Alda, Ari Þór Vilhjálmsson fíðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari Tríó í d-moll op. 49 eftir Felix Mendelssohn. Saxafónkvartett í fyrsta sinn Á tónleikum klúbbsins í október leika Sig- rún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir strengjakvartetta eftir Joseph Haydn, Mozart og Beethoven. „Þetta er annar af tveimur síð- ustu kvartettum Haydns, opus 77 númer 1, og sá í A-dúr opus 18 númer 5 eftir Beethoven, en það vill svo til að hann hefur einhverra hluta vegna orðið frekar útundan hjá okkur gegnum tíðina en aðrir,“ segir Runólfur. „Á þriðju tónleikunum, 22. nóvember, sér Camerarctica um dagskrána. Fyrir hlé verður barokkmúsík, tríósónata eftir Buxtehude, og leikið á barokkhljóðfæri. Eftir hlé verður Klar- inettukvintettinn eftir Brahms auk strengja- kvartetts númer 11 eftir Dimitri Shostakovich. Síðustu árin höfum við flutt að minnsta kosti einn kvartetta hans og nú er hringnum lokað. Þetta er sá síðasti sem við áttum eftir að flytja.“ Á tónleikunum í janúar býður klúbburinn upp á nýjung, Íslenska saxófónkvartettinn. „Það er nýnæmi og við erum spenntir að heyra dagskrána. Sigurður Flosason er maðurinn á bak við þetta og þau leika verk eftir Alexander Glazunov, Jean-Baptiste Singelée og Florent Schmitt,“ segir Runólfur. Á lokatónleikum starfsársins, í febrúar, flytur Tríó Nordica pí- anótríó eftir Haydn, Beethoven og Tchai- kovsky. Söngurinn gleður Rússnesk einsöngslög verða flutt á fyrstu tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu Morgunblaðið/Eggert Þær koma fram Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Alina Dubik mezzosópran. HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur veitt árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heim- ildamynda. Í ár var sótt um 29 starfsstyrki til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmum 15 millj- ónum króna. Til ráðstöfunar voru 10 milljónir og úthlutað var styrkjum til 26 verkefna. Átta fengu hæsta styrk, 600.000 kr. Aðalsteinn Ing- ólfsson, vegna verks um feril Haf- steins Austmann myndlistarmanns, Auðunn Arnórsson vegna verks um aðildarviðræður við Evrópusam- bandið, Gunnar Hersveinn vegna bókarinnar Mannspor, Rannveig Lund vegna lestrar- og vinnubóka, Sigurður Gylfi Magnússon vegna bókarinnar Iceland: A Wasteland with Words, Viðar Þorsteinsson vegna bókarinnar Palestína – landið á bak við múrinn, Þorleifur Frið- riksson vegna Hulduþjóða – litlar þjóðir í evrópska þjóðarhafinu, og Þóra Elfa Björnsson og Haraldur Blöndal vegna orðasafns. Styrk að upphæð 500.000 kr. hlutu Hilma Gunnarsdóttir vegna Kynlífs- bókarinnar og Jón Yngvi Jóhanns- son vegna kennslubókar í bók- menntafræði. Styrki að upphæð 400.000 kr. hlutu Bjarni Guðmundsson, Magnús Guðmundsson og Bjarki Bjarnason og þeir Guðni Th. Jóhannesson, Guðmundur Sverrir Þór og Krist- björn Helgi Björnsson. Þrettán hlutu styrki sem námu 350 til 150.000 kr. Fjögur handrit styrkt Þá voru fjórar umsóknir vegna handritagerðar styrktar, samtals 900.000 kr. Styrki að upphæð 300.000 kr. hlutu Ásta Sól Kristjáns- dóttir og Berghildur Erla Bern- harðsdóttir fyrir Listin að lifa og Kristinn Schram fyrir heim- ildamynd um slóðir Gísla Súrssonar. Þá hlutu Ari Trausti Guðmundsson og Eggert Þór Bernharðsson 150.000 kr. styrk. Útdeildu 10 milljónum Hagþenkir veitir styrki til 30 verkefna Aðalsteinn Ingólfsson Sigurður Pálsson er ekki margorður um þátttöku sína í málþingi um hann sjálfan: „Ég á að segja nokkur orð að lokum,“ segir hann, „og ætla einmitt að segja nokkur orð að lokum.“ Sigurður fæst þó til að segja meira þegar á hann er gengið og meðal ann- ars það að honum hugnist það vel að haldið sé málþing um lifandi rithöf- unda, því menn hafi verið gjarnir á að ræða helst um þá sem eru látnir, sem séu orðnir endanleg stærð, en lifandi höfundar geti tekið upp á hverju sem er. „Látinn rithöfundur er eins og eyja sem er skýrt afmörkuð, hægt að sigla í kringum og kortleggja, en lifandi höf- undar geta farið í allt aðra átt en fræð- ingar búast við. Fyrir vikið hafa menn verið ragir við að fjalla um þá, en Bók- menntafræðistofnun ætlar að gera það með málþingum eins og þessu, sem er vel.“ Nokkur orð að lokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.