Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Af öllu því flóttafólki sem flyst hingað til landser tiltölulega hátt hlutfall sem festir hér ræt-ur. Samkvæmt tölum frá Rauða krossi Ís- lands eru 350 flóttamenn enn búsettir hér á landi, af þeim 510 sem hingað hafa komið. Ekki eru þó allir hinir brottfluttir, enda langt um liðið síðan flóttamenn byrj- uðu að koma hingað og sumir þeirra fallnir frá. Það eru því um 70% flóttafólks sem ílendast á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar sem Flóttamannanefnd rík- isins lét gera árið 2005, og birt er á vef félagsmálaráðu- neytisins, eru í takt við þessar tölur. Þar kom fram að flóttafólki á Íslandi liði almennt vel og sérstaklega hefði unga fólkið aðlagast vel íslensku samfélagi. Óhætt er að segja að flóttafólkinu frá Víetnam hafi verið sýndur velvilji við komuna hingað árið 1979. Á fréttamyndum frá atburðinum má sjá að fólkið hafði allt fengið íslensk nöfn, svo sem Dóra, Halldór og Eggert, áður en það svo mikið sem steig til jarðar á Íslandi. Börnin höfðu verið dúðuð í lopaklæðnað og allir fengu eina rós að gjöf. Eflaust var það til marks um annan tíð- aranda en nú ríkir, að gefa flóttafólkinu svo íslenskt yf- irbragð strax við komuna til landsins, en móttökurnar voru góðar. Flóttamannanefnd er helsta yfirvaldið í málefnum flóttamanna, hún er fulltrúi ríkisvaldsins og semur við sveitarfélög og aðila eins og Rauða krossinn um fjár- veitingar fyrir aðstoð við flóttafólk. Hún skipuleggur líka þá hópa sem teknir eru inn. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður flóttamanna- nefndar, segir að starfið felist ekki einungis í því að hugsa um nýjasta hópinn hverju sinni. Einnig þurfi að skipuleggja komu nýrra hópa og að þróa starfið áfram, hugsa það upp á nýtt. „Að athuga hvort aðrar lausnir séu til. Hvort við eigum við að hugsa öðruvísi,“ segir Guðrún. Hún nefnir sem dæmi hvort rétt sé að fara að bjóða flóttafólki að ekki fari allur hóp- urinn í sama sveitarfélag og hvort frekar eigi að líta á fólkið sem fjölskyldur, en hóp fólks af ákveðnu þjóðerni. „Aðalatriðið er að loka ekki neinum leiðum. Við eigum að vanda okkur mjög mikið við þetta,“ segir Guðrún. Sem fyrr segir er það Rauði krossinn sem styður flóttafólk eftir komuna hingað til lands. „Okkar hlut- verk er aðallega að vera hið félagslega net fólksins,“ segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Hann segir að stuðningskerfið hér á landi sé að mestu leyti innlend uppfinning sem hafi gefist mjög vel. Hún hafi vakið mikla athygli utan landsteinanna. Þegar nýr hópur kemur til landsins auglýsir Rauði krossinn eftir stuðningsfjölskyldum, sem vilja leiðbeina flóttafólki um allt og ekkert, hjálpa því að kaupa í mat- inn og sækja venjulega þjónustu. „Það miðast alltaf við eitt ár frá komu. Þetta byrjar sem vinna en oft verða úr þessu traust vinasambönd.“ Ljósmynd/Emilía Björg  Snáðinn Eggert Þegar umfjöllun um flóttafólkið birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 21. september 1979 var svohljóðandi texti birtur með mynd af tveimur litlum drengjum: „Eggert heitir snáðinn til vinstri sem ásamt landa sínum er í hópi þeirra flóttamanna frá Víetnam er komu til landsins í gær eftir 43 stunda ferð frá Kuala Lumpur en þeir hafa hlotið íslensk nöfn sem þeir eru þegar farnir að nota og reynt er að hafa þau sem líkust þeirra upp- haflegu nöfnum.“ 70% flóttamanna ílendast hér Á morgun eru 30 ár liðin frá því að 34 flóttamenn komu hingað til lands frá Víetnam. Af öllu því flóttafólki sem kemur til Íslands er tiltölulega hátt hlutfall sem festir rætur.  Hvítabandið Eftir komu fólksins til landsins var farið með þau á Hvíta- bandið þar sem þau snæddu kvöldmat áður en þau fóru í læknisskoðun. HALLDÓR Nguyen, túlkur, þýðandi og höf- undur víetnamsk-íslenskrar orðabókar, var um tvítugt þegar hann kom hingað til lands fyrir þrjátíu árum. Hann tekur undir að þessi þrjátíu ár séu langur tími og játar því að þeim, sem voru í hópnum, líði vel á Íslandi. „Ég var einhleypur þegar ég kom til landsins og ég fékk stuðning fyrir mig,“ segir hann. „Það gekk mjög vel hjá okkur,“ bætir hann svo við. Í fyrstu hélt hópurinn sambandi sín á milli en Halldór segir alla þó hafa lifað bara sínu lífi. „Við erum ekki mikið í sambandi núna og höfum ekki verið í langan tíma.“ Hann kveðst þó vita að fólkinu hafi liðið vel en upplýsir að tvær fjölskyldur hafi flutt aftur af landi brott, önnur til Kanada og hin til Ameríku. Halldór minnir jafnframt á þá sem hafa hasl- að sér völl í veitingabransanum, tiltekur Kára [Tran] sem á veitingastaðinn Asíu á Laugavegi, og bræðurna Karl og Teit sem eiga veitingastað á Nýbýlavegi í Kópavogi. „Það gengur vel hjá okkur og hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Halldór. Hann giftist á sínum tíma íslenskri konu, á með henni tvær dætur og einn son. Þau skildu en Halldór býr nú með annarri konu og á með henni eina dóttur. Halldór segist verða var við að rafræna orða- bókin sem hann ritaði fyrir Víetnama komi að gagni. „Jú, jú, fólk er að nota hana núna og fletta upp í henni,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Túlkur Halldór Nguyen hefur m.a. starfað sem túlkur hér á landi. „Gekk mjög vel hjá okkur“ FRÁ árinu 1956 hafa 510 flóttamenn frá nokkrum lönd- um flust til Íslands, með að- stoð stjórnvalda og Rauða krossins. Á síðari árum hefur það verið ýmist árviss atburð- ur eða gerst annað hvert ár, að hópur flóttafólks komi hingað. Fyrr á árum leið hins vegar lengra á milli, stundum áratugir. Fyrst var það hópur fólks frá Ungverjalandi, eftir upp- reisnina gegn kommúnista- stjórninni þar, árið 1956. Svo kom hópur frá Júgóslavíu ár- ið 1959. Eftir það liðu tuttugu ár, þangað til 20. september 1979 þegar Víetnamarnir 34 komu hingað til lands. Þrír aðrir hópar komu eftir það, frá Póllandi 1982 og aftur frá Víetnam árin 1990 og 1991. Síðan má segja að straum- hvörf hafi orðið árið 1996, þegar stjórnvöld ákváðu að taka skyldi á móti flóttafólki á hverju ári. Á þeim tíma breyttist vinnulagið líka mik- ið og sveitarfélög fóru að taka mun meiri þátt í mót- töku flóttafólksins. Í dag er það talið ómiss- andi, enda mikið af þeirri þjónustu sem fólkið þarf að sækja fyrst um sinn á hendi sveitarfélagsins og aðeins á valdi sveitarstjórna að bjóða fólk almennilega velkomið í samfélagið á hverjum stað. Þannig gekk það fyrir sig allt fram yfir aldamótin, til 2001, að tekið var á móti flóttafólki á hverju ári. Þá var aftur farið í að gera þetta annað hvert ár. Síðast árið 2007, þegar góðærið stóð sem hæst og Ís- lendingar töldu sig vel af- lögufæra, var ákveðið að taka aftur upp árlega móttöku flóttamanna. Á síðasta ári kom svo hópur 29 palest- ínskra kvenna frá Al-Waleed- flóttamannabúðunum í Írak hingað til lands. Þessi metn- aðarfulla stefna entist hins vegar ekki, því eitthvað þurfti undan að láta í hinum mikla niðurskurði sem nú á sér stað hjá hinu opinbera. Ekki verður því tekið á móti flóttafólki í ár og óvíst er um framhaldið. Flóttamenn síðan 1956

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.