Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 MORGUNBLAÐIÐ býður áskrifendum á Karlar sem hata konur um helgina, 18.-20. september gegn framvísun miðans sem fylgdi Morgunblaðinu í gær. Afhendist í miðasölu. MICHAEL NYQVIST NOOMI RAPACÉ PETER HABER NÆ ST S ÍÐA STA SÝN ING ARH ELG I EFTIRFARANDI er tilvitnun í 24 stund- ir 10.9. ’08. „Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráð- herra segir það vera í lögum að ekki eigi að innheimta seðilgjöld nema gerður hafi verið samningur um það við viðkomandi við- skiptavin. „Ég bað Neytendastofu að gera úttekt og í ljós kom að helmingur opinberra fyrirtækja var hættur að rukka seð- ilgjöld eftir tilmælin. Stóra málið er að það er bannað að innheimta gjöldin nema með samningi við við- skiptavin. Það verður svo að beita sektum ef ekki er hætt að rukka seðilgjöld. Þetta er mál sem á að klára og fara með alla leið. Án sér- staks samnings um innheimtu seð- ilgjalda er hún ólögmæt. Ég á eftir að fá úttekt á einkaaðilum og í framhaldi af þeirri skýrslu mun Neytendastofa beita sektum verði ekki farið að þessum lögum,“ segir hann. „Við fórum í gegnum mikla vinnu í fyrra og er verið að fylgja því eftir. Eins og ég segi voru margir sem fóru eftir þessum til- mælum en sé það ekki gert verður hægt að gera kröfur um niðurfell- ingu. Gerist það ekki þá á að leita til Neytendastofu og hún annast málið.“ Tilvitnun í gr. 37 í Lögum um neytendakaup 2003 nr. 48. 20 mars: „Seljandi getur ekki til viðbótar kaupverðinu krafist þóknunar fyrir að gefa út og senda reikning.“ Tilvitnun í gr. 38 í Lögum um fjarskipti 2003 nr. 81 26. mars: „Áskrifendur [tal- og farsímaþjón- ustu] eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptanotkun sína sund- urliðaða og skulu áskrifendur al- þjónustu eiga rétt á slíkum reikn- ingum án þess að greiðsla komi fyrir.“ Þrátt fyrir skýr ákvæði og fögur fyrirheit yfirvalda samanber tilvitn- anir hér að ofan eru fyrirtæki og stofnanir enn að rukka neytendur um aukaþóknun vegna útgáfu og heimsendingar reikninga. Í einfeldni minni hélt ég að í nýja tískuslagorðinu „Nýtt Ísland“ fælist að nú ætluðum við öll að hætta að rupla og ræna hvert annað og að yfirvöld ætluðu að taka fram fyrir hendurnar á þeim sem þrjóskuðust við. Eða verður áfram leyfilegt að stela milljörðum ef það er í nógu litlum skömmtum? Ef marka má tilvitnanirnar hér að ofan innheimta ýmis fyrirtæki og stofnanir ennþá ólögleg gjöld af við- skiptavinum sínum undir ólíkum nafngiftum þar sem nýjasta heitið er líklega ættað frá MasterCard og kallast úrvinnslugj/útskrift og er aðeins einar litlar 551 kr. Ef við gefum okkur að hver fjöl- skylda í landinu greiði 1.500 kr. á mánuði í seðil-/útskriftargjöld, þá eru það 18.000 kr. á ári á hvert heimili. Samkvæmt Hagstofunni eru 77.047 kjarnafjölskyldur í land- inu. Ef þessar forsendur eru nærri lagi þá draga stofnanir og fyrirtæki ólöglega að sér 1.386.846.000, sagt og skrifað, einnmilljarðurþrjú- hundruðáttatíuogsexmilljónir- áttahundruðfjörutíuogsexþúsundk- rónur – og er þá aðeins verið að tala um reikninga til einstaklinga en ekki til fyrirtækja. Rök margra sem innheimta þessi gjöld er að það sé þeim aukinn kostnaður að prenta og senda innheimtuseðla umfram það sem áður var. En staðreyndin er alveg öfug því þau spara verulega upphæðir í afstemmingum og bók- haldsvinnu og ættu því að geta lækkað verð á vörum og þjónustu í stað þess að rukka sérstaklega fyrir inn- heimtuna. Enda ef ekki felst hagræðing í þessu fyrirkomulagi ættu fyrirtæki og stofnanir að taka aftur upp eldri innheimtuaðferðir. Seð- ilgjöld voru eitt af fyrstu útspilum græðgisvæðingarinnar á sínum tíma og virðast ætla að lifa góðu lífi í kreppunni. Ráðamenn, yfirvöld og hagsmunasamtök launafólks og neytenda virðast ekki hafa minnsta áhuga á málinu enda varla hægt að slá sig til riddara á slíkum smáaur- um. Í tilvitnuninni í viðskiptaráðherra hér að ofan kemur fram að hann hafi vísað málinu til Neytendastofu fyrir rúmlega einu ári og því leikur mér forvitni á að vita: Hvar er mál- ið statt, háttvirti viðskiptaráðherra? Enn er stolið af almenningi! Eftir Ferdinand Hansen »Ráðamenn, yfirvöld og hagsmunasamtök launafólks og neytenda virðast ekki hafa minnsta áhuga enda varla hægt að slá sig til riddara á slíkum smáaurum. Ferdinand Hansen Höfundur er verkefnastjóri gæðastjórnunar hjá SI. Á MIÐVIKUDAGINN lýsti Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra þeirri skoðun sinni, að ekki mætti virkja í Gjá- stykki. Og bætti því síðan við, að Gjástykki ætti að friða. Gjástykki er víðáttumikið landsvæði, sem nær suður undir Leirhnjúk og norður fyrir Kerl- ingarhól. Þar er jarðhiti. Og þó svæðið hafi lítt eða ekki verið rannsakað má vafalaust reisa þar 50 megavatta virkjun. Og það þykir Steingrími J. Sigfús- syni ekki gott. Allt er þegar þrennt er. Fyrst setti umhverfisráðherra fótinn fyrir rannsóknir og fram- kvæmdir við Þeistareyki. Síðan hefur ríkisstjórnin móast við að endurnýja viljayfirlýsingu um ál- ver á Bakka. Og nú má ekki virkja í Gjástykki. En af hverju? Það skilur eng- inn. Halldór Blöndal Gjástykki – af því bara! Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.