Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 LAGER- HREINSUN afsláttur MikillAðeins íBYKO Breidd NÝJAR VÖRU R!afgangar · ú tlitsgallað · sí ðustu eintök o.fl. EX PO ·w w w .e xp o. is AFSKIPTI sam- keppnisyfirvalda af eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hita- veitu Suðurnesja (nú HS Orku) hafa und- anfarið verið til um- ræðu á opinberum vettvangi, í tengslum við sölu OR á umrædd- um hlut til Magma Energy. Í þeirri um- ræðu er almennt ekki fjallað um ástæður þessara afskipta sam- keppnisyfirvalda. Rétt þykir í örstuttu máli að reifa hvernig málið snýr við Samkeppn- iseftirlitinu. Rétt er í upphafi að taka fram að með setningu raf- orkulaga á árinu 2003 ákvað löggjaf- inn að samkeppni ætti að ríkja í framleiðslu og sölu raforku hér á landi. Er sérstaklega mælt fyrir um eftirlit samkeppnisyfirvalda í lög- unum. Löggjafinn tók með þessu skýra ákvörðun um að raforkufyr- irtæki ættu að keppa sín á milli, not- endum raforku til góðs. Þegar einkavæðingarnefnd auglýsti til sölu 15,2% hlut ríkisins í HS í mars 2007 var skýrt tekið fram að íslensk orkufyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki bjóða í eignarhlutinn. Ákvað ríkið síðan að selja Geysi Green Energy hlutinn. Í framhald- inu urðu miklar hræringar í eign- arhaldi HS þar sem sveitarfélög los- uðu hlut sinn. Þannig keypti OR tæplega 17% eignarhlut í HS af Grindarvíkurkaupstað, Reykja- nesbæ og Hafnarfjarðarbæ. Hinn síðastnefndi nýtti sér síðan sölurétt sem bundinn var í samningum við OR, sem þýddi að OR hefði farið með yfir 30% hlut í HS og tvo stjórnarmenn af sjö. Var OR ljóst frá upphafi að þessi kaup gætu vald- ið samkeppnislegum vandkvæðum, sem sést m.a. af því að í hluthafa- samkomulagi eigenda HS frá miðju ári 2007 er kveðið á um það hvernig með skuli fara ef til hindrana komi af hálfu samkeppnisyfirvalda. En hver voru þessi samkeppnislegu vand- kvæði? Að mati Sam- keppniseftirlitsins má draga þau saman með eftirfarandi hætti:  Raforkumarkaður- inn er lítill markaður með fáum keppi- nautum.  OR og HS eru helstu keppinautarnir í sölu á rafmagni til m.a. neytenda og smærri fyr- irtækja, með um 60% markaðs- hlutdeild samanlagt.  Eignarhlutur OR veitti félaginu möguleika til þess að hafa áhrif á helsta keppinautinn og fá í hend- ur viðkvæmar viðskiptaupplýs- ingar frá honum.  Eignarhluturinn stuðlaði þannig að ólögmætu samráði og hefði gert OR og HS kleift að samhæfa aðgerðir sínar og ná umfram- hagnaði á kostnað viðskiptavina. Rannsóknir staðfesta að ólög- mætt samráð veldur almenningi og atvinnulífinu miklu tjóni. Á þetta ekki síst við á litlum mark- aði eins og hér á landi. Það var því með hagsmuni kaupenda raf- orku að leiðarljósi, þ.e. almenn- ings og fyrirtækja, sem Sam- keppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að OR ætti ekki að vera heimilt að eiga stærri eign- arhlut í HS en sem nemur 3%. Að mati Samkeppniseftirlitsins hefðu þessi stjórnunar- og eignatengsl helstu keppinauta þannig stuðlað að óeðlilegum verðhækkunum og verri þjónustu fyrir almenning. Í samræmi við gildandi lög var því nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að vernda viðskiptalegt sjálf- stæði HS. OR og Hafnarfjarðarbær kærðu þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Nefndin staðfesti þá niðurstöðu að umrædd tengsl milli OR og HS væru skaðleg og færu gegn samkeppnislögum. Hins vegar taldi hún hæfilegt að OR mætti eiga allt að 10% eignarhlut í HS. Aðilar málsins undu niðurstöðu áfrýjunarnefndar og nýttu sér því ekki rétt sinn til að skjóta henni til dómstóla. Í framangreindu máli var OR ítrekað gefinn frestur til að gera breytingar á eignarhaldi sínu í HS. Upphaflega gaf Samkeppniseft- irlitið frest til 1. október 2008, en áfrýjunarnefndin framlengdi frest- inn til 1. mars 2009, skv. fyrr- greindum úrskurði. OR óskaði síðan eftir framlengingu á þeim fresti og fékk umbeðinn frest sem enn er ekki útrunninn. Afskipti samkeppn- isyfirvalda af þessu máli einskorðast við framangreint. Þannig mæltu þau ekki fyrir um upphaflega sölu á eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suð- urnesja og hafa heldur ekki gefið nein fyrirmæli um hvernig eða til hverra ætti að selja hlutinn í HS Orku. Kjarni málsins er sá að keppi- nautar á raforkumarkaði eiga að fara að landslögum með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi, óháð því hvort þeir eru í opinberri eigu eða ekki. Eftir Páll Gunnar Pálsson »Kjarni málsins er sá að keppinautar á raforkumarkaði eiga að fara að landslögum, óháð því hvort þeir eru í opinberri eigu eða ekki. Páll Gunnar Pálsson Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Af hverju má OR ekki eiga stóran hlut í HS Orku?FURÐULEGT er aðfylgjast með því al- gjörlega aðhaldsleysi stjórnarandstöðu og fjölmiðla sem sitjandi ríkisstjórn er veitt. Er Ísland eitthvað nær því að komast út úr erf- iðleikum sínum? Nú er hafinn landflótti, skatt- ar eru hækkaðir, ekki er skorið niður í rík- isrekstrinum, gjaldmiðlahöft halda áfram að lama útflutningsgreinarnar og skuldabyrði landsmanna aukin með þjóðnýtingu á skuldbindingum fyrrverandi einkafyrirtækja. Hvenær á að segja stopp? Það dylst vonandi fáum að bæði forsætis- og fjármálaráðherra lands- ins hafa beðið mjög lengi eftir því að fá að vera við stjórnvölinn. Til þess var fjölmiðlum, forseta Íslands og æstum múg beitt með aðferðum sem verður mjög athyglisvert að lesa um í sögubókum framtíðar. Tækifæris- mennskan var einstök þegar pólitísk- um óstöðugleika var bætt ofan á þann efna- hagslega. En gott og vel. Breytinga var krafist af stórum hluta þjóð- arinnar. Hver var upp- skeran? Hún var ein óhæfasta ríkisstjórn Ís- landssögunnar, og hún situr enn. Þeir eru til sem segja að ríkisábyrgð á skuld- bindingum banka í einkaeigu, stjórnlaus vöxtur hins opinbera seinustu árin og aukið eftirlits- og reglugerðafargan hafi verið eins kon- ar afsprengi aukins frelsis, eða frjáls- hyggju, á Íslandi. Þeir hafa rangt fyrir sér. Frá Brussel streymdu fyrirmæli sem skylduðu ríkið út í stórkostlega útþenslu á eftirlitsstarfsemi sem hef- ur reynst vera marklaus fjáraustur. Markaðsaðhaldi var skipt út fyrir rík- iseftirlit. Áhættan var verðlaunuð þegar hún bar árangur, en þjóðnýtt þegar henni skeikaði. Þetta er and- stæða kapítalismans, sem menn hall- mæla nú sem aldrei fyrr. Leiðin úr ánauð er vörðuð hugarfari sem fagnar framtakssemi ein- staklinga, notkun eigin fjár til að skapa auð og gjaldþrotum þeirra sem veðja á vitlausan hest á hinum frjálsa markaði. Til að koma á slíku fyr- irkomulagi þarf að afnema ríkis- ábyrgðir, afnema höft á viðskiptum við útlönd, minnka hið opinbera lóð á hálsi hins frjálsa markaðar og snar- lækka skatta. Hafa núverandi stjórn- völd skilning á þessu? Nei. Þau eru á leið í hina áttina – þá sem afnemur ábyrgð einstaklinga með öllu og dregur sífellt meira af auði og orku landsmanna í átt að ráðuneytunum. Ísland þarf nýja ríkisstjórn. Sú óhæfa, og vinstrisinnaða, sem núna situr, þarf að víkja. Verði það ekki raunin, þá mun Ísland ekki eiga sér viðreisnar von um langa hríð. Vík frá, þú óhæfa vinstristjórn! Eftir Geir Ágústsson »Ríkisstjórnin sem nú situr er óhæf og hún gerir slæmt ástand ennþá verra Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur og situr í stjórn Frjálshyggjufélagsins. VILJIÐ þið virki- lega fórna sjálfstæði ykkar? Það mun glat- ast. Viljið þið ut- anaðkomandi vald, „stóra bróður“ í Brüs- sel, sem fylgist með og skiptir sér af því sem þið gerið? Hefur skyndilegt hræðslu- kast fengið ykkur til að sækja um inn- göngu í Evrópusambandið? Hin einstaka menning og þjóð- areinkenni ykkar kunna að glatast að eilífu! Ég er ensk kona og hef lengi stundað viðskipti. Af eigin reynslu get ég sagt ykkur við hverju þið megið búast ef þið gangið í Evr- ópusambandið: Miklum verðhækk- unum. Flóð reglugerða með þúsundum nýrra reglna sem gera ekk- ert nema angra og trufla enda ekki komn- ar frá ykkar eigin stjórnvöldum. Svo kostar ykkur mikið fé árlega að vera í sam- bandinu, jafnvel millj- ónir sterlingspunda. Landamæri ykkar þurrkast út, þó að þið sjálf þurfið að bera vegabréf til að ferðast um Evrópu. Bretland á nú við að glíma stjórnlaust flóð innflytjenda sem stóreykur álagið á heilbrigðisþjón- ustuna og félagsþjónustuna. Reglur um mannréttindi, sem eru að fyrir- mælum Evrópubandalagsins, virð- ast veita brotamönnum meiri rétt- indi en fórnarlömbum þeirra. Mikill fjöldi Breta vill að við drögum okkur út úr Evrópusam- bandinu. Og, síðast en ekki síst, treystið þið Evrópusambandinu? Munið þið eftir endurskoðendunum sem sáu sér ekki fært að skrifa upp á árs- reikninga þess? Eftir Averil Parsons Averil Parsons » Viljið þið virkilega fórna sjálfstæði ykkar? Það mun glat- ast. Eða hefur skyndi- legt óttakast fengið ykkur til að sækja um inngöngu í Evrópusam- bandið? Höfundur rekur eigið verslunarfyrirtæki í Englandi. Íslendingar, gætið ykkar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.