Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
259. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«BORGARLEIKHÚSIÐ
HEIMA ER BEST ER
KOLSVÖRT KÓMEDÍA
«EDEN-HUGMYNDAFRÆÐIN
Ræktun, smíðar
og skepnuhald
REKSTRARKOSTNAÐUR hjá
Vegagerðinni hefur minnkað um
301,3 milljónir, eða um 26,1%, fyrstu
sjö mánuði ársins ef miðað er við
fyrstu sjö mánuði ársins 2008.
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, bend-
ir þó á að inni í þessum tölum er ekki
eingöngu sparnaður vegna þess að
hætt hafi verið við einhverjar fram-
kvæmdir: „Heldur hefur ýmsu verið
frestað, tækjakaupum og viðhaldi
hefur verið frestað í eitt ár eða leng-
ur en á endanum kemur til þess að
fara þarf í þann kostnað,“ segir
hann. Í miðstöð Vegagerðarinnar
(mestmegnis í Reykjavík) er kostn-
aðarminnkunin 41,7 millj. kr eða
8,5% frá fyrra ári, á skrifstofum
svæðanna 46,9 millj. kr. eða 36,3%,
hjá rekstrardeild Vegagerðarinnar
208,7 millj. kr. eða 32,8%.
Í skýrslu ríkisendurskoðanda um
fjármálastjórnun ráðuneyta og skil
rekstraráætlana frá því í júní er
hvatt til þess að ráðuneyti og stofn-
anir sameinist um að meta væntan-
leg áhrif annars vegar 5% og hins
vegar 10% nafnverðslækkunar fjár-
veitingar milli 2009 og 2010. | 16-17
Spara milljónir
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur nú
til rannsóknar hvort föllnu bankarnir;
Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing,
hafi kerfisbundið reynt að halda verði
eigin hlutabréfa uppi fyrir hrun
bankakerfisins á síðasta ári og þannig
sent misvísandi skilaboð til markað-
arins, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins.
Rannsóknin, sem hefur staðið yfir í
nokkurn tíma og nær nokkur ár aftur
í tímann, er lengst á veg komin í tilviki
Kaupþings. Grunur leikur á að bank-
inn hafi stýrt verði á eigin hlutabréf-
um með því að útbúa stöðuga eftir-
spurn eftir bréfunum.
Rannsóknin beinist m.a. að því að
kerfisbundið hafi verið reynt að hafa
áhrif á verð hlutabréfanna og þar með
dregin upp röng mynd af raunveru-
legu verðmæti, en mörg dæmi eru um
lánveitingar hjá Kaupþingi til eign-
arhaldsfélaga þar sem lán voru nýtt
til að kaupa hlutabréf í bankanum og
einu veðtryggingarnar voru bréfin
sjálf. Dæmi um slíkt eru t.d. lánveit-
ingar til Holt Investments Ltd., eign-
arhaldsfélags Skúla Þorvaldssonar,
þar sem eini tilgangur láns virðist
hafa verið hlutabréfakaup í Kaup-
þingi, og jafnframt lán til Kevins
Stanfords. Heildarlán til Stanfords,
sem var fjórði stærsti hluthafi Kaup-
þings, námu 374,8 milljónum evra
(um 68,5 milljörðum króna). 45 pró-
sent lánanna voru nýtt til hlutabréfa-
kaupa í Kaupþingi og stór hluti veð-
trygginga var bréfin sjálf.
FME rannsakar allsherjar
markaðsmisnotkun banka
Beinist að því að kerfisbundið hafi verið
reynt að hafa áhrif á verð hlutabréfa
Ein allsherjar | Viðskipti
VARNARGARÐARNIR í Landeyjahöfn teygja sig í átt til Vestmannaeyja, en
þeir eru nánast komnir í endanlega lengd. Eftir um tíu mánuði leggst Herj-
ólfur þar að bryggju í fyrsta skipti ef allt gengur eftir áætlun. Reikna má
með að framkvæmdir við hafnargerðina kosti um 2,2 milljarða, en þær eru
mánuði á undan áætlun. Í sumar hefur einnig verið unnið við uppgræðslu og
græn slikja setur svip á umhverfið þar sem áður var svartur sandur. | 15
Á UNDAN ÁÆTLUN Í LANDEYJAHÖFN
Ljósmynd/Emil Thor
HITINN í Reykjavík fór ekki yfir
10 gráður í fyrradag en það gerðist
síðast 2. júní sl. Hitinn náði því 10
gráðum í 110 daga samfellt. Þykir
það óvenjulegt en þó ekki einstakt.
Hefur það gerst fjórum sinnum áð-
ur frá árinu 1949 að lengri tími hef-
ur liðið. Sumarið í fyrra á vinning-
inn en þá leið 121 dagur þar til hiti
náði ekki upp fyrir stigin tíu. Sum-
arið í ár er það sjöunda hlýjasta í
Reykjavík frá upphafi mælinga árið
1870. Sólskinsstundirnar urðu 149
umfram meðallag en það sam-
svarar hálfum mánuði af sólar-
dögum. »15
110 dagar frá því að hiti
náði ekki 10 gráðum
„ÞAÐ hefur
auðvitað góð sál-
ræn áhrif á
manneskjuna til
lengri tíma að
vera nýtin, því
mikil sóun og
eyðsla gengur
nærri okkur sál-
rænt,“ segir Þór-
katla Aðalsteinsdóttir sálfræð-
ingur, en hún segir fólk leita í
auknum mæli til sálfræðinga í
kreppunni. Fólk sé kvíðið og það
upplifi tilveruna svolítið strembna.
Langflestir læri þó að sníða sér
stakk eftir vexti. „Ef við lifum við
langvarandi kvíða er það hreinlega
mjög óhollt,“ segir Þórkatla. »12
Sálfræðingar finna fyrir
aukinni aðsókn í kreppunni
MÖGULEIKAR hafa verið skoð-
aðir á sjávarfallavirkjun á Vest-
fjörðum í samstarfi við japanska
iðnaðarrisann Mitsubishi. Þorgeir
Pálsson, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Vestfjarða,
hefur átt viðræður við fulltrúa Mit-
subishi, fyrir milligöngu íslenska
sendiráðsins í Tókýó. Hefur þetta
verið kynnt fyrir iðnaðarráðuneyt-
inu, Nýsköpunarmiðstöð, Háskóla-
setri Vestfjarða og Fjórðungs-
sambandi Vestfjarða. »14
Japanar skoða sjávarfalla-
virkjun á Vestfjörðum
NOKKRIR smærri kröfuhafar
Baugs Group, sem eiga kröfur í
þrotabú félagsins, eru ósáttir við
ráðstöfun kaupverðs vegna söl-
unnar á Högum til 1998 ehf.
VIÐSKIPTI
Smærri kröfuhaf-
ar eru óánægðir
Forsvarsmenn bankanna hafa tekið
misjafnlega í þá hugmynd, sem nú
er til skoðunar, að færa íbúðalánin
yfir til Íbúðalánasjóðs. Sumir taka
verr í þessa hugmynd en aðrir.
Ekki allir jafn-
hrifnir af flutningi
Guðrún G. Bergmann segir að vax-
andi aðsókn hafi verið undanfarin
ár að hótelinu sem hún rekur á
Hellnum á Snæfellsnesi og öll met
hafi verið slegin í ár.
Öll met slegin í ár
á Hellnum
Rannsóknin er ein sú umfangs-
mesta sem komið hefur til
kasta FME og fer mjög leynt
innan stofnunarinnar. Myndar
hún eins konar hjúp yfir önnur
mál, t.d. lánveitingar til Q Ice-
land Finance, félags í eigu
sjeiks Al-Thanis. Hlutabréfa-
kaup hans voru með milligöngu
stórs hluthafa og virðast hafa
verið til þess eins að auka tiltrú
á Kaupþingi rétt fyrir hrun.
Hjúpur smærri mála