Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÞETTA var mjög ánægjulegur og góður
fundur og ég er nokkuð öruggur á því að við
munum finna farsæla lausn á þessu máli,“
segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri
Norðurþings, um fund með Katrínu Júl-
íusdóttur iðnaðarráðherra í gær vegna sam-
þykktar sveitarstjórnar Norðurþings um að
viljayfirlýsing um byggingu álvers á Bakka
við Húsavík verði framlengd. Katrín Júl-
íusdóttir segir mikilvægt að orkan verði nýtt
fyrir norðan og að búast megi við farsælli at-
vinnuuppbyggingu á svæðinu.
Viljayfirlýsing ríkisins, Alcoa og Norð-
urþings um að kanna möguleika á því að
reisa álver á Bakka rennur út 1. október
næstkomandi. Málið hefur verið í biðstöðu og
verkefninu hefur seinkað um ár, meðal ann-
ars vegna þess að ríkisstjórnin vildi skoða
aðra möguleika en álver, en í liðinni viku
sagði Bergur Elías Ágústsson að góð hreyf-
ing væri að komast á umræðu um mögulega
orkunýtingu gufuaflsins á Þeistareykjum og
nágrenni.
Sameiginleg markmið
Bergur Elías og Gunnlaugur Stefánsson,
forseti sveitarstjórnar Norðurþings, héldu á
fund Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í
aðalatriðið að huga að atvinnuuppbygging-
unni, sama hvaða nafni hún nefnist, og þau
hafi verið sammála um að setja málið í ákveð-
inn farveg til að tryggja það. Næsta skref
verði að tala við aðra sem hlut eiga að máli og
unnið verði að fullum heilindum í rétta átt.
Norður- og Norðausturlands og það verður
gert,“ segir Bergur Elías að endingu.
Katrín Júlíusdóttir segir mikilvægt að ork-
an fyrir norðan verði nýtt á svæðinu og eðli-
legast hafi verið að byrja á því að tala við full-
trúa sveitarfélagsins um málið. Hún segir
gær og segir sveitarstjórinn að unnið verði
áfram að málinu á næstu dögum. „Það verður
bara unnið hratt og vel,“ segir hann og bætir
við að Katrín Júlíusdóttir hafi verið mjög já-
kvæð. „Við eigum náttúrlega sameiginleg
markmið, að nýta þessa orku þarna í þágu
Farsæl lausn í sjónmáli á Bakka
Fulltrúar sveitarstjórnar Norðurþings ánægðir með fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráð-
herra Ráðherra segir að búast megi við jákvæðri niðurstöðu fyrir atvinnuuppbygginguna
Í HNOTSKURN
» Orkufyrirtækið Þeistareykirehf. var stofnað fyrir um
áratug til að kanna möguleika á
jarðvarmavinnslu á Þeista-
reykjasvæðinu í Þingeyjarsýslu
og er Bergur Elías Ágústsson
stjórnarformaður.
» 16. maí 2006 var skrifaðundir viljayfirlýsingu um
rannsóknir á hagkvæmni þess
að reisa álver við Bakka og hafa
verið boraðar sex rannsóknar-
holur sem má nota sem vinnslu-
holur.
» Um níu milljarðar hafa far-ið í verkefnið og þar af hef-
ur sveitarfélag Norðurþings lagt
fram um einn milljarð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundur Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tekur á móti Bergi Elíasi (t.v.) og Gunnlaugi.
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur
sigrunerna@mbl.is
AALBORG Portland Íslandi ehf.
hefur krafist rannsóknar Sam-
keppnistofnunar á því hvort um-
mæli Jóns Steindórs Valdimarsson-
ar, framkvæmdastjóra Samtaka
iðnaðarins, ályktun bæjarstjórnar
Akraness, sveitarstjórnarmanna og
Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, um málefni
Sementsverksmiðjunnar hf. og Aal-
borg Portland Íslandi standist
ákvæði samkeppnislaga.
Í ummælunum eru opinberir að-
ilar sem aðrir hvattir til þess velja
íslenska framleiðslu frekar en inn-
flutta. Í bréfi til Samkeppnisstofn-
unar segir að Jón Steindór hafi í
viðtölum við fjölmiðla ítrekað brotið
gegn 12. gr. samkeppnislaga sem
leggur bann við því að samtök fyrir-
tækja, stjórnarmenn og aðrir sem
samtökunum tengjast hvetji til
hindrana sem bannaðar eru sam-
kvæmt lögunum, með því að hvetja
ítrekað til þess að félagsmenn sam-
takanna, og í raun landsmenn allir,
velji vöru frá einu tilteknu fyrirtæki
fremur en öðru; þ.e. velji sement frá
Sementsverksmiðjunni frekar en
Aalborg Portland.
Enn alvarlegra telur þó Aalborg
Portland vera að Jón Bjarnason
ráðherra taki í grein á vefsíðu
Skessuhorns undir orð Jóns Stein-
dórs. Þá virðist Jón gagnrýna sam-
keppnislögin á Pressunni og segir
það undarlegt að opinberir aðilar
kaupi innflutta vöru meðan íslenskt
fyrirtæki berjist í bökkum. Spyr
Aalborg Portland í bréfinu hvort
ráðherranum sé alvara með þessari
gagnrýni sinni á samkeppnislögin
og hvort vænta megi breytinga á
þeim til samræmis við sjónarmið
hans.
Aalborg Portland Íslandi er
einkahlutafélag í eigu danska sem-
entsframleiðandans Aalborg Port-
land A/S í Danmörku. Sementsverk-
smiðjan er hlutafélag í eigu Íslensks
sements ehf.
Telja ummæli ekki standast lög
Morgunblaðið/RAX
Sement. Aalborg Portland telur að
samkeppnislög hafi verið brotin.
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra
kastar kveðju á ljósmyndara Morgunblaðsins á
leið sinni frá Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi,
þar sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hittu
forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins. Rætt var
um stöðugleikasáttmálann og tengd mál eins og
skuldastöðu heimilanna, tillögur miðstjórnar
ASÍ í þeim efnum og orkumál. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra gaf fjölmiðlum kost á
viðtölum að fundi loknum, þar sem hún sagði
þessa aðila hafa farið yfir stöðu mála, en engin
sérstök niðurstaða fékkst að þessu sinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FUNDAÐ UM STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLANN
GYLFI Arn-
björnsson, for-
seti ASÍ, sagði
eftir fund for-
svarsmanna sam-
taka á vinnu-
markaði með
ráðherrum í
gærkvöldi að
umræðan hefði
verið opinská og
hreinskiptin.
Farið var yfir mörg mál, en ljóst sé
að vaxtaákvörðun Seðlabankans í
dag marki straumhvörf, því ekki sé
vaxtaákvörðunardagur næst fyrr
en 5. nóvember. Í stöðugleikasátt-
málanum er miðað við að stýrivext-
ir verði komnir í eins stafs tölu fyr-
ir 1. nóvember en þeir eru nú 12%.
Gylfi segir, að þessi vaxtaákvörðun
í dag muni hafa mikil áhrif á fram-
vinduna. Aðilar vinnumarkaðar
hafi vissulega tíma út október en
gangi það ekki upp verði ríkis-
stjórnin að svara því hvað annað sé
hægt að gera til að stöðugleikasátt-
málinn haldi. Mikið var einnig rætt
um áformaðar framkvæmdir. Fyrr
um daginn lýstu fulltrúar í mið-
stjórn ASÍ miklum áhyggjum sínum
vegna óvissunnar í orkumálum.
omfr@mbl.is
Ákvörðun um vexti
markar straumhvörf
Gylfi
Arnbjörnsson
Jón Steindór sagði t.d. á Stöð 2:
„Við erum að tala um að við
þurfum að spara gjaldeyri og
velja íslenskt og þá er ekki
heppilegt að kaupa danskt sem-
ent.“
Á vef Pressunnar sagði Jón
Bjarnason: „Hvort misvitur
samkeppnislög eigi að standa
þjóðfélaginu fyrir þrifum. Það
skýtur skökku við að opinberir
aðilar skuli kaupa innflutt sem-
ent til sinna framkvæmda …“
Dæmi um ummæli