Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞESSIR menn eru eins og rándýr, ferðast í flokkum, en þeir eru ekkert án merkjanna,“ sagði Snorri Magn- ússon, formaður Landssamtaka lög- reglumanna, á málþingi sem félag laganema við Háskóla Íslands, Ora- tor, hélt á dögunum. Snorri er sann- færður um að bann við auðkennis- merkjum vélhjólasamtaka muni gera þeim erfiðara fyrir að feta slóð á glæpabraut. Útlit er fyrir að sjálfstæðri og full- gildri deild Vítisengla (e. Hells Ang- els) verði komið á fót hér á landi haustið 2010. Lögregluyfirvöld telja að það muni leiða til aukinnar spennu í undirheimum Íslands og hættu á átökum. Því er allra leiða leitað til að hefta framgang samtak- anna. Rótunum ekki náð upp aftur Sérstakur stýrihópur var settur á fót í október á síðasta ári og hefur það verkefni að reyna að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi – sér- staklega vélhjólagengjum. Meðal annars hefur verið litið til reynslu annarra landa. „Þar sem [Vítisenglar] hafa skotið rótum hefur ekki tekist að ná þeim upp aftur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suð- urnesjum. „Og samtökin hafa skapað gríðarleg vandamál í samfélögum.“ Ein þeirra hugmynda sem skotið hafa upp kollinum er að leggja bann við auðkennismerkjum vélhjóla- samtaka. Það var reynt í Kanada og gafst ágætlega til að byrja með. Hafi kanadísk lögregla afskipti af merkt- um vélhjólamönnum leiðir það til hárrar sektar fyrir hinn merkta. Snorri segir Vítisengla og önnur slík samtök lifa á ótta almennings við þau. Hann tekur sem dæmi að með- limir Fáfnis hafi einhverjir verið dæmdir fyrir ofbeldisglæpi. Það geti hins vegar breyst á næstu árum. „Enginn þorir að segja til manna sem tilheyra svo alræmdum hópi og eiga í kjölfarið yfir höfði sér hefnd.“ Vítisenglar „ekkert án merkjanna“ Lögregluyfirvöld vilja skoða að leggja bann við merkingum vélhjólasamtaka Aðild íslensku vélhjólasamtak- anna Fáfnis MC að Vítisenglunum hefur skotið lögregluyfirvöldum skelk í bringu. Lögreglustjóri Suðurnesja segir samtökin hafa skapað mikil vandamál þar sem þau hafa skotið rótum. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is KRISTÍN Sigurðardóttir var ný- flutt austur á Fáskrúðsfjörð og byrjuð að vinna í álverinu á Reyðar- firði þegar hún lenti í bílslysi 28. september í fyrra. Á svipstundu gjörbreyttist líf þessarar 19 ára gömlu stúlku. „Þetta breytti öllu,“ segir Kristín sem hlaut hlutmænu- skaða í slysinu og er nú lömuð fyrir neðan mitti, en með mátt í framan- verðum lærum og hnjám. Eftir stutta legu á Landspítal- anum var hún send á legudeild Grensáss þar sem hún dvaldi fram í janúar. Í dag getur hún gengið stuttar vegalengdir með því að nota spelkur og hækjur, en fer þó flestra sinna ferða í hjólastól sem hún með- höndlar af mikilli fimi. Hún kann starfsfólki Grensás- deildar miklar þakkir. „Ég var á legudeild fram í janúar, en fór oft heim til mömmu og pabba um helg- ar.“ Á virkum dögum dvaldi hún hins vegar á Grensási og var í end- urhæfingu tvisvar til þrisvar sinn- um á dag. „Svo var ég oft bara sjálf að æfa í salnum.“ Hún segir starfsfólkið á Grensás- deild hafa skipt miklu. „Starfs- mennirnir uppi á deild voru skemmtilegir og það var ekki óþægilegt að vera þar. Starfsfólkið lét mann líka alveg vita að maður er ekkert öðruvísi og hjálpaði mér virkilega að komast aftur út í lífið. Hvað gerist ef maður lendir í slysi var nefnilega ekki eitthvað sem ég – frekar en aðrir á mínum aldri – hafði hugsað um.“ Að venjast athyglinni Eitt af því sem Kristín þurfti að læra var að umgangast fólk á nýjan leik. Enda töluverð breyting að vera ekki lengur augliti til auglitis við þann sem rætt er við. Hún minnist ferðar með sjúkraþjálfara í Kringl- una. „Við fórum til að fá okkur að borða og vorum þar á matartíma Verslunarskólanema. Það fannst mér erfitt,“ segir hún. „Maður veit að krakkar á manns aldri eru að horfa og velta fyrir sér hvað sé að. Síðan horfa litlu krakkarnir af því að ég er í svo flottum stól,“ segir hún og brosir. Í dag er hún orðin vön athyglinni og hætt að kippa sér upp við að á hana sé horft. Slysið breytti engu að síður miklu og hún þurfti að flytja heim í for- eldrahús á nýjan leik. „Þegar það var komin endanleg niðurstaða á að ég myndi ekki geta gengið að fullu þá ákváðum við að flytja.“ For- eldrar hennar bjuggu þá í blokk í Reykjavík þar sem erfitt var um að- gengi fyrir hjólastól. Í dag býr fjöl- skyldan í fjölbýli í Grafarholtinu þar sem Kristín kemst allra sinna leiða. Lætur fátt stoppa sig Hún er sömuleiðis farin að keyra bíl og er við það að hefja störf á skrifstofu Ungmennafélags Íslands, sem hún hlakkar virkilega til. Raunar lætur Kristín fátt stoppa sig. „Ég geri eiginlega allt sem ég get. Ég fer út að skemmta mér og er búin að fara á hestbak, skíði og fjórhjól. Þetta er náttúrlega nýtt líf, en ég er búin að gera helling sem ég hafði ekki gert áður.“ Og þó að hún sé útskrifuð af Grensásdeild kemur hún þangað og nýtir sér æfingasalinn. „Maður vill ekki losna héðan strax,“ segir hún og brosir. Hingað er alltaf gott að koma, maður er öruggur og þekkir alla. Þess vegna keypti ég mér tíu tíma í tækjasalnum til að byggja upp þol og styrk í handleggjum. Ég ætla að reyna að koma hingað tvisv- ar í viku.“ Í framhaldinu hyggst hún síðan hefja æfingar í venjulegri líkamsræktarstöð, en þangað til ætlar hún að njóta þess hlýlega and- rúmslofts sem ríkir á Grensásdeild- inni örlítið lengur. „Þetta breytti öllu“  Kristín Sigurðardóttir lætur fátt stoppa sig þótt hún hafi skaddast á mænu í bílslysi  Hún keyrir, fer á skíði og gerir nú ýmislegt sem hún ekki hafði prófað áður  Þurfti að venjast athyglinni Komin á fulla ferð Kristín er í þann mund að hefja vinnu á nýjan leik og hlakkar mikið til. Morgunblaðið/Golli Kristín lætur mænuskaðann ekki aftra sér frá því að prófa nýja hluti. Þannig fór hún til að mynda á fyrsta skipti á skíði í febrúar á þessu ári. „Þá var haldin skíðahelgi á Akureyri á vegum Íþróttafélags fatlaðra,“ segir hún, „og þá fór ég í fyrsta skipti á skíði.“ Sú upplifun hugnaðist henni svo vel að hún er ákveðin í að halda áfram að stunda skíðaíþróttina. „Við erum að fara í nóvember til Colorado,“ segir hún og tilhlökk- unin leynir sér ekki. „Þess vegna er ég núna á fullu við að safna styrkjum. Þetta er nefnilega ótrú- lega gaman en líka frekar dýrt,“ segir Kristín sem þarf sérstakt sætisskíði fyrir þessa skemmti- legu vetraríþrótt. Fór á skíði í fyrsta skipti í febrúar Í Hlíðarfjalli Kristín féll strax fyrir skíðaíþróttinni. Ríkislögreglustjóri telur koma til greina að banna starfsemi Vítis- engla hér á landi. Sjálfur hefur hann þó sagt að ekki sé hlaupið að því þegar horft er til ýmissa grunnrétt- inda sem almenningi eru tryggð. Meðal annars hefur hann vitnað í 74. gr. stjórnarskrár Íslands. Þar segir m.a.: „Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmála- félög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráð- stöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.“ Bent hefur verið á að Hæstiréttur Hollands dæmdi nýverið Vítis- englum í hag vegna efa um að sam- tökin væru glæpsamleg. Ákæru- valdið í Hollandi fór fram á bann við starfsemi þeirra á grundvelli þess að um væri að ræða glæpasamtök. Málareksturinn tók sjö ár og stjórn- völd eru aftur á byrjunarreit. Stjórnarskrárbrot að banna starfsemina? Morgunblaðið/Golli Ótengdur Ekki eru allir mótor- hjólakappar tengdir samtökum. LOKUN ann- arrar legudeild- arinnar á Grens- ás 1. júní sl. hefur haft gríð- arleg áhrif á vinnulag á staðn- um, að sögn Stef- áns Yngvasonar, yfirlæknis á Grensásdeild. „Þetta var stórt skref, en það tókst með samhentu átaki.“ Legurúmum var þá fækkað úr 40 í 27, en legutími hefur styst hratt undanfarin ár og er nú að meðaltali 22 dagar. Á milli 55-60 sjúklingar dvelja á legu- og dag- deildinni á hverjum tíma. Langt er hins vegar síðan Grens- ásdeild sprengdi utan af sér húsa- kynnin, sem sést best á því að hver krókur og kimi er þar nýttur. „Við erum búin að biðja um nýtt þjálfunarrými frá upphafi,“ segir Stefán, sem kann líkt og annað starfsfólk vel að meta söfnunar- átakið Á rás fyrir Grensás sem mið- ar að því að safna nægu fé fyrir við- byggingu sem hýsa á þjálfunar- aðstöðu. Hann bendir á að í dag séu fleiri á Grensásdeild sem eru meira fatlaðir en áður. Þar séu margir einstaklingar í hjólastól, með göngugrind og ýmsan annan bún- að. Þjálfunarbúnaðurinn hafi vissu- lega batnað, en hann sé engu að síð- ur fyrirferðarmikill. „Það þarf rými til að þjálfa fólk í hreyfingu, til að mynda í hjólastólafærni.“ Sjálfur vill hann sjá sjúkra- og iðjuþálfunina á sömu hæð í við- byggingunni. Hluti af stefnumörkun Grensás- deildar er ennfremur að þar verði eintóm einbýli og segir Stefán það í takt við nýjan spítala við Hring- braut. „Við höfum oft gagnrýnt að gæðastaðallinn við að liggja á sjúkrahúsi er lakari en á farfugla- heimili, því að þú ræður engu um það með hverjum þú gistir.“ Betri nýting á lóð, t.a.m. í þjálf- unarskyni, og bætt mataraðstaða fyrir starfsfólk og dagdeildar- sjúklinga er líka ofarlega á listan- um. „Ef hugsað er um þessa hluti strax í upphafi þurfa þeir heldur ekki að kosta svo mikið.“ „Það þarf rými til að þjálfa fólk í hreyfingu“ Stefán Yngvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.