Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 8

Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is TILLAGA þess efnis að gera Engja- skóla í Grafarvogi að safnskóla á unglingastigi í norðanverðum Grafar- vogi liggur nú uppi á borðum hjá Reykjavíkurborg. Foreldrar í Grafarvogi báru upp safnskólatillögu árið 2007 og var stofnuð nefnd á síðasta ári til þess að fara yfir málið. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar í skýrslu. Lagt er til að Engjaskóli verði safnskóli fyrir Vík- urskóla, Korpuskóla og Borgaskóla. Bæði liggur Engjaskóli miðsvæðis í hverfinu og eins þykir húsnæði þar heppilegast. Yngri nemendur á svæði Engjaskóla færu þá í Víkurskóla. Íbúatölur hafa ekki staðist Skólarnir hafa í dag ekki nemenda- fjöldann sem hafði verið spáð. Gert var ráð fyrir 400 nemendum en nú lít- ur út fyrir að þeir verði 220-330 á næstu árum. Hefur starf unglinga- deildanna liðið fyrir þennan skort. Safnskóla er meðal annars ætlað að gera námsframboð fjölbreyttara, fag- greinakennsluna sterkari, efla fé- lagslíf og auka hagkvæmni. „Við munum halda kynningarfund í næstu viku fyrir skólana,“ segir Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs. Eftir nokkrar vikur verði óskað eftir öðrum fundi til að hlusta á sjónarmið íbúa. Líka verði óskað eftir skriflegum umsögnum. Kjartan sagði að vilji íbúa hverfisins myndi ráða ferðinni. „Kostnaður ætti ekki að standa í vegi fyrir fram- kvæmdinni, þetta væri fyrst og fremst skipulagsbreyting.“ Steinunn Ármannsdóttir, formað- ur nefndarinnar, sagði helsta galla til- lögunnar snúa að yngstu börnunum. „Þau munu þurfa að fara yfir Mosa- veg á leið sinni í Víkurskóla og Borga- skóla. Það er því nauðsynlegt að byggja göngubrú eða undirgöng. En umferðarhraði yrði líka minnkaður og settar upp hraðahindranir. Við teljum þetta vera bestu niðurstöð- una.“ Leggja til stofnun safnskóla  Engjaskóli í Grafarvogi verði safnskóli unglingadeilda fyrir Víkurskóla, Korpuskóla og Borgaskóla  Safnskóli myndi efla skólastarf  Tillagan borin undir íbúa í hverfinu og framhaldið í þeirra höndum » Hagaskóli og Réttarholtsskóli eru safnskólar » Skólarnir fjórir hafa liðið fyrir nemendaskort » Safnskóli myndi bjóða upp á öflugra skólastarf Alþjóðleg sprengjuleitaræfing, Northern Chal- lenge, fer nú fram á Keflavíkurflugvelli á vegum NATO, Landhelgisgæslunnar, Varnarmálastofn- unar og dómsmálaráðuneytisins. Sprengju- sérfræðingar frá Gæslunni og hersveitum NATO hafa æft sig í að leita að sprengjum og líkja sér- staklega eftir sprengjum hryðjuverkamanna. Hér er verið að sýna leifar af sprengjum sem lið- in hafa eytt og safnað brotunum saman. HERMT EFTIR HRYÐJUVERKASPRENGJUM Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁHUGI á flutn- ingi til Noregs virðist enn vera mikill því ókeypis flutningsnám- skeið Norræna félagsins og EU- RES, evrópsku vinnumiðlunar- innar, um Noreg er að fyllast. Fjöldi hefur einnig skráð sig á námskeið um flutning til Danmerkur og Svíþjóð- ar. Þó hafa ekki jafnmargir skráð sig og í fyrra, en þá var metþátttaka. „Þá tóku á þriðja hundrað þátt og við urðum að fjölga námskeiðunum úr þremur í átta,“ segir Alma Sig- urðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nor- ræna félaginu. Hún segir félagið hafa haldið flutningsnámskeið reglulega. „Þau eru ekki haldin vegna kreppunnar en vegna þess hversu atvinnuleit og bætur eru stór þáttur nú fengum við sérfræðinga frá EURES til liðs við okkur.“ Alma bendir á að fólk þurfi að undirbúa sig vel fyrir flutning. „Það þarf einnig að hafa eitthvert fé milli handanna fyrstu mánuðina. Yfirleitt hleypur enginn á bætur um leið og komið er út. Sumir hafa þurft að leita að vinnu mánuðum saman. Svo veit ég um mann sem leitaði að 15 manns til viðbótar fyrir fyrirtækið sem hann fékk vinnu hjá.“ ingibjorg@mbl.is Noregs- námskeið að fyllast Námskeið Alma Sigurðardóttir. Mikill áhugi á flutn- ingsnámskeiðum UNG einstæð móðir vann 35,5 millj- ónir í Lottóinu á laugardaginn var. Vinningsmiðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú. Konan, sem hefur fyr- ir tveggja ára barni að sjá, er at- vinnulaus og missti nýlega íbúð sína. „Hér eru menn afskaplega ánægðir með að vinningurinn kemur í svona góðar þarfir,“ segir Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Í tilkynningu frá Getspá segir að það hafi verið titrandi og skjálfandi ung kona sem hafi birst á skrifstofu þeirra til að innheimta vinninginn. Miðann hafði hún keypt á föstudagskvöldið fyrir útdrátt. Hafði hún séð auglýsinguna um risa- pottinn og ákveðið að kaupa sjálf- valsmiða. Konan mun núna fá fjár- málaráðgjöf, eins og venjan er með svo stóra vinninga. sigrunerna@mbl.is Lottópottur til einstæðr- ar móður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.