Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 10

Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Er Jóhanna Sigurðardóttir for-sætisráðherra ekki að misskilja mjög þá gagnrýni sem beinst hefur að henni að undanförnu fyrir það að hafa verið nánast ósýnileg svo mán- uðum skiptir?     Í frétt hér íMorgun- blaðinu í gær sagði forsætis- ráðherra: „Ég er auðvitað mjög ánægð með það að fólk vill hafa mig sem mest í fjölmiðlum. Ég reyni að sinna því eftir bestu getu. Ég vil nú eiginlega fullyrða það að sýnileiki minn sé ekkert minni en annarra forsætisráðherra.“     Forsætisráðherra virðist ekki áttasig á því, að gagnrýni á ósýni- leika hennar hefur einkum beinst að því að hún hefur ekki gefið erlend- um fjölmiðlum færi á viðtölum. Hún hefur jafnvel hafnað tækifærum til þess að koma fram og tala í sjón- varpi til stórþjóða, tala máli Íslands, kynna málstað Íslendinga og halda á lofti þeim gífurlegu hagsmunum sem eru í húfi fyrir Íslendinga, ef Hollendingar og Bretar fá að kom- ast upp með það að nota Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til þess að ganga erinda sinna og kúga Íslendinga til ofurgreiðslna, sem munu bitna á landsmönnum í nútíð og framtíð.     Að forsætisráðherra skuli ekkieinu sinni skilja hvers vegna hún er gagnrýnd fyrir ósýnileika, er auðvitað mjög alvarlegt. Þarf for- sætisráðherra kannski á fleiri ímyndarsmiðum að halda en þeim Hrannari B. Arnarssyni og Einari Karli Haraldssyni?     Áttar forsætisráðherra sig ekki áþví að sýnileiki forvera hennar á forsætisráðherrastól var aldrei nærri jafn þýðingarmikill og sýni- leiki hennar er nú um þessar mund- ir? Jóhanna Sigurðardóttir Sýnileiki forsætisráðherra Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Algarve 27 léttskýjað Bolungarvík 6 skúrir Brussel 18 skýjað Madríd 25 heiðskírt Akureyri 10 skýjað Dublin 15 léttskýjað Barcelona 24 léttskýjað Egilsstaðir 8 léttskýjað Glasgow 14 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað London 19 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Nuuk 2 skýjað París 22 heiðskírt Aþena 24 skýjað Þórshöfn 10 skúrir Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 19 léttskýjað Ósló 14 heiðskírt Hamborg 17 skýjað Montreal 22 alskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Berlín 19 skýjað New York 24 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Chicago 19 alskýjað Helsinki 13 heiðskírt Moskva 16 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 24. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.22 0,8 9.45 3,5 16.00 1,1 22.05 3,2 7:18 19:23 ÍSAFJÖRÐUR 5.24 0,5 11.42 2,0 18.09 0,7 23.56 1,7 7:23 19:28 SIGLUFJÖRÐUR 1.58 1,2 7.40 0,5 14.03 1,3 20.17 0,4 7:06 19:11 DJÚPIVOGUR 0.26 0,5 6.45 2,1 13.10 0,7 18.52 1,7 6:47 18:52 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Suðvestan og vestan hvassviðri í fyrstu, en síðan minnkandi vindur. Víða skúrir, en styttir upp austantil. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag Suðvestan strekkingur og skúr- ir eða él, en þurrt að kalla norð- austan- og austanlands. Heldur kólnandi veður. Á sunnudag Vestlæg átt og stöku skúrir eða él, en þurrt að mestu aust- anlands. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst. Á mánudag og þriðjudag Útlit fyrir norðlæga eða breyti- lega átt. Skúrir eða rigning með uppstyttum sunnantil, en él norðantil. Fremur kalt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt og skúrir, en dregur smám saman úr vindi og styttir að mestu upp eftir hádegi, en búast má við snörpum vind- strengjum sums staðar suð- austantil fram eftir degi. Geng- ur í sunnan 5-10 með rigningu um landið sunnan- og vest- anvert í kvöld. Hiti 4 til 10 stig. Nýtt útboð Ríkiskaupa á blóðsýna- tökum fyrir lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu (LRH) mun að öll- um líkindum skila 50 milljón króna árlegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Kostnaður dómsmálaráðuneytisins vegna þessa liðs hefur verið um það bil 100 milljónir á ári á höfuðborg- arsvæðinu. Öryggismiðstöðin bauð best í útboðinu og hlýtur samning- inn í eitt ár en hann má framlengja þrisvar sinnum. Markmið með sýnatökum og rannsóknum á þeim er að fá úr- skurð um það hvort áfengi, lyf og/ eða fíkniefni í ólöglegu magni sé til staðar. Skaðleg áhrif áfengis á hæfni ökumanns eru vel þekkt. Síð- ustu ár hefur aukin athygli beinst að akstri undir áhrifum fíkniefna með tilliti til umferðaröryggis. Mun erfiðara er að sanna hvort ökumaður sé undir áhrifum fíkni- efna og lyfja en áfengis. Spara með kaupum á blóðsýnatökum Undirritun Stjórnendur lögreglunnar og Ríkiskaupa skrifuðu undir samn- inginn, en hann felur í sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkissjóð. MIKILVÆGT er að huga meira að vinnuvernd á þessum erfiðleikatím- um svo tjón vegna lélegs vinnuum- hverfis verði sem minnst. Á síðasta ári urðu 6997 vinnslys samkvæmt slysaskrá íslands en það samsvarar um 4% af vinnuafli. Hægt að forða slysum Í grein Kristins Tómassonar, yf- irlæknis Vinnueftirlitsins, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar, má m.a sjá tölur yfir vinnuslys á síðasta ári. Samkvæmt þeim slösuðust 1.758 einstaklingar þannig að um tilkynn- ingarskyld vinnuslys er að ræða, en það eru öll alvarleg slys og slys sem valda fjarvist lengur en slysadaginn sjálfan. Segir Kristinn að forða megi tjóninu sem þessi slys valdi með markvissum aðgerðum. Karlmenn slasast frekar Í Fljótsdalshéraði slösuðust 1.594 karlar og 61 kona á bilinu 2003 til 25. ágúst 2009. Í Fjarðabyggð slösuðust 119 karlar og 24 konur. Fjöldi bú- settra karla á vinnualdri á Fljóts- dalshéraði var á bilinu 37 til 455 og eru nú 78, skv. Hagstofu. Fjöldi kvenna var á bilinu 18-41 og eru þær nú 30. Í Fjarðarbyggð voru karlar á bilinu 1.058 til 2.923 en eru nú 1.834. Konur voru á bilinu 931 til 1.406 og eru nú 1.376. Þrátt fyrir að 1.000 karlmönnum sé bætt inn á íbúaskrá Fljótsdalshéraðs vegna Kárahnjúka, vegna samanburðar, þá eru slys meðal karla mun algengari en meðal kvenna, líklega vegna hættulegri verkefna. Nauðsynlegt sé að leggja ríkari áherslu á vinnuvernd, kerf- isbundið áhættumat og forvarnir á öllum stigum. Markmið vinnu sé vel- líðan og velmegun. sigrunerna@mbl.is Þörf á að huga bet- ur að vinnuvernd Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Vinnuslys. Vegna hættulegri starfa slasast karlar frekar en konur. Tæp sjö þúsund vinnuslys árið 2008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.