Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 15

Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is HÁTT í 50 starfsmenn Suðurverks munu í vetur vinna á dagvöktum við framkvæmdir við höfnina á Bakka- fjöru. Þegar mest var unnu þar um 110 manns á vöktum allan sólar- hringinn. Stórvirk tækin voru í stans- lausri notkun, en nú hefur aðeins ver- ið hægt á. Garðarnir eru nánast komnir í fulla lengd og verkið er mánuði á undan áætlun. Samningurinn við Suðurverk um hafnargerðina var upp á 1.868 millj- ónir, en vegna verðbóta munu greiðslur til þeirra fara yfir 2,2 millj- arða. Samið var við Landgræðsluna um uppgræðslu á svörtum sandinum. Alls verða græddir upp hátt í 600 hektarar og verður kostnaður um 300 milljónir. Eftir byrjunarörðug- leika hefur gengið vel í sumar. Á næstunni verða boðin út fleiri verkefni við Landeyjahöfn, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Áss Grétarssonar hjá Siglingastofnun. Rennan inn í höfnina verður dýpkuð, aðstaða byggð í landi og ef fjármunir endast verður farið í lokafrágang með malbikuðum bílastæðum, gróð- ursetningu og hellulögn. Núna er unnið við að loka end- unum á varnargörðunum og einnig við að grjótverja ytri varnarkápu á austurgarðinum. Skeifulaga garð- arnir eru nánast komnir í fulla lengd og eftir um það bil mánuð verður byrjað að loka görðunum í fullri hæð frá ytri endum í land, að sögn Ey- steins Dofrasonar, verkefnisstjóra hjá Suðurverki. Garðarnir eru hvor um sig um 650 metrar að lengd. Þar sem þeir eru hæstir ná þeir 20 metra hæð frá botni og breidd þeirra á botninum undir garðhausunum er um 100 metrar. Herjólfur ekki framtíðarlausn Bryggja fyrir Vestmannaeyjaferj- una verður í höfninni vestanverðri og verður hún að hluta til grafin inn í landið. Milli garðanna verður nægj- anlegt snúningspláss fyrir ferjuna og eitt viðlegupláss. Verkið á að vera tilbúið 1. júlí næsta sumar. Tíma- bundið hefur verið horfið frá því að kaupa nýja ferju og mun Herjólfur sigla á milli lands og Eyja. Skipið er þó ekki varanleg lausn því fyrir framan höfnina er sandrif sem aldan brotnar á og við ákveðnar aðstæður ristir Herjólfur of djúpt. Innsiglingin til Landeyjahafnar hef- ur hins vegar verið að dýpka af nátt- úrulegum orsökum. Það skapar möguleika til notkunar Herjólfs tímabundið til siglinga á milli Eyja og Landeyja með minni frátöfum en reiknað hafði verið með. Herjólfur að bryggju á Bakka eftir 10 mánuði Framkvæmdir við Landeyjahöfn eru um mánuði á undan áætlun. Græn slikja uppgræðslunnar er farin að setja svip á umhverfið. Eftir tíu mánuði mun Herjólfur leggjast að bryggju í höfninni eftir hálftíma siglingu frá Eyjum. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HITINN í Reykjavík náði ekki 10 gráðum í fyrradag. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta gerðist síðast 2. júní sl. Hit- inn náði því 10 gráðunum í 110 daga í röð. Þetta er óvenjulangur kafli en ekki einstakur, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Þannig hefur það gerst fjórum sinnum frá árinu 1949 að lengri tími hefur liðið milli þess að há- markshiti dagsins fari ekki niður fyrir 10 stigin. Sumarið í fyrra á metið, 121 dagur í röð. Næst kemur sumarið 1996 (118 dagar), sumarið 1963 (116 dagar) og sumarið 2003 (112 dagar). Þessar tölur eru miðaðar við hámarksmælingu milli kl. 9 og 18 hvern dag. Í veðurfræðinni er hámarkshiti einnig mið- aður við tímabilið frá kl. 18 daginn áður til kl. 18 viðmiðunardaginn. Að sögn Trausta gerist það stundum (eins og núna 2. júní) að hæsti hiti þess sólarhrings er hærri en ef aðeins er miðað við frá kl. 9 til 18. Hiti var t.d. yfir 10 stigum milli kl. 18 og 19 hinn 1. júní og þar með er hámark þess 2. samkvæmt þeim reglum líka yfir 10 stig. Sé mið- að við þessa reglu hefur sumarið 2009 vinninginn með 132 samfellda daga yfir 10 stigum. Sumarið í fyrra er í öðru sæti með 122 daga. Sumarið 1996 kemur svo í þriðja sæti með 121 samfelldan dag. Langur hlýindakafli er nú að baki  Hitinn í Reykjavík náði ekki 10 gráðunum í fyrradag  Þetta gerðist síðast 2. júní og því fór hit- inn yfir 10 gráður 110 daga í röð  Sumarið í fyrra á metið, en þá fór hiti yfir 10 stig í 121 dag Í HNOTSKURN »Sumarið, þ.e. júní tilágúst, var það sjöunda hlýjasta í Reykjavík frá upp- hafi mælinga 1870. Meðalhiti sumarsins var 11,4 stig. »Sólskinsstundirnar urðu149 umfram meðallag. Þetta umframsólskin sam- svarar u.þ.b. hálfum mánuði af sólardögum (sólskin meira en 10 klst. á dag) umfram það sem venjulegt er. »Sumarið var ekki einsáberandi hagstætt um landið norðanvert. Hiti var þó ofan meðallags. Morgunblaðið/Eggert Sleikja sólina Höfuðborgarbúar geta verið ánægðir með sumarið enda nutu þeir þess í botn. Skipulagsráð Reykjavíkur hef- ur samþykkt að reist verði úti- listaverk við Ægisíðu/Skerja- förð til þess að minnast þess að knattspyrnu- félagið Þróttur var stofnað á þessum stað. Um er að ræða þrjá sexhyrnda stuðlabergs- steina, 30-40 cm á breidd og 80-120 cm á hæð. Þróttur var stofnaður hinn 5. ágúst árið 1949, í félagsheimili Ungmennafélags Grímsstaðaholts við Ægisíðu. Voru stofnfélagar 37 talsins og fyrsti formaðurinn var kosinn Halldór Sigurðsson. Þrótt- arar héldu myndarlega upp á 60 ára afmælið á dögunum . sisi@mbl.is Minnismerki um stofnun Þróttar við Ægisíðu Sigurþór Sigurðsson, fyrrverandi afgreiðslustjóri Morgunblaðsins, er látinn. Hann lést á Landakotsspít- ala 82 ára að aldri. Sigurþór starf- aði um 50 ára skeið hjá Morgun- blaðinu við ýmis störf en lengst af sem afgreiðslustjóri, þar til hann hætti störfum 70 ára vegna aldurs. Sigurþór fæddist í Reykjavík 26. desember 1926. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður J. Guðmunds- son og Kristín N. Þórarinsdóttir. Hann ólst upp í Reykjavik, lauk grunnskólaprófi frá Austurbæj- arskóla og vann ýmis störf þar til hann hóf störf hjá Morgunblaðinu um tvítugt. Sigurþór var félagi í Kiwanis- klúbbnum Esju og var honum starf- semi félagsins mjög kær. Eftirlifandi eiginkona Sigurþórs er Hallveig Ólafsdóttir. Þau eign- uðust sex börn. Sigurþór Sigurðsson Andlát Allt grjót í varnargarðana er sótt í námur á Seljalandsheiði og er það flokkað í fimm flokka. Síðan er nánast hverjum steini valinn ákveðinn staður. Í varnarkápu fer stærsta grjótið, 12-30 tonn að þyngd. Námu- trukkarnir sem keyra grjótið í garðana flytja allt að 50 tonnum í ferð. Þegar stærstu steinarnir eru fluttir eru því ekki margir hnull- ungar á pallinum. Fyllingarefni sem þarf til hafnargerðar, í brimvarnargarða og sjó- varnargarða og til vegagerðar vegna Landeyjahafnar er áætlað 1.135.000 m3 eða á aðra milljón rúmmetra. Þar af er áætlað að taka 500 þúsund rúmmetra af grjóti úr námunni á Seljalandsheiði. Ekki margir hnullungar á pallinum Bakkafjara Garðarnir í Landeyjahöfn eru nánast komnir í fulla lengd og hafa lengst aðeins síðan þessi mynd var tekin í sumarblíðu fyrir nokkrum vikum. Ljósmynd/Emil Thor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.