Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
Mörg matar-
holan hjá
hinu opinbera
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Í SKÝRSLUM Ríkisendurskoðunar um fjármál
hins opinbera er sí og æ endurtekið að svo virð-
ist sem stjórnvöld líti á fjárlög sem drög en ekki
raunverulegt plagg sem fara eigi eftir. Eins er
tekið fram víða að áminna eigi þá forstöðumenn
stofnana sem fara fram yfir fjárveitingar og
þurfa því aukafjárveitingu – í stað þess að þeir
séu áminntir eru þeir verðlaunaðir með auka-
fjárveitingum.
Þó að skýrslur ríkisendurskoðunar séu um
margt forvitnilegar eru fjáraukalög ekki síður
forvitnileg. Eins er merkilegt að skoða fjárlög
þar sem liðir undir liðum undir liðum gera leik-
mann svo ringlaðan að erfitt er að ná böndum á
hugsanir – hvað þá koma þeim á blað.
Sjóðir af ýmsu tagi leynast víða og titlar
margra þeirra vekja undrun og vangaveltur um
til hvers þessi og hinn sjóðurinn sé ætlaður.
Hver er til dæmis tilgangur Fiskræktarsjóðs?
Og Garðávaxtasjóðs? Með aðstoð hinnar öflugu
leitarvélar google má vissulega finna lög um alla
þessa sjóði og tilgangur virðist vera með hverj-
um og einum. Hins vegar vaknar óhjákvæmi-
lega spurningin hvað kostar að reka alla þessa
sjóði? Stjórnarmenn eru launaðir – oft er tekið
fram í lögunum að launakostnaður sé borinn
uppi af sjóðnum sjálfum, sem og rekstrarkostn-
aður. Gjöld sem innheimt eru af atvinnuveg-
unum fara þess vegna að miklu leyti í að reka
sjóðina. Og er tilgangurinn þá kannski að skapa
atvinnu? Varla, því oft og tíðum situr sama fólk í
stjórnum margra sjóða.
Viðmælendur Morgunblaðsins voru við
vinnslu þessarar fréttaskýringar ákaflega
margir og sinna margvíslegum störfum hjá hinu
opinbera jafnt sem í einkageira. Jafnframt við-
mælendur sem sestir eru í helgan stein en hafa
víðtæka reynslu af störfum fyrir hið opinbera.
Eitt eru allir sammála um. Það ber að sameina
fleiri ráðuneyti en fyrirhugað er. Það ber að
sameina stofnanir í stórum stíl. Hver er til
dæmis tilgangurinn með því að taka sjúkra-
tryggingar út úr Tryggingastofnun ríkisins og
setja á fót sjálfstæða stofnun? Sú stofnun þarf
nýjan framkvæmdastjóra – um leið eru þeir
orðnir tveir sem sinna að mörgu leyti sama
málaflokknum. Rugl, segja flestir. Hið sama má
segja um sérstakan saksóknara sem að mörgu
leyti sinnir sama hlutverki og embætti saksókn-
ara efnahagsbrota.
Skörun ráðuneyta kostar sitt
Skörun ráðuneyta í ákveðnum málaflokkum
kostar sitt. Þannig má til dæmis nefna málefni
fatlaðra sem að hluta til eru undir heilbrigð-
isráðuneyti, að hluta undir félags- og trygginga-
málaráðuneyti og loks heyrir hluti undir
menntamálaráðuneyti. „Já, þessu er stjórnað
hverju af sínum aðilanum,“ segir Sveinn Arason
ríkisendurskoðandi. „Yfirstjórn er ekki sam-
ræmd en ég kann ekki að segja með nýju til-
færslurnar; hvort eitthvað hefur lagast þar,“
segir hann og vísar þar í sameiningu á ráðu-
neytum sem væntanlega verður tilkynnt von
bráðar. „Við höfum verið að skoða málefni fatl-
aðra á þessu ári,“ segir Sveinn. „Við verðum að
ætla að það sé betra að einn aðili sjái um öll
þessi mál en skipta þeim á milli ráðuneyta. Þau
togast á og svo má spyrja hvaða ráðuneyti á að
taka á jaðartilfellum? Málaflokkurinn getur orð-
ið dýrari en ella þegar málum er svona háttað.“
Flestir telja að sameina beri fleiri ráðuneyti en
fyrirhugað er og sameina stofnanir í stórum stíl
Hvaða ráðuneyti á að taka á jaðartilfellum þegar
málaflokkar skarast á milli tveggja eða fleiri?
Morgunblaðið/RAX
Varúð Ríkisvaldið þarf að stíga varlega til jarðar um leið og skíturinn er mokaður í stórum stíl.
Ráðstöfun ríkisfjár
„Flest ráðuneytin hafa fundað með for-
stöðumönnum stofnana og búið þá undir
frekari niðurskurð á árinu 2010. Engin bein
fyrirmæli hafa þó enn komið um slíkan nið-
urskurð frá stjórnvöldum. Rekstrarstjórar
ráðuneytanna telja brýnt að vinnu við und-
irbúning fjárlaga 2010 verði hraðað,“ segir
í skýrslu ríkisendurskoðanda um fjár-
málastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætl-
ana sem kom út í júní sl. Þar segir jafn-
framt um styrki sem ráðuneytin veita til
margvíslegra verkefna: „… eru enn brögð
að því að ráðuneyti veiti styrki án þess að
gerðir séu samningar þar sem fram kemur
hvaða kröfur eru gerðar til samningsaðila,
t.d. um skil á gögnum um nýtingu fjárins.
Þetta gildir m.a. um styrki sem fjár-
laganefnd Alþingis veitir.“ Þessi orð koma
heim og saman við orð eins viðmælanda
Morgunblaðsins sem fullyrðir að eftirlit
með styrkveitingum sé mjög lítið. Styrkir
séu veittir í verkefni en eftirfylgni er með
köflum.
Í þessari sömu skýrslu er farið yfir við-
brögð stofnana við skertum fjárveitingum.
Fram kemur að dæmi eru um að ráðuneyti
hafni tillögum forstöðumanna stofnana um
sparnað og krefjist nýrra hugmynda. Þetta
hlýtur að vekja spurningar um hvort við-
komandi forstöðumenn teljast starfi sínu
vaxnir. Eða eru þeir sem stýra stofnunum
ekki þeir sem gerst þekkja reksturinn og
geta sagt til um hvar þrengja má að? „Þá
kemur fram að tilmæli koma frá fagráðu-
neyti um að forðast beri að skerða þjón-
ustu, segja upp starfsfólki o.s.frv. Er þá
bent á aðrar leiðir, t.d. að draga úr yf-
irvinnu.“ (bls. 13)
Einmitt!
Ekki í samræmi við það sem
stofnununum er ætlað að starfa eftir
Í máli viðmælenda Morgunblaðsins kom
ítrekað fram að heildarsýn yfir fjárlaga-
vinnu virtist í mörgum tilfellum skorta. Út-
gangspunktur fjárlaga er jafnframt í lang-
flestum tilvikum fjárveitingar síðasta árs.
„Til að undirbúa væntanlega lækkun fjár-
veitinga á árinu 2010 telur Ríkisendur-
skoðun að ráðuneyti og stofnanir eigi nú að
sameinast um að meta væntanleg áhrif ann-
ars vegar 5% og hins vegar 10% nafnverðs-
lækkunar fjárveitingar milli áranna 2009 og
2010 á þjónustu stofnana. Þá ættu stofnanir
að gera grein fyrir hvernig slíkri lækkun
yrði mætt. Með þessu móti ætti fjárveiting-
arvaldinu að veitast auðveldara að taka
ákvarðanir um niðurskurð.“ (bls. 13)
Þá segir (bls. 16) að rekstrarstjóri utan-
ríkisráðuneytis hafi tekið skýrt fram á
fundi með ríkisendurskoðun að ekki kæmi
til greina að heimild stofnana til að ráð-
stafa vannýttum heimildum yrði takmörk-
uð. Aftur á móti hefur dóms- og kirkju-
málaráðuneytið, ólíkt mörgum öðrum
ráðuneytum, „takmarkað nýtingu ónýttra
fjárheimilda og þannig lagt áherslu á að
stofnanir gangi ekki að fullu á þær á árinu
2009, heldur reyni að dreifa nýtingu þeirra
á fleiri ár“. (bls. 18) Dóms- og kirkju-
málaráðuneytið fær prik fyrir þetta. Enda
kemur fram í fjáraukalögum síðan í októ-
ber í fyrra að það ráðuneyti fær lang-
minnsta aukafjárveitingu, eingöngu um 85
milljónir. Önnur ráðuneyti fá allt að 12.702
milljónir í fjáraukalögum. Félags- og trygg-
ingamálaráðuneyti virðist þó vera á öðrum
hesti því í fjáraukalögum er lagt til að fjár-
heimild þess verði lækkuð um 721,4 millj-
ónir.
Í viðauka í lok skýrslunnar eru tilteknar
stofnanir með uppsafnaðan halla umfram
4% í árslok 2008. Þar eru m.a.
Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á
Akureyri. „Við höfum vísbendingar,“ segir
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, „og við
getum sagt sem svo að þær stofnanir sem
hafa farið fram úr fjárlögum, það er vís-
bending um að rekstur þeirra sé ekki í
samræmi við það sem þeim er ætlað að
starfa eftir. Spyrja má hvort þessar stofn-
anir séu að þessu leyti að sólunda fjár-
munum,“ segir hann en bendir jafnframt á
að forstöðumenn viðkomandi stofnana meti
það svo að fjármununum sé varið í góðum
tilgangi. „Ég nefni í því samhengi skóla og
framhaldsskóla sem farið hafa fram úr.
Þessar stofnanir eru í kennslu og er það
ekki dýrmætast af öllu – að mennta börnin
og unglingana?“
Landspítali Íslands sker sig úr þar sem
uppsafnaður halli hans er 1.635,8 milljónir
króna. Einn heimildarmaður orðaði það svo
að „spítalarnir hafi alltaf verið í erf-
iðleikum. Áætlunargerð er erfið og Land-
spítalinn er, má segja, endastöð í kerfinu
og þarf að taka við öllu sem ekki er hægt
að setja annað“.
Heildarsýn yfir fjárlagavinnu skortir
Dæmi eru um að ráðuneyti hafni tillögum forstöðumanna stofnana um sparnað og krefjist nýrra hugmynda
Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneyti og stofnanir til að sameinast um að meta áhrif 5% og 10% skerðingar
Hvað fengu ráðuneytin í fjáraukalögunum og
tvær stofnanir í sama málaflokki.
Á morgun