Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
Liður kemur inn á fjárlög
og fer ekki þaðan aftur
„ÞAÐ hlýtur að mega skera eitt-
hvað niður,“ segir einn viðmælandi
Morgunblaðsins og vísar þar í
margvíslega liði í fjárlögum. „Það
eru liðir eftir liði undir ráðuneyt-
unum, allir þessir sjóðir … Hvað
heldurðu að þetta kosti allt sam-
an?“ segir hann.
„Og það er svo hætt við að þegar
einu sinni er kominn inn einhver
liður að hann fari ekkert út aftur
heldur er aukið við af því að það er
alltaf unnið út frá fjárveitingum
síðasta árs, alltaf verið að stoppa í,“
segir viðmælandinn og bætir við að
ráðuneytin séu þess utan misklók
að „ná sér í liði“.
Þessi orð urðu til þess að blaða-
maður rýndi í ýmsa sjóði. Eftirfar-
andi er lausleg yfirferð um nokkra
þeirra. Vart þarf að taka fram að
hér er skautað á afar þykku yf-
irborðinu, svo þykku að vart sést
nokkurs staðar til botns. Eins er
vert að taka fram að ekki er lagt
mat á starf eða nauðsyn hvers og
eins sjóðs.
Í lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir
frá 2003 segir að markmið laganna sé að efla vísinda-
rannsóknir og vísindamenntun á Íslandi með því að
styrkja grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Úthlut-
unarsjóðir eru tilteknir Rannsóknasjóður og Tækja-
sjóður. Tekjur Rannsóknasjóðs eru í fyrsta lagi fjárveiting
í fjárlögum ár hvert, öðru lagi gjafir frá einstaklingum eða
fyrirtækjum og loks önnur framlög. Tækjasjóður fær
einkaleyfisgjald af rekstri peningahappdrætta eða aðrar
sambærilegar tekjur og í öðru lagi önnur framlög. Stjórn
Rannsóknasjóðs fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Þá
segir: Kostnaður við mat á umsóknum og við störf
stjórnar Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs skal greiddur
af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins.
Til er sjóður sem heitir Framleiðnisjóður landbún-
aðarins. Undir þeim sjóði er hinn merkilegi Garð-
ávaxtasjóður sem í fjáraukalögum í okt. 2008 fékk rúm-
lega átta milljónir. Óttalegt smotterí segja eflaust flestir
en til þess ber að líta að safnast þegar saman kemur. Í
lögum um sjóðinn segir: „Garðávaxtasjóður er sjálfstæður
sjóður í vörzlu og umsjá Framleiðnisjóðs.“ Helstu verkefni
sem framlög hafa verið veitt til úr Garðávaxtasjóði lúta að
heilbrigði og stofnræktun íslenskra kartaflna og gulrófna.
„Tekjur Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru starfsfé í
samræmi við samning sem landbúnaðarráðherra og fjár-
málaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, og Bændasamtök Ís-
lands gera samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998. Aðrar
tekjur Framleiðnisjóðs eru vaxta- og umsýslutekjur,“ segir
í ársskýrslu 2008 á heimasíðu sjóðsins. Á árinu 2008
voru tekjur Framleiðnisjóðs alls 204 milljónir og framlag
ríkis nam samkvæmt fjárlögum 160 milljónum króna.
Eflaust er Garðávaxtasjóður mjög þarfur og nauðsyn-
legur. Hins vegar er sjóðurinn undir Framleiðnisjóði og til-
vera hans er flókin og ógegnsæ.
Í lögum um póstþjónustu frá 2002 er fjallað um Jöfn-
unarsjóð alþjónustu. Alþjónusta er sú póstþjónusta
sem landsmenn skulu eiga aðgang að á jafnræðis-
grundvelli. Lögin eru flókin og margorð, enda ýmislegt um
póstþjónustu að segja og rétt að hafa alla fyrirvara ná-
kvæma. Póst- og fjárskiptastofnun hefur umsjón með
málefninu sem lýtur að því að ef rekstrarleyfishafi telur að
alþjónusta sem honum er skylt að veita sé rekin með tapi
eða óarðbær getur viðkomandi farið þess á leit að honum
verði tryggt með fjárframlögum „eðlilegt endurgjald fyrir
þá þjónustu sem hér um ræðir“. Ef niðurstaða Póst- og
fjarskiptastofnunar verður að þjónustan verði ekki aflögð
skal hún tryggja rekstrarleyfishafa fjárframlög úr Jöfn-
unarsjóði alþjónustu. Innheimt er jöfnunargjald sem renn-
ur í jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar.
Gjaldið er innheimt af rekstrarleyfishöfum í „hlutfalli við
bókfærða veltu þeirra á sviði alþjónustu“ og er ákveðið
með lögum.
Beinast liggur við að varpa þeim spurningum fram
hvort sjóðurinn er: einfaldur? gagnsær? nauðsynlegur?
Í lögum um Orkustofnun frá 2003 er fjallað um Orku-
sjóð. Þar segir: „Hjá Orkustofnun skal starfa orkuráð.
Ráðherra skipar fimm menn í orkuráð til fjögurra ára í
senn. Verkefni orkuráðs skulu m.a. fólgin í ráðgjöf við
framkvæmd verkefna skv. 2. tölul. 1. mgrs. 2. gr. og að
gera tillögur um lánveitingar og greiðslur úr Orkusjóði.“
Orkusjóður er eign ríkisins en Orkustofnun annast dag-
lega umsýslu sjóðsins. Í lögunum segir: „Hlutverk Orku-
sjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda lands-
ins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða
að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.“ Einmitt!
Tekjur Orkusjóðs eru vextir af fé sjóðsins og framlag í
fjárlögum. Allur kostnaður við rekstur Orkusjóðs
greiðist af tekjum sjóðsins.
Í lögum um Nýsköpunarmiðstöð er fjallað um
Tækniþróunarsjóð. Hann er sérstakur sjóður og heyrir
undir iðnaðarráðherra. Fagleg umsýsla Tækniþróun-
arsjóðs er í höndum óháðra aðila. Hlutverk hans er að
„styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar
sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi“. Hljómar það
kunnuglega?
Tekjur sjóðsins eru fjárveitingar í fjárlögum, tekjur af
sölu hlutdeildar í sprotafyrirtækjum sem sjóðurinn hefur
eignast aðild að, framlög frá innlendum og erlendum sam-
starfsaðilum og önnur framlög. Í stjórninni sitja sjö menn
sem iðnaðarráðherra skipar. Kostnaður við mat á um-
sóknum og rekstur sjóðsins skal greiddur af árlegu
ráðstöfunarfé hans.
„Listskreytingasjóður ríkisins hefur það markmið
að fegra opinberar byggingar og umhverfi þeirra,“ segir í
lögum um sjóðinn frá 1990. Sjóðurinn hefur sjálfstæðan
fjárhag og eigin stjórn. Hann heyrir undir mennta-
málaráðuneytið. Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag rík-
isins, vaxtatekjur og „aðrar tekjur“. Menntamálaráðherra
skipar fimm manna stjórn og ákveður jafnframt þóknun
stjórnarmanna sem greiðist úr sjóðnum ásamt öðrum
kostnaði við starfsemi hans.
Kvikmyndasjóður starfar á vegum Kvikmynda-
miðstöðvar Íslands og er hlutverk hans að efla íslenska
kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi að því er
segir í reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt
breytingum 2004, 2007 og 2009. Styrkir úr sjóðnum geta
runnið til handritsgerðar, þróunar, framleiðslu, eftirvinnslu
og kynningar. Verk sem nýtur styrks úr Kvikmyndasjóði
skal kynnt sem íslenskt á kvikmyndahátíðum og mörk-
uðum erlendis.
Um Kvikmyndasjóð er fátt eitt að segja. Nema þá ef
vera skyldi að með nýjum kvikmyndalögum sem tóku gildi
1. janúar 2003 var Kvikmyndasjóður Íslands lagður niður
sem ríkisstofnun í þeirri mynd sem hann var þá. „… en til
verða tvær nýjar stofnanir; Kvikmyndamiðstöð Íslands og
Kvikmyndasafn Íslands“, eins og segir í fréttatilkynningu á
vef menntamálaráðuneytisins frá 29. nóvember 2002.
Markmið með breytingu kvikmyndalaga hefur eflaust ver-
ið einföldun. Hins vegar hlýtur að vekja athygli að tvær
stofnanir verða til og verkferli öll eru flókin og óaðgengi-
leg.
„Fiskræktarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins
og á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem
hefur það hlutverk að veita lán eða styrki til verkefna sem
þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiði-
aðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka
verðmæti úr þeim,“ segir í lögum um fiskræktarsjóð frá
2008. Einfalt og augljóst, ekki satt?
„Verkefni sjóðsins eru lögbundin,“ segir Ingimar Jó-
hannsson, sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu. „Þau
eru fiskvegagerð, þ.e. að hleypa fiski inn á ný svæði sem
hann kemst ekki sjálfur, það stækkar bæði veiðisvæði og
hrygningarsvæði í ám,“ segir hann.
Ráðstöfunartekjur Fiskræktarsjóðs eru innheimt gjald
af veiðitekjum, arður af eigin fé, fjárveiting úr ríkissjóði og
annað. Í stjórn sjóðsins sitja fulltrúar Landssambands
veiðifélaga, Landssambands stangaveiðifélaga og einn
sem ráðherra tilnefnir. Eigið fé sjóðsins skal að lágmarki
vera 270 milljónir. Allur kostnaður af starfsemi Fisk-
ræktarsjóðs greiðist af honum.
Sagt að ráðuneytin séu misklók að krækja sér í liði – eftir liði
Morgunblaðið/RAX
Í strætó Nú styttist í að fjárlagafrumvarpið verði lagt
fram. Framlög í ýmsa sjóði verður eflaust þar að finna.
– meira fyrir áskrifendur
Mannauður
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Verðmætasta auðlind allra
fyrirtækja er mannauðurinn.
Sá sem hefur besta fólkið
stendur best að vígi.
Í sérblaðinu Mannauðurinn
skoðar Viðskiptablað
Morgunblaðsins leiðir til að
bæta starfsandann og styrkja
starfsfólkið.
• Hvernig má efla hópinn á erfiðum tímum?
• Hvað þurfa stjórnendur að temja sér til að
ná því besta úr starfsfólkinu?
• Hvaða námskeið og hópeflislausnir eru í
boði?
• Hvernig getur símenntun og sjálfsstyrking
bætt mannauð fyrirtækisins?
• Hvað í vinnuumhverfi og kjörum skiptir
mestu máli?
• Hvernig má laða að - og halda í - hæfasta
fólkið?
Mannauðsmálin verða krufin til
mergjar í veglegu sérblaði 8. október.
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Auglýsingapantanir eru í síma 569 1134
eða sigridurh@mbl.is til 5. október.